Afleveringen

  • Jæja, sperrið upp eyrað og krumpið jakkafötin. Hin óviðjafnanlega og brautryðjandi Reservoir Dogs markaði sérdeilis fyrstu skrefin fyrir Quentin Tarantino, sem síðar meir varð að fordæmalausum ‘rokkstjörnu-leikstjóra’.

    Tarantino átti stóran hlut í að koma indí-byltingunni af stað í byrjun ‘90s áratugarins, og legasía hans fyrstu myndar er svo sannarlega sterk, en er enn einhver innistæða í hennar’kúli’? Er hún klassík eða geltandi hvolpur síns tíma?

    Gunnar Anton Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður veltir þessari spurningu fyrir sér og í sameiningu viðra þeir Tommi málefni eins og upphafsskref leikstjórans ásamt sarpi mannsins eins og hann leggur sig.

    Gætið þess bara að missa ekki eyrað úr forvitni, en öllum er velkomið að hlera þetta hressandi spjall spekingana.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Allt í hundana, með spillum…

    03:14 - Stúdering á eftirleikjum

    09:10 - Tarantino-isminn

    22:00 - Að blæða af kúli

    30:21 - Mystík og Wilhelm-öskur

    37:10 - Elsku Sally Menke

    42:52 - Fíllinn í herberginu

    50:03 - Góðir eða vondir…

    56:40 - Þegar Quentin gerir betur

    01:04:10 - Um Tony Scott’isma

    01:13:28 - Stórskotalið og “Íslandsvinur”

    01:29:00 - Gaman á Cannes

    01:36:02 - Lítill heimur…

  • Jæja... Jacob nokkur verður morðóður þegar hann heldur að stúlkan sem hann elskar er dáin. En engar áhyggjur, bókstaflega sekúndum síðar verður hann ástfanginn af nýfæddu (tölvugerðu) barni umræddu stúlkunnar.

    …Cinema?

    Að öllu gamni slepptu, þá gera þau Íris, Emma og Tommi upp lokahlutana í Twilight-seríunni, þar sem partíið er loksins hafið af einhverri alvöru. Með blöndu af algjöru skrípói og pjúra hryllingi.

    Skoðum þennan ‘finale’ betur og lokum þessari bók.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Part 1, boðað til brúðkaups

    02:40 - Brúðkaupstertudraumurinn

    09:33 - Mormónamanía

    12:37 - Gleðispillirinn Jacob?

    16:20 - Brúðkaupsnóttin

    22:46 - Bella hefur val

    27:00 - Renesmée...

    36:14 - Að imprinta

    44:11 - Part Two, skekkja í titlum

    49:10 - Nýja líf Bellu

    58:25 - Klöguð til Aro

    01:02:18 - Dívan og vitnin

    01:07:11 - Gleði/sorg

    01:12:15 - Stóra uppgjörið

    01:20:00 - Samantekt

  • Hvaða kvikmyndasería hefur átt stærsta gæðahrapið? Hvaða MCU myndir geta staðið sjálfstæðar? Hversu eftirminnilegar eru konurnar í Christopher Nolan myndum? Eru Buddies myndirnar minni refsing en Zack Snyder myndir?

    Kjartan, Tommi og Atli Freyr stíga aðeins út fyrir formið að sinni og spreyta sig á snarrugluðum spurningarleik. Þessu fylgir ekkert sett af tilteknum reglum annað en að hver og einn svari eftir eigin skoðun og rökstyðji sitt ‘hvers vegna?’ svar eftir bestu og hressustu getu.Ekki svo gleyma að kjósa um hver þér þótti koma með skemmtilegustu svörin í meðfylgjandi könnun!

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Reglur um engar reglur

    02:10 - Spurt um gæðahrap

    10:04 - Zack Snyder Buddies

    12:10 - “Þessi hefur issjús…”

    18:13 - ‘Sjálfstæðar’ MCU seríur

    25:40 - Freddy vs Sauron

    34:10 - Að enda á toppnum

    40:24 - Eitruðustu hóparnir?

    45:45 - Konur í Nolan myndum

    49:10 - Gæðastökk og söngleikir

    52:56 - Leitin að meistaraverkinu

    01:02:36 - Pöddufullir af kjaftæði

  • Þennan leikstjóra þarf varla að kynna enda eru vægast sagt margir honum Steven Spielberg gífurlega þakklátir fyrir merkilegt safn fjölbreyttra bíóminninga.

    Á meðal slíkra þakklátra bíófíkla eru Kjartan, Tommi og Fannar Traustason, sem gengur undir starfsheitinu 'Tools programmer' hjá brellukompaníinu DNEG.

    Fannar hefur unnið að ýmsum stórum verkefnum á sviði tæknibrellna og lumar líka mögulega á sér eina sögur eða tvær af reynslu sinni í þeim geira. En drengirnir bera þeir saman bækur sínar um sundurliðun betri Spielberg-myndanna.

    Niðurstaðan gæti komið á óvart.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Prófíll Spielbergs

    04:00 - Um tölvu- og tæknibrellur

    15:32 - Tengsl Fannars við Steve

    22:24 - Nauh, Dolly Zoom!

    26:51 - Munich (og Jaws: The Revenge…)

    34:44 - Schindler’s List

    41:00 - Catch Me if You Can

    46:09 - The Adventures of Tintin

    52:33 - Minority Report

    55:00 - Saving Private Ryan

    01:02:00 - Tinni og flugstöðin

    01:08:55 - A.I./West Side Story

    01:14:35 - Hook

    01:17:00 - Close Encounters (og aftur Tinni!?)

    01:22:00 - Jurassic Park

    01:26:20 - E.T. og Jaws

    01:37:14 - Indiana Jones

    01:42:25 - “Netflix er ömurlegt”

  • A Real Pain er mynd um sársauka. Hvernig sársauki berst á milli kynslóða, þjáningar í heiminum, hvernig við tökum þátt í eða hunsum hann, og eða tökumst á við hann á réttum tímapunktum, sem röngum. Flóknar tilfinningar ráða ríkjum í þessari mínimalísku kvikmynd Jesses Eisenberg um þá David og Benji, frændur góða á flakki og allan þeirra farangur.

    Atli Freyr Bjarnason er sestur með þeim Kjartan og Tomma til að djúpgreina senur, þemu og karaktera myndarinnar. Málin verða persónuleg.

    En ekki hvað?

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Spaugilegur dauði

    04:38 - Upplifun á Óskarsmómentum

    13:31 - Benji & David

    17:16 - Háfleygur og brotinn

    26:17 - Hópurinn

    40:40 - Gremjurnar að innanverðu

    51:00 - “Ekta bóhemi”

    57:07 - Eisenberg/Culkin

    01:01:39 - Næstu skref

    01:11:40 - Samantekt

  • Ein af sprækari ef ekki villtari ræmum hins fjölhæfa Edgar Wright á þegar hressum ferli. Scott Pilgrim vs. The World kemur úr smiðju Bryans Lee O'Malley og var ekki beinlínis frumsýnd við gífurlegar vinsældir eða húrrandi aðsókn, þó viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda hafi í heildina verið jákvæðar.

    Aftur á móti hefur legasía og költ-status myndarinnar dafnað glæsilega sl. 15 árin og er margt við hlaðborðið sem ber að grandskoða.

    Gestur að sinni er Ísold Ellingsen Davíðsdóttir, kennari og myndasöguhöfundur en ofar öllu gífurlegur Scott Pilgrim aðdáandi. Ísold slæst með í samræðurnar um ágæti sprellsins sem yfirgnæfir umrædda bíómynd.

    Einnig eru hress rök færð fyrir því af hverju Scott Pilgrim Takes Off eru æðislegir þættir…

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Scott Pilgrim Takes Off

    04:40 - Replay-gildið

    10:28 - O’Malley verkin

    15:10 - Matthew Patel og páskaeggin

    22:01 - Lucas Lee og egóið

    25:30 - Todd og tónlistin

    29:21 - Roxy og fullnægingin

    32:50 - Tvíburarnir og ‘hinn’ endirinn

    36:40 - Gideon, Nega-Scott og Wright

    45:23 - “Eitt það versta…”

    50:54 - Yfirþyrmandi sprell og Cera

  • Friðrik, Kjartan og Tommi ræða nýjasta afsprengi Óskarsverðlaunahafans Bong Joon-Ho. Stórmyndin Mickey 17 með Robert Pattinson í helstu hlutverkum er merkilega aðgengileg bíómynd sem er þó alls ekki allra.

    Myndin hefur í heildina hlotið jákvæðar viðtökur en hefur margur maðurinn deilt um hvort sumt sé hreinlega of yfirdrifið eða ýkt í pólitísku ádeilunni sem á boðstólnum er. Það er svo sem nóg um kostulega vitleysu en hittir myndin tilfinningalega í mark?

    Bíófíklar skoða þessa punkta og rýna í þetta rándýra sprell kóreska meistarans.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Jason Statham myndir…

    02:40 - Ferillinn hjá Bong Joon-Ho

    08:36 - Mickey 17, án spilla

    19:02 - Pattinson púllar þetta

    24:14 - Tundurspillar hefjast

    34:00 - Helvítis matarboðið…

    39:09 - 17 og 18

    48:07 - Samantekt

  • Friðrik Önfjörð skoraði á Kjartan til að horfa á þessa umræðuverðu leikstjórafrumraun frá Ari Aster sem naut gífurlegra vinsælda á sínum tíma en hefur lengi vel skipt fólki í fylkingar, hvað gæði og hrylling varðar. Leiksigurinn hjá Toni Collette er vissulega ótvíræður og flestir geta verið sammála um almenn óþægindin í Hereditary, en hvað með allt hitt?

    Ólíkar upplifanir þeirra Frikka, Kjartans og Tomma um myndina ber með sér skrautlega niðurstöðu sem ber að hlera.

    Ath. Öll umræðan inniheldur spilla - og nokkra gleðispilla.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Aftur að... Marvel...

    04:50 - Af hverju Hereditary?

    11:01 - Ari Aster er prakkari

    14:51 - Upplifun Kjartans

    20:10 - Ættgengir kvillar

    27:30 - Sorgin og eymdin

    34:34 - Amma skrattans

    44:09 - Hægur bruni og stór útúrdúr

    56:15 - Vesenið að halda öllu saman

    01:00:40 - Andlegt/yfirnáttúrulegt

    01:09:20 - Samantekt

  • Þriðja og trúlega besta Twilight-myndin er nú komin undir smásjánna og sést það aldeilis að hún er sú dýrasta í röðinni… til þessa. Þau Íris, Emma Lilja og Tommi halda áfram með óformlega greiningu á köflum þessa fantasíuheims.

    Nú er aftur búið að skipta um leikstjóra en einnig hefur andstæðingnum verið skipt út fyrir Bryce Dallas Howard. Spennan magnast úr öllum áttum; orrusta er í uppsiglingu og Bella gerir sitt besta til að leika Sviss á meðan Edward og Jacob halda áfram að urra á hvorn annan.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Hryllingur og huggulegheit

    03:28 - Nýja Victoria

    05:55 - Útskriftaræða Jessicu

    08:35 - Ekkert er nei-svar

    13:29 - Heimtufrekur Jake

    17:52 - Ljótur trúlofunarhringur

    19:56 - “Mesta diss í heimi”

    24:24 - Óstöðugt bandalag

    29:00 - Riley bara “einhver gæi”

    33:48 - Taha Aki nóg

    36:00 - Hvað ætlar Bella að gera?

  • Hið stórvinsæla og í senn umdeilda Marvel Cinematic Universe (MCU) fyrirbæri slær núna í 35 bíómyndir og haug af sjónvarpsþáttum í þokkabót (eða kaupbæti?). Þetta er óneitanlega orðið að heljarinnar pakka fyrir áhorfendur sem vita varla hvar á að byrja eða hvaða sögur tengjast hverjum.

    Kjartan og Tommi fá til sín (segjum) sérfræðinga ef ekki dygga en kröfuharða aðdáendur MCU-sarpsins, en þau Bjarni Gautur og Sigga Clausen eru sest til að segja sitt um aðdráttarafl, fjölbreytileika og gæðakvarða MCU myndanna. Saman rýnir hópurinn svo í nýjustu Captain America myndina. Með skrautlegri samantekt.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Marvel Cinematic Universe

    11:37 - Topp 10 MCU myndir, Kjartan

    15:59 - Topp 10, Bjarni

    27:17 - Topp 10, Sigga

    43:21 - Topp 10, Tommi

    53:00 - Brave New World, án spilla

    01:07:20 - Spillar héðan í frá…

    01:21:13 - Jóhannes, ekkjan litla ofl.

    01:40:40 - Samantekt

  • Ein dýrasta ‘indí’ (stór)mynd fyrr eða síðar. Cloud Atlas er vægast sagt metnaðarfullt stykki úr smiðju Wachowski-systra og Tom Tykwer. Myndin hefur að vísu verið gagnrýnd fyrir ýmislegt og er aldeilis ekki allra - en færa má einnig rök fyrir fegurðina í verkinu og ekki síður einlægninni.

    Rafn Herlufsen snýr aftur til Kjartans og Tomma til að ræða nákvæmlega hvers vegna Cloud Atlas er stórglæsilegt kvikmyndaverk sem flestir ættu að sjá, gefa annan séns og/eða sjá aftur.

    Þá er einnig tekið umræðuna um ‘physical media’ og aðgengi mynda á streymum eða drifum. Rafn hefur um alla tíð verið naglharður safnari, með bíómyndaeintök í þúsundatali, og skólar Bíófíklana vel til í lífstíl (og lífs-díl) þessum.

    Flest fólk er hvatt til að hlera einlægnina í umræddum umræðum.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Nándarráðgjöf á setti

    06:40 - ‘Physical media’ og safndiskar

    21:03 - “Ég hata orðið content”

    27:00 - “Eins og glæný bíómynd!”

    33:29 - Titanic-effektinn

    37:31 - Þemun í Cloud Atlas

    40:21 - Kraftur listarinnar

    47:21 - Mergð af dropum

    53:58 - Endurtekin mynstur

    59:40 - Tykwer & Wachowski-systur

    01:06:26 - Bardaginn gegn kerfinu

    01:12:47 - Að skilja kássuna

    01:19:00 - Wachowski óvinsældirnar

    01:24:00 - Með einlægnina að vopni

    01:32:52 - Besta sagan?

    01:40:31 - Samantekt

  • Geimþvæla í boði fjölhæfa grínarans Mel Brooks. Þarna er Star Wars ásamt aragrúa af sci-fi sett í stóran sælgætisgraut af paródíu. Óumdeilanlega er myndin ólgandi barn síns tíma og hefur sjaldan verið talin með bestu Brooks-myndunum, en sjarmi og aðdráttur vitleysunnar er krufin í þaula að sinni.

    Atli Freyr Bjarnason, dyggur aðdáandi Spaceballs, er sestur með Kjartani og Tomma til að ræða ágæti góðrar steypu; jafnframt vægi nostalgíu og meta þeir einnig stöðuna á Star Wars vörumerkinu í gegnum árin.

    Þá er upplagt að skella á sig hjálmana og fíra upp geislaverðin.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Úr hryllingi í grínið

    08:06 - Eitt stórt geimskip

    11:49 - Kjartan væbaði ekki

    14:10 - “Þú verður að elska efnið”

    17:20 - Fimmaurafjör

    25:32 - Hver er tilgangurinn?

    29:48 - List að gera góða steypu

    36:26 - Absúrdleikinn í geimsápunum

    41:49 - Yfir í Star Wars…

    50:02 - Þegar ‘internetið’ röflar

    57:01 - “Niche nördó”

    01:03:04 - Snotty “bímar” og Andor

    01:09:00 - Spaceballs 2

  • Hanna Tara Björnsdóttir á sterk og mikil tengsl við stórmyndina Titanic (og hún er fjarri því að vera ein á báti þar), en það hófst þegar hún var níu ára gömul. Hún er gestur Kjartans og Tomma að sinni.

    Það segir sig kannski sjálft en Titanic er ein stærsta mynd allra tíma og var algjört aðsóknarfrávik á einmitt sínum tíma; bíómyndin sem sameinaði kynslóðirnar með rómantík, hasar og harmleik og kom James Cameron endanlega á kortið sem masterklassa klikkhaus.

    En kraftur myndarinnar er umdeilanlega óumdeilanlegur. Hvers vegna, er vert að kanna.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Grátið með diskasettið

    08:22 - Kynslóðirnar sameinaðar

    19:14 - Harmurinn og fólkið

    25:25 - Rose & Jack

    29:27 - “Aðeins of mikið, Cameron”

    35:20 - Móðir helvíti og Billy Zane

    43:15 - Örkin hjá Leo

    47:48 - Smámunasemi Camerons

    53:29 - Garmurinn…

    56:41 - Hrekkjalómar á setti

  • Íris, Emma Lilja og Tommi halda áfram að gramsa, týna og tapa sér í Twilight-seríunni með ypptar axlir en í senn áhuga á skilningi fyrir jákvæðari punktum sagnabálksins. Eða í það minnsta kosti hvað það er og hvernig sem ‘Twihards’ tengja sig við svaðilför Bellu auk Edwards og Jacobs.

    Með New Moon hefst formlega þessi liðaskipting á milli vampírunnar og varúlfsins. Segir það kannski margt um manninn eða einstaklinginn, veltandi á því hvort umræddur sé ‘Team Edward’ eða ‘Team Jacob’?

    Hvað með ‘Team Bella?’

    Eða Charlie?

    Eða Aro?

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Skiljanlegur ótti Bellu

    03:49 - Þyngsli sambandsslita

    11:01 - Berskjölduð Bella og berir að ofan

    15:50 - Hungurleikapælingar

    20:30 - Face Punch og Laurent

    25:56 - Meira, meira ‘lore’

    29:00 - Stjórnsami Jake

    33:02 - “Pain”

    36:51 - Úlfahjörðin röðuð upp

    42:29 - “Þessu er ekki lokið”...

  • Kryddpíumyndin mikla sem er annars vegar glitrandi barn síns tíma og hins vegar meta-kómedía sem eldist furðu vel með blatant en fjörugri ádeilu sinni á frægð, dægur- og slúðurmenningu. Spice World þverbrýtur allar mögulegu handritsreglur og fer svolítið eigin leið í sprelli sínu.

    Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, forfallinn Kryddpíuunnandi síðan úr æsku, er sest við hljóðnemann og ræða þau Tommi um þessa undarlegu en umræðuverðu bíómynd og allt æðið og brjálæðið í kringum þessa poppsveit. Samtímaminningar og innihald textana í lögum grúppunnar koma einnig til tals.

    Við hvetjum engann til að taka skot fyrir hvert skipti þar sem dúkkar upp ‘celeb cameo’ í umræddri bíómynd, þó skemmtilegt er að telja þau - og ræða.

    Kryddið þarf að flæða.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Spice Girls-æðið í denn

    14:48 - Leiksigur og ekki leiksigur

    20:00 - Nálgunin að rugli og gestagangi

    26:42 - ‘Meta’ er kjarnaorðið

    30:00 - Úr geimverum í sjálfhverfu

    34:20 - “Svona eru reglurnar”

    39:00 - Beint á bátinn

    42:28 - Graðir textar

    49:51 - Er páfinn kaþólskur?

    55:22 - Sketsamótíf með “sass'i"

    01:04:20 - ‘Forever’

    01:09:10 - “Búmm!”

  • Nýjasta kvikmyndin frá Sean Baker, Anora, með hinni óviðjafnanlegu Mikey Madison er í brennidepli (með spoilerum, sorrý…) að sinni - en margir hverjir líflegu útúrdúrarnir eru aldeilis ekki ábótavant.

    Óli Hjörtur Ólafsson er á meðal teymisins hjá Bíó Paradís þar sem margar hverjar sögurnar fylgja stemningunni þar. Óli sest við míkrafónana ásamt Kjartani og Tomma til að ræða bíóást, vænan haug af ómetanlegum og eftirminnilegum minningum tengdum kvikmyndahúsum, svo sem yfirlið og sali sem hurfu.

    Sem áður eru hlustendur hvattir til að (fyrst og fremst SJÁ ANORA, og…) hlera delluna alla eins og hún leggur sig.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Paradís og sterkar bíóminningar

    25:19 - Mótandi og framúrskarandi kvikmyndaárin

    33:07 - Anora - með spillum

    40:11 - Lokasenan

    53:05 - Mikey og fleiri framúrskarandi

    01:06:00 - Baker kann sitt fag

    01:10:50 - ‘Ofmetið/vanmetið’ dilemman

  • Jake Gyllenhaal er hér umdeilanlega í sínum betri gír í einni rúllandi skemmtilegri sögu af upprisu sósíópata. Þetta er Nightcrawler og hver áhorfandi metur í raun fyrir sig hvort hér sé létt og ljót harmssaga á ferð eða stórfyndin mynd um velgengni og metnað.

    Friðrik Önfjörð fastagestur sá þessa mynd í fyrsta skiptið og situr ekki á skoðunum sínum frekar en þáttastjórnendur, enda er leikurinn til þess gerður. Í sameiningu skoða Bíófíklar hvað það er í déskotanum sem fær Lou nokkurn Bloom til að tifa með þeim hætti sem hann gerir.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Um graðar vampírur…

    05:14 - Af hverju Nightcrawler?

    11:25 - Bæklingurinn Bloom og Nina

    23:40 - Spoiler-umræður byrja…

    25:10 - Stíllinn og frasarnir

    31:41 - Hápunktar ósómans

    37:38 - Karakter án boga

    45:00 - Aftenging með teymisvinnu

    51:45 - Að ,,netwörka” yfir sig

    01:00:01 - Burt með baksöguna

    01:07:01 - Samantekt

  • Nýjasta myrka furðuverkið frá meistaranum Robert Eggers hefur svo sannarlega verið á vörum margra nú í byrjun nýja ársins. Á meðal þeirra sem sitja ekki á skoðunum sínum eru Bíófíklarnir Kjartan og Tommi sem nú taka á móti Krumma Laxdal, kennara, listamann og sérfræðing í vampírufræðum…

    Margir vilja meira að umrædd kvikmynd sé með betri aðlögunum á ‘Drakúla’-sögunni þó meginstraumurinn hefur gjarnan mikið klórað sér í hausnum yfir velgengninni.

    En hvernig stenst Nosferatu samanburð við fyrri verk leikstjórans? Er myndin meira í stílnum en sögunni? Gengur hún upp sem hrollvekja eða mögulega eitthvað allt annað eða jafnvel miklu meira en það?

    Opnum líkkisturnar, skellum okkur í períóduvæna búninga og könnum málið.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Krummi langi

    07:46 - Saga Nosferatu

    14:46 - Filmógrafía Eggers

    22:50 - Nýja túlkun skepnunnar

    35:20 - Tónn og stíll

    49:08 - Lengri útgáfa leikstjórans

    01:04:05 - “Ekkert glimmerkjaftæði”

    01:09:02 - Að beisla hið óbeislaða

  • Nú er það svonefndi ‘botnlisti ‘24’, eða réttar sagt ögn ítarlegri yfirferð á vonbrigðum ársins og slakari titlum sem komu út á síðustu misserum. Vont getur vissulega alltaf versnað og er þá gráupplagt að djúpgreina aðeins hvað gerir vonda bíóupplifun að glötuðu verki eða gallaðri söluvöru.

    Kjartan og Tommi fara létt yfir neðangreindan lista og bæta smá kirsuberi á kökuna sem var fyrri hluti í uppgjöri Bíófíkla á framúrskarandi myndum ársins.

    Förum beint við yfir í skemmdu eplin… Ef svo má segja.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Hvað gleymdist?

    04:25 - Íslenska meðvirknin

    07:22 - Trap

    11:30 - Megalopolis

    21:11 - Madame Web

    35:00 - Longlegs

    40:30 - Matthew Vaughn og Zack Snyder

    51:18 - Venom: The Last Dance

    54:58 - Borderlands

    01:04:50 - Alien: Romulus

    01:09:50 - The Crow

    01:16:42 - Ghostbusters: Frozen Empire

  • Twilight-serían var aldeilis barn síns tíma sem óumdeilanlega virðist hafa fengið einhverja létta endurvakningu hjá yngri kynslóðinni. Í áraraðir hefur verið réttilega gert stólpagrín að rauðu flöggum þessara sagna úr smiðju Stephenie Meyer, en því verður ekki neitað að við fengum fjölmargt gefandi úr þessu fyrirbæri líka.

    Íris Árnadóttir er sest niður með Tomma ásamt (talandi um börn tíma síns...) elstu dóttur hans, Emmu Lilju Rizzo, sem átti hugmyndina að stökkva þessari seríu örlítið til varnar. Þá ræða þau þrjú jákvæðari(...ish) og langlífari þættina við þessa stórfrægu kvikmynd sem fylgir fyrirbærinu sem lengi vel var og hefur verið vinsælt að hata.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Hryllingsmyndir og söngleikir

    02:02 - Imprintað á Twilight

    07:15 - Að endurheimta unglingamyndirnar

    12:00 - Karakterarnir eru “nóg”

    19:59 - Charlie er drengur góður…

    24:30 - Hrollur á æskualdri

    29:20 - Ekkert frábær redding…

    34:01 - Úr ljósaskiptunum í indíið

    41:41 - Biturð yfir hljóðblöndun

    46:22 - Hreimur einn

    50:20 - Er Bella slæm vinkona?

    55:14 - Bara eðlilegar vampírur

    01:01:19 - Partístemningin við Twilight

    01:05:40 - Þessir vængir!... og kossinn

    01:10:00 - Forboðni ávöxturinn

    01:18:02 - “Breytideit” og Charlie

    01:24:49 - Íste og granatepli

    01:29:51 - Föl, flex og söngleikir?

    01:36:00 - Lúkkið á öllu