Afleveringen

 • S01E74

  – Hörður Ágústsson er stofnandi Maclands, tveggja dætra faðir og mikill græjukarl. Hann er sannur viðgerðarmaður, gerir við græjur og vill einnig gera við vandamálin í lífinu. Nú reynir hann þó að venja sig af því að gera alltaf við og leyfa sér frekar að vera bara ekki góður öðru hvoru. Hörður hefur unnið mikið í sjálfum sér og talar hér umbúðalaust um ýmsa bresti í sínu eigin fari í gegnum árin og hvernig hann reynir í dag að forðast að verða þrothringnum að bráð. Til dæmis safnar hann körfuboltamyndum og dreymir um að flytja aftur til útlanda þar sem hann hefur næði til að vera einungis eitt lítið sandkorn á stórri strönd.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Þessa vikuna eru allar skálar frá kóreska kjúklingastaðnum KORE á einungis 1.000,- kr! Hvort sem þú vilt kjúkling, Oumph eða blómkálsskál finnur þú Bop skál við hæfi á KORE í Síminn Pay appinu.

  – Sjóvá býður upp á STVF.

  Fáðu tilboð í tryggingarnar sem þú þarft á heimasíðunni sjova.is og settu allar tryggingarnar þínar á einn stað.

  – Omnom býður upp á STVF.

  Snæbjörn heldur að möndluplatan sé jafnvel betri en lakkrísinn. Omminomminomm.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • S01E73

  – Brynhildur Guðjónsdóttir er leikkona og leikstjóri með meiru, og hefur í dag sinnt starfi leikhússtjóra Borgarleikhússins í rúmt eitt og hálft ár. Því hafa vissulega fylgt ýmsar áskoranir á borð við örsmáan heimsfaraldur, fjöldatakmarkanir og leikhússlokanir, en hún er þó hvergi af baki dottin. Í dag nýtur hún að fá að taka almennilega á því stóra verkefni að setja saman leikhúsprógram fyrir listasoltna þjóð. Leiklistin á huga Brynhildar að mestu, en hún er þó einnig frönskumælandi, Aerosmith aðdáandi og andlegt ígulker í bata. Brynhildur elskar að læra nýja hluti, helst erfiða, og hefur alla sína tíð getað fundið sögur í hverju skúmaskoti, sem hún svo nærist á að segja öðrum. Hún segist ekki vita hvar sagan sín muni enda, enda sér lífið ekki áfangastaður heldur ferðalag.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Leggðu bílnum í Síminn Pay appinu á sama tíma og þú ákveður hvað verður í matinn í kvöld. Kíktu í appið og finndu þér máltíð á einungis 1.000 krónur!

  – Omnom býður upp á STVF.

  Hefur þú prófað vegan súkkulaðiplötuna SUPERCHOCOBERRYBARLEY

  NIBBLYNUTTYLICIOUS, með söltuðum möndlum, byggi og berjum? Mmmm...

  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • Zijn er afleveringen die ontbreken?

  Klik hier om de feed te vernieuwen.

 • S01E72

  – Það eru kannski heil 11 ár síðan Eva María Jónsdóttir kvaddi skjái landsmanna en hún er þó hvergi nærri af baki dottin. Líf hennar hefur einkennst af heilmikilli vinnu, barnaláni og nýjum áskorunum, en þessa dagana hefur hún vent sínu kvæði í kross, tekið sér frí frá vinnu sinni í Árnagarði, lært jógakennslu og reynir að gera hluti af áhugahvöt, ekki í blindni hins hraða nútíma. Evu Maríu finnst æðislegt að eiga lífsförunaut og trúir því að öll séum við að gera okkar allra besta sem við getum gefið af okkur á þeim stað sem við erum á. Þið heyrðuð það líka fyrst hér að jólagjafir eru líklega á síðasta snúningi.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Í þessari viku eru allir réttir hjá Pronto Pasta eru á litlar 1.000 kr þessa vikuna! Aðeins í Síminn Pay appinu.

  – Sjóvá býður upp á STVF.

  Munið að viðskiptavinir Sjóvár geta fengið afslátt af ýmsum vörum samstarfsaðila Sjóvár, til að mynda barnabílstólum og bíldekkjum. Skoðaðu fríðindin þín á https://www.sjova.is/einstaklingar/stofn/afslaettir-og-fridindi/.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • S01E71

  – Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, enda sá sem átti hugmyndina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum. Ásmundur hefur unnið ötult starf í þágu barnaheillar á Íslandi en leiðin lá þó ekki alltaf á þing; hann er menntaður búfræðingur og stefndi lengi á að reka sitt eigið bú. Hann á átta hunda, nýtur kosningabaráttunnar og leitar sér að áhugamáli til að deila með konunni þegar ungarnir fljúga úr hreiðrinu. Um þessar mundir spila þau golf. En mest hlakkar Ásmundur til að sjá hvert leið hans liggur í slönguspili lífsins.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Kauptu þér skál eða búst á Skyr Factory á einungis 1.000 kr þessa vikuna í Síminn Pay appinu!

  – Sjóvá býður upp á STVF.

  Láttu sérfræðingana ráðleggja þér um tryggingarnar þínar, þannig færðu besta dílinn! Þú getur auðveldlega spjallað við ráðgjafa Sjóvár á netspjallinu á sjova.is.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • S01E70

  – Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra Íslands, með mikla ástríðu fyrir landvernd og umhverfinu. Líf hans hefði þó hæglega getað farið á annan veg, en Guðmundur gældi bæði við þá hugmynd um að verða leikari og að helga sig guði. Hann er fjárglöggur mjög og lofthræddur, hlustar nær ekkert á tónlist og lýsir sér sjálfum sem lokaðri týpu, þótt hlustendur fái í þessu viðtali að kynnast ráðherranum mun nánar en oftast er völ á í starfi hans í ríkisstjórninni. Guðmundur lætur sig mannréttindi einnig varða og hefur skrifað páfanum tvö bréf varðandi réttindi samkynhneigða; geri aðrir betur. Svo mætti hann líka með vínarbrauð í viðtalið, fyrstur viðmælenda til að koma með veitingar!

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Nú hefur fjölgað hressilega í Mathöllinni í Síminn Pay appinu. Af hverju ekki að skella sér á kjúklingaborgara, meðlæti og drykk frá Chikin á 40% afslætti á litlar 1.500 kr?

  – Sjóvá býður upp á STVF.

  Þú getur náð sambandi við þjónustuaðila Sjóvár í gegnum netspjallið á sjova.is! Fullkomin lausn fyrir símafælna.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • S01E69

  – Helga Vala Helgadóttir hefur setið á Alþingi Íslendinga frá árinu 2017, verið umboðsmaður hljómsveitarinnar Mammút og leikið í farandleiksýningum á Bretlandseyjum. Þar er ekki næstum því allt upp talið enda er Helga Vala mjög iðin manneskja. Sjálf lýsir hún sér barnungri sem glöðum brjálæðingi og virðist orkan hvergi nærri þrotin síðan þá. Þótt hún sé ekki með stúdentspróf hefur Helga Vala lokið þremur háskólagráðum, einni í leiklist og tveimur í lögfræði þar sem hún uppgötvaði óvæntan áhuga á skattarétti, og í dag er hún staðráðin í að læra húsasmíði um leið og tóm gefst meðfram stjórnmálunum. Gífurlega víðfeðm reynsla á ekki fleiri árum.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Njóttu þess að horfa á sjónvarpið. Þú getur fengið nýja Apple TV í Síminn Pay appinu á litlar 34.990,- krónur!

  – Sjóvá býður upp á STVF.

  Hlaupum saman í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ 11. september 2021! Skráningu og allar helstu upplýsingar má finna á heimasíðunni kvennahlaup.is.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • S01E68

  – Bjarni Benediktsson er sjálfstæðismaður. Alveg grjótharður sjálfstæðismaður. Hann er fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins og andar stjórnmálum allan daginn. Bjarni er lögfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur framan af. Á ferli sínum hefur hann komið við í forsætisráðherrastólnum og komið sér kyrfilega fyrir milli tannanna á fólki. Hann er umdeildur, elskaður og hataður. Bjarni kemur afskaplega skemmtilega fyrir sig orði en var þó afar ragur við ræðuhöld á yngri árum. Hann er stoltur af því að hafa komið Íslandi í gegnum erfiða tíma, fylgist með fótbolta og ræktar blóm og matjurtir í gróðurhúsinu sínu. Nú er hann á leið til kosninga og það leynir sér ekki.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Í appinu getur þú pantað allskonar mat frá allskonar stöðum. Skoðaðu Mathallar-flipann, pantaðu og náðu í eitthvað djúsí að borða. Þessa vikuna mælum við með Brewdog – vegna þess að það er sérstakt uppáhald.

  – Sjóvá býður upp á STVF.

  Snæbjörn er kominn með nýjan iPad eftir að sonur hans braut hinn. Það tók 2 sekúndur að brjóta hann, 5 mínútur að tilkynna tjónið og örfáa daga að skipta tækinu út. Snæbjörn sjálfur dró þetta hinsvegar í nokkra mánuði. Sjóvá gott, Snæbjörn meh.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku sem stendur. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

 • S01E67

  – Ómar Úlfur Eyþórsson ætlaði sér alltaf að verða rokkstjarna en endaði sem fjölmiðlamaður, lengstan tíma hjá X-977 þar sem hann stjórnar Morgunþættinum í dag. Hann er líka lærður smiður, óvirkur fíkill, með He-Man húðflúr og hefur náð að eyða 15 þúsund krónum í sælgætissjálfssala á tveimur vikum. Geri aðrir betur. Þó hann vinni við að tala við fólk segist hann ekki kunna að kurteisisspjalla og að hann þurfi alltaf annað slagið að hrista upp í lífinu. Í einum slíkum hristingi breytti hann til að mynda nafninu sínu og tók millinafnið Úlfur, án þess að ráðfæra sig við nokkurn í kringum sig. Líf Ómars hefur ekki alltaf verið auðvelt, en í dag telur hann sig mjög heppinn, sérstaklega með fólkið í kringum sig og lifir lífinu án þess að vera með nokkurt plan.

  Gott spjall.

  – Pizzan býður upp á STVF.

  Þú færð enn 40% afslátt af öllum sóttum pizzum af matseðli með kóðanum 'HLJODKIRKJAN'. Ný á matseðlinum er Eftirlætið hennar ömmu með aspasi og paprikukryddi. Namminamminamm.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Vantar þig nýjan fararskjóta? Þú færð UNAGI rafskútu á 21% afslætti í Léttkaupum í Síminn Pay appinu.

  – Hljóðkirkjan býður brátt aftur upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

 • S01E66

  – Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra Íslands, þótt þið vitið það kannski ekki öll. Hún tók óafvitandi við því ótrúlega verkefni að stýra landinu í gegnum COVID19 heimsfaraldurinn og er vel í stakk búin til þess eftir mörg ár í íslenskri pólitík. Fáir vita þó að fyrir sinn stjórnmálaferil vann hún með þeim Íslendingum sem tala íslenskt táknmál að móðurmáli, og vann að réttindabaráttu þeirra. Alla tíð hefur hún brunnið fyrir samfélagið og viljað taka á óréttlætinu sem fellst í misskiptingu auðæfa, þó hún ákveði líka að skilja vinnuna eftir þegar hún fer heim að vinnudegi loknum. Svandís er tónlistaráhugamaður mikill, ræktar sambandið við sína nánustu og reynir að gleyma aldrei gleðinni, en fyrst og fremst reynir hún alltaf að gera gagn.

  Gott spjall.

  – Pizzan býður upp á STVF.

  Þú færð 40% afslátt af sóttum pizzum af matseðli Pizzunnar með kóðanum 'HLJODKIRKJAN'. Hver er uppáhalds pizzan þín af pizzuseðli Pizzunnar?

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Þegar þú átt ekki heimangengt á Pizzuna er um að gera að kaupa pizzaofn og pizzaspaða í Síminn Pay appinu fyrir heimapizzupartýið þitt.

  – Hljóðkirkjan býður brátt aftur upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

 • S01E65

  – María Magnúsdóttir gefur út tónlist undir nafninu MIMRA, syngur jazz og kennir nýgræðingum og lengra komnum að fikra sig áfram í sinni tónsköpun. María ólst upp í miklu trúarsamfélagi og hefur drepið niður fæti í mörgum löndum í stanslausri leit sinni að nýjum áskorunum til að takast á við og yfirstíga. Hún er sprenglærður tónlistarmaður og pródúseraði eigin plötu sem lokaverkefni frá hinum virta Goldsmiths háskóla í London. Í dag er hún ráðsett kona á Íslandi og er hvergi nærri hætt að ögra sér. Á næstu dögum mun María koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur og er von á nýju efni með MIMRU í september 2021, svo nú er sannarlega tíminn til að leggja við hlustir.

  Gott spjall.

  – Pizzan býður upp á STVF.

  Þú færð 40% afslátt af sóttum pizzum af matseðli Pizzunnar með kóðanum 'HLJODKIRKJAN'. Eftir hverju ertu að bíða?

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Ef þú leggur bílnum með Síminn Pay appinu minnir appið þig á það reglulega að þú ert að greiða í stæði, ef ske kynni að þú værir að gleyma þér.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku í sumar. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

 • S01E64

  – Andri Freyr Viðarsson hefur haft ofan af fyrir landsmönnum með þáttagerð sinni í meira en tvo áratugi. Flesta daga vikunnar má finna hann á Rás 2 að fara yfir helstu málefni dagsins og spila tónlist fyrir landann. Það er þó ýmislegt sem margir vita ekki um Andra; til dæmis lærði hann að spila almennilega á gítar á tónleikaferðalagi með Botnleðju og um þessar mundir vinnur hann í hjáverkum að heimildarmynd um kántrítónlistarmanninn Johnny King. Eins og heyra má í þessu viðtali er ávallt stutt í bæði sprelligosann og control freak-ið sem býr til frábæran þann ófyrirsjáanleika sem einkennir Andra Frey.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Vertu á undan Bibba að borða á Duck and Rose. Pantaðu núna í Síminn Pay appinu.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku í sumar. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

 • S01E63

  – Í dag er þátturinn með óreglulegu sniði. Þar sem Snæbjörn er í sumarfríi ákvað hann að gera sér lífið auðvelt og taka stutt viðtal við konu sína, hana Agnesi Grímsdóttur. Hún Agnes er Húsvíkingur, snyrtifræðingur á Madison Ilmhúsi, söngkona og áhugamaður um lífið; kona sem að eigin sögn þrífst ekki vel í logni. Agnes er eiginkona Snæbjörns og eiga þau saman tvö börn. Þau hjónin fá oft spurninguna, hvort í sínu lagi, um það hvernig það sé að vera gift Snæbirni, og í þessum þætti reyna þau að svara þeirri spurningu, Agnes í hreinskilni og Snæbjörn í örlitlu stressi.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Jæja, fyrst þetta fór svona er þá ekki bara upplagt að halda sig til hlés og panta matinn heim? Prófaðu nýjan veitingastað í Síminn Pay appinu.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku í sumar. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

 • S01E62

  – Þorsteinn Snævar Benediktsson er maður mikilla ástríðna. Þorsteinn rekur brugghúsið Húsavík Öl sem er eins og nafnið gefur til kynna með höfuðstöðvar á Húsavík. Þorsteinn er mikill kappsmaður og vill ávallt skila af sér topp vinnu, til dæmis hafi komið fyrir að hella hafi þurft niður tanki af bjór því hann var hreinlega ekki nógu góður, fái hann hugmynd af nýjum bjór festi hann vart svefn þar til búið sé að brugga hann og ef honum detti í hug að hægt sé að gera bjór betri hiki hann ekki við að breyta uppskriftinni! Húsavík Öl er í miklum vexti þessa dagana og í viðtalinu leiðir Þorsteinn okkur í gegnum söguna af því hvernig fyrirtækið varð til, hugmyndafræðina bakvið bjórinn og lífið hans sem bruggari.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Vantar þig grill? Verkfæri í garðinn? Gleymdirðu að borga í stæði eða áttu eftir að kaupa tækifærisgjöf? Sama hvað þú ert að bardúsa finnur þú svarið á hagstæðu verði í Síminn Pay appinu.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku í sumar. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • S01E61

  – Unnur Ösp Stefánsdóttir er leikkona fram í fingurgóma en fullyrðir þó að hún hafi verið alveg ömurleg sem slík lengi framan af ferlinum. Hún fékk nýlega aragrúa af Grímuverðlaunum fyrir sýninguna Vertu úlfur sem leikin er af manninum hennar, Birni Thors. STVF vekur athygli á að sýningar á því verki hefjast aftur í ágúst. Þar fyrir utan þekkjum við hana fyrir allt hið góða sem Vesturport hefur sett upp, kvennafangelsisþáttaröðin Fangar var ekkert nema listaverk, en þar kom hún að svo að segja öllu. Hún er trukkur, fjögurra barna móðir og hefur fengið að bragða á flestum útgáfum lífsins. Hún er rétt að byrja og handa við hornið bíða næstu meistaraverk. Hún á auðvelt með að gefa af sér og gerir það svo sannarlega í þessu viðtali.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Pantaðu mat í appinu og fylgstu sérstaklega með tilboðum á þriðjudögum. Vertu eins og Snæbjörn og pantaðu borgara frá Smass þegar þú nennir ekki að elda.

  – Sjóvá býður upp á STVF.

  Brjóttu iPaddinn þinn og láttu Sjóvá beinlínis hvetja þig til að fara með hann í viðgerð. Ef þú ert svo eins og Snæbjörn frestar þú því um margar vikur. Sjóvá > Snæbjörn

  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • S01E60

  – Hallgrímur Ólafsson er að eigin sögn frábær í að veiða í soðið og selja alls konar dót. Hann er einni fínasti tónlistarmaður en það tók hann þónokkurn tíma að treysta á færni sína á leiksviðinu, þótt það síðarnefnda sé atvinnan hans. Hann er Skagamaður í húð og hár, alinn upp á Bubba og finnst best að vinna í hóp, þar sem hann fær ekki margar hugmyndir sjálfur. Einnig finnst honum mikilvægt að gera hlutina af sannfæringu og taka þá alla leið, ekki vinna í hálfkáki. Til að mynda hefur hann enga þolinmæði fyrir hollustuútgáfum á mat sem á að vera óhollur! Í dag nýtur hann að geta valið sjálfur verkefnin sem hann tekur að sér – þó hann finni gleðina á sviðinu í hverju hlutverki.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Vertu eins og Snæbjörn og pantaðu þér gúrme veislu frá Duck and Rose – allt í Síminn Pay appinu.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • S01E59

  – Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. Nú í ár hefur Sigmar undið kvæði sínu rækilega í kross, sagt skilið við fjölmiðla og stefnir á framboð til þings á framboðslista Viðreisnar haustið 2021. Lífið hefur fært Sigmari mörg stórkostleg tækifæri en hefur þó ekki ávallt verið dans á rósum; hann er óvirkur alkóhólisti og hefur þurft að sigrast á sínum djöflum til að komast á þann stað sem hann er í í dag. Þessa dagana er hann spenntur fyrir nýrri áskorun, þakklátur fyrir lífið sem hann hefur byggt sér, heltekinn af náttúruhlaupum og að eigin sögn mjög lánsamur maður.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Í appi Símans Pay getur þú pantað girnilegan mat í Mathallarflipanum. Fagnaðu mánaðamótunum með rjúkandi Flateyjarpizzu eða borgara af Fabrikkunni. Namm namm.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • S01E58

  – Þótt hann sé aðeins tuttugu og eins árs gamall hefur Kristinn Óli Haraldsson sett mark sitt á íslenskt tónlistarlíf. Króli, eins og hann er betur þekktur, hefur ásamt samstarfsmanni sínum JóaPé átt söluhæstu plötu ársins tvö ár í röð en allir Íslendingar kannast við lagið þeirra B.O.B.A. skaut þeim félögum upp á stjörnuhimininn árið 2017. Auk þess á Kristinn að baki leikferil sem hófst þegar hann var einungis tíu ára. En þrátt fyrir öll þessi afrek á Kristinn erfitt með að lýsa sjálfum sér sem hæfileikaríkum og kallar sig frekar mislyndan geðhnoðra. Þessi snögga landsfrægð hafði einnig slæm áhrif á geðheilsu Kristins en í viðtalinu deilir hann með Snæbirni ferli sínu í hringiðu frægðarinnar, depurð og sjálfsskaðahugsunum og hvernig hann viðheldur geðheilbrigði sínu dags daglega meðfram öllum ævintýrunum.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Í léttkaupinu þessa vikuna er Galaxy Tab A7 4G spjaldtölvan á 40% afslætti fyrir einungis 35.994,- krónur! Stökktu á þessa nettu búbót í Síminn Pay appinu.

  https://www.siminn.is/siminn-pay

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • S01E57

  – Ólafur Þór Jóelsson er tölvuleikjanörd að atvinnu. Hann hefur verið þáttastjórnandi GameTíví frá því hann hóf göngu sína og nýtur þess enn í dag að spila tölvuleiki með vinum sínum, nú orðinn um fimmtugur. Á sínum yngri árum lét Ólafur sig dreyma um að verða leikari eða uppistandari en lét aldrei verða af því að taka stökkið af alvöru. Í dag er hann þó nokkuð viss um að draumurinn hafi alltaf verið sá að geta glatt fólk og sent það frá sér brosandi út í daginn. Ólafur nýtur þess að bæta sjálfan sig, var virkur í Dale Carnagie þar sem hann lærði margt sem hjálpað hefur honum í gegnum lífið og telur að hann hafi val um að vera hamingjusamur. Til þess þurfi að slökkva á fullkomnunarsinnanum og vera bara ánægður með að vera bara með sex í öllu. Þessari innsýn á lífið og heilmiklu um tölvuleiki deilir Ólafur með okkur í þessu viðtali.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Í Síminn Pay appinu getur þú keypt inneign hjá Play Air fyrir næstu utanlandsferð og út þessa viku er 20% afsláttur af öllum mat hjá Umami Sushi Bar!

  https://www.siminn.is/siminn-pay

  – Bónus býður upp á STVF.

  Bónus biður okkur vinsamlegast um að hjálpa þeim að skila öllum Bónuskerrunum heim! Kerrurnar eru auðlind og gera engum gagn á vergangi. Hér að neðan má finna hlekk á nýútgefna samfélagsskýrslu Bónuss fyrir árið 2020.

  https://bonus.is/samfelagsskyrsla-bonus-2020/

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • S01E56

  – María Heba er manneskja sem er ekki að flækja hlutina fyrir sér heldur veður beint á garðinn þar sem hún kemur að honum. Sem sjálfstætt starfandi listamaður hefur hún unnið mikið í nýjum íslenskum leikverkum í gegnum tíðin og kom nýlega inná skjái margra landsmanna í hlutverki sínu sem Rut í þáttaröðinni Systrabönd. Hún er borgarbarn, flugfreyja, móðir, leikkona og útgefið ljóðskáld sem trúir ekki á tilviljanir. Líf Maríu hefur ekki fylgt markvissu fimm ára plani heldur líður henni best í flæði, í þeirri trú að hlutirnir komi til okkar nákvæmlega þegar þeir eiga að gera það. Þessa dagana er hægt að sjá Maríu Hebu í leikritinu Mæður í Borgarleikhúsinu og í sumar liggur leiðin í upptökur á nýrri seríu. Í viðtalinu fáum við nasasjón af því hvernig María leyfir ákvörðunum lífsins að koma til sín og fagnar því að fá að takast á við nýjar áskoranir.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Í appinu geturðu nýtt þér ótal tilboð frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Einnig getur þú látið gott af þér leiða með að styrkja gott málefni um upphæð að eigin vali.

  https://www.siminn.is/siminn-pay

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 • S01E55

  – Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. Hún tók þátt í að koma ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, á legg sem opnaði fyrir gífurlega verðmætasköpun í íslenskum tónlistariðnaði, hún var lengi fréttaritari í London og nú nýlega var frumsýnd hennar fyrsta heimildarmynd „A Song Called Hate“ sem fjallar um ferð hljómsveitarinnar Hatara í Eurovision í Ísrael árið 2019. Nú í vetur flutti hún heim til Íslands eftir langa búveru í Bretlandi og hóf kennslu við Háskólann á Bifröst, stofnaði listþróunarfyrirtækið Glimrandi ásamt eiginmanni sínum og er í stjórn sumarnámskeiðsins Tungumálatöfra, en þar fá fjöltyngd börn og unglingar tækifæri til að rækta íslenskuna í gegnum listsköpun á Ísafirði. Anna Hildur er hvergi nærri hætt og nýtur þess að takast á við nýjar áskoranir, en nú þegar hún nálgast sextugt er hún loksins búin að læra að segja nei.

  Gott spjall.

  – Síminn Pay býður upp á STVF.

  Sumartilboðið er komið í Síminn Pay appið! Galaxy Tab A7 4G á 35.994,- kr. staðgreitt, lækkað verð frá 59.990,- kr.! Eftir hverju ertu að bíða?

  https://www.siminn.is/siminn-pay

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.