Afgespeeld
-
Maríanna er 47 ára móðir og verðandi amma sem er háð morfíni og glímir við heimilisleysi. Hún hefur alfarið náð að fjarlægja sig glæpum og líferni sem tengist undirheimum eftir að hafa komist í skömmtun en nú stefnir kerfið á að senda hana aftur þangað.
-
Rakel Sara er 34 ára stelpukona sem á stóra sögu. Hún er ein af stelpunum sem voru á Laugalandi og var hún þar lengst allra. Áfallasagan byrjar mun fyrr samt sem áður og mótar hana mikið.
-
Hvað er betra en að byrja nýtt ár á smá umræðu um aðstandendur og það sem þeim fylgir?
Margir setja sér ný markmið. Hér er ágætis stuðningur.
-
Ragna er 43 ára, þriggja barna móðir sem hefur þurft að berjast með kjafti og klóm við kerfið. Margir Íslendingar kannast við söguna hennar en hafa ekki fengið að heyra hana. Hún eignaðist langveika dóttur, Ellu Dís, sem var ranglega greind á Íslandi og fékk rétta greiningu of seint. Hún segir söguna sína í þættinum.
-
Alexandra Sif er 19 ára móðir, kærasta, systir og dóttir sem hefur þurft að upplifa margt á stuttri ævi. Hún missti föður sinn í sjálfsvígi í júní á þessu ári eftir að hann hafði gert allmargar tilraunir, þetta var þó öðruvísi, segir hún. Hún segir söguna sína, frá tilfinningunum, sorginni, reiðinni og því að vera barn alkahólista.
-
Daníel er aðstandandi sem hefur ekki góða reynslu af kerfinu. Hann flakkaði á milli fósturheimila sem barn og unglingur vegna hegðunarvanda. Bróðir hans svipti sig lífi eftir baráttu við fíknivanda og geðrænar áskoranir sem fylgja. Hann segir söguna sína í þessum þætti.
-
Okkar eina sanna Svala sem kennd er við skaðaminnkun kom í spjall til okkar Ingu og ræddum við málin með þrjá vinkla. Úr varð skemmtilegt, fræðandi og áhugavert spjall um hin ýmsu málefni.
-
Við Inga Hrönn fengum Hafrúnu til okkar í þessum þætti til að spjalla um hennar líf, skaðaminnkun, Ylju (neyslurými sem hún stýrði), aukna neyslu ungmenna á oxy, aðallega, hvernig þessi faraldur sem mikið er talað um horfir við þeim sem vinna næst notendum og margt fleira.