Afleveringen
-
Ólafur Þór Ævarsson er doktor í geðlækningum sem ólst upp á Akureyri. Hann segir okkur frá fjölskyldu sinni og hvernig veikindi ömmu og afa gætu hafa haft áhrif á að hann lagði fyrir sig læknisfræði. Hann kemur einnig inn á nýjar rannsóknir sem benda til þess að fleira erfist á milli kynslóða en talið var, eins og hugsanir og tilfinningar. Við komum einnig aðeins inn á streituna enda ekki annað hægt þegar einn fremsti sérfræðingur okkar á sviði streitu kemur í viðtal.
-
Kristínu Bertu Guðnadóttur er ýmislegt til lista lagt. Hún er félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, myndlistarkona og jógakennari, ásamt því að reka Sálarlist. Hún deilir sögu af sinni fjölskyldu sem óhætt er að segja að láti engan ósnortinn.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Katla Margrét Þorgeirsdóttir er ein af okkar ástsælustu leikkonum. Í þessum fyrsta þætti, af Fjölskyldusögum, deilir hún með okkur fjölskyldusögu sinni þar sem líf og saga móðurömmu hennar, sem ólst upp á Jökuldal, fær sérstakan sess. Við ræðum meðal annars þungar áskoranir í lífi ömmu hennar og hvernig hún tókst á við þær.