Afleveringen
-
Viðtal við Alexöndru Sif Herleifsdóttur, íþróttafræðing um líkamsmynd, líkamsvirðingu og lífið eftir barnsburð.
[email protected] -
Í þættinum verður farið í það hvernig mæður geta upplifað sig ósýnilegar, hvernig það getur hafa komið til og hvað er til bragðs að taka varðandi þá þróun.
Í þættinum er vitnað í eftirfarandi greinar:
Fischer, S. Becoming bovine.
Benson, & Wolf. Where did I go? The invisible postpartum mother.
Símonardóttir, S., & Guðmundsdóttir, (2023). „Manni líður eins og maður sé alltaf að stara í ginið á ljóninu“: Viðhorf ungra kvenna til barneigna. Tímarit um félagsvísindi, 2023.
[email protected]
Instagram @raddirmaedra -
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Sjálfstætt framhald af síðasta þætti, en í þetta skiptið aðeins meir um hvaða áhrif þetta skeið getur haft á einstaklinginn. Í þættinum verður farið yfir 5 áhrifaþætti sem móðurmótunarskeiðið getur haft þau sem ganga í gegnum það. Breytta sjálfsmynd, hormónabreytingar, sálfræðileg áhrif, félagsleg áhrif og mögulega tilvistarkreppu.
Endilega hafið samband ef þið viljið koma einhverju til skila varðandi þættina hér: [email protected] -
Í þessum þætti verður farið í fræðilega hluta hugtaksins matrescence eða móðurmótunarskeiðsins eins og ég og mínir leiðbeinendur hafa kosið að þýða það á íslensku. Stutt ágrip á hvað skeiðið hefur í för með sér og nokkrar nýlegar rannsóknir og heimildir ræddar.
Heimildir: Raphael, D. (1975). Being Female: Reproduction, Power, and Change. Academic Press.
Sacks, A. (2017). "Why We Need the Word Matrescence." Medium.
Orchard, E. R., et al. (2023). "Matrescence: Lifetime Impact of Motherhood on Cognition and the Brain." Trends in Cognitive Sciences, 215-230.
Jones, L. (2024). "'It felt shameful': the profound loneliness of modern motherhood." The Guardian.
Jones, L. (2023). Matrescence: On the Metamorphosis of Pregnancy, Childbirth, and Motherhood. New York: Pantheon Books.
Blaskey, Z. (2024). "We need to tell the truth about what motherhood does to women." The Times. -
Í þættinum fer ég yfir nokkur atriði varðandi það hvernig við getum best mætt okkur að mildi í móðurhlutverkinu og hlúð að okkur þegar við erum jafnvel hvergi finnanlegar sjálfar á forgangslistanum.
Þessi atriði eru alls ekki tæmandi og hver veit nema ég hendi í framhaldsþátt af þessu umræðuefni síðar.
Ef þú hefur einhverjar hugleiðingar varðandi efnið eða vilt koma einhverju á framfæri geturðu haft samband við mig í gegnum [email protected] -
Þessi fyrsti þáttur er ætlaður sem stutt kynning á hugmyndinni bakvið podcastið, kynningu á mér, Elínu Ásbjarnardóttur Strandberg, og því helsta sem verður tekið fyrir í seríunni.
Endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar vangaveltur eða viljið koma einhverju sérstöku á framfæri á [email protected]