Afleveringen
-
Árið 2025 er gengið í garð. Tunglið er í sjöunda húsi vatnsberans á sama tíma og Satúrnus, Júpíter og Neptúnus eru í beinni línu við jörðina. Þetta þýðir bara eitt. Styrmir, Valdi, Leifur OG Davíð komust allir til þess að taka upp þátt.
Í þessum þætti verður spilaárið 2024 gert upp með topplistum yfir bestu spilin sem voru spiluð í fyrsta skiptið á þessu ári ásamt greiningu á spilatölfræði út BGStats. Svo er aldrei að vita nema það verði hnoðað í einn eða tvo orðabrandara. -
Fegurð borðspilanna felst að miklu leyti í samveru og snertingu við falleg spil og fallega íhluti þeirra (eða ljót spil eins og Hansa Teutonica). En hvernig notum við internetið í borðspilasamfélaginu og er það af hinu góða? Íris frá Doktor Spil spjallar um tækifæri tækninnar þegar kemur að borðspilum.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Nú styttist í jólin og fer fólk að velta fyrir sér hvaða spil hentar vel í jólapakkann …eða möndlugjöfina. Pant vera blár ásamt Doktor Spil eru með svörin fyrir ykkur – hvort sem um er að ræða vana spilara, nýgræðinga, börn eða fjölskyldur.
-
Í dystópískum heimi eru meðlimir Pant vera blár að fara að halda röð spilakvölda fyrir stjórnmálaflokkana. Hvaða spil væri best að bjóða hverjum flokki fyrir sig upp á?
-
SPIEL er stærsta borðspilaráðstefna Evrópu og er hún haldin árlega í Essen. Styrmir var fulltrúi Pant vera blár á ráðstefnunni í ár og fer hann yfir hvað bar hæst ásamt góðum gestum.
-
Svanhildur og Addó frá Spilavinum kíkja í heimsókn til að ræða spil, Spilavini, áhugamálið og allt milli himins og jarðar.
-
Spiel des Jahres verðlaunin eru líklega virtustu borðspilaverðlaunin í heiminum.
Í þessum þætti koma Íris og Auður frá Doktor Spil aftur í heimsókn og velja í (drafta) 5 spila lista af þeim sem okkur þykja vera bestu spilin sem hafa hlotið þessi virtu verðlaun.
Hlustendur fá svo tækifæri til þess að kjósa besta listann á facebook síðu Pant vera blár og á @doktor_spil á instagram. -
Valdi og Styrmir eru spilasjúkir og þá er ekkert í stöðunni annað en að fá Doktor Spil til að kíkja í heimsókn. Doktor Spil (@doktor_spil) er instagram reikningur sem er tileinkaður borðspilum og í þessum þætti fáum við innsýn í þetta fyrirbæri, tilkomu þess og kvennanna sem standa á bakvið verkefnið.
-
VIð höfum ákveðið að breyta Pant Vera Blár í FightClub!
HIttum þennan ágæta mann sem heitir Tylor Durden og hann sannfærði okkur um að betra væri að slást enn að spila -
HELP! I NEED SOMEBODY HELP!
Þetta er jú frægur texti úr lagi með Bítlinum enn það vita það ekki margir að John Lennon hrópaði þetta yfir hópinn þegar hann vakti drekann í hinu sígilda spili CLANK! Paul McCartney matreiddi þetta svo í skemmtilegt lag.
Hljómsveiti spila víst líka! Enn hvaða hljómsveitir passa við hvaða spil? -
Lúmsku spilin. Hvaða spil sem koma í litlum umbúðum bjóða uppá mikið spil þrátt fyrir að lítið fari fyrir þeim í hillunni?
-
Hvaða bækur, bíómyndir eða skáldskaparheimar þurfa spil …eða allavega betri spil?
-
Að eiga afmæli er svo gaman,
Við spilum allir saman,
og tölum svo um það
og allir hlusta vel!
Við settum saman lista
og fórum smá að flissa
og töluðum svo um
hvað okkur fannst best! -
Að velja sér spil er góð skemmtun enn stundum þarf að vanda til verka. Það má líkja góðu spilavali við gott efnahvarf þar sem stemming myndast og hópurinn þéttist og er tilbúinn að spila meira.
Spilin og manneskjurnar sem valdar eru eru kölluð hvarfspil og hvarfvinir. Þegar samsetningin er góð myndast hópur sem kallast kjarnahópur.
Til að mynda góðan kjarnahóp er einnig gott að hafa bakvið eyrað að stundum er gott að blanda þurrefnum í jöfnuna (Snakk og gos). -
Aaaaand ACTION! Þú átt að gera...
Það eru ótrúlega mörg borðspil með áhugaverðu þema, sögum og leikmönnum þar sem borðspilarar sogast inn í áhugaverðan heim í stutta stund.
Í þessum þætti förum við yfir hvaða borðspil eru með góðan grunn af þema sem gæti orðið að bíómynd eða áhugaverðum þáttaseríum. -
Spilaárið 2023 gert upp í tölum ogtölfræði með hjálp BGStats. Strákranir fara yfir bestu spilun sem þeir spiluðu í fyrsta skiptið á árinu og ræða hluti sem koma borðspilum ekkert við
-
Hafið þið séð myndina Tango and Cash með Sylvester Stallone og Kurt Russell? Hvað með Bad Boys, Men and Black, Double Team, Sherlock Holmes, Starsky & Hutch?
Það eru jú til margar góðar sögur af tveimur hetjum sem þurfti að sigrast á ómögulegum verkefnum. Í þessum þætti kynnum til leiks nýtt teymi sem fær til sín góða gesti og má líkja best við 3CPO og R2D2 -
PEW PEW PEW! Það er kominn tími til að sprengja upp enn eitt árið í burtu. Tíminn líður... nýtt ár ný mark...spilamarkmið!
Í þessum þætti förum við yfir nokkur skemmtileg spil sem er gott að hafa á hliðarlínunni fyrir áramótapartíið.
Við viljum einnig nýta tækifærið og þakka öllum sem hafa verið að hlusta og vonum að þið siglið með bros á vör inn í 2024!
-
Vitiði hvað við elskum meira enn jólin?.... Það er rétt! SPIL!
Enn það er ekkert betra enn að vera með fjölskyldu og vinum um jólinn... að spila.
Í þessum þætti aðstoðum við hlustendur að velja spil í pakkann fyrir jólin og fáum til okkar góðan aðila í létt spjall -
Hvað er betra enn að lifa í samfélagi þar sem allir vinna saman. Allir hjálpast að. Allir taka tillit til hvors annars og það er aldrei vesen.
Við erum öll mismunandi forrituð í lífinu og þar af leiðandi ekki allar ákvarðanir í fullkomnu synchi... enn er það ekki bara gaman?
Í þessum þætti fjöllum við um samvinnu í lífinu og förum kannski yfir nokkur samvinnuspil - Laat meer zien