Afgespeeld
-
Það er óljóst hvort að illskan hafi alltaf verið til staðar þar sem byggingin stendur. Var hún grafin í jörðina, sveif hún í loftinu? Kannski skiptir það ekki máli því hvort heldur sem er þá er eitthvað skelfilegt, ógurlegt og draugalegt þarna í dag. Allir íbúar eru sammála um það að þetta er ekki góður staður til þess að vera á.
Við erum í franska hverfinu í einu reimdasta húsi í New Orleans. Borg hinna dauðu!
Verið velkomin í LaLaurie Setrið!
Komdu í áskrift og hlustaðu á íslenskar draugasögur líka: patreon.com/draugasogur
-
Við erum stödd í Easton, í Northampton sýslu í Pennsylvania.
Í safni sem byggt var ofan á kirkjugarði og voru líkamsleifar látinna einstaklinga rutt úr stað til að skapa pláss fyrir þessa stóru fínu byggingu.
Þetta er það sem við köllum fullkomin uppskrift af reimleika!!
Verið velkomin á Easton Bókasafnið...
Við bjóðum nú uppá 3 áskriftarleiðir, kynntu þér málið á parteon.com/draugasogur og byrjaðu strax að hlusta OG horfa á enn meira efni
-
Við erum aftur komin til Savannah Í Georgíu og undir stóru eikar trjánum sem prýða göturnar hefur ýmislegt gerst.
Gangstéttinn sem núna er grá og snyrtileg var eitt sinn þakinn blóði og þeir segja að ef þú hlustar vel þá gætir þú heyrt angistarópin í fólkinu sem tók sinn seinasta andardrátt innan um trjánum….
Við erum utandyra að þessu sinni, verið velkomin á Wright Torgið.
-
Sérstakur tvöfaldur þáttur um reimdustu staði Ítalíu.
Við byrjum á að heimsækja hina alræmdu eyju Povegliu sem er hreint út sagt helvíti á jörðu! Heimsókn á eyjuna er með öllu óheimil og fylgja þungar refsingar þeim sem voga sér að sigla þangað yfir.
Síðar í þættinum færum við okkur sunnar á Ítalíu við Lake Como þar sem risastór höll hefur staðið mannlaus áratugum saman og heimamenn forðast að tala um. En hvers vegna?
Þorir þú að hlusta ..?
Skoðið myndirnar á draugasogur.com á meðan þið hlustið til að gera upplifun ykkar enn meiri.
Viljir þú enn fleiri draugasögur, íslenska staði og alls konar aukaefni bjóðum við þig hjartanlega velkomin/nn í Draugasögu Fjölskylduna okkar á patreon.com/draugasogur
-
Fyrsti þátturinn fjallar um morðin sem áttu sér stað árið 1912 í Villisca Iowa.
Húsið sem morðin voru framin í er talið vera eitt reimdasta hús Bandaríkjanna.
Raddir framliðna barna óma enn innan veggja heimilisins og sumir halda því fram að morðinginn hafi mögulega ekki vera mennskur.
Þorir þú að hlusta ?
-
Í þessum þætti ætlum við að ferðast með ykkur hinu megin á hnöttinn alla leið til Japans! Við rætur fjallsins Fuji liggur tignarlegt landslag og þar er að finna umdeildann skóg sem heitir Aokigahara en er kannski betur þekktur sem Suicide Forest.
Um leið og stigið er inní skóginn tekur fólk strax eftir því að þarna er ekki allt með feldu. Það er eins og allt líf hafi vikist undan þessum stað, eða sé í felum. Skógurinn á sér nefnilega dökka hlið. Auk þeirra sem ferðast þangað til þess að dást af fegurðinni og fara i gönguferðir, þá er líka gríðarlegur fjöldi órólegra sála sem að koma þangað á ári hverju til að deyja!
Gerðu upplifun þína við hlustun enn meiri með að skoða myndirnar á draugasogur.com
Hlustendur þáttarins fá 15% afslátt á öllum vörum á leanbody.is -
-
Annar þáttur fjallar um Sallie House. Pickman hjónin þau Tony og Debra kaupa húsið árið 1992. Þau eru nýgift og eiga von á sínu fyrsta barni. Lífið virtist vera að leika við þau en það átti eftir að endast stutt!
Hver býr inn í veggjum hússins? Hver er Sallie og afhverju hefur hún svona mikla óbeit á Tony?
Skoðaðu sönnunargögn þáttarins á meðan þú hlustar hér á draugasogur.com
Þorir þú að hlusta ?
-
Spennið beltin því þið eruð á leið í bílferð með okkur um heilt bæjarfélag sem er stútfullt af draugum! Nánast á hverju horni.
Við erum stödd í afskekktum bæ sem nefndur er Caryville í Wisconsin í Bandaríkjunum...
Hafðu rúðurnar samt uppi, þú vilt ekki að einhver fylgi þér heim ...?
...
Myndir og efni sem fylgir þættinum er á Draugasögur.com
Enn fleiri þættir, sönnunargöng, myndbönd, klippur, viðtöl, spjallþættir ofl. er aðgengilegt á: Patreon.com/Draugasögur
-
Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um dúkkuna Annabelle. Við ætlum hins vegar að segja ykkur hina sönnu sögu hennar og Ed og Lorraine Warren sem síðar tóku Annabelle í sína vörslu.
Skoðaðu myndirnar af hinni raunverulegu Annabelle dúkku og myndefni tengt þættinum á meðan þú hlustar inn á draugasogur.com
-
Hin heimsfræga bygging þar sem vitnisburðir um reimleika skipta hundruðum og frásagnir um draugagang skipta þúsundum er ekki furða að hótelið sé talið vera einn af reimdustu stöðum í öllum heiminum og var það löngu áður en stórmyndin The Shining kom fyrir sjónir almennings.
Þorir þú að hlusta ?
Skoðaðu myndirnar á draugasogur.com á meðan þú hlustar og gerðu upplifun þína enn meiri.
Ef þú vilt fá enn fleiri draugasögur, íslenska þætti, exclusive viðtöl við heimsþekkta einstaklinga og myndbönd skaltu endilega gerast meðlimur okkar Draugasögu Fjölskyldu inná: patreon.com/draugasogur og hjálpa okkur að halda áfram að gera Draugasögur :)
-
Það er svolítill ágreiningur um hversu margir andar ásækja þetta sögufræga hótel eða þetta sögufræga land sem það situr á.
Einhverjir starfsmenn segjast hafa komist í kynni við allavega 32 mismunandi anda aðrir segja 45….. en þó að fólk sé ósammála um fjöldann þá eru allir sammála um eitt…..
Menger Hótelið er stútfullt af órólegum sálum sem eru ekki feimnar við að láta finna fyrir sér…
Hlustaðu á þáttinn okkar um Framhaldsskólann á Laugum og sönnunargögn rannsóknar okkar nú á patreon.com/draugasogur
-
Í þessum þætti erum við mætt í Texasfylki í Bandaríkjunum..
Í áratugi hefur brú nokkur verið kennd við Djöfulinn, öfgahópa og sjálfsvíg.
Ætli röð ítrekaðra tilviljana sé ástæðan eða gæti verið að eitthvað miklu stærra sé á seyði ..?
Verið velkomin að Goatman's Brúnni
Takk fyrir að hlusta á Draugasögu vikunnar 👻 Ef þú vilt hlusta á fleiri Draugasögur þá bjóðum við uppá þrjár áskriftarleiðir inná Patreon!
Skoðaðu myndir annað efni sem fylgir þættinum inná Draugasögur.com
Ef að þú hlustaðir, ertu þá kannski til í að styrkja Mikael Darra? Þessi þáttur var gerður fyrir hann 🙏🏽Svo viljum við minna á styrktarreikninginn hans Mikaels Darra en þessi þáttur var búinn til fyrir hann 🤍 Svo ef þú hlustaðir og hafðir gaman að hjálpaðu okkur að hjálpa Mikael Darra í hetjulegri barráttu við illkynja krabbamein 🤍
Mikael Darri veikist í kringum 8 mánaðar aldur og greinist síðan í framhaldi með alvarlegt AML hvítblæði ásamt æxli við heila, mænu og andlit rètt fyrir 1 árs afmælið sitt.
Nú á meðan Líf og Magnús foreldrar þeirra standa í þessu krefjandi verkefni og miklu óvissu með framtíðina hefur verið stofnaður
Draugasögur Podcast mun halda áfram að styrkja þau næstu mánuði með peningaframlögum og við hvetjum ALLA HLUSTENDUR að gera það sama…. Margt smátt gerir eitt stórt 🙏🏽
Reikningur er: 536-26-8389 kt. 130384-8389
Hjálpum Mikael Darra og fjölskyldu hans í þessu erfiða verkefni 🤍
-
Í þessum þætti ætlum við kannski að segja ykur fleiri en eina Draugasögu...
Í gegnum tíðinna höfum við fjallað um fjölmarga staði, þekkt kennileiti bæði hús og stofnanir en einnig skip og fjölmarga hluti og muni sem taldir eru vera reimdir..
En í dag ætlum við að fjalla um eitthvað sem ekki varð til af höndum fólks, heldur náttúrunnar...
Þetta er sagan um Djöflatréið....
ATH. Atriði í þættinum eru ekki við hæfi barna (E)
Skoðaðu myndirnar og annað efni sem fylgja þáttunum inná draugasogur.com
Ef þú vilt hlusta á enn fleiri þætti og nýútkominn þátt okkar um Byggðasafnið á Akranesi hvetjum við þig til að kíkja á patreon.com/draugasogur og kynna þér málið :)
*Við viljum minna á málefnið sem stendur okkur næst:
Mikael Darri. Þessi þáttur var búinn til fyrir hann 🤍 Svo ef þú hlustaðir og hafðir gaman að hjálpaðu okkur að hjálpa Mikael Darra í hetjulegri barráttu við illkynja krabbamein 🤍
Mikael Darri veikist í kringum 8 mánaðar aldur og greinist síðan í framhaldi með alvarlegt AML hvítblæði ásamt æxli við heila, mænu og andlit rètt fyrir 1 árs afmælið sitt.
Nú á meðan Líf og Magnús foreldrar þeirra standa í þessu krefjandi verkefni og miklu óvissu með framtíðina hefur verið stofnaður
Draugasögur Podcast mun halda áfram að styrkja þau næstu mánuði með peningaframlögum og við hvetjum ALLA HLUSTENDUR að gera það sama…. Margt smátt gerir eitt stórt 🙏🏽
Reikningur er: 536-26-8389 kt. 130384-8389
Hjálpum Mikael Darra og fjölskyldu hans í þessu erfiða verkefni 🤍
-
Geðsjúkrahúsið Trans Allegheny í West Virgina hefur að geyma óhuggulega sögu. Starfseminni lauk árið 1992 en eru allir sjúklingar útskrifaðir?
Hlustaðu á sögurnar af fólkinu sem eyddi ævi sinni innann veggja spítalans.
www.draugasogur.com
-
Hér kemur margumbeðin þáttur um draugasögur! Við ræðum sleep paralysis, draugalega hluti sem við höfum lent í, andaglas og lesum sögur frá ykkur! Þátturinn er í boði:
Laugar Spa - https://organicskincare.is/ -
Smábær betur þekkt sem krummaskuð ef þú ert pirrandi týpa frá Hafnarfirði er umræðu efni þáttarins að þessu sinni. Skkkrrra. Smábæir? smábæjir? smábær? iða af lífi vanalega CUZ 3 IS A CROWD LETS GO