Afleveringen
-
Seinni umferð Bónus deild kk hafin. Þá er loks hægt að ræða hvaða lið eiga raunverulegan séns á að vinna titil. Það vilja allir en hverjir geta.
-
Fyrri umferð Bónus deild karla lokið. Hvað næst?
-
Fyrri hluti jólauppgjörnsins. Við settum öll liðin saman á skemmtistað og veltum fyrir okkur hvernig þau myndu bera sig. Hver fær flöskuborð? Hver er enn að reyna að komast inn? Hverjir eru að dansa?
-
Hörðu Unnsteins á línunni. Síðasta og stærsta umferð ársins að fara í gang.
-
Pavel, Helgi og Hlynur Bæringsson svara aðsendum spurningum.
- Hvar er best að staðsetja sig á bekknum til þess að fá athygli þjálfarans?
- Hvar fer treyjan hans Hlyns upp?
- Taktískt tap KR í bikarnum 2009?
Þessum of fleiri spurningum er svarað.
-
Bikar og 10 umferð í hefðbundnu formi.
-
8 umferð gerð upp. Farið yfir önnur mál. Í fjarveru Helga Magg stigu suðurnesin sem fyrr upp og voru til í að ræða körfubolta. Dóri Dóra, Teitur Örlygs og Sævar Sævars með skemmtilega mola.
-
Helgi Magg blessunarlega kominn til baka og 9 umferð rannsökuð til hlítar. Tómas Steindórsson, sérstakur sérfræðingur þáttarins í 1. deild karla hoppaði inn og útskýrði hluti fyrir okkur.
-
Pavel mætti einn í stúdíóið í kvöld og læsti að sér. Hleypti engum inn og gazaði í klukkutíma um körfubolta. Svokallað SoloGaz fyrir lengra komna.
-
Allir meðlimir landsliðspanelsins koma við sögu eftir stórkostlegt körfuboltakvöld. Ótrúleg frammistaða landsliðsins skoðuð og einnig velt steinum um hvernig sigurfögnuður þeirra gæti mögulega litið út. Léttur snúningur á Bónus deildinni í restina. Hvað gerist eftir núllstillingu...
-
Athyglisverð blanda í settinu í kvöld. Stjórnmálamaðurinn Hlynur Bæringsson. Kraftlyftingamaðurinn Helgi Magg og fjármálasérfræðingurinn Jón Arnór Stefánsson. Almenn landsliðsumræða.
-
Helgi og Pavel fara yfir ýmis mál tengt körfunni eftir erfitt tap KR-b fyrr um kvöldið. Bættu upp fyrir mistök sín á vellinum í myrku stúdióinu.
-
7 umferð Bónus deild karla undirbúin og snert á fréttum vikunnar.
-
Sævar Sævarsson hringir inn frá Keflavík og skoðar framtíðina með okkur Helga. Hvar verða liðin stödd eftir 6 vikur eða þegar þau sigla inn í jólafríið.
-
Gestur þáttarins er góðvinur okkar Halldór Armand, rithöfundur og eigandi útgáfufélagsins Flatkökunnar. Halldór hefur einstaka sýn á íþróttir og pælir í hlutum sem fæstir sjá. Kaupið nýju bókina hans Mikilvægt Rusl.
-
Leikur Tindastóls og Stjörnunnar gerður upp og komandi umferð skoðuð með stækkunargleri.
-
Við tókum við spurningum frá körfuboltafjöskyldunni og svöruðum eftir bestu getu.
-
Í þessu fyrsta MiniGazi munum við Helgi kíkja á leikina í komandi umferð í körfunni. Fullt af áhugaverðum leikjum og mikið undir á flestum vígstöðum.
-
Helgi Magnússon á sínum stað og við ræðum hluti sem við teljum okkur vera vissa um í Bónus deildinni. Einni erum við loks ósammála.
-
Í þessum seinni SpesGaz þætti reynum við að svara spurningum og mótrökum gegn hugmyndinni um úrslitakeppni í fótbolta.
- Laat meer zien