Afleveringen
-
Extreme Ownership - How U.S. Navy SEALS Lead and Win.
Til að vera leiðtogi í þínu lífi þarft þú að taka fullt eignarhald á öllum aðstæðum í þínu lífi - engar afsakanir í boði! Í þessari bók er áralangri reynslu tveggja reyndra liðsforingja úr Navy Seals miðlað á hnitmiðaðan og auðskilinn hátt.
Bókin er bland af ótrúlegum sögum frá stríðinu í Írak og lexíum sem hægt er að nýta í okkar daglega lífi, hvort sem það er í viðskiptum eða hverju öðru teymi sem þú tilheyrir.
Mögnuð bók sem allir ættu að kynna sér sem vilja leiða til að sigra!
-
Stutt og auðlesin bók með skilaboðum sem eiga vel við alla. Höfundurinn miðlar visku ævagamallar menningar Toltec frumbyggja frá Mexíkó og dregur fram fjögur ný samkomulög sem við ættum að gera við sjálf okkur til að verða betri og heilli manneskjur.
Samkvæmt sögu Toltec indíánanna upplifum við lífið eins og að horfa á spegil gegnum reyk, og með aðferðum höfundarins ættum við að geta séð betur gegnum reyk blekkinga og rangra ályktana sem halda aftur af okkur. Með þessum fjórum nýju samkomulögum náum við að þjálfa okkur í að upplifa betri draum um lífið, himnaríki á jörðu.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Tíu ástæður fyrir því að við sjáum heiminn í röngu ljósi. Heimurinn er betri en þú heldur og höfundur sýnir fram á það með tölfræðilegum staðreyndum.
Hans Rosling ásamt Ola Rosling og Önnu Rosling Rönnlund telja upp þau atriði sem helst valda því að við sjáum heiminn í oft verra ljósi en hann er.
Þátturinn er tekinn upp í Rabbrýminu, Bókasafni Hafnarfjarðar.
-
Your road map to financial independence and a rich, free life. Einfaldur leiðavísir á mannamáli inn í fjármálaheiminn sem allir geta fylgt. Hvar á að fjárfesta, hvers vegna, hvaða áætlun er hagkvæmust og hvaða kostir og gallar eru við hinar ýmsu fjárfestingarleiðir. Þetta og margt fleira byggir höfundurinn á áratuga reynslu í fjármálaheiminum sem honum tekst að miðla á mjög aðgengilegan máta.
Hvort sem þú ert með reynslu eða að stíga þín fyrstu skref, þá er þessi bók góður leiðavísir að fjárhagslegu sjálfstæði og hvernig þú getur komið þér upp "F-You Money".
Tekið upp í Rabbrýminu, upptökuveri Bókasafns Hafnarfjarðar.
-
Choosing a Focused Life in a Noisy World
Erum við að nota tæknina eða er tæknin að nota okkur? Samfélagsmiðlar, netmiðlar, streymisveitur og stöðugt aðgengi að upplýsingum hefur breytt lífsstíl okkar töluvert. En hverjar eru neikvæðu afleiðingarnar? Hvað ættum við að gera?
Cal Newport leggur til að takmarka aðgengi okkar að þessum efnisveitum með góðum og gagnlegum ráðum.
-
How New Breakthroughs in Precision Medicine Can Transform the Quality of Your Life & Those You Love.
Þessi þétta bók fer yfir flest það sem viðkemur því að lifa lengur, sjúkdómalaus og eymslalaus. Tæknin í dag lofar ótrúlegum framförum í læknavísundum sem er farið vel yfir.
Læknigar á krabbameini, Alzheimer, hjartasjúkdómum, erfðasjúkdómum, öldrunarsjúkdómum, ræktun líffara og ótal öðru er hratt að ryðjast fram. Þekking er máttur og hér er frábær handbók um undur tækninnar sem allir ættu að geta haft gagn af.
-
AI 2041 - Ten Visions for Our Future
Gervigreind (AI) mun móta þróun 21. aldarinnar. Innan tveggja áratuga mun daglegt líf verða gjörbreytt.
Í þessari bók eru settar fram 10 dæmisögur úr framtíðinni með vísindalegum skáldskap og greiningu á þeirri tækni sem er að brjótast fram.
Hvað getum við lært? Hvernig getum við undirbúið okkur fyrir allt það góða og slæma sem þessi bylting stefnir í að færa okkur?
-
Einn mikilvægasti, og oft vanmetnasti hluti góðrar heilsu er án efa svefninn. Matthew Walker, svefn-vísindamaður, tekur fyrir allt sem tengist svefni í þessari mikilvægu bók og opinberar ný vísindi um allt sem tengist svefni og draumum. Mismunandi stig svefns, draumar, ábatar góðs svefns og öll þau lífsstíls vandamál sem slæmar svefn venjur geta haft á heilsu okkar, langlífi, geð og framistöðu.
-
Hvernig við öndum er eitthvað sem fæstir pæla sérstaklega í þó svo að hún sé það sem heldur okkur á lífi. Hvernig við öndum skiptir miklu máli; hvort við öndum inn um nefið eða munninn, hversu oft við öndum, hve djúpt ofl.
Bækurnar tvær, sem ræddar eru í þessum þætti, taka sama viðfangsefni en mismunandi nálgun. Báðar leitast þær við að leiðrétta heilsukvilla sem munnöndun getur ollið og útlista öndunaræfingar, sjálfspróf og aðferðir sem geta hjálpað okkur með allt það sem titill Oxygen Advantage gefur til kynna.
Þátturinn er tekinn upp í Rabbrýminu, hlaðvarpsrými Bókasafns Hafnarfjarðar.
-
Í bókinni Talking To Strangers veltir höfundurinn því fyrir sér hvers vegna við eigum það til að misskilja hvort annað í samskiptum okkar. Hvers vegna eigum við það til að trúa þeim sem eru óheiðarlegir? Hvað veldur því að við dæmum fólk ranglega?
Stundum verða afleiðingar þess að við skiljum ekki ókunnuga, eða drögum rangar ályktanir, skelfilegar og að því er virðist ófyrirsjáanlegar.
Malcom Gladwell tekur margar dæmisögur úr nútímanum tengt efni bókarinnar og varpar fram kenningum um samhengi umhverfis og aðstæðna (coupling).
Þátturinn var tekinn upp í Rabbrýminu, Bókasafni Hafnarfjarðar.
-
Cal Newport, höfundur bókarinnar, skorar á lesandann til að endurskoða hin algengu meðmæli sem eru að ,,elta ástríðu sína” þegar kemur að starfsferli og kemur með aðra nálgun. Hann heldur því fram að elta ástríðuna sína sé gölluð hugmyndafræði. Ef þú vilt gera það sem þú elskar, þarftu eitthvað sem er sjaldgæft og dýrmætt (career capital) á móti. Góð leið til að ávinna þér starfsframa inneign (carreer capital) er að tileinka sér handverks hugarfar (craftsman mindset) og einsetta æfingu (deliberate practice).
Þátturinn er tekinn upp í Rabbrýminu, Bókasafni Hafnarfjarðar
-
Íþróttafræðingurinn og ævintýra-íþróttamaðurinn Ross Edgley er hér með sína aðra bók. Hann lýsir upplifun sinni af því að synda umhverfis Bretlandseyjar árið 2019 og deilir hugleiðingum sínum á leiðinni ásamt því að fara yfir undirbúningsferlið, heimspekina á bakvið Stoic Sport Science, afrekssögur sem hann byggir sína þekkingu á og aðrar reynslusögur.
Þátturinn er tekinn upp í Rabbrýminu, Bókasafni Hafnarfjarðar
-
Hlýnun Jarðar og allt það ójafnvægi sem mengun mannsins hefur valdið á síðustu áratugum er að ná þolmörkum. CO2 útblástur er nú um 51 milljarðar tonna á ári hverju og fer hækkandi. Afhverju? Hvað er hægt að gera? Hvernig? Hvenær? Hvað átt þú að gera í því?
Þessum spurningum og fjölda annara reynir Bill Gates, í bók sinni ,,How To Avoid a Climate Disaster", að svara.
Þátturinn er tekinn upp í Rabbrýminu, Bókasafni Hafnarfjarðar
-
Hér ræðum við nýjustu bók Jordan Peterson, Beyond Order. Bókin er rituð sem mótvægi við hans fyrri bók, 12 Rules For Life - An Antidote for Chaos (sem við ræddum um í þætti #012).
Með sína gríðarlega yfirgripsmiklu þekkingu og reynslu af klínískri sálfræði og sagnfræði að baki hefur JP dregið saman 12 nýjar reglur fyrir lífið. Bókin er hugsuð sem leiðarvísir að innihaldsríku og merkingarfullu lífi. Bókin er í góðum samhljómi við hans fyrri 12 reglur en þó með áherslu óreiðuna vs of mikillar reglu.
Þátturinn er tekinn upp í Rabbrýminu, hlaðvarps upptökuveri Bókasafns Hafnarfjarðar.
-
Er öldrun sjúkdómur sem er hægt að lækna? Er hægt að koma í veg fyrir algenga öldrunarsjúkdóma og lifa lengur við betri heilsu?
Samkvæmt því sem David Sinclair heldur fram í bókinni Lifespan er svarið já. Hann heldur því fram að öldrun sé sjúkdómur sem hægt er að lækna og byggir það á rannsóknarvinnu sem hann hefur verið hluti af í 30 ár og fer meðal annars yfir allt um líffræði öldrunar, hvernig má hægja á öldrun og meira að segja snúa öldrun við.
David Sinclair er leiðandi í rannsóknum á öldrun og stýrir meðal annars Department of Aging hjá Harvard Medical School og vinnur við genarannsóknir í átta mismunandi fyrirtækjum sem hann hefur stofnað. Hann á 35 einkaleyfi fyrir uppgvötanir sínar.
Tekið upp í Rabbrýminu, Bókasafni Hafnarfjarðar.
-
Hvað varð til þess að bankahrunið átti sér stað 2009? Hvaða lærdóm getum við dregið af því og hvernig má koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig? Gunnlaugur Jónsson ávarpar þetta viðfangsefni í bók sinni Ábyrgðarkver sem kom út árið 2012.
Bókin er stutt og skorinort. Þetta er ekki bara bók um bankahrunið sjálft heldur þá persónulegu ábyrgð sem hvert og eitt okkar ber að taka í okkar lífi.
Í þættinum ræddum við hugmyndafræði bókarinnar og fórum víða. Fjármál, persónuleg ábyrgð, uppeldi, heimspeki, trú. Þetta er fyrsti þátturinn okkar með höfundaspjalli og erum Gunnlaugi mikið þakklátir fyrir það.
Þátturinn er tekinn upp í Rabbrými Bókasafns Hafnarfjarðar.
-
Samningatækni er eitthvað sem allir hafa gott af að kynna sér. Chris Voss er meðal helstu sérfræðinga á þessu sviði, en hann starfaði um árabil fyrir FBI sem aðal samningamaðurinn í gíslatökum og stórum valdaránum. Reynslu sína hefur hann yfirfært yfir á önnur svið eins og í mannauðsmálum, viðskiptum og persónulegum.
Bókin er aðgengileg, skemmtileg og einstaklega áhugaverð. Við Bókabræður mælum heilshugar með þessari góðu bók.
Þátturinn er tekinn upp í Rabbrýminu, sem er upptökuver í Bókasafni Hafnarfjarðar.
-
The Black Swan er bók um handahófs lögmálið sem Nassim Taleb kryfur til mergjar. Hugmyndin er að óvæntir atburðir hafi meiri áhrif á líf okkar en við gerum ráð fyrir og er byggð á því að við höfum of mikla trú á svokallaðar staðreyndir.
Í þættinum eru kenningar Taleb ræddar og tengdar við viðburði dagsins í dag. Hvað er svarti svanurinn og hvernig berum við kennsl á hann? Hvar eru hugsanavillur okkar? Hvaða blekking felst í tölfræði? Hvernig hefur meðaltalskúrvan (The Gaussian Curve) ruglað sýn okkar á heimssýn, stjórnmál, fjármálageirann og væntingar okkar til framtíðarinnar?
Þátturinn er tekinn upp í Rabbrýminu sem er hljóðupptökuver Bókasafns Hafnarfjarðar.
-
Í nýjasta þætti Bókabræðra ræðum við bókina 12 Rules For Life: An Antidote to Chaos (12 Lífsreglur: Mótefni við glundroða) eftir klíníska sálfræðinginn og prófessorinn Jordan B. Peterson. Markmið Peterson með bókinni er að fræða lesandann um þau atriði sem hann telur hvað mikilvægust að hver manneskja viti, til þess að geta lifað ábyrgðarfullu og ánægjulegu lífi sem lágmarkar gremju, reiði og biturð út í annað hvort náungann, lífið sjálft eða jafnvel bæði.
Hann leggur þessi atriði fram í 12 mismunandi reglum og dregur innblástur og rök fyrir þeim úr sálfræði, siðfræði, goðafræði, trú, hinum ýmsu sögum, öðrum bókmenntum, sínu eigin lífi og einnig starfi sínu sem klínískur sálfræðingur.
Farið er um ansi víðan völl í bókinni, en Peterson tekst vel til að binda saman hinar ýmsu heimildir og sögur til þess að sýna fram á nytsemi reglna sinna, en það er okkar álit að allir geti fundið eitthvað fyrir sinn snúð í þessu riti.
Hlustendur eru hvattir til að kynna sér betur efni frá Jordan Peterson á www.jordanpeterson.com
Tekið upp í heimahúsi með Audio Technica AT2020 hljóðnemum sem fást í Origo.
-
Hér er tekin fyrir ein allra þekktasta og mest lesna sjálfshjálparbók til þessa. Hún kom út árið 1936 og hefur selst í yfir 30 milljónum eintaka.
Við Bókabræður ræðum þessar 90 ára gömlu (en samt tímalausu) hugmyndir Dale Carnegie um mannleg samskipti, framkomu og áhrif.
Þátturinn var tekinn upp gegnum cleanfeed.net. Við biðjumst velvirðingar á hljóðtruflunum og sambandsbresti. Við þökkum svo Hrannari hjá Origo fyrir lánið á Audio Technica AT2020 hljóðnemanum.
- Laat meer zien