Afleveringen
-
Allar helstu fréttir vikunnar benda til að Trent sé við það að skrifa undir hjá Real Madríd og fari þangað á frjálsri sölu. Afskaplega leiðinlegur viðskilnaður hjá uppöldum leikmanni og lykilmanni í algjöru toppliði.
Óháð framtíð Trent er ljóst að Liverpool þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar og tókum við púlsinn á því hvaða leikmenn eru líklegir til að fara og hvað er í boði í staðin í hverri stöðu.
Ögurverk liðið er á sínum stað og þrenna að þessu sinni.
Deildin fer svo aftur af stað í næstu viku og spilar Liverpool við Everton á miðvikudaginn og Fulham um helgina.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
-
Arne Slot valdi hreint afleita viku til að tapa tveimur leikjum í röð í fyrsta skipti á ferlinum. Liverpool lauk leik í 16-liða úrslitum þrátt fyrir að hafa toppað deildarfyrirkomulagið í Meistaradeildinn og tapaði svo með afar þreyttum og ósannfærandi hætti gegn Newcastle Wembley, versta frammistaða Liverpool þar síðan 1988.
Alls ekki gott og ágætt að fá bæði landsleikjahlé og bikarhelgi í kjölfarið á því. Nú fer allur fókus á þessa níu leiki sem eru eftir af þessu tímabili. Sigur í fimm þeirra og það er hægt að jafna sig á þessari viku.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Bilið breikkaði um tvö stig í viðbót í deildinni og staðan orðin vægast sagt góð. Seinni leikurinn gegn PSG er næst á dagskrá og Wembley um helgina. Liverpool spilar bara stórleiki.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi -
Forskotið á toppnum er komið í 13 stig og heldur betur farið að sjást í endamarkið. Þrátt fyrir bókstaflega allan katalóginn af afsökunum frá Arsenal mönnum hafa þeir í raun aldrei komist almennilega í titilbaráttuna og eru með stigasöfnun sem jafnan er meira á pari við liðin í baráttu um Meistaradeildarsæti. Liverpool á Southampton næst á Anfield og er sá leikur á undan leik Arsenal gegn United úti um helgina.
Deildin verður hinsvegar í aukahlutverki í þessum mánuði fyrir utan leikinn gegn botnliðinu, PSG einvígið byrjar á miðvikudaginn í París og í næstu viku koma þeir á Anfield áður en Liverpool spilar svo til úrslita í deildarbikarnum.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
-
Síðasta helgi var líklega besta helgi tímabilsins fyrir Liverpool þegar Man City var loksins lagt á Etihad í deildarleik og það í kjölfarið á tapi Arsenal á Emirates vellinum. Ekki alltaf sem úrslitin á þessum olíuvöllum falla svona með okkur.
Það var dregið í Meistaradeildinni, hörku vendingar í deildinni, Everton og Man Utd eru m.a. bara þremur stigum á eftir Liverpool, sko samanlagt. Næst er það svo hið heita/kalda Newcastle lið, generalprufa fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum.Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
-
Liverpool er í mjög þungu prógrammi þessa dagana og það sást vel í báðum leikjum vikunnar sem tóku á taugarnar. Framundan eru tveir risastórir útileikir gegn Villa og Man City. Ögurverk liðið er á sínum stað og fagmaðurinn í boði Deloitte
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Deloitte / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
Afsláttarkóði í febrúar á WoktoWalk.is – 25% afsláttur með afsláttarkóðanum Liverpoolerubestir
-
Liverpool fer í síðasta skipti þennan tæplega kílómeter sem er frá Anfield yfir á Goodison núna á miðvikudaginn í alvöru mikilvægum nágrannaslag. Tap þarna síðast og það er ekki í boði aftur. Um helgina eru það svo Úlfarnir sem mæta á Anfield og því tveir deildarleikir í þessari viku.
Síðasta vika var bikarleikavika, Liverpool er komið í úrslit í öðrum bikarnum en tapaði gegn versta liði Championship deildarinnar í hinum.
Ögurverk liðið er á sínum stað og fagmaðurinn í boði Deloitte
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Einar Örn sem kynnti m.a. nýja veitingahúsakeðju sína, Wok to Walk og hlóð í 25% afsláttur fyrir okkur á Kop.is í febrúar. Afsláttarkóði á WoktoWalk.is er auðvitað LiverpoolerubestirÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Deloitte / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
-
Það er síðasti dagur leikmannagluggans í dag eða mánudagur eins og við stuðningsmenn Liverpool köllum hann. Rosalega tíðindalítill mánuður hjá okkar mönnum sem er kannski skiljanlegt miðað við gengi liðsins og meiðslalista.
Flottur útisigur á Bournemouth um helgina sem varð ennþá mikilvægari eftir að Arsenal pakkaði vonlausu City liði saman. Næsta vika fer svo í báðar bikarkeppnirnar, fyrst undanúrslit í deildarbikarnum gegn Tottenham.
Bjóðum auk þess Deloitte hjartanlega velkomna í hóp samstarfsaðila Kop.is og völdum fyrsta Fagmann vikunnar í boði Deloitte.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Einar ÖrnÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Deloitte / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
-
Liverpool endaði á toppi deildarinnar í Meistaradeildinni þrátt fyrir tap gegn PSV í lokaumferðinni og ljóst hvaða fjórum liðum okkar menn geta mætt í 16-liða úrslitum. Flottur sigur á Ipswich í deildinni og toppsætið ennþá okkar.
Það er mjög margt svipað núna og fyrir ári síðan í deildinni en með undantekningum þó sem vonandi eru okkar mönnum í vil, skoðuðum það aðeins.
Leikmannamarkaðurinn er opin til mánaðarmóta og töluvert slúður þar þessa dagana, lítið tengt Liverpool reyndar.
Nýtt Ögurverk lið og stór helgi framundan í enska boltanum.Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinnÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
-
Liverpool fór inn í þessa mjög svo þungu viku með 6 stiga forskot á toppi deildarinnar og endaði tveimur leikjum seinna á nákvæmlega sama stað. Leikurinn gegn Everton á Goodison er svo ennþá inni. Ljómandi góð niðurstaða í ljósi þess að útlitið var bara alls ekkert sérstakt eftir 180 mínútur af fótbolta í útileikjum gegn bæði Nottingham Forest og Brentford.
Vindum okkur í nýtt Ögurverk lið og spáum í spilin fyrir leikinn annað kvöld gegn Hákoni og félögum í Lille frá Frakklandi, sjá upphitun Ívars Reynis hér
Um helgina er svo Kop.is ferð í samstarfi við Verdi Travel með góðan hóp á Liverpool – Ipswich, það verður eitthvað!
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done -
Það eru stór próf framundan í þessari viku, fyrst er það útileikur gegn sjóðandi heitu liði Nottingham Forest, eina liðið sem vann Liverpool í deildinni á þessu tímabili. Brentford á útivelli bíður svo um helgina
Liverpool fór áfram í FA Cup síðustu helgi og fær Plymoth úti í næstu umferð.
Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done -
Það hefur alls ekki verið sama flug á Liverpool núna eftir áramót og var yfir hátíðarnar, slæmt 2-2 tap á Anfield gegn okkar gömlu erkifjendum og svo tap í fyrri hálfleik deildarbikarsins gegn Tottenham, þeir þurftu reyndar að vanda óhemju mikla hjálp frá dómarateyminu sem eyðilagði þann viðburð. Engin heimsendir en viðvörunarbjöllur á Anfield og stór leikur næst í deildinni.
Það er nóg að frétta úr enska boltanum stjóraskipti hjá liðum sem hafa verið í brasi, leikmannamarkaðurinn er opinn og fleiri stórlið en Liverpool að byrja árið illa.
Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done -
Liverpool er búið að spila fjóra leiki um jól og áramót, sigur í einum þeirra gegn Southampton í deildarbikar og slátrun í hinum þremur. Fjórtán mörk í þremur deildarleikjum og þar af ellefu í London. Geggjaður endur á árinu og við hæfi að henda í smá uppgjör. Leikmannaglugginn opnar á miðvikdaginn og Liverpool fær Man Utd í heimsókn á sunnudaginn.
Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar.
Við félagarnir á Kop.is viljum annars nota tækifærið og þakka lesendum, hlustendum og ferðafélögum síðunnar kærlega fyrir árið 2024. Þetta var miklu betra ár en við kannski þorðum að vona í ljósi þess að það byrjaði á því að Klopp tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir tímabilið og næsta ár sannarlega spennandi.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done -
Liverpool lenti í ótrúlegu mótlæti gegn Fulham og tapaði á endanum ósanngjarnt tveimur stigum í leik þar sem stóru atvikin féllu svo sannarlega ekki með okkar mönnum, ekkert þeirra. Engu að síður sæmilegt stig m.v. að liðið var marki undir þegar Robertson var sendur í bað og því manni færri í 74.mínútur plús 16.mínútur í uppbótartíma. Samtals 90 mínútur og það voru svo sannarlega ekki 10 leikmenn Liverpool sem voru að reyna tefja og halda stiginu á lokamínútunum.
Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar.
Næstu verkefni eru stjóralausir Southampton menn í deildarbikarnum þar sem Slot mun klárlega nota hópinn töluvert því að um helgina bíður Tottenham úti, leikur liðanna á síðasta tímabili er í sögubókunum sem sá ósanngjarnasti ever í úrvalsdeildinni enda dómgæslan bókstaflega glæpsamleg. Vonandi er ekki annað fíaskó framundan svona strax í framhaldi af þessu bulli sem við horfuðum uppá gegn Fulham. Lágmark að þau mörk sem okkar menn skora telji allavega og aðeins jafnvægi í rauðu spjöldunum myndi einnig hjálpa!
Happatreyjur.isMinnum áfram á Happatreyjur.is eru auðvitað jólagjöfin í ár, lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan KOP10
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
-
Hlaðvarpsþættir Kop.is hófu göngu sína 25.maí árið 2011 og hafa síðan þá verið stór partur af starfsemi síðunnar. Þátturinn í þessari viku er númer 500 og er Gullkastið elsta starfandi hlaðvarp landsins og reyndar þó víðar væri leitað. Til að fagna þessum tímamótum fengum við tvær kempur með okkur í þáttinn í þessari viku sem vart þarf að kynna frekar, meistara Bjössa Hreiðars og Hödda Magg.
Liverpool leik helgarinnar var reyndar frestað en staðan á toppnum vænkaðist eiginlega engu að síður, hressandi yfirferð yfir það helsta í þessari viku og það sem er framundan.
Ögurverk liðið er á sínum stað og það var lítil samkeppni fagmann vikunnar í boði Húsasmiðjunnar að þessu sinni.
Minnum áfram á Happatreyjur.is eru auðvitað jólagjöfin í ár, lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan KOP10
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi, Bjössi Hreiðars og Höddi Magg.Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done -
Þvílík vika, Real Madríd var pakkað saman í miðri viku og Man City jafnvel ennþá meira sannfærandi um helgina. Liverpool er afgerandi á toppnum allsstaðar fyrir vikið. Framundan eru tveir erfiðir útileikir, Newcastle á St. Jamses áður en Liverpool heldur í síðasta skipti yfir Stanley Park til að spila í Guttagarði. Ljómandi að losna við þá úr hverfinu.
Ögurverk liðið er á sínum stað, það var töluverð barátta um fagmann vikunnar í boði Húsasmiðjunnar
Happatreyjur.is – GjafaleikurMinnum áfram á Happatreyjur.is eru auðvitað jólagjöfin í ár, endilega kynnið ykkur málið á happatreyjur.is.
Lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan afsláttakóða KOP10Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done -
Það var hvorki sannfærandi en sérstaklega fallegt þessa helgina en Liverpool er komið með átta stiga forskot á toppnum eftir aðeins 12 umferðir, það er sérstaklega fallegt og sannfærandi. Framundan er rosalegt leikjaprógramm sem byrjar á Real Madríd með Man City í eftirrétt!
Happatreyjur.is – Gjafaleikur
Bætum miðvörðum við Ögurverks liðið og óskum eftir djúpum miðjumanni við næst í þetta lið Brostinna vona. Spáum svo auðvitað í því helsta frá síðustu helgi.Einnig var dregið út og tilkynnt sigurvegarann í Happatreyjur.is leiknum og þökkum við frábæra þáttöku. Happatreyjur eru auðvitað jólagjöfin, endilega kynnið ykkur málið á happatreyjur.is.
Lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan afsláttakóða KOP10Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done -
Síðasta landsleikjapása ársins er á enda og deildarleikur gegn Southampton framundan úti á sunnudaginn. Eftir það taka við öllu stærri verkefni með Real Madríd og Man City á dagskrá. Skoðum hvernig landið liggur eftir landsleiki, spáum í leikjum helgarinnar. Ögurverk liðið er að sjálfstöðu á sínum stað.
Stjórnandi: Einar Matthías
Happatreyjur.is – Gjafaleikur
Viðmælendur: SSteinnFyrir ykkur sem eruð í vandræðum með jólagjöfina í ár þá er húna á happatreyjur.is sem við ræðum betur í þættinum. Lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan afsláttakóða KOP10
Eins ætlum við að hlaða í gjafaleik, Allir sem hafa áhuga á að komast í pottinn setja inn sér komment undir þessari færslu og segja að viðkomandi langi í treyju. Við drögum svo út einhvern einn heppinn sem fær senda til sín treyju.
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done -
Kop.is samsteypan kom saman laugardaginn 2.nóvember og tók upp Pub Quiz sem Daníel Brandur hélt utan um strax í kjölfarið á góðum sigri Liverpool á Brighton. Vægast sagt ekki auðvelt quiz en við ákváðum að prufa að taka þetta upp og leyfa hlustendum að vera með líka.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done -
Það er erfitt að teikna fótboltahelgi mikið betur upp en við gerðum núna um helgina. Kop.is fór í frábæra hópferð til Liverpool, kvöldleikur á laugardegi á Anfield með frábæru upphitunaratriði frá Man City rétt fyrir leik. Arsenal og Chelsea töpuðu stigum daginn eftir og svo þegar við lentum á Íslandi var dómaraferli David Coote lokið. Þetta allt í kjölfar þess að Liverpool pakkaði ósigrandi liði Leverkusen saman á Anfield og fer inn í landsleikjahlé á toppnum allsstaðar.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiÞökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done - Laat meer zien