Afleveringen

 • Hulda Geirsdóttir stýrði Fuzzinu í kvöld og var í jólaskapi enda þátturinn undirlagður jólarokki af ýmsum gerðum. Plata þáttarins var Jól í Rokklandi og boðið var upp á Leppalúða fjarka, auk þess sem hún sló á þráðinn til Þráins Árna Baldvinssonar gítarleikara í Skálmöld, en sveitin kom saman til æfinga fyrir stuttu, eftir langt hlé, og stefnt er á 10 ára afmælistónleika Barna Loka næsta haust. Þá tók Hulda við óskalögum hlustenda úr ýmsum áttum. Bjartmar Guðlaugsson - Jólalag. Queen - Thank God its Christmas. Baggalútur - Leppalúði. Brunaliðið - Leppalúði. Ylja - Leppalúði. Ópal - Leppalúði. Bubbi Morthens - Grýla er hætt að borða börn. Slade - Merry Xmas everybody. Blóðmör - Fyrirgefðu að ég rotaði þig um jólin. Tom Petty and the heartbreakers - Christmas all over again. Lemmy Kilmester - Run Rudolph run. Bruce Springsteen - Santa Claus is coming to town. Mosi frændi - Hvað segir Feitibjörn? Jon Bon Jovi - Please come home for Christmas. Eiríkur Hauksson - Jólaþankar. Jethro Tull - God rest ye merry gentlemen. Glámur og Skrámur - Jólasyrpa, jóla hvað. Ringo Starr - Christmast time is here again. ÞRÁINN ÁRNI Í SKÁLMÖLD Á LÍNUNNI. Skálmöld og Sinfó - Gleipnir. Sniglabandið - Jólahjól. Orri Harðarson - Jólalag. George Thorogood and the Destroyers - Rock and roll Christmas. Baggalútur - Gleðileg jól. Dúkkulísur - Jól sko. Ísold og Már - Jólaósk.

 • Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er platan Dog man Star, önnur breiðskífa ensku hljómsveitarinnar Suede sem kom út 10. október 1994. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Þessi plata þótti mikil tímamótaplata þegar hún kom út og vakti athygli um allan heim. Tónlistarunnendur úti um allt tóku þessari hljómsveit og þessari plötu opnum örmum. Platan var tekin upp í Master Rock Studios í London snemma árs 1994 og er síðasta plata Suede sem gítarséníið Bernard Butler spilar á. En Brett Anderson söngvari og Bernard Butler voru einskonar Jagger og Richards í Suede. En það var spenna á milli þeirra meira og minna allan tíman sem þeir störfuðu saman og það endaði þannig að Butler yfirgaf sveitina skömmu áður en upptökur Dog Man Star kláruðust. Það þýddi að það þurfti að kalla til session hljóðfæraleikara til að klára plötuna. Fyrsta plata Suede sem kom út árið áður, 1993, ber sterk áhrif frá David Bowie og The Smiths. Suede heitir eftir lagi Morrissey; Suedehead. En á Dog Man Star eru áhrifin fjölbreyttari. Dog Man Star seldist ekki alveg jafn vel og fyrsta platan en hún náði samt 3. sæti breska vinsældalistans og í nóvember ?94 hafði hún selst í gull. Þetta er ein af þessum plötum sem fékk "misjafna dóma". Rolling Stone í Ameríku sagði t.d. um Dog man Star að hún væri ein tilgerðarlegasta plata sögunnar. Það breytir því ekki að Suede var og er einstök hljómsveit og Dog Man Star er ein elskaðasta plata níu-tugarins í Bretlandi og ein stærsta plata Brit Poppsins, þó hún hafi komið út áðeins áður en það skall á með fullum þunga. Og Suede vildi reyndar alls ekki láta bendla sig við Brit pop frekar en Oasis og Blur t.d. En það er önnur saga. Mér fannst þessi plata frábær um leið og ég heyrði hana á sínum tíma og vegur hennar hefur vaxið í seinni tíð ef eitthvað er. Og árið 2013 þegar NME setti saman lista yfir 500 bestu plötur sögunnar lenti Dog Man Star í 31. sæti. Suede kom og spilaði á annari Airwaves -hátíðinni, í Laugardalshöll haustið 2000. Spilaði sama kvöld og Flaming Lips og svo átti Suede að koma aftur og spila í Laugardalshöll 2016, en það var hætt við þá tónleika.

 • Zijn er afleveringen die ontbreken?

  Klik hier om de feed te vernieuwen.

 • Hulda G. Geirsdóttir stýrði þættinum að þessu sinni, en plata þáttarins var Medicine at midnight, tíunda hljóðversplata hljómsveitarinnar Foo Fighters, sem út kom fyrr á árinu. Einnig tók Hulda við óskalögum og brá á leik með endurgerð af lagi Skálmaldar þar sem hlustendur gátu hringt inn og giskað á upprunalega flytjandann. Svo var það bara rokk og ról sem réð ríkjum og lagalisti kvöldsins var eftirfarandi: Dimma - Þögn. Pat Benatar - Hit me with your best shot. Foo Fighters - No son of mine (Af plötu þáttarins). U2 - Bullet the blue sky. Green Day - Know your enemy. Whitesnake - Crying in the rain. Nykur - Yfir urð og grjót. Lynyrd Skynyrd - Sweet home Alabama. Supergrass - Id like to know. Kaleo - Way down we go. The Rolling Stones - Saint of me. Van Halen - Jump. Þeyr - Úlfur. Foo Fighters - Love dies young ásamt kynningu Dave Grohl (af plötu þáttarins). PJ Harvey - Down by the water. Dexys Midnight Runners - Come on Eileen. Hot Eskimos - Narfi. Skálmöld - Narfi. Vintage Caravan - Crystallized. KISS - Modern Day Delilah. Metallica - Sabbra Cadabra. Kolrassa krókríðandi - Gammagarg. Rainbow - Cant let you go. Rainbow - Since youve been gone. Foo Fighters - Shame shame (af plötu þáttarins). R.E.M. - Finest worksong. ZZ Top - La Grange. Soundgarden - The day I tried to live.

 • Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Bandwagonesque, þriðja breiðskífa Skosku hljómsveitarinnar Teenage Fanclub sem kom út þennan dag árið 1991, fyrir 30 árum sléttum. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Teenage Fanclub sem er enn starfandi var stofnuð í smábænum Bellshill nálægt Glasgow í Skotlandi árið 1989. Stofnendur voru þeir Norman Blake (söngur og gítar), Raymond McGinley (söngur og gítar) og Gerard Love (söngur og bassi). Allir sömdu þeir og sungu þar til Gerard Love yfirgaf sveitina árið 2018. Í dag eru í hljómsveitinni þeir Blake og McGinley, Francis Macdonald (trommur og söngur), Dave McGowan (bassi og söngur) og Euros Childs (hljómborð og söngur). Það er mikiðm lagt upp úr rödduðum söng hjá Teenage Fanclub. Platan Bandwagonesque á 30 ára afmæli í dag. Það var Creation útgáfan sem gaf plötuna út á sínum tíma og eitt lag af henni vakti dálitla athygli í Ameríku, lagið Star Sign sem náði 4. Sæti á Modern track lista Billboard. Og þessi plata var valin plata ársins 1991 af bandaríska tónlistartímaritinu Spin og hafði ss. betur en meistaraverk Nirvana, platan Nevermind.

 • Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er platan Boston með hljómsveitinni Boston frá Boston. Platan kom út 25 ágúst 1976 fyrir 45 árum rétt rúmum. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Boston er fyrsta plata hljómsveitarinnar Boston og er frábær rokkplata. Forsprakki hljómsveitarinnar, gítarleikarinn Tom Scholz og upptökustjórinn John bOylan stjórnuðu upptökujm plötunnar saman og Það verður að segjast eins og er það er listilega vel gert. Scholz hafð lagt stund á píanóleik frá barnsaldri og fór svo að reyna fyrir sér í músíksenunni í Boston þegar leið á sjöunda áratuginn. Hann fór að semja lög og taka upp demó í kjallaranum heima hjá sér ásamt söngvaranum Brad Delp. Þeir sendu demóin sín hingað og þangað en var allstaðar hafnað þangað til Epic Records bitu á agnið 1975 og þeir þurftu ekki að sjá eftir því. Platan kom út í ágúst 1976 eins og áður sagði og sló strax sölumet. Hún varð best og mest selda fyrsta plata hljómsveitar í sögu bandarískrar útgáfusögu. Lagið More than a feeling er þekktasta lagið á plötunni og var gríðarmikið spilað í útvarpi um allan heim og heyrist enn reglulega á rokkstöðvum víðsvegar um heiminn, eins og reyndar fleiri lög af plötunni. Platan þykir hafa elst vel og hefur selst í meira en 20 milljónum eintaka.

 • Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er meistaraverkið Nevermind með Nirvana sem kom út þennan dag árið 1991, fyrir 30 árum sléttum. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Nevermind er önnur hljóðversplata hljómsveitarinnar Nirvana og hún er hvorki meira né minna en 30 ára gömul í dag. Hún kom út 24. Nóvember 1991. Platan er öllu aðgengilegri og ?útvarpsvænni? en fyrsta platan; Bleach, sem kom út tveimur árum fyrr og þar á upptökustjórinn Butch Vig ansi stóran part, en hann stjórnaði upptökum á Nevermind. Trommarinn Dave Grohl var nýkominn inn í bandið þegar platan var gerð, Dave sem hefur leitt Foo Fighters síðasta aldarfjórðunginn eða svo. Platan var tekin upp í maí og júní 1991 í tveimur hljóðverum; Sound City Studios í Kaliforníu, og Smart Studios í Madison í Wisconsin, en Butch Vig kemur þaðan. Hann er líka þekktur fyrir að vera trommari hljómsveitarinnar Garbage. Kurt Cobain forsprakki Nirvana var ekki mikið fyrir að fela áhrifavalda sína. Hann var mikill Bítlamaður þegar hann var strákur og hélt mest upp á Lennon. En síðar komu svo sveitir eins og Pixies, R.E.M., the Smithereens, og Melvins sem höfðu áhrif á hann og Nevermind. Hann vildi blanda saman popp-melódíum og grjóthörðum gítar-riffum. Hann lét hafa eftir sér á sínum tíma að með Nevermind hafi hann viljað blanda saman áhrifum frá popp-hljómsveitum eins og The Knack og Bay City Rollers við rokk hljómsveita á borð við Black Flag og Black Sabbath. Platan hefur að geyma hart ruddalegt gruggrokk en í raun eru margar stefnur og margir stílar á plötunni. Bandið vissi þegar verið var að taka plötuna upp að hún yrði vel heppnuð, en það bjuggust ekki margir við gríðaregri velgengni hennar. Í janúar 1992, nokkrum mánuðum eftir að hún kom út settist hún í toppsæti vinsældalistans í Bandaríkjunum og um það leyti seldust um það bil 300.000 eintök af plötunni á viku. Myndbandið við lagið Smells like teen spirit var mikið sýnt á MTV og lagið náði hæst í sjötta sæti vinsældalistans. Þrjú önnur lög af plötunni voru gefin út á smáskífum; Come as You Are, Lithium, og In Bloom". Nevermind er risastór varða í rokksögunni, líkast til mikilvægasta plata 10unda áratugarins og X-kynslóðarinnar og ein mikilvægasta plata rokksögunnar. Á sama hátt er lagið Smells like Teen spirit risi meðal risa. Hún er líka ein mest selda plata sögunnar, hefur selst í meira en 30 milljónum eintaka. Henni var árið 2004 bætt við hljóðritasafn Bandaríska þingsins sem safnar menninga

 • Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Guns?n Roses platan Use your Illusion sem kom út þennan dag árið 1991, fyrir 30 árum sléttum. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Use Your Illusion kom út sama dag og systurplatan; Use Your Illusion II og þetta þótti dálítið merkilegt á sínum tíma. Aðdáendur Guns?n Roses biðu í ofvæni eftir þessum plötum enda bandið þarna á hátindi frægðar sinnar. Og svo kom þessi líka svakalegi pakki ? tvær plötur (diskar) stútfullar af músík. 16 lög á Use Your Illusion I og 14 á númer II. 30 lög í það heila. Use Your Illusion I fór hæst í annað sæti Bandaríska vinsældalistans en hin platan fór alla leið á toppinn. Plöturnar seldust báðar gríðarlega vel og hafa í dag selst í meira en sjöfaldri platínu. Use Your Illusion var tilnefnd til Grammy verðlauna 1992 í flokknum Best Hard Rock Performance ásamt Moneytalks með AC/DC, Man in The Box með Alice in Chains og For Unlawful Carnal Knowledge með Van Halen sem hlaut verðlaunin, sem hljómar eins og brandari í dag. Það man enginn eftir þeirri plötu. Á Use You Illusion plötunum var Gun?s Roses orðið sex manna band. Matt Sorum sem áður var í Cult var tekinn við trommukjuðunum af Steven Adler sem var rekinn úr hljómsveitinni fyrir sukk, og hljómborðsleikarinn Dizzy Reed hafði bæst í hópinn. Það er sama harða rokkið á Use Your Illusion plötunum og var á Appetite for Destruction, en þeir voru líka óhræddir við að feta nýjar slóðir og á plötunum er blús, pönkrokk og stórar píanóballöður í bland við klassískt þungarokkið.

 • Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er fyrsta plata Kings of Leon, Youth and Young Manhood sem kom út árið 2003 ? fyrir 18 árum. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Youth & Young Manhood kom út 7. júlí 2003 í Bretlandi en 19. ágúst sama ár í bandaríkjunum. Platan var tekin upp í nokkrum hljóðverum í Bandaríkjunum; Sound City Studios í Van Nuys, Shangri-La Studios í Malibu og Ocean Way í Nashville. Lögin Molly's Chambers, Wasted Time og California Waiting voru öll gefin út á smáskífum meðfram ítgáfu stóru plötunnar og vöktu þónokkra athygli á þessum ungu mönnum frá Nashville. Þrír eru bræður, þeir Caleb Followill, Jared Followill, Nathan Followill og svo er Matthew Followill frændi þeirra. Platan fékk góða dóma þegar hún kom út, fékk 79 í einkun hjá Metacritic og það var talað um hana sem eina bestu frumraun hljómsveitar í heilan áratug. Hún lenti í 10. sæti yfir bestu plötur ársins 2003 hjá Rolling Stone og í 7. sæti hjá NME. Platan náði hæst í 3. sæti breska listans en ekki nema 113. sæti í Ameríku.

 • Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Tatto You, átjánda hljóðversplata Rolling Stones, kom út 24. Ágúst 1981 ? fyrir 40 árum og þremur dögum. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Já við tökum ofan fyrir Charlie Watts í Füzz í kvöld með því að velja plötu með Rolling Stones plötu þáttarins og spila af henni nokkur lög auk þess sem Birgir Baldursson trommuleikari flytur okkur pistil um Charlie og minnist hans. Tatto You er virkilega fín plata og það er svolítið merkilegt í ljósi þess að hún hefur að geyma hin og þessi lög sem hljómsveitin hafði tekið upp áratuginn á undan en ekki sett á plöturnar sínar. Þetta er hrærigrautur af afgöngum í rauninni. En á tatto You er líka að finna eitt þekktasta lag Rolling Stones, lagið Start me Up sem náði öðri sæti bandaríska vinsældalistans á sínum tíma. Rolling Stones spilaði mikið á þeim tíma þegar þessi plata var að fæðast og bæði það og ósamkomulag milli manna í hljómsveitinni olli því að það var erfitt að gera þessa plötu og ekki mikil stemning fyrir því að koma saman og semja ný lög. Þess vegna var farið í að skoða gamlar upptökur, demó og hálfkláruð lög frá fyrri upptökulotum undanfarins áratugar og ýmislegt tínt til. Svo mættu menn í hljóðver þegar þeir máttu vera að og eða voru í stuði til þess og gerðu sitt til að klára þessi mikið til gömlu lög. Þarna samanstóð bandið af Mick Jagger, Keith Richards, Bill Wyman, Charlie Wattas og Ron Wood, en Mick Taylor sem sagði skilið við bandið í desember 1974 spilar í tveimur lögum á plötunni og annað þeirra er hið frábæra Waiting on a friend. Hljómborðs og píanóleikararnir Nicky Hopkins, ian Stewart og Billy Preston spila líka á plötunni. Platan fékk frábæra dóma þegar hún kom út og seldist líka vel, fór á toppinn á bandaríska vinsældalistanum t.d. og var síðasta plata Rolling Stones til að komast á toppinn þar. Árið 1989 þegar níundi áratugurinn var gerður upp af Rolling Stone tímaritinu lenti Tatto You í 34. Sæti yfir bestu plötur áratugarins. Og 2003 setti Rolling Stone hana í 211. sæti yfir bestu plötur allra tíma. Platan fékk Grammy verðlaun á sínum tíma fyrir umslagið.

 • Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Mighty Rearranger, áttunda sólóplata Robert Plant sem kom út 25. Apríl 2005, en Robert Plant á afmæli í dag, hann er 73 ára. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Mighty ReArranger er önnur platan sem Robert Plant gerði með hljómsveitinni sinni sem hann kallaði Strange Sensation, en þar voru innanborð margir góðir menn. Þetta er ekki hreinræktuð rokkplata eins og sumt af því sem Plant hafði gert áður heldur er þarna að finna blöndu af rokki, þjóðlagatónlist og heimstónlist - sem er kannski lýsing á því sem Led Zeppelin gerði best meðan sú merka sveit var og hét. Plant er heimspekilegur í mörgum textum plötunnar, er að velta fyrir sér trúmálum, örlögum, pólitík og mystík ýmiskonar. Í einu laga plötunnar, Freedom Fries er hann að velta fyrir sér utanríkisstefnu Bandaríkjanna í kjölfar 11. September 2001 svo dæmi séu tekin. Mighty ReArranger náði 4. sæti breska vinsældalistans og 22. Sæti í Bandaríkjunum. Platan var tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna; Best Solo Rock Vocal Performance fyrir lagið Shine It All Around og Best Hard Rock Performance fyrir Tin Pan Valley. Plant kom með hljómsveitinni sinni hingað til lands 22. apríl 2005, aðeins nokkrum dögum eftir að platan kom út og spilaði fyrir fullri Laugardalshöll. Hér fyrir neðan er lagalistinn: No Quarter (Led Zeppelin) Shine It All Around Black Dog (Led Zeppelin) Freedom Fries That's the Way (Led Zeppelin) Tin Pan Valley Takamba Gallows Pole (Led Zeppelin) Mighty ReArranger When the Levee Breaks (Led Zeppelin) Uppklapp: Babe, I'm Gonna Leave You (Led Zeppelin) The Enchanter Whole Lotta Love (Led Zeppelin)

 • Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Dance of Death, þrettánda stúdíóplata Iron Maiden sem kom út 8. September 2003. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn og vinur þáttarins erí sumarfríi en óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Dance of Death er önnur plata Iron Maiden sem kom út eftir að söngvarinn Bruce Dicksinson og gítarleikarinn Adrian Smith komu aftur inn í bandið 1999 eftir að hafa hætt nokkrum árum fyrr. Platan er merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún hefur t.d að geyma eina lag hljómsveitarinnar sem trommarinn Nicko McBrain er meðhöfundur í. Og svo er á þessari plötu líka eina órafmagnaða lag Iron Maiden. Upptökustjóri plötunnar er Kevin Shirley sem gerði líka með sveitinni plötuna Brave New World árið 2000 og hefur unnið Maiden að öllum þeirra plötum síðan. Platan seldist vel þegar hún kom út og fékk yfirleitt góða dóma. Hún náði 18. Sæti vinsældalistans í Bandaríkjunum en 2. Sæti heima í Bretlandi og 1. Sæti í Svíþjóð, Ítalíu og Finnlandi t.d.

 • Hulda Geirsdóttir hafði umsjón með Fuzzinu þetta kvöldið og lék fjölbreytta rokktónlist úr öllum áttum fyrir hlustendur. Lagalisti - 06.08.21. Stone Roses - Love spreads. Def Leppard - Pour some sugar on me. EGÓ - Fjöllin hafa vakað. Led Zeppelin - Whole lotta love. Oasis - Some might say. Nirvana - Smells like teen spirit. Soundgarden - Fell on black days. Ómar Ragnarsson - Limbó, rokk og tvist. Nykur - Illskufullar kenndir. Foo Fighters - Miss the misery. Kolrassa krókríðandi - Ljáðu mér vængi. Metallica - Nothing else matters. Friðryk - Í kirkju. KISS - Lick it up. Heart - Barracuda. Janis Joplin - Me and Bobby McGee. Dimma - Ljósbrá. Volbeat - A warrior's call. Týr - Ormurinn langi. The Vintage Caravan - Midnight meditation. Traveling Wilburys - Handle with care. HAM - Partýbær. ZZ Top - Tush. R.E.M. - Its the end of the world as we know it. Muse - Uprising. Greta Van Fleet - When the curtain falls. Rainbow - Since youve been gone. Loverboy - Working for the weekend. Mammút - Salt.

 • Gestur þáttarins að þessu sinni er tónlistarkonan Gunnar Salvarsson Bítlatímasérfræðingur með meiru. Hann mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Rattus Nornegicus, fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Stranglers. Þessi tímamótaplata kom út 15. Apríl árið 1977 þegar pönkið var að riðja sér til rúms í Bretlandi og Stranglers er yfirleitt talin meðal helstu pönksveita Bretlands en sitt sýnis hverjum um það í dag eins og alla tíð. Platan seldist vel þegar hún kom út og er ein mest selda pönk-plata sögunnar. Platan átti upphaflega að heita Dead on arrival en nafninu var breytt á síðustu stundu í latínuheiti rottunar sem býr t.d. í holræsunum ? Rattus Norvegicus. Platan var tekin upp á einni viku og hefur að geyma það sem var á efnisskrá hljómsveitarinnar á tónleikum á þessum tíma. Upptökustjóri plötunnar sem er látinn hét Martin Rushent en hann var líka t.d. með Human League og Buzzcocks. Platan lenti í 10. Sæti yfir plötur ársins hjá NME á sínum tíma og lagið Peaches af plötunni í 18. Sæti yfir lög ársins. Síðar setti NEM plötuna í 196. sæti yfir bestu plötur allra tíma og hún er á fullt af allskyns listum sem hinir og þessi fjölmiðlar hafa gert gegnum tíðina yfir bestu plötur sögunnar, þetta er plata sem hafði áhrif á margt sem á eftir henni kom. Á Rattus Norvegicus er Stranglers sándið komið fullskapað; Taktfastar trommur, lítill gítar, dansandi hljómborð og kraftmikill bassi JJ. Burnell. Platan inniheldur nokkur af þekktustu lögum Stranglers sem eru enn á tónleikaprógrammi sveitarinnar sem er enn starfandi. Lög eins og Peaches, (Get a) Grip (on yourself) og Hanging around.

 • Gestur þáttarins að þessu sinni er tónlistarkonan Elíza Newman. Hún mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Band on the run, þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Wings sem Paul McCartney leiddi á sínum tíma, en Paul á afmæli í dag, er 79 ára gamall. Platan kom út í desember 1973 og er fimmta platan sem Paul gaf út eftir að hann hætti í Bítlunum í apríl 1970. Platan seldist bara þokkalega í byrjun en það eru tveir smellir á henni sem hjálpuðu upp á söluna, titillagið Band on the run og Jet. Og Þegar árið 1974 var gert upp kom í ljós að Band on the run var mest selda plata ársins í bæði Bretlandi og Ástralíu. Enn þann dag í dag þykir Band on the run besta plata McCartney eftir Bítlana. Megnið af plötunni var tekið upp ío hljóðveri EMI í Lagos í Nígeríu. Paul vildi taka upp einhverstaðar þar sem hann hefði ekki unnið áður og helst á einhverjum exótískum stað. Skömmu áður en lagt var upp í ferðalagið til Lagos hættu trommarinn Denny Seiwell og gítarleikarinn Henry McCullough í hljómsveitinni. Paul hafði ekki tíma til að finna nýja menn í þeirra stað áður en upptökur hófust og þau fóru bara þrjú til lagos; Paul, Linda eiginkona hans og hljómborðsleikari Wings, og gítarleikarinn Denny Laine. Paul spilar allan bassa á plötunni, en líka á trommur og slagverk auk þess sem hann spilar megnið af gítarnum líka. Þegar þremenningarnir kom til Lagos kom í ljós að hljóðverið var ekki alveg eins gott og hafði verið haldið fram og það hafði áhrif á upptökuferlið. Ástandið í Nígeríu var líka slæmt á þessum tíma og kvöld eitt voru Paul og Linda rænd. Menn vopnaðir hnífum hótuðu að drepa þau ef þeir fengju ekki allt sem þau voru með. Í einni töskunni sem þau voru með voru textar sem Paul var búinn að semja fyrir plötuna og demó upptökur. Platan var kláruð í London, mestmegnis í Air hljóðverinu. Árið 2000 setti tímaritið Q saman lista yfir 100 bestu bresku plöturnar og þar lenti band on the run í 75. sæti. Og á lista Rolling Stone yfir 500 bestu plötur sögunnar er band on the run í sæti 418.

 • Gestur þáttarins að þessu sinni er Lárus Jóhannsson ? Lalli í 12 Tónum. Hann mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er tímamótaplata Tejas, fimmta hljóðversplata ZZ Top sem kom út í nóvember 1976. Tejas kemur úr máli Caddo ættbálksins sem voru frumbyggjar í Ameríku á Texas svæðinu. Tejas þýðir vinir og nafnið Texas kemur frá þessi orði - Tejas. Þegar þessi plata kom út var sveitin búin að senda frá sér eina plötu á ári frá 1971 og Billy Gibbons söngvari og gítarleikari ZZ Top hefur sagt um þessa plötu að sándið þeirra hafi soldið breyst með þessari plötu. Tækninni hafði fleygt fram árin á undan og þeir voru með betri og fleiri græjur í hljóðverinu þegar þeir voru að taka upp og það hafði áhrif á hvernig bandið hljómaði. ZZ Top er enn starfandi og sami mannskapur í sveitinni og gerði fyrstu plötuna 1971; Frank Beard (trommur), Dusty Hill (bassi) og Billy F. Gibbons (gítar og söngur). ZZ Top hefur reyndar ekki sent frá sér plötu síðan 2012 en það er plata í farvatninu og Billy Gibbons hefur sent frá sér þrjár sólóplötur á undaförnum árum. Sú nýjasta heitir Hardware og kom út núna 4. júní sl. Hún er til umfjöllunar í Rokklandi á sunnudaginn. Tejas fór hæst í 17. sæti bandaríska vinsældalistans þegar hún kom út. Frank Beard trommuleikari ZZ Top á afmæli í dag. Hann er 72 ára.

 • Gestur þáttarins að þessu sinni er Jakob Smári Magnússon bassaleikari með meiru. Hann mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er tímamótaplata Deep Purple, In Rock sem kom út 5. júní 1970. Þessi plata er svo sanarlega ein af stóru vörðum rokksögunnar, ein af stærstu plötum þungarokksins. Hún er fjórða plata Deep Purple en markaði nýtt upphaf með nýjum mannskap og breytti gangi rokksögunnar þegar hún kom út. Á In Rock kemur saman í fyrsta sinn það sem hefur verið kallað Mark II skipan hljómsveitarinnar; Ritchie Blackmore (gítar), Ian Gillan (söngur), Roger Glover (bassi), Jon Lord (orgel) og Ian Paice (trommur). Vinna við plötuna hófst skömmu eftir að þeir félagrnir Ian Gillan og Roger Glover gengu til liðs við hljómsveitina í júní 1969, í Hanwell Community Centre. Það var ákveðið fyrirfram að tónlistin yrði hávær og heví, eins og tónleikar sveitarinnar þóttu. Platan var tekin upp í ýmsum hljóðverum í London á milli tónleikaferða og hljómsveitin notaði hljóðprufur fyrir tónleika til að slípa lögin til. Deep Purple sló í gegn í Evrópu með In Rock og platan fór hæst í 4. Sæti breska vinsældalistans þegar hún kom út og var á listanum í meira en ár. Fyrri plötur Deep Purple með upphaflegu liðsskipaninni hafði verið betur tekið í Ameríku.