Afleveringen
-
Kvikmyndagerðarkonan Guðný Halldórsdóttir er einn afkastamesti leikstjórinn í íslenskri kvikmyndasögu. Með leiftrandi og beittum húmor að vopni hefur henni tekist að skapa ógleymanlegar persónur sem lifa í manna minnum. Til mynda hennar má nefna Stellu í orlofi, Karlakórinn Hekla, Veðramót og Ungfrúin góða og húsið. Árið 2018 var hún sæmd heiðursverðlaunum Eddunnar fyrir einstakt framlag sitt til kvikmyndagerðar.
Rætt er við Guðrúnu Elsu Bragadóttur kvikmyndafræðing og Kristínu Svövu Tómasdóttur, rithöfund og sagnfræðing, um feril Guðnýjar og verk hennar. Einnig er rifjað upp viðtal sem Vera Sölvadóttir tók við kvikmyndagerðarkonuna árið 2018 í þættinum Í húsi leikstjórans.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Heimildamyndir geta verið öflugt pólitískt hreyfiafl en þær hafa einnig þann eiginleika að draga fram mennskuna sem býr erfiðum og flóknum aðstæðum að baki. Sýrlenska heimildarmyndin For Sama, eða Fyrir sömu, eftir leikstjórann Waad Al-Kateab fjallar um stríðið í borginni Aleppo þar sem hún bjó í fimm ár. Pálmi Freyr Hauksson, leikstjóri og handritshöfundur, ræðir myndina sem hlaut bæði BAFTA-verðlaunin og tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir heimildarmyndagerðarkona segir frá hvers vegna hún fann sig knúna til að feta braut heimildarmyndagerðar. Hún segir nefnilega það að festa sögu á mynd ekki vera starf heldur lífsstíl.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Tímamótaverkið Orlando frá 1992 í leikstjórn Sally Potter byggir á samnefndri skáldsögu Virginiu Woolf frá 1928 og á enn við í dag. Í fyrstu þótti sagan tala inn í frelsisbaráttu kvenna en í dag eru það skilaboðin um hinseginleikann sem sitja eftir. Bókmenntafræðingurinn Soffía Auður Birgisdóttir fer í saumana á þessu verki enda þýddi hún skáldsöguna yfir á íslensku árið 2017.
Helga Rós Hannam er margverðlaunaður búningahönnuður. Hún segir frá því hvernig hún gat ekki fengið örlög sín flúið og leiddist út á braut búningahönnunar sem hún hefur starfað við í rúm 20 ár.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Hvort er verra að svíkja ástina eða móðurjörðina? Svar við bréfi Helgu, í leikstjórn Ásu Hjörleifsdóttur, byggir á samnefndri skáldsögu Bergsveins Birgissonar. Ástríðufullt og forboðið ástarsamband upphefst milli ungs bónda og konunnar á næsta bæ með afdrifaríkum afleiðingum. Rætt er við Sunnu Dís Jensdóttur bókmenntafræðing um þessa brennheitu ástarsögu sem þó má efast hvort sé raunverulega ástarsaga.
Valdís Óskarsdóttir er mögulega einn fremsti kvikmyndaklippari landsins og hefur starfað sem slíkur í rúm 30 ár. Í reynslubankanum geymir hún meðal annars BAFTA-verðlaun fyrir klippingu á kvikmyndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Hún segir klippingar alveg sérstakan heim enda fann hún það strax að í honum vildi hún starfa það sem eftir lifði ævinnar.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Kvikmyndin Aftersun í leikstjórn Charlotte Wells fjallar um ljúfsárt samband dóttur og föður og skoðar samband raunverulegra og skáldaðra minninga. Guðrún Elsa Bragadóttir, kvikmyndafræðingur, ræðir þessa áferðafallegu og nostalgísku mynd.
Herdís Stefánsdóttir er margverðlaunað kvikmyndatónskáld þrátt fyrir að hafa aldrei fengið formlega tónfræðimenntun í æsku. Hún segir frá þeim áskorunum sem hafa mætt henni á ferlinum, lexíum sem hún hefur lært og hvernig misheppnuð verkefni geta leitt á nýjar brautir.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Þýska kvikmyndin Ich bin dein Mensch, eða Ég er þinn, í leikstjórn Mariu Schrader, segir frá rannsóknarkonu sem fær það verkefni að prufukeyra vélmenni sem hefur verið forritað til þess eins að gera hana hamingjusama. Pálmi Freyr Hauksson, leikstjóri og handritshöfundur, veltir fyrir sér spurningum um siðferðislega tilvist vélmenna og hvert gagn þeirra geti verið.
Síðar í þættinum er rætt við Tinnu Hrafnsdóttur. Hún hefur borið ýmsa hatta á ferlinum því hún er bæði leikkona, leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi. Hún segir frá óhefðbundinni leið sinni í leikstjórastólinn sem hún bjóst í raun aldrei við að eigna sér.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Litríka dans- og söngvamyndin Regína lifir vel í minnum þeirra sem hana sáu um aldamótin. Agnes Wild, leikstjóri og teymisstjóri barna- og ungmennaþjónustu RÚV, ræðir mikilvægi góðra sagna fyrir ungmenni og hvernig hægt sé að koma boðskapi til skila án predikunartóns.
Síðar í þættinum er rætt við Margréti Örnólfsdóttur, tónlistarkonu og handritshöfund sem skrifaði einnig Regínu. Hún segir frá hvernig hún fór frá því að skrifa fyrir börn yfir í að vera einn fremsti glæpaþáttahöfundur landsins.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í kjölfar #MeToo-bylgjunnar hefur áhersla á virðingu og traust í kvikmyndageiranum aukist til muna og hafa störf eins og nándarþjálfun sprottið upp. Rætt er við Kristínu Leu Sigríðardóttur, fyrsta og eina starfandi nándarþjálfann á landinu, um starfið og mikilvægi þess.
Kvikmyndin Pleasure, eða Nautnir, frá árinu 2021 í leikstjórn Ninju Thyberg er einnig til umfjöllunar. Snædís Björnsdóttir bókmenntafræðingur ræðir hvernig þessi saga um sænska stúlku sem dreymir um að verða klámmyndastjarna varpar ljósi á stéttaskiptingu, kynþáttafordóma, vináttusambönd og ekki síst mikilvægi samþykkis og trausts.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum fyrsta þætti Linsunnar er farið inn á stöðu kvenna í kvikmyndabransanum á Íslandi. Rætt er við Guðrúnu Elsu Bragadóttur, kvikmyndafræðing, um kvikmyndina Portrait de la jeune fille en feu, eða Mynd af logandi hefðarfrú, í leikstjórn Céline Sciamma frá 2019. Myndin þykir hafa brotið blað þegar kemur að hinu kvenlega sjónmáli.
Síðar í þættinum er rætt við leikmyndahönnuðinn Huldu Helgadóttur sem var fyrsta konan til að hljóta Edduverðlaunin á því sviði.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.