Afleveringen
-
Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur og pistlahöfundur er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Íris hefur verið búsett í Bandaríkjunum í þrjá áratugi og hefur í gegnum störf sín þar fylgst vel með þróun stjórnmála. Hún segist sjálf hafa verið ævilangur stuðningsmaður demókrataflokksins en að það hafi breyst á undanförnum árum þegar flokkurinn hafi tekið kúvendingu í stefnumálum sínum. Íris telur demókrataflokkinn hafa verið yfirtekinn af öfga-vinstri öflum og nefnir transhugmyndafræðina sem eina helstu sönnun þess.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Flett hefur verið ofan af fjárstuðningi USAID við fjölmðla í meira en 30 löndum frá árinu 2003. Margir af stærstu meginstraumsfjölmiðlunum sem íslenskir miðlar fá allan sinn sannleika frá eru þar á meðal. Við sjáum hins vegar engar athugasemdir um þetta frá Fjölmiðlanefnd eða öðrum þeim sem hæst hafa talað um upplýsingaóreiðu hér á landi. Við ræðum þetta og önnur mál í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Haukur H. var nýlega kærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að halda manninum sem dæmdur var fyrir að brjóta kynferðislega á 18 ára stjúpdóttur hans er maðurinn reyndi að flýja af vettvangi glæpsins.Við ræðum dóminn og ýmislegt annað í góðu spjalli.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún hefur að undanförnu vakið mikla athygli fyrir gagnrýni sína hina margumtölu woke hugmyndafræði en í þessu viðtali fer hún yfir þá vinstri pólitík sem hún aðhyllist og vill standa fyrir. Sólveig segir frá því hvernig baráttan, sem hún og félagar hennar hjá Eflingu hafa staðið fyrir á undanförnum árum, mætti upphaflega mikilli mótstöðu sérstaklega frá meginstraumsfemínistum sem virðast kæra sig kollótta um hagsmuni láglaunakvenna.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Ólafur Egilsson er einn af okkar fremstu leikstjórum og leikurum. Hann er sonur hinna merku hjóna Egils Ólafssonar og Tinnu Gunnlaugsdóttur og hefur átt viðburðaríka ævi sem hann segir okkur frá í þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
In the latest episode of Brotkast Iceland, Canadian professor and author Dr. Gad Saad joins host Frosti Logason to discuss the effects of woke ideology on free speech and scientific thinking.
Dr. Saad, known for his outspoken criticism of political correctness is coming to Iceland and will give a talk at Harpa conference hall on the 2nd of June 2025.
-
Dr. Gad Saad er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann hefur á undanförnum áratugum verið einn helsti talsmaður gegn hinni margumtöluðu woke hugmyndafræði sem Íslendingar eru nú loksins farnir að ræða sem þá meinsemd sem hún raunverulega er. Í bókinni The Parasitic Mind og fjölda ritrýndra greina hefur hann greint þessa hugmyndafræði mjög ítarlega og leggur til lausnir sem unnið geta gegn henni. Dr. Gad Saad er væntanlegur til Íslands og mun ræða þessar hugmyndir á viðburði sem haldin verður í Hörpu 2. júní næstkomandi. Miðasala er hafin á Tix.ishttps://tix.is/event/19369/dr-gad-saad-a-islandiFáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þessum þætti ræðum við um andverðleikasamfélagið Ísland en til að vinna gegn einsleitni í framhaldsskólum hefur menntamálaráðherra ákveðið að mælitæki eins og einkunnir séu til óþurftar. Við skoðum líka staðreyndavakt ríkisútvarpsins sem fer á kostum í þessari viku og fjöllum um áherslur utanríkisráðherra í varnarmálum sem almenningur virðist í meginatriðum vera ósammála. Allt þetta og miklu meira í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Sölvi Tryggvason er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Í viðtalinu fara þeir félagar yfir helstu fréttamál síðustu vikna og ræða meðal annars um vinnubrögð fjölmiðla sem almenningur er farinn að treysta í stöðugt minna mæli. Strákarnir tala um hlutdrægni fjölmiðla þegar kemur að fréttum um forseta Bandaríkjanna og hvernig mál Ásthildar Lóu var sett fram hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sölvi segir einnig frá því þegar hann fékk fund með Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra til að ræða fréttaflutning RÚV af sínu eigin máli, en þar fór fréttastofa laglega fram úr sér þegar hún sagði Sölva hafa verið kærðan áður en nokkur kæra hafði verið lögð fram.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Heilbrigðri skynsemi mótmælt í íslenskum fjölmiðlum
Tilkynning um komu kanadíska fræðimannsins Gad Saad til Íslands hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá róttækum rétttrúnaðarseggjum sem hvetja til sniðgöngu og mótmæla gegn viðburðinum. Vókið er sem sagt ekki alveg dautt þó dauðakippirnir séu farnir að gera vart við sig. Við ræðum einnig um bandaríska reglugerð gegn mismunun sem Íslendingar hafa miklar áhyggjur af, þroskaferil Snorra Mássonar, veðmálastarfsemi á Íslandi, hryðjuverkaógn hægri öfgamanna og aðvaranir Landlæknis gegn sýningu Adolescence þáttanna í íslenskum skólum. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/ -
Ritstjórarnir, þeir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson, rýna í kristalskúlu heimsviðskiptanna þar sem tollastefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta mótar umhverfið þessa dagana. Hvernig endar tollastríðið og hvað er planið, erum við að tala um samningatækni eða tekjuöflun? Allt hefur þetta skapað miklar sveiflur og taugaveiklun á hlutabréfa- og hrávörumörkum en ritstjórarnir láta sér ekki bregða og kryfja málið á sinn einstaka hátt.
Þá komu tveir góðir gestir, þau Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem var kosinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna síðasta föstudag og María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans. Guðmundur hefur miklar efasemdir um hækkun á auðlindaskatti eins og ný ríkisstjórn setur málið upp núna og kemur með áhugaverð rök með vísun í lagabreytingar og þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fáir eða engir þekkja þá sögu betur. Í seinni hluta þáttarins kemur María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans, en hún er búin að ráðast í mikla stefnumótunarvinnu enda kallaði sala á grunnkerfum Símans á slíkt. Verkfræðingurinn María Björk er nýr stjórnandi í Kauphöllinni og hefur áhugaverða sýn á hlutverk stjórnandans. Stútfullur þáttur að venju. -
Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda kvikmyndafyrirtækisins Truenorth, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Vöxtur Truenorth hefur verið mikill á undanförnu árum og veltir fyrirtækið orðið mörgum milljörðum ár hvert. Kvikmyndaverkefni á borð við Star Wars, Batman Begins, Flags of Our Fathers, Die Another Day, Lara Croft: Tomb Raider, Prometheus, Oblivion, Noah, The Secret Life of Walter Mitty og True Detective hafa að sögn Leifs ekki bara lift íslenskum kvikmyndaiðnaði upp á hærra plan heldur hafa verkefnin einnig skapað þjóðarbúinu gríðarlegar útflutningstekjur sem svo margfaldist þegar þær komist í virkni í íslenska hagkerfinu. Leifur varar þess vegna sterklega við hugmyndum um skerðingar á endurgreiðslum til kvikmyndagerðar sem hafa verið boðaðar og segir það muna verða á kostnað íslenskra hagsmuna og tækifæra.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Vók-hugmyndafræðin hefur sýkt vinstrið og frjálslyndisstefnur meira en nokkuð annað og vinstrimenn sem ekki átta sig á þeim skaða sem vókið hefur valdið þurfa að fara í rækilega naflaskoðun. Í þætti dagsins ræðum við innlegg Sólveigar Önnu hjá Eflingu inn í þessa umræðu og tökum fyrir helstu fréttamál síðustu daga.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Páll Steingrímsson lenti í lífshættu árið 2021 þegar hann segir að honum hafi verið byrlað svefnlyf sem varð honum næstum að bana. Málavöxtu eru með sannkölluðum ólíkindum og Páll kom til að deila með okkur nýjustu framvindu mála.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir að félagið sé rekið sem arðgreiðslufélag til hluthafa ásamt afsláttum og endurgreiðslum til viðskiptavina. Einbeitingin sé á vátryggingastarfsemina sem skilað hafi góðum árangri og hafi félagið aukið hlut sinn á tryggingamarkaðnum og er það fyrst og fremst innri vöxtur. Samkeppnin við VÍS, TM og Vörð sé mikil en tvö þessara félaga eru í eigu bankanna, þ.e. TM og Vörður. Hann fer yfir 10 ára sögu Sjóvá í Kauphöllinni.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Frosti Sigurjónsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er ósammála fullyrðingum um að lofstlagsmál eigi að vera mikilvægustu verkefni stjórnmálanna í dag eins og margir hafa viljað halda fram. Frosti vill reyndar meina að ekkert neyðarástand ríki í þeim málaflokki og segir hvern þann sem skoði gögnin eiga að geta séð það. Í þessu viðtali fer hann yfir ýmsar áhugverðar staðreyndir í þessum málum og ræðir um hvernig hann telur skynsamlegast að nálgast þessi mál.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Við ræðum um þá áhugaverðu staðreynd að útilokun Marine Le Pen frá stjórnmálum í Frakklandi teljist mikið fagnarefni hjá frjálslyndum lýðræðisöflum í Evrópu. Þá spjöllum við líka um áhuga Donald Trump á Grænlandi og hvort það hafi einhverja þýðingu fyrir Ísland. Einnig tölum við um þá skoðun ákveðinna sérfræðinga að sumar bólusetningar geti valdið fæðuofnæmi og veltum fyrir okkur hvers vegna vísindamenn ákváðu að sturta trúverðugleika sínum í ræsið með því að hafna alfarið kenningunnu um rannsóknarstofuleka í Wuhan. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
- Laat meer zien