Abonnementen

  • Í hlaðvarpinu Hús&Hillbilly fara systurnar Ragga og Magga Weisshappel inná vinnustofur listamanna og eiga við þá tímalaust spjall um líf og list, allt og ekkert, himinn og jörð og það sem er á milli. Viðtölin snúast um myndlist en fyrst og fremst um myndlistarmanninn sjálfan og hans haus. Hlustendur þurfa hvorki að vera menningarlegir né gáfaðir til þess að njóta. Hlaðvarpið er hugsað til þess að bæta servíettu í servíettusafn íslenskrar myndlistar. Systurnar hafa haldið úti vefritinu www.hillbilly.is í nokkur ár við góðan orðstír en þar eru birt rituð viðtöl og ljósmyndir úr vinnustofuheimsóknunum, og nú bætist hlaðvarp við til auka dýpt og gleði.