Afleveringen
-
Í þessum þætti af Íslenska draumnum er viðmælandinn Svavar Jóhannsson stofnandi og eigandi Fitness Sport. Fitness Sport selur fæðubótarefni og er líka heildsala sem dreifir vörum í helstu búðir. Svavar stofnaði Fitness Sport árið 1998 og til að byrja með var hann með lagerinn í bílskúrnum hjá ömmu sinni. Í þættinum fer hann vel yfir fyrstu skrefin á ferlinum og hvernig bransinn hefur þróast síðustu ár.
Skráðu þig á póstlistann okkar & á islenskidraumurinn.is. -
Í þessum þætti af Íslenska draumnum er viðmælandinn Jónas Hagan Guðmundsson einn farsælasti frumkvöðull og fjárfestir Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Jónas kemur fram í hlaðvarpi og deilir einstökum sögum af viðskiptaferlinum ásamt því að segja frá sínum fyrstu skrefum sem frumkvöðull á unga aldri.
Þátturinn er hlaðinn af innsýn í viðskiptalíf og innblæstri fyrir frumkvöðla. Jónas er fyrirmynd þeirra sem vilja nýta ástríðu sína til að skapa sér einstakan feril. Jónas snertir mun betur á ofangreindum atriðum í þættinum sjálfum ásamt því að snerta á öðrum fjárfestingum sínum eins Bestseller og fleiri verkefni hjá Adira. Aðdáun Jónasar á íslensku frumkvöðlaumhverfi er bersýnileg er hann segir. „Þegar við skoðum höfðatölu, er magnað hvað við eigum marga frábæra frumkvöðla og fyrirtæki. Þetta agaleysi og sköpunarkraftur íslenskra frumkvöðla hefur skapað fyrirtæki sem stæða sig vel á heimsvísu“.
Jónas undirstrikar að mikilvægt sé að grípa tækifæri þegar þau koma upp. „Tækifæri leiða af sér fleiri tækifæri. Það er lykillinn – að vera óhræddur við að byrja, jafnvel þó þú hafir ekki allt á hreinu.“ Þessi rauði þráður hefur fylgt honum alla tíð og hjálpað honum að ná ótrúlegum árangri. -
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Þetta er sérstök útgáfa af Íslenska Draumnum þar sem við förum yfir markmiðasetningu. Smelltu á hlekkinn hér, sæktu þér markmiðaheftið og settu þér markmið fyrir 2025.
Markmiðaheftið er aðgengilegt á islenskidraumurinn.is og við munum fara yfir það í frekari smáatriðum í öðrum þætti. -
Bergsveinn Ólafsson eða Beggi Ólafs eins og hann er betur þekktur er fyrrum fótboltamaður, rithöfundur og áhrifavaldur sem hefur nú lagt land undir fót og flutt til Los Angeles þar sem hann stundar doktorsnám. Beggi hefur haldið um 100 fyrirlestra með góðum árangri fyrir rúmlega 7000 manns. Hann hefur unnið með nokkrum af öflugustu fyrirtækjum á Íslandi og þjálfað verulega árangursríka einstaklinga. Ásamt 7 ára sálfræðinámi hefur hann eytt mörgum tugum þúsunda í að afla sér vitneskju um sálfræði, vellíðan og heilsu.
-
Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir stofnaði fyrirtækið Maika'i eftir að hafa fundið
açaí skálar á ferðalagi um Bali. Þau byrjuðu heima í eldhúsi en í dag eru þau með nokkrar staðsetningar og 15 starfsmenn. Í þættinum fáum við að heyra hvernig þetta allt byrjaði og hvert þau eru að stefna.
Skráðu þig á póstlistann okkar & á islenskidraumurinn.is. -
Eyþór Aron Wöhler er rithöfundur, fótboltamaður, TikTok stjarna og tónlistarmaður. Hann hefur verið að gera góða hluti í tónlistinni nýlega með hljómsveitinni sinni HúbbaBúbba sem hefur nú skotist fram á sjónarsviðið og verið mjög áberandi á TikTok.
Skráðu þig á póstlistann okkar & á islenskidraumurinn.is. -
Leifur Damm Leifsson er stofnandi og eigandi GG Sport sem er ein af vinsælustu útivistarvöruverslunum á Íslandi. Leifur hefur ástríðu fyrir heilbrigðu líferni og útivist. GG Sport var stofnað árið 2004 og byrjaði sem lítið fyrirtæki með áherslu á að veita björgunarsveitamönnum hágæða búnað og þjónustu. Í gegnum árin hefur GG Sport vaxið og þróast og orðið eitt af leiðandi fyrirtækjum á Íslandi í sínu sviði. Leifur hefur haldið áfram að byggja upp traust og nýsköpun, auk þess að vera ávallt í tæknilegum framförum þegar kemur að nýjum vörum og þjónustu.
Skráðu þig á póstlistann okkar & lestu greinina um Knút á islenskidraumurinn.is. -
Knútur Rafn Ármann er eigandi Friðheima sem er eitt af þekktasta gróðurhús og ferðamannastaður á Íslandi. Knútur ásamt Helenu konunni sinni stofnaði Friðheima árið 1995 og hefur síðan þá unnið markvisst að því að þróa og bæta framleiðsluferla, þar sem það hefur einkum verið áhersla á gróðurhúsaræktun tómata með nýtísku tækni og vistvænum aðferðum. Fyrirtækið er sérstaklega þekkt fyrir að nýta jarðvarma og gróðurhúsaorku til að bæta framleiðslu og draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.
Skráðu þig á póstlistann okkar & lestu greinina um Knút á islenskidraumurinn.is.
-
Sigurjón Ernir Sturluson er stofnandi Ultra Form. Ásamt því er hann íþróttafræðingur, þjálfari og einn fremsti hlaupari landsins.
Skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is. -
Daníel Pétursson er stofnandi Wake Up Reykjavík & Gorilla Vöruhús.
Skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is. -
María Lena er eigandi M Fitness sem er vinsælt íþróttavörumerki á Íslandi. Hún stofnaði fyrirtækið árið 2016 og var á þeim tíma einkaþjálfari og einstæðmóðir á Egilsstöðum. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið mikið og í dag rekur hún þrjár búðir, Reykjavik, Akureyri og á Egilstöðum.
Skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is. -
Ásgeir Kolbeinsson er fjölmiðlamaður og þekktastur fyrir að vera fyrrum eigandi eins vinsælasta skemmtistað landsins Austur ásamt því að hafa stofnað og rekið veitingastaðinn Pünk. Ásgeir er í dag framkvæmdastjóri Self Invest sem heldur úti orkugreiningu.is sem aðstoðar fólk við það að finna sjálfan sig í gegnum stjörnuspeki.
Skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is. -
Friðrik Pálsson er eigandi Hótel Rangá, sem er eitt þekktasta lúxushótel á Íslandi. Hann keypti hótelið árið 2003 og hefur síðan þá unnið að því að byggja það upp sem áfangastað fyrir bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Friðrik er með ástríðu fyrir gestrisni og þjónustu, og undir hans stjórn hefur Hótel Rangá náð alþjóðlegri viðurkenningu fyrir framúrskarandi gæði, sérstaklega í tengslum við norðurljósaskoðun og náttúruupplifanir. Hann hefur einnig lagt áherslu á sjálfbærni og að styðja við samfélagið í nágrenni hótelsins.
Skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is. -
Eyþór Jónsson byrjaði að taka upp og klippa myndbönd þegar hann var 14 ára gamall og hefur síðan þá unnið sem sjálfstætt starfandi framleiðandi og tökumaður. Hann hefur hjálpað fyrirtækjum að ná árangri með skapandi markaðsefni, stofnaði fasteignafélagið Lúðvík og opnaði nýlega verslunina Train í Keflavík.
Skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is. -
Birgir Haraldson er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Nordurflugs sem er stærsta þyrluþjónusta landsins.
-
Haukur Skúlason er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Indó sem er fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem hefur verið stofnaður frá 1991.
-
Sigurður Svansson er einn af eigendum og stofnandi Auglýsingastofunar Sahara.
-
Þorsteinn Ingi Einarsson er eigandi og stofnandi Steinabón og Garður Apartments. Í viðtalinu fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars um fjárfestingar í fasteignum.
-
Guðmundur Óli Sigurjónsson er eigandi Matarkompaní, Eldabuskunar og einn af stofnendum Prepp up og Prepp barsins.
- Laat meer zien