Afleveringen
-
Í þætti dagsins kynnum við okkur hugmyndir fjárfestisins Marc Andreessen. Marc hefur þangað til nýlega verið yfirlýstur demókrati en nú styður hann Trump. Hann tók þátt í því að hjálpa Trump að velja inn starfsfólk í nýju Trump-stjórnina og kallar sig ólaunaðan lærling hjá D.O.G.E. Hvað gerðist? Hverjar eru skoðanir Marc Andreessen, sem hefur stundum verið kallaður hugmyndafræðingur Kísildalsins?
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Fjórði þátturinn er með óvenjulegu sniði. Við fáum til okkar viðmælendur sem hjálpa okkur að skilja stofnun bandaríska lýðveldisins og frjálslyndisstefnuna, liberalismann, sem Peter Thiel og fleiri álíta að sé komin á endastöð.
Viðmælendur: Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur og Páll Rafnar Þorsteinsson heimspekingur.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Við fjöllum um útópískar hugmyndir Kísildalsins, meðal annars Netríkið, Network State, sem Balaji Srinivasan hefur talað fyrir. Við ræðum meðal annars GAZA Inc, Prospera og tilraunir Praxis til að kaupa Grænland.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Curtis Yarvin er tölvunarfræðingur og bloggari. Hann er líka maður myrku upplýsingarinnar, eða Dark Enlightenment og hann hefur lengi talað fyrir því að Bandaríkin þurfi að taka upp konungsveldi. Við kynnum okkur hugmyndir Curtis Yarvin eða Mencious Moldbug, eins og hann kallaði sig áður, og tengsl hans við Hvíta húsið.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Við fjöllum við um þýsk-amerísk-nýsjálenska fjárfestinn Peter Thiel, læriföður varaforsetans JD Vance og fyrsta áhrifamanninn úr Silicon Valley sem studdi við Donald Trump.
Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:
Textar eftir Peter Thiel:
- Zero to One: Notes on Startups, Or How to Build the Future (2014)
- Education of a Libertarian (2009):
https://www.cato-unbound.org/2009/04/13/peter-thiel/education-libertarian/
- The Straussian Moment (2007):
https://gwern.net/doc/politics/2007-thiel.pdf
Viðtöl við Thiel:
- Triumph of the Counter-Elites (2024):
https://podcastnotes.org/honestly-with-bari-weiss/peter-thiel-on-the-triumph-of-the-counter-elites-honestly-with-bari-weiss/
- Peter Thiel is taking a break from democracy (2023):
https://www.theatlantic.com/politics/
archive/2023/11/peter-thiel-2024-election-politics-investing-life-views/675946/
- The state contains violence (2023):
https://www.youtube.com/watch?v=qh_nxwTwKrg
Umfjallanir blaðamanna um Thiel
- Ævisagan The Contrarian: Peter Thiel and Silicon Valley's Pursuit of Power (2019) eftir Max Chafkin.
- Inside the New Right, Where Peter Thiel Is Placing His Biggest Bets (2022):
https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.