Afleveringen
-
Við fjöllum um leiðtogafund Nató, aukna notkun klasasprengja og um samskipti ríkjanna hvað varðar mögulega inngöngu Úkraínu í Nató, sem þeim hefur verið lofað óbeint í fjölda ára. Karl Héðinn Kristjánsson stjórnaði þættinum í þetta skipti og Tjörvi Schiöth kom og sagði okkur frá atburðum síðustu daga.
-
Þriðjudagurinn 27. júní
Tjörvi Schiöth fer stöðuna í stríðinu á vígvellinum og fer yfir fréttir af uppreisn Prigósjíns og Wagnerliða, kenningar um hana og túlkanir um hvaða áhrif þessir atburðir höfðu á stöðu Pútíns. Við ræðum síðan við Guðmund Ólafsson hagfræðing um völd Pútíns, hverjir eru í innsta hringnum og hvert hann sækir völd sín. -
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Laugardagurinn 24. júní
Miðnætti í Kænugarði: Hver er staðan í Rússlandi og í stríðinu?
Vegna uppreisnar Wagnerliða undir stjórn Yevgeny Prigozhin sendum við út aukaþátt af Miðnætti í Kænugarði. Gestur þáttarins er Albert Jónsson öryggismálarráðgjafi og fyrrum sendiherra í Washington og Moskvu. Hann spáir í spilin. Eru líkur á valdaskiptum í Rússlandi? Stefnubreytingu? Hvert þróast stríðið á vígvellinum og í heimsmálunum? -
Miðvikudagurinn 21. júní
Miðnætti í Kænugarði: Friður, Kína og gagnsókn
Við förum yfir stöðuna á vígvellinum og hinni pólitísku baráttu. Og ræðum breytta stöðu Kína í heiminum við Geir Sigurðsson prófessor og Kínafræðing. Og líka breytta áherslu Kínverska kommúnistaflokksins. Tjörvi Schiöth fer síðan yfir friðarviðræður sem leiðtogar Afríkuríkja vilja koma á, en ekki síður tilraunir í upphafi stríðsins til að stilla til friðar og hvers vegna þær tilraunir runnu út í sandinn. -
Gestur þáttarins er Hilmar Þór Hilmarsson prófessor sem ræðir lokun sendiráðsins í Moskvu og stefnu íslenskra stjórnvalda en þó mest um efnahagslega stöðu Úkraínu og getu landsins til að rétta sig við