Afleveringen

  • Ellefti viðmælandi Veltunnar er Jasmina Vajzović Crnac, verkefnastjóri hverfisverkefna hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts.

    Jasmina er stjórnmálafræðingur sem heldur utan um afar fjölbreytt verkefni í Breiðholti ásamt öflugu teymi samstarfsfólks. Verkefnin tengjast flest fjölmenningu og snúast um inngildingu; að fólk fái tækifæri til vera hluti af samfélaginu og finni að það tilheyri því. Jasmina er fædd og uppalin í Bosníu og Hersegóvínu en kom til Íslands á unglingsaldri árið 1996 í kjölfar stríðs í heimalandinu. Þar upplifði hún hluti sem fæst okkar geta gert sér í hugarlund - atburði sem höfðu gríðarleg áhrif á hana og fjölskyldu hennar. Í dag býr hin kraftmikla Jasmina í Reykjanesbæ með eiginmanni og fjórum börnum og ræktar ástríðu sína í leik og starfi - sem snýst fyrst og fremst um að hjálpa öðru fólki.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

    Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson.

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

  • Tíundi viðmælandi Veltunnar er Sigmar Þór Ármannsson, forstöðumaður Liðsaukans hjá Reykjavíkurborg. Liðsaukinn er færanlegt teymi sem veitir ungu fólki í sjálfstæðri búsetu fjölbreyttan stuðning.

    Sigmar er þrítugur Akureyringur. Á æskuslóðunum vann hann með ungmennum, bæði sem leiðbeinandi og handboltaþjálfari en fór síðar að vinna með fötluðu fólki hjá Akureyrarbæ. Síðar skellti hann sér í nám - BS í sálfræði og MA í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Í dag býr hann með litlu fjölskyldunni sinni í Reykjavík og er nýbakaður faðir í hamingjubúbblu. Sigmar er leiðtogi og einlægur áhugamaður um fólk - enda brennur hann fyrir að bæta líðan fólks í daglegu lífi þess.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

    Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson.

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

  • Zijn er afleveringen die ontbreken?

    Klik hier om de feed te vernieuwen.

  • Níundi viðmælandi Veltunnar er Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.

    Katrín Helga er reynslumikill lögfræðingur sem hóf störf hjá Barnavernd árið 2019. Hún er fædd og uppalin á Bergstaðastrætinu í hjarta 101 en í dag býr hún með tveimur fjörmiklum sonum í eldgömlu steinhúsi í Vesturbænum. Katrín tók örlitla beygju á starfsferlinum þegar hún byrjaði hjá Barnavernd, en áður hafði hún meðal annars rekið lögfræðistofu, setið í stjórnum fyrirtækja og stofnunum og upplifað bæði útrás og hrun í fjármálageiranum. Hún elskar að vinna með mögnuðu starfsfólki sem brennur fyrir að gera hlutina vel og faglega - allt til að tryggja velferð barna og styðja þau og fjölskyldur þeirra til betra lífs.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

    Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson.

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

  • Hoda Thabet tilheyrir vaxandi stétt millimenningamiðlara sem gegna mikilvægu hlutverki í samræmdri móttöku flóttafólks í Reykjavík. Hlutverk þeirra er meðal annars að byggja upp traust og árangursrík samskipti á milli starfsfólk borgarinnar og nýrra íbúa hennar.

    Hoda er læs á marga og ólíka menningarheima en sjálf er hún fædd í Indlandi, af írönskum uppruna en alin upp í Oman. Hún er doktor í bókmenntum sem skráði sig nýverið í þriðja meistaranám sitt, í þetta sinn í lögfræði, svo hún geti betur þjónað og leiðbeint þeim flóttafjölskyldum sem hún vinnur fyrir. Hún hefur ákveðnar hugmyndir um það hvernig íslenskt samfélag geti betur tekið á móti innflytjendum, svo þeir eigi betri möguleika á að vaxa og dafna á nýjum heimaslóðum.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

    Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson.

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

  • Viðmælandi Veltunnar að þessu sinni er Sigrún Sigurðardóttir. Sigrún er eldhugi og jafningjafræðari hjá Bataskóla Íslands sem er hluti af virkniúrræðum velferðarsviðs. Þar er boðið upp á alls kyns gagnleg námskeið fyrir fullorðið fólk með geðrænar áskoranir.

    Sigrún elskar að sjá fólk ná árangri - en hún elskar líka heimilisköttinn sinn, íbúðina sína í Laugardalnum og er einlægur aðdáandi fantasíubókmennta. Hún hefur sjálf reynslu af geðrænum vanda, fíkn og veikindum, en náði bata meðal annars með aðstoð virkniúrræðisins Grettistaks. Hún segir okkur frá reynslu sinni og hvernig hún nýtir hana til góðs í dag með því að smíða námskeið, kenna og styðja annað fólk til betra lífs.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

    Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson.

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

  • Sjötti viðmælandi Veltunnar er Eyjólfur Einar Elíasson, forstöðumaður framleiðslueldhússins á Vitatorgi. Undir hans stjórn verða til að meðaltali 900 máltíðir í hverju einasta hádegi, allt árið um kring.

    Eyjólfur er fjögurra dætra faðir og afi sem kynntist eiginkonunni í grunnskóla. Hafnfirðingur með matreiðslugen í kroppnum enda alinn upp við seiðandi ilm af karrýi. Eyjólfur er líka örlítið ofvirkur vinnuþjarkur sem lærði að bremsa sig af á sínum tíma og uppgötvaði um leið hvað skiptir mestu máli í lífinu. Í dag er hann bóndi í Fljótshlíð með ær á beit og nóg af verkefnum - milli þess sem hann gerir hógværar tilraunir með matseðla í vinnunni ásamt fjölbreyttum og fjörugum hópi starfsfólks.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

    Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson.

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

  • Fimmti viðmælandi Veltunnar er Þóroddur Þórarinsson, leiðandi forstöðumaður í málaflokki fatlaðs fólks í Breiðholti.

    Þóroddur er reynslumikill þroskaþjálfi sem hefur komið að þjónustu við fatlað fólk frá öllum mögulegum hliðum á mögnuðum starfsferli sem spannar ríflega fjóra áratugi Hann byrjaði að vinna á Kópavogshæli um tvítugt en sinnir í dag mikilvægu starfi á Þjónustumiðstöð Breiðholts. Þóroddur ólst upp í Villingaholtshreppi, er með sterkar vestfirskar rætur og afskaplega reynslumikill í félagsmálum og réttindabaráttu, m.a. fyrir Þroskaþjálfafélagið, BHM og Samtökin 78.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

    Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson.

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

  • Fjórði viðmælandi Veltunnar er Margrét Guðnadóttir, verkefnastjóri við innleiðingu SELMU sem er nýtt teymi um sérhæfða heilbrigðisþjónustu í heimahjúkrun.

    Margrét er hjúkrunarfræðingur sem hnýtir saman ólík kerfi, fagfólk og þjónustur af alúð og natni. Hún er barn barna, alin upp af sterku samfélagi í Árbænum og á gríðarstórt safn af strætóskiptimiðum. Margrét er doktorsnemi, þriggja barna móðir og ævintýramanneskja sem fer í óbyggðaferðir á Land Rover og skilur eftir sig slóð af ónýtum tjöldum. Svo á hún líka heimsfræga systur.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

    Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson.

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

  • Þriðji viðmælandi Veltunnar er Styrmir Erlingsson, stafrænn leiðtogi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

    Styrmir er eldhugi sem leiðir stafræna vegferð af krafti og tengir saman óteljandi fólk, ferla og kerfi til að bæta þjónustu við íbúa borgarinnar. Hann er sérfræðingur í málaflokki fatlaðs fólks; bæði sem fatlaður einstaklingur en líka í gegnum menntun sína og störf. Styrmir framdi bernskubrekin á Akureyri en í dag er hann virðulegur heimilisfaðir og metalhaus í Mosfellsbæ.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

    Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson.

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

  • Annar viðmælandi Veltunnar er Þóra Kemp, teymisstjóri nýs Virknihúss á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar þar sem haldið er utan um öll virkniúrræði borgarinnar með heildstæðri og einstaklingsmiðaðri nálgun.

    Þóra er öflugur félagsráðgjafi - reynslubolti í velferðarþjónustu, hláturmildur fjallagarpur, þriggja barna móðir og gefandi manneskja sem er alltaf til í að læra nýja hluti. Þó að lögheimilið sé í Garðabæ er Þóra með Reykjavík og velferðarsvið í hjartanu alla daga.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðumm lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

    Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson.

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

  • Fyrsti viðmælandi Veltunnar er Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar í málaflokki heimilislauss fólks með miklar og flóknar þjónustuþarfir.

    Hrafnhildur er kraftmikil og áhugaverð manneskja. Taugarnar liggja til Vestfjarða, hugur og hjarta blómstra í Hlíðunum og eldmóðurinn brennur í vinnunni hjá Reykjavíkurborg.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðumm lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

    Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson.

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.