Afleveringen
-
Seinni hluti umfjöllunar okkar um landnámið í Reykjavík. Hvað fannst á Lækjargötu árið 2015 öllum að óvörum? Var kornrækt í Reykjavík á víkingaöld? Hvað varð um fyrstu íbúana og af hverju finnast þeir ekki?
Rúnaristur, rostungar og rómverskir peningar. Snædís fræðir okkur um helsta óvin Arthurs frjókornin *hnerr*, og hvað þau segja okkur um umhverfi Reykjavíkur á landnámsöld.
Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði. -
Margir fornleifauppgreftir hafa farið fram í miðbæ Reykjavíkur á síðustu áratugum og þar er sífellt meira að koma í ljós um landnám svæðisins.
Af hverju myndi Ingólfur velja Reykjavík af öllum stöðum? Hvernig fór landnámið fram? Hvað hafa margir skálar fundist í Kvosinni? Hvar er hægt að sjá elsta mannvirki á Íslandi? Öndvegissúlurnar, kolefnisaldursgreiningar, lattelepjandi landnámsmenn og margt margt fleira.
Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði -
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Seinni hluti umfjöllunar okkar um heiðnar grafir á Íslandi (kuml) og hvað við getum lært af þeim um fyrstu kynslóðir fólks á Íslandi.
Af hverju var fólk grafið með hluti og dýr? Hvað geta mannabein sagt okkur um einstaklinginn og samfélagið? Af hverju fannst Arthuri hola undir rafmagnsstaur svona grunsamleg? Hvað fann Snædís undir steini á Seyðisfirði?
Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði -
Fyrri hluti umfjöllunar okkar um heiðnar grafir á Íslandi og hvað við getum lært af þeim um fyrstu kynslóðir fólks á Íslandi.
Hvað eru kuml? Hvernig finnast þau?
Hvað segja Íslendingasögurnar um greftrun á víkingaöld? Af hverju að láta grafa sig í bát?
Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði -
Seiðandi máttur Þjórsárdals hefur laðað að sér fornleifafræðinga í meira en öld. Hvers vegna? Hvað er að finna þar? Á Þjórsárdalur eitthvað skylt við Pompeii?
Fyrsti þáttur Moldvarpsins fjallar um norrænan leiðangur fornleifafræðinga í Þjórsárdal árið 1939. Aðdragandinn, uppgröfturinn, fornleifafræðingarnir, niðurstöðurnar, dramað og stríðið.
Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði -
Kynningarþáttur Moldvarpsins þar sem Arthur og Snædís kynna sig og fagið, fara yfir algengar spurningar, mýtur varðandi fornleifafræði og við hverju hlustendur mega búast í komandi þáttum.
Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði