Afgespeeld
-
Í þessum þætti mætti dansarinn, höfundurinn og uppistandarinn Þórdís Nadia til okkar. Hún ræddi um ferilinn í rappinu, drauminn og lífið úti í New York - og hvernig er að vera íslensk með rætur til Túnis!
Ekki missa af HÆ hæ - Liveshow - í Gamla Bíó - 27. febrúar - Miðar á Tix.
https://tix.is/is/event/9573/h-h-live-show-og-skemmtikvold-/
Svo er retreat í Úthlíð 28. febrúar - Þú finnur viðburðinn "Lifðu í hjartanu" á Facebook. Sendu póst á [email protected] til að skrá þig.
IG: hjalmarorn110 & helgijean
Takk fyrir að hlusta! -
Kristjana Arnars, íþróttafréttakona ásamt fleiru kíkir við í Seigluna og segir okkur hvernig upplifunin er að stíga inná svæði sem er mest megnis karllægt. Þú vilt ekki missa af þessum þætti!
-
Karen Axelsdóttir ákvað á einu djamminu að snúa blaðinu við og byrja að hreyfa sig með því að lofa sér í ólympíska þríþraut. Margar slíkar staðhæfingar hafa komið af vörum fólks eftir nokkra drykki á slíkum kvöldum en í staðinn fyrir að vakna með samviskubit yfir orðum sínum fór hún og keypti byrjendapakka þríþrautamannsins.
Ólympísk þríþraut samanstendur af 1,5km sundi, 40km hjóli og 10km hlaupi. Önnur og töluvert vinsælli útfærsla af þríþraut gengur undir nafninu IronMan. Hún er ekki fyrir hvern sem er enda synda keppendur 3,8km í opnu vatni, hjóla 180km og eyðileggja sig svo endanlega með því að hlaupa maraþon: 42,2 kílómetra.
Ekki nóg með að vinna Ólympísku þríþrautina, nokkrum árum seinna kom Karen í mark í IronMan Austria á 9 klukkustundum og 24 mínútum, nýju Íslandsmeti… karla og kvenna. Þess má geta að Karen var 31 árs tveggja barna móðir þegar hún hóf æfingar.Sagan af íþróttaferli hennar er ótrúlegur og hausinn sem þarf í svona íþrótt finnst ekki víða. Það kom því á óvart að heyra söguna af viðburðum sem Karen þurfti að takast á við seinna á ferlinum sem komust ekki nálægt erfiðleikastigi járnkarlsins að hennar sögn.
-
Fanney Dóra fær til sín frábæran gest, hana Ernu Kristínu betur þekkt sem Ernuland. Þær ræða meðal annars um líkamsvirðingu og andlega heilsu. Fanney heldur svo áfram og segir okkur betur frá rútunni, þú vilt ekki missa af því.
-
Sólrún okkar Diego kíkir í sautjánda þátt Seiglunar og þar ræða þær stöllur samfélagsmiðla, áhrifavalda og aukið sjálfstraust.
Þú vilt ekki missa af þessum þætti þar farið er um víðan völl! -
Seiglan byrjar á ný með Rafn Franklin í heita sætinu. Rafn hefur mjög sérstakar hugmyndir um svefn og hvernig er hægt að bæta hann. Fanney og Rafn ræða margt fleira og þið viljið ekki missa af þessu!
-
Fyndnasti maður Íslands 1999 og til dagsins í dag.
-
Christopher Lee Watts var 33 ára gamall þegar hann varð eiginkonu sinni Shanann, ófæddum syni þeira Niko & dætrum Celeste & Bella að bana. Morðin áttu sér stað þann 13 ágúst árið 2018 á heimili þeirra í Frederick, Colorado. Í þessum þætti skoðum við baksöguna betur.Hér getur þú fundið hina illverk þættina um málið.• #1 Þáttur (Þessi)• #2 Þáttur • #3 Þáttur
Má bjóða þér að hlusta á fleiri Illverk þætti? Þú getur skráð þig í áskrift & með því fengið aðgang að yfir 200+ aukaþáttum, fimm nýja í hverjum mánuði & þessa fríu án auglýsinga.Áskriftin kostar 950,- kr á mánuði & henni fylgir engin binding. Skráðu þig í illverk áskrift inná www.illverk.isHafðu samband:• [email protected]• #illverkpodcast
-
Þann 8. október 2009 hélt Jamison fjölskyldan, af stað akandi tæplega 50 kílómetra leið upp að hinum svokölluðu Sans Bois fjöllum nálægt Red Oak í Oklahoma. Þau skiluðu sér aldrei heim aftur.
-
Maður hlustaði á hann í Sprengjuhöllinni, fór á Mið-Ísland uppistand með honum, followaði á Snapchat, las pistlana hans í blaðinu, hlustaði á hann fíla lög í hlaðvarpsformi og nú les maður bækur um gervigreind og samfélagsrýni eftir hann.
Ég ætla ekki að bregða frá þeirri staðreynd að það er þokkalega yfirþyrmandi tilfinning að fá til sín gest sem er bráðgreindur, lögfræðimenntaður og hefur hæfileikann til að standa fyrir framan fullan sal af fólki og láta það hlæja, og ætla sér að ræða við hann um nýskrifaða bók sem kafar í málefni á borð við gervigreind, samfélagsmiðla, merkingu alls og nútímann almennt.
-
Tvær vinkonur halda í ævintýra- og sjálfboðaliðaferð til Panama í Suður-Ameríku en skila sér aldrei heim