Afleveringen
-
Eddie Kramer er nafn sem allir KISS aðdáendur þekkja, og reyndar mun fleiri til enda á hann alveg ótrúlegan feril að baki. Burt séð frá störfum hans með Led Zeppelin, The Beatles, Jimi Hendrix og þeirri staðreynd að hann var sá sem hljóðritaði Woodstock hátíðina árið 1969 þá gerði þessi maður meira en margur fyrir okkar menn í KISS. Hann tók upp fyrstu demoin í Electric Lady Studios, hann tók upp ALIVE!, ALIVE II, ALIVE III, Rock And Roll Over og Love Gun með okkar mönnum og fleiru til með Ace (s.s Ace solo album 1978). Hér er Eddie "Fokking" Kramer í einkaviðtali við KISS ARMY ICELAND PODCAST. Ótrúlega skemmtilegt viðtal við þennan áhrifamann af blaðsíðu eitt í rokksögu heimsins. Það snerti okkur afar djúpt að fá að tala við þennan mæta og merka mann, njótið vel.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Jóla-Special í ár er ansi stór biti krakkar mínir. Einkaviðtal við sjálfan Desmond Child. Allir KISS aðdáendur þekkja þetta nafn. Hann samdi "I was made for loving you" með Paul, hann samdi "Heaven´s on fire" með Paul og sirka 14 lög í viðbót. Svo auðvitað samdi hann "Poison" með Alice Cooper og reyndar stjórnaði hann upptökum á plötunni hans "Trash" líka og samdi fleiri lög á einmitt þeirri plötu. En þetta er ekki allt. Hann samdi líka "You give love a bad name" og "Livin´ on a prayer" ásamt fleirum til með Jon Bon Jovi og svo auðvitað "Livin la vida loca" fyrir Ricky Martin, sælla minninga. En svo bara svo miklu, miklu meira, enda er hann í Songwriters Hall Of Fame sem og Grammy verðlaunahafi. Hér er Desmond Child fyrir hlustendur KISS ARMY ICELAND PODCAST, ásamt svo óvæntum glaðningi frá tæknimanninum og reyndar miklu meira stöffi. Gleðileg jól !
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Árið 1978 mokaði KISS samsteypan inn seðlum eins og enginn væri morgundagurinn. Það var því nóg til þegar árið 1979 gekk loks í garð. En þegar hér er komið sögu var farið að hrikta verulega í stoðunum og samstarfið gekk ekkert frábærlega hjá okkar mönnum. Frægð og frami hafði verið draumurinn sem nú hafði raungerst en samt kom mönnum ekki nægilega vel saman. 1978 hafði líka verið nokkuð skrítið ár og engin KISS plata kom út það árið fyrir utan auðvitað safnplötuna góðu, Double Platinum. Í viðbót við það voru sólóplöturnar fjórar það sem fyrra ár gaf af sér ásamt auðvitað sjónvarpsmyndinni frægu. Nú varð að leggja allt í þetta og koma með alvöru plötu. Ákveðið var að tjalda öllu til og færa aðdáendum nýtt og ferskt efni sem myndi gefa þeim ástæðu til að láta sjá sig á tónleikum á ný, en þær voru einmitt farnar að þynnast hressilega áhorfendatölurnar, engum af okkar mönnum til ánægju. En í bland við þetta allt þurfti að halda bandinu saman og vélinni gangandi, sem var hægara sagt en gert. Ace var farinn að finna fyrir leiða og enginn gat hamið Peter svo gott væri. Þrátt fyrir það leit þó SUPER KISS dagsins ljós þetta frábæra ár og túrinn "The Return Of KISS" varð að veruleika auk plötunnar DYNASTY. Við förum yfir þessi mál ásamt sögustund frá bæði Forsetanum og StarPower þar sem mjög víða er komið við líkt og vanalega.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Loks var komið að því óumflýjanlega. Við vissum að þessi dagur kæmi. Þetta var erfitt á marga vegu en við teljum okkur hafa komist nokkuð vel frá þessu, annað en herra Stanley reyndar. Það þurfti nánast að draga forsetann okkar inn í Stúdíó Sannleikans fyrir þessar upptökur. En þegar hann loks mætti þá var hann í sínu fínasta pússi og með plötuna "Now And Then" undir arminum, en það er einmitt platan sem við tökum fyrir að þessu sinni. Paul Stanley notaði COVID stoppið til að skríða inn í hljóðverið ásamt öllum og ömmu þeirra til að hljóðrita þessa plötu undir nafninu "Paul Stanley´s Soul Station". Platan er s.s ekki alslæm, en þáttastjórnendur voru sammála um að hún kemst þó ansi nálægt því. Paul vildi heiðra tónlistarlegar rætur sínar með því að gefa út þessa 14 laga plötu sem inniheldur 5 ný frumsamin lög og 9 gömul tökulög. Kannski var þetta þetta bara eitthvað sem hann varð að koma úr systeminu sínu? Vonum að hann sé búinn að tappa vel af því systemi og að hann geti haldið upp og áfram með þetta að baki sér. Við greinum þessa plötu í þessum þætti sem er númer 92 í röðinni. Góða skemmtun??
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Hér tökum við fyrir seinni hluta ársins 1978. Þetta var ekki fjörugasta árið í KISSögunni, en þó gerðist nú nokkuð hjá okkar mönnum. Sólóplöturnar fjórar litu dagsins ljós ásamt auðvitað sjónvarpsmyndinni KISS: Meets The Phantom Of The Park sem frumsýnd var á NBC sjónvarpsstöðinni þar sem nánast öll Ameríka poppaði, kom sér fyrir í sófanum og horfði. Okkar menn fengu frekar furðulegar Platinum plötur eftir smá fiff hjá hæstvirtum Neil Bogart og glanstímaritin elskuðu að birta myndir og fjalla um nýja ofurparið, Gene & Cher. Við kíkjum einnig örlítið út í geim að vanda með hjálp StarPower, en einnig fer hann yfir málin í páfagarði þess tíma ásamt miklu fleiru fróðlegu stöffi. Forsetinn segir okkur frá skemmtiferð fjölskyldunnar nú í sumar en kynnir líka fyrir okkur hvað annað var að gerast í tónlistinni í heiminum árið 1978 og kemur pönkið nokk mikið við sögu. Þetta allt, en bara svo miklu, miklu meira til.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Við erum komnir að árinu 1978. Í þessum þætti tökum við fyrir fyrri hluta þessa ágæta árs í KISSSögunni sem við svo berum auðvitað saman við hina almennu sögu. Á þessu ári var lítið um túralíf hjá okkar mönnum svona miðað við fyrri ár hið minnsta, en aðeins var um leyfar af ALIVE II túrnum að ræða. En okkar menn gáfu út sína fyrstu safnplötu á þessum fyrri helmingi ársins 1978 ásamt því að hefja tökur á bæði bíómynd og auðvtað sólóplötunum fjórum fræknu. Þetta var þungur þáttur í undirbúningi en léttari í upptökum sem þó slaga áleiðis upp í 4 klst.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Ace Frehley gaf út sína tíundu sólóplötu á dögunum. Þar sem hann er orðinn 73 ára gæti vel farið svo að um svanasöng Ása sé að ræða, hver veit? Er þessi plata nægilega góð til að vera hans síðasta? Hér förum við yfir það allt saman og hendum meira að segja í stigagjöf upp á gamla mátann. Við skemmtum okkur konunglega við greininguna á þessari plötu sem kallinn nefndi svo 10,000 Volts og vonum við að áhlustun á þáttinn sé með svipað skemmtanagildi. Rokk & Ról !
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Hér tökum við fyrir seinni hluta ársins 1977 hjá okkar mönnum. Þetta er árið sem þeir toppuðu og áttu heiminn, enda á yfirborðinu var ekkert nema bjart framundan. Yfirferð okkar í hinu sögulega ljósi heldur hér áfram. Forsetinn kemur með sláandi "fréttir" og Starpower gluggar í Tímann og segir okkur helstu fréttir af Enterprise áætlunum Bandaríkjamanna ásamt öðru afar krassandi stöffi. Þá skoðum við óborganlegan tónleikadóm frá þessu ári og heyrum líka viðtal við Bon heitinn Scott frá 1.nóvember 1977 þar sem hann talar um væntanlegt upphitunargigg AC-DC fyrir KISS. Þetta allt og svo miklu, miklu meira í þættinum að þessu sinni.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Við erum komin að árinu 1977 í þessari sögulegu yfirferð okkar um KISSÖGUNA. Sennilega er þetta ár það ár sem okkar menn eru algerlega á toppnum á sínum ferli. En þetta er líka árið þar sem maskínan fer að liðast í sundur. KISS fá sín fyrstu verðlaun á ferlinum og það fyrir lagið Beth. Spurning hvort að sú staðreynd hafi ekki gillað egóið hans Peter ansi vel? Okkar menn gáfu út eina hljóðversplötu á þessu ári og eina tónleikaplötu en þetta er einmitt árið þar sem Ace þorði að byrja syngja. Tónleikaferðirnar voru hins vegar þrjár þetta árið, alveg ótrúlega viðburðaríkt ár hjá okkar mönnum svo ekki sé meira sagt. Hér förum við yfir það allra helsta eins og okkur er lagið og berum það saman við söguna í þessum fyrri hluta á árinu 1977. Þá skoðum við auðvitað líka hvað "KISS heimar" bjóða okkur upp á um þessi misserin.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
KISS hafa lagt árar í bát eftir 50 farsæl ár. Á lokatónleikum sínum í MSG, NY þann 2.desember 2023 kynntu þeir þó nýtt upphaf með orðunum "A New Era Begins" þar sem þeir ætla sér að notast við gervigreindina á komandi árum. Í þessum þætti förum við yfir það allt saman og reynum að koma okkar skoðun á því öllu í orð. Við heyrum fréttir af Brúsa okkar en mikið hefur borið á honum upp á síðkastið. Við kíkjum aðeins á Ásinn og heyrum hvað er að frétta af honum, við gægjumst örlítið ofan í veskið hjá okkar mönnum og svo margt, margt fleira. Að lokum sláum við í annað sinn á þráðinn til Bill Starkey, Forseta Forsetanna. Hann er auðvitað stórvinur þáttarins og annar af stofnendum KISS ARMY. Við fáum hans álit á því sem helst er í KISS fréttum þessa tíðina ásamt léttu spjalli.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Seinni hluti þessa stóra og mikilvæga árs í KISSÖGUNNI, 1976. Okkar menn halda áfram túrnum sem nú breyttist í "Spirit of ´76 tour". Þeir drita frá sér smáskífum og fara í Star Theatre ásamt Eddie "effing" Kramer til að taka upp næstu plötu. Vélin er farin af stað og verður að fá olíu. Endalausa olíu. "KISS: The Originals" kemur út á fæðingardegi Forseta vors, þeir koma fram í hinum fræga "Paul Lynde Halloween Special", Ace Frehley fær raflost á sviði og spilað er á sögufrægum og einkar vel heppnuðum tónleikum bæði á Anaheim Stadium sem og á Roosevelt Stadium svona svo eitthvað sé nefnt. Beth slær í gegn eftir óvænt útspil útvarpsstöðvar nokkurrar í Kanada og Peter er þá skyndilega orðinn aðal kallinn. Svo fer jólamyndatakan í hundana sökum ástands Ace Frehley sem var í afar sérkennilegu jólaskapi þegar hún fór fram. Á sama tíma fagnar Tommy Thayer sínu 16 ára afmæli og Bubbi Morthens kemur fram opinberlega á tónleikum í fyrsta skiptið hér upp á Ísa-landi. Þetta og svo margt og mikið meira í þessum seinni hluta yfirferðar okkar um KISS-árið 1976. Endilega munið að gefa þættinum svo stjörnur í spilaranum sem notaður er við hlustun og þá minnum við á umræðuhóp þáttarins á Facebook. (KISS ARMY ICELAND hlaðvarpið - Umræðuhópur.)
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Við gerðum heiðarlega tilraun til að koma árinu 1976 fyrir í einum þætti. Það var bara ekki hægt, þannig að við skiptum upp þessu ári í tvo þætti. Seinni hlutinn er svo væntanlegur um viku síðar. Það gekk nefnilega ofboðslega mikið á hjá KISS á árinu 1976. Við erum að tala um að á árinu komu þrír túrar við sögu, tvær hljóðversplötur og ein safnplata ásamt svo mörgu öðru, en þar má nefna fyrstu Evrópuför okkar manna, brúðkaupi Ace Frehley og að ógleymdri keppni er bar heitið “The School Spirit Contest” og var í boði Mars Candy Co og ákveðinnar útvarpsstöðvar. Og hvað var að gerast upp á Íslandi á meðan öllu þessu stóð sem dæmi? Þetta allt og svo miklu meira til bæði í bland og í takt við tíðaranda þessa tíma; The Spirit Of ´76! Við tökum þetta allt fyrir hér.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum fyrsta þætti eftir sumarfrí ætlum við að hita upp fyrir veturinn. Það hefur margt gerst í KISS heimum á meðan við vorum í fríinu þannig að við tökum sér þátt um það í þetta skiptið áður en lengra er haldið með ártölin góðu. Við tvískiptum þættinum og í fyrri hlutanum skoðum við hvað okkar menn eru búnir að vera brasa í sumar og kemur þar margt við sögu. Allt frá Taylor Swift til Rock & Brews en með viðkomu í mökk-ölvuðum Starpower.....eða hvað? Þá hömpum við aðeins Gene sérstaklega en hann á afmæli örfáum dögum eftir að þessi þáttur kemur út og er hann 74 ára, drengurinn sá arna. Í seinni hlutanum skoðum við svo tónleika okkar manna í Berlín þann 22.júní 2023 sérstaklega vel, en þar voru allir þáttastjórnendur mættir á dansgólfið. Í viðbót við þetta heyrum við skemmtilegar tónleikasögur í innslagi frá nokkrum af okkar frábæru hlustendum. Við fögnum því að vera mættir á ný, endurnærðir og til í slaginn í vetur. Það er sko nóg framundan.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Við erum komin að árinu 1975. KISS senda frá sér tvær plötur þetta ágæta ár. Dressed to kill kemur í mars en síðar á árinu mætir fyrsta tónleikaplatan þeirra, platan sem öllu breytti. ALIVE! Þetta og svo mikið og miklu meira í þessum þætti þar sem við höldum einnig áfram að gera tilraun til að setja allt í eitthvert samhengi við þá tímans tönn. Góða skemmtun.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Við höldum áfram að fara yfir KISSÖGUNA. Við erum komin á fyrsta heila KISS-árið, 1974. Okkar menn senda frá sér tvær breiðskífur þetta ár en hvorugar seldust sérlega vel. Bill Aucoin og Neil Bogart höfðu þó sterka trú á verkefninu og lögðu allt undir, sér í lagi umboðsmaðurinn Bill ásamt auðvitað meðlimum bandsins. KISS fóru strax á þessu ári í fyrsta skiptið út fyrir Bandaríkin að spila og komust tvisvar í sjónvarpið. Hér skoðum við þetta ágæta ár í stóra samhenginu sem fyrr. Hvað var að gerast í heiminum á meðan KISS voru að stíga sín fyrstu spor? Hafði eitthvað af því áhrif á þá? Hvernig var þeim tekið? Hvað vorum við hér upp á Íslandi að gera í tónlistinni og öðru á sama tíma? Þetta allt og miklu meira til í þessum þætti sem er númer 81 í röðinni.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum fyrsta þætti í nýju fyrirkomulagi þáttarins tökum við fyrir árið sem bandið var stofnað. Upphafið. Árið er 1973. Ace kemur til liðs við tríóið sem skipað var Gene, Paul & Peter og bandið varð fullmótað. Við skoðum hvað var að gerast í tónlistarsenunni á þessum tíma? Voru augljósir áhrifavaldar þar á ferð fyrir okkar menn? En hvað gekk á í Bandaríkjunum, Íslandi og bara heiminum öllum á sama tíma og KISS eru að fæðast? Þá tölum við um bæði lokatónleika KISS sem fyrirhugaðir eru í Madison Square Garden, NY, í desember 2023 og kryfjum aðeins hvað Ási er að vilja upp á dekk með nýlegar hótanir sínar gagnvart sínum gömlu félögum. Þetta allt og meira til.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Fyrsta „læf“ plata okkar manna, KISS ALIVE! bjargaði ferli þeirra. Önnur „læf“ platan, ALIVE II, festi þá í sessi sem stórstjörnur á heimsvísu og sú þriðja sannaði að þeir gætu náð árangri og gert gott mót án tveggja upprunalegra meðlima og án frægu andlitsmálningar sinnar. Svo hvað gæti KISS mögulega gert til að gera fjórðu „læf“ plötuna sína, ALIVE IV, öðruvísi? Jú, þeir tóku seinni lestina og frömdu plötuna ásamt sinfóníuhljómsveitinni The Melbourne Symphony í Ástralíu þann 28.febrúar 2003, fyrir sléttum 20 árum síðan. Í þessum þætti kíkjum við nánar á þessa plötu og dæmum hana. Ekki eru allir á eitt sáttir við lagavalið en ljóst má vera að okkar menn voru í hörku spilaformi. Það var þarna sem Tommy vinur okkar Thayer var kynntur umheiminum sem The Spaceman. En hvernig skilaði hann sínu í þessari eldskírn sinni?
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Við ákváðum að skella í einn aukaþátt sem við getum kallað "örþátt" (enda ekki nema rétt yfir klukkustund að lengd), og ekki að ástæðulausu góðir hálsar. Því daginn sem þátturinn kemur út (þann 30. janúar) eru einmitt 50 ár upp á dag síðan KISS spiluðu á sínum fyrstu tónleikum á Coventry klúbbnum (áður Popcorn pub). Þátturinn er óhefðbundinn. Starpower mætti með stórskemmtilegan og fræðandi pistil í tilefni dagsins, þá ræddum við örlítið komandi útgáfu í "Off The Soundboard" seríunni, þar sem Poughkeepsie, New York frá árinu 1984 er næst í röðinni með engan annan en Mark St. John haldandi um sólógítarinn, verulega spennandi stöff þar á ferð. Að lokum tilkynnum við um áframhaldið. Við kynnum nýtt concept til að hrista upp í hlaðvarpinu sem allir elska að elska, og opinberum það í þættinum ásamt fleiru til. Við erum alveg eins og KISS......bara getum ekki hætt!
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Herra Paul Stanley fagnaði 71 árs afmæli sínu nýverið og því fögnum við öll, meðal annars í þessum fyrsta þætti ársins 2023. Það er af nægu að taka enda heillangt síðan síðast. Mál málanna í þættinum að þessu sinni eru þó störf okkar manna með öðrum listamönnum, en sem meðlimir KISS á sama tíma. Við erum að tala um sem lagahöfundar, hljóðfæraleikarar, söngvarar, umboðsmenn, útgefendur nú eða upptökustjórar og annað slíkt. Við tökum hér fyrir 10 vel valin lög með ólíkum listamönnum sem eiga það þó öll sameiginlegt að falla undir þessa skilgreiningu, við gefum þeim einkunn að hætti hússins og skoðum nánar hvert lag. Góða skemmtun og gleðilegt nýtt KISS ár !
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Við lofuðum JÓLA-SPECIAL og við stöndum við það. Og ekki bara það, við tjöldum öllu til í þetta skiptið enda komnir í hátíðarskap. Við áttum stórkostlegt spjall við hinn eina sanna Jean Beauvoir þar sem við fórum um víðan völl en þó að sjálfsögðu með áhersluna á KISS. Eins og hlustendur vita þá spilaði Jean bassann inn á nokkur lög á bæði Animalize og Asylum ásamt því að semja þau flest í slagtogi með Paul Stanley. Hver man ekki eftir lögum eins og „UH! All night“, „Thrills in the night“ eða „Who wants to be lonely“? Þeir Paul hafa verið miklir vinir síðan snemma á níunda áratugnum og eru reyndar enn, og lofaði því þessi nýjasti besti vinur þáttarins að leggja inn gott orð fyrir okkur hjá herra Stanley. Jean Beauvoir var annars hrikalega hress og skemmtilegur og með húmorinn á réttum stað þannig að þátturinn ætti að vera hin besta skemmtun fyrir nördana ykkur, enda nördaskapur 2,0 hér á ferð. Njótið vel og gleðilega hátíð kæru vinir. Við þökkum fyrir hlustunina á árinu sem er að líða og að sama skapi þökkum við einnig innilega fyrir ánægjulegar samverustundir á hinum feykivinsælu LIVE upptökum okkar.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
- Laat meer zien