Abonnementen

  • Leiðist þér bransakjaftæði? Það þarf ekki að vera leiðinlegt. Geri ég ekki bara geggjaða tónlist og hitt fylgir á eftir? Stundum, en ekki alltaf. Í þessu hlaðvarpi er tónlistarfólk að ræða við fólk í tónlistargeiranum um allan fjandann sem gaman er að vita um.

  • Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.

  • Það er von eru góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða fólk sem glímir við fíknivand.
    Það er von podcastið er gert með það í huga að fræða og opna umræðuna. Hvað getum við sem samfélag gert betur til að aðstoða fólk með fíknisjúkdóma og þá sem glíma við fíknivanda til að finna leiðina að batanum? Markmið okkar eru einnig að vinna á fordómum og skömm. Fíknisjúkdómur er ólæknanlegur en samt vel hægt að lifa með honum með góðu aðhaldi og aðstoð.

  • Podcast með Sölva er þáttur sem lætur sér ekkert óviðkomandi. Fylgstu með áhugaverðu fólki úr öllum áttum setjast í stólinn hjá Sölva Tryggva.