Afleveringen
-
Sunnudagurinn 27. apríl
Synir Egils: Átök og umræða, fréttir og pólitík
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau fyrst Halla Gunnarsdóttir formaður VR, Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og síðan þau Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og ræða málin. Þeir bræður taka líka púlsinn á pólitíkinni. -
Atriðaorðaskrá
Madonna
U2
MTV, tónlistarsjónvarp
Michael Jackson “Billy Jean”
Run Dmc, Raising hell
Run Dmc & Aerosmith “Walk this way”
Pop lock, dans
Electric boogaloo
West coast electro (vesturstranda elektró/raftónlist)
Boom bap
Gangstarr
KRS-One
Techincs SL 1200 plötuspilari
Stevie Wonder
Otis Redding
Old school hipp hopp, snemma á níunda tug síðustu aldar (upp úr 1980)
Beastie boys, platan Paul's boutique, lag: “What comes around”
Reggae tónlist, "The harder they come" (tónlist úr kvikmynd)
Source tímaritið
Ice T “I’m your pusher”
Curtis Mayfield, platan "Superfly" lag: "Pusherman"
Biz Markie, platan All samples cleared
Stetasonic, “Talking all that jazz”
Trommuheilar, líkt og TR-808
James Brown, “Funky drummer”
Quincy Jones
Roy Ayers
Copenhaguen Jazz festival
Jazz tónlist
Donald Byrd
Dusty fingers safnplötur: https://open.spotify.com/playlist/1hljQ3igAQh4GQ6YNuNcD5?si=e8fefd17e0984780
Fat beats plötubúðakeðja
Funk tónlist,
Parliament,
Funkadelic,
George Clinton
Hieroglyphics
Quannum
Blackalicious
Dj Shadow
Blue note plötuútgáfan
G funk, tónlistarstefna innan hipp hopps
Akai S-900, glefsutæki (sampler) vinsælt hjá taktsmiðum hipp hopps
Eazy-E, platan “Eazy-duz-it”
“2 hard muthafuckas” (lag af Eazy-duz-it)
Stan the gitar man
Blaz Roca
Dj Pooh
Dj Yella
Break dance, danssporið þyrlan
Latinos, fólk af rómansk amerískum uppruna
Arabian prince,
Egyptian lover
EDM, raftónlist
Arabian prince ásamt N.W.A, lagið “Panic zone”
Dr. Dre & Dj Yella, hljómsveitin World class wreckin’ cru
Electro taktar og textaspuni (freestyle)
Debbie Debb “When I hear music”
Kendrick Lamar “I got weekend”
Popping culture, dans menning
Syrpuspólur (mix tape)
Amiba, plötubúð í Berkeley
Djplaturn.com
45session, útgáfa á 7” plötum
Vínylplötur
Dj Magic (Gísli Galdur)
Chic, hljómsveit
Skífuskank (turntableism)
Platurn, á instagram
Breaking the ice, syrpa frá Dj Platurn: https://soundcloud.com/platurn/sets/breaking-the-ice
Myka 9, úr hljómsveitinni Freestyle fellowship
J-Ro, úr hljómsveitinni Alkaholics
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Helgispjall 26. apríl: Heiða Björg Hilmisdóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir, Borgarstjóri mætir á persónulegu nótunum í Helgi-spjall hjá Maríu Lilju. Skemmtilegt samtal um sveitastúlku sem verður að Borgarstjóra, áskoranir móður langveiks barns, næringarfræði, grænt gímald, flóttafólk og hlutverk borgarinnar í friðarumleitunum í veröldinni. -
Föstudagur 25. apríl
Vikuskammtur: Vika 17
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Steinar Harðarson, athafnastjóri hjá Siðmennt og gjaldkeri Vg, Helga Arnardóttir fjölmiðlakona, Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af deilum og átökum um grundvallarþætti samfélagsins, mannréttindi og frelsi. -
Miðvikudagur 23. apríl
Reynsluboltar, sumar-áformin, óþekkti þingmaðurinn, Dýrið og sagnvandamálin.
Við hefjum samræðuna við Rauða borð kvöldsins á Reynsluboltunum. Sigurjón Magnús Egilsson fær til sín fína gesti, þau Oddnýju Harðardóttur, Lárus Guðmundsson, Jakob Frímann og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Þau ræða um mannlífið, pólitíkina hér og erlendis og margt annað, veiðigjöld, skólamat, páfa. María Lilja tók miðbæjarbúana tali á síðasta vetrardegi og spurði um sumar-áform og skil. Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mætir til Björns Þorlákssonar sem óþekkti þingmaðurinn í kvöld. Ólafur er nýr þingmaður og hefur frá mörgu að segja. Við fræðumst síðan um Dýrið, nýstofnuð hagsmunasamtök mótmælenda en María Lilja fær til sín Daníel Thor Bjarnason en hann er einn af nímenningunum sem kærðu ríkið, sem var síðar sýknað, fyrir lögregluofbeldi á mótmælum í Skuggasundi. Í bridgeþætti Samstöðvar verður rætt við þá Ómar Olgeirsson og Guðmund Snorrason, sem báðir hafa spilað í íslenska landsliðinu. Þeir eru jafnframt báðir að fara að spila í úrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni sem hefjast á morgun. Í spjalli við Björn Þorláks ræða þeir félagar það helsta í undankeppninni á dögunum. Þá verða tvö sagnvandamál krufin. -
Föstudagur 18. apríl
Hipp-hopp varpið - 3. þáttur
Laufey og Sesar fá til sín góða gesti, bræðurna Karl Kristján Davíðsson (Charlie D/KallimanJah/Youze/UC) og Magnús Jónsson (Gnúsi Yones/Magse/Maximus), sem hafa komið víða við í íslenskri tónlistarmenningu og víðar. Bræðurnir segja okkur frá sínum fyrstu kynnum af hipp-hoppi og ferðalagi sínu um menningarheim þess.
Lagalista við þennan þátt má finna hér:
Spotify: https://open.spotify.com/playlist/0vVKy5JHmSboTswFxMCoAT?si=25c58a52b7f3481f
Tidal: https://tidal.com/browse/playlist/df45559d-7bb3-4cd4-b37b-38a58b009ba4
Linkar á SoundCloud:
KallimanJah & Askur Yggdrasil Sound:
https://on.soundcloud.com/iUC8KrQH6391upPc6
https://on.soundcloud.com/LhJiV6tRmA5efGMs7
https://on.soundcloud.com/MMRtmoDhbERVd8S4A
KallimanJah - ný tónlist á Spotify
https://open.spotify.com/track/1orDqHvHTDR0PyGjqJyJG7?si=yKaDvyGgRyulwty-whDCtg
Heimasíða með myndlist eftir Kalla Youze / KallimanJah:
www.ucartwork.com -
Davíð Aron Routley, Halldór Ólafsson og Sigurrós Eggertsdóttir tala við Anitu Da Silvu Bjarnadóttur og Karl Héðinn Kristjánsson um nútímann, um sósíalisma og stórtíðindi undanfarinna vikna.
Er fólk hræddara við félagshyggju en áframhaldandi kapítalisma? Munu tollar Trump reisa við Bandaríkin? Er enginn valkostur nema áframhaldandi kapítalismi? -
Föstudagur 11. apríl
Hipp hopp varpið - 2. þáttur
í þessum þætti ræðir Sesar A við Þórdísi Claessen um hennar fyrstu kynni af, og lífinu með, hipp-hoppi. Þórdís breikaði í Breiðholti, og kynntist Hipp Hoppinu um miðjan níunda áratuginn þegar hún var í barnaskóla. Kraftur þessarar hreyfingar greip hana samstundis og mótaði að einhverju leyti hennar líf. Hún gaf út bók um íslenskt graffíti fyrir nokkrum árum, hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífinu og starfað lengi við grafíska hönnun og myndlist. Síðustu árin hefur hún snúið sér að mannlífsskoðun í dagskrárgerð Landans á RÚV og einnig einbeitt sér mikið að bassaleik með sínum hljómsveitum, enda tónlistin hennar næring. -
Þriðjudagur 22.april
Flóttabarn, páfi, kvóti, kvikmyndaskóli, ljósvíkingar og torfbæir
María Lilja fer með okkur á mótmæli við dómsmálaráðuneytið vegna brottvísunar Oscar Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs. Gunnar Smári ræðir við Pétur Pétursson guðfræðiprófessor um Frans páfa, sem Pétur hitti á sínum tíma og sem hafði mikil áhrif á hann eins og heiminn allan. Björn Ólafsson, útgerðartæknir og fyrrum sjómaður, gagnrýnir forstjóra Hafró og ósannindi sem tengjast loðnu, humar og þorski í samtali við Björn Þorláks. Böðvar Bjarki Pétursson stofnandi um Kvikmyndaskólann segir Gunnari Smára sögu skólans, sem hann segir að hafi verið drepinn af embættismönnum. Trans-fréttaritari Rauða borðsins, Arna Magnea Danks, mannréttinda-aktívisti, áhættuleikstjóri og leikkona, ræðir við Oddnýju Eir um myndina Ljósvíkingar. Sigurjón B. Hafsteinsson, prófessor við Háskólann og mannfræðingur, segir Birni Þorláks frá því þegar torfbæir voru víðast hvar jafnaðir við jörðu á öld steinsteypunnar. -
Föstudagur 11. apríl
Vikuskammtur: Vika 15
Í Vikuskammtinn mæta að þessu sinni Rauða borðs-liðar Samstöðvarinnar og gera upp samræðu vikunnar og ársins og ræða um persónuleg tengsl sín við páska. Gunnar Smári og Sigurjón Magnús, Björn, María Lilja og Oddný Eir ásamt Laufeyju Líndal spyrja hvert annað spjörunum úr. -
Miðvikudagur 9. apríl
Stjórnarandstaða, tollastríð, reynsluboltar, dauðastríð, óþekktur þingmaður, vá og ópera
Er Sjálfstæðisflokkurinn að missa það? Þannig spyr einn af þingmönnum ríkisstjórnarinnar, Sigurjón Þórðarson sem ræðir um grímulaust málþóf minnihlutans, fýlu, frekju og eignarhald í spjalli við Björn Þorláks. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, ræðir um tolla og efnahagsstefnu Trump við Gunnar Smára. Reynsluboltarnir koma í spjall við Sigurjón Magnús: Bolli Héðinsson, hagfræðingur Einar Kárason rithöfundur Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fyrrum þingkona. Mest bar á umræðunni um veiðigjöld útgerðarinnar. Og auðvitað Donald Trump. Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. María Lilja fær til sín þær Rósu Líf Darradóttur, lækni og formann samtaka um dýravelferð og stjórnarkonu Hvalavina auk Valgerðar Árnadóttur, nema í stjórnmálafræði og talskonu Hvalavina sem eru á einu máli um að ekki sé mögulegt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. Óþekkti þingmaðurinn í þessari viku er Guðmundur Ari Sigurjónsson. Hver er hann? Hverjar eru hans persónulegu hliðar, hvað leynist bak við yfirborðið? Hvernig fékk hann örið á andlitinu? Björn Þorláks ræðir við nýjan þingmann á Alþingi. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, jarðfræðingur og Guðmundur Steingrímsson doktorsnemi ræða um véfengingu Frosta Sigurjónssonar og fleiri um vá sem steðjar að okkur vegna hlýnunar jarðar af manna völdum. Friðrik Margrétar-Guðmundsson tónskáld og Hanna Dóra Sturludóttir söngkona segja okkur frá Brím, nýrri íslenskri óperu sem tekur á heitri umræðu um kúltúrbörn.Er Sjálfstæðisflokkurinn að missa það? Þannig spyr einn af þingmönnum ríkisstjórnarinnar, Sigurjón Þórðarson sem ræðir um grímulaust málþóf minnihlutans, fýlu, frekju og eignarhald í spjalli við Björn Þorláks. Friðrik Margrétar-Guðmundsson tónskáld og Hanna Dóra Sturludóttir söngkona segja okkur frá Brím, nýrri íslenskri óperu sem tekur á heitri umræðu um kúltúrbörn. -
Þriðjudagur 8. apríl
Trump, Woke, varnarsamningur, vindmyllur, Gaza, ríkisborgararéttur og Geðbrigði
Hagfræðingarnir Þorsteinn Þorgeirsson og Gylfi Magnússon ræða um um tolla og efnahagsstefnu Trump. Og eru ekki á sama máli í samtali við Gunnar Smára. Þorsteinn segir þá leiða til góðs en Gylfi til ills. Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari og Valgerður Þ. Pálmadóttir, kennari í Háskóla Íslands í kynjafræði og hugmyndasögu koma í spjall við Rauða borðið og fara yfir í líflegri samræðu við Oddnýju Eir og Björn Þorláks yfir átökin um kynjafræðina, wókið, umræðuna, ofbeldið, rétttrúnaðinn og samræðuna. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga og Elvar Ástráðsson skjalavörður samtakanna ræða um leyni-varnarsamning íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin þar sem bandaríski herinn hefur allan rétt að leggja undir sig land og innviði. Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur í stjórn Landverndar ræða um yfirgengileg áform um vindmyllugarða á Íslandi og fórnarkostnaðinn. Hjálmtýr Heiðdal formaður félagsins Ísland Palestína segir fréttir af þjóðarmorði ásamt Maríu Lilju.Natan HK, Íslendingur í Kaleforníu, gagnasérfræðingur og forritari segir frá umsókn sinni um íslenskan ríkisborgararétt og frá ljónunum í veginum. Agnes Ósk Ægisdóttir og Ásthildur Emma Ingileifardóttir meðlimir hljómsveitarinnar Geðbrigði, sigurvegarar Músíktilrauna mæta til Maríu Lilju ásamt Esther Bíbí bassaleikara Kolrössu sem jafnframt eru fyrrum sigurvegarar keppninnar. -
Á degi jarðarinnar, 22. apríl, fer fram formlegur stofnfundur baráttuhópsins Sósíalískir Umhverfissinnar.
Hópurinn mun beita sér fyrir lífvænlegu og sjálfbæru umhverfi og félagslegu réttlæti!
Arnar Páll Gunnlaugsson, Sigurrós Eggertsdóttir og Stefán Örn Ingvarsson Olsen ræða við Karl Héðinn Kristjánsson um stofnun baráttuhópsins Sósíalískir Umhverfissinnar. -
Sunnudagurinn 6. apríl
Synir Egils: Ríkisfjármál, veiðigjöld, tollar, pólitík og öryggismál
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi og Hallgrímur Helgason rithöfundur og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni, hér heima og erlendis. Björn Þorláksson fær Kristrúnu Frostadóttur í heimsókn og ræðir við hana um öryggismál og annað sem ríkisstjórnin vill endurmeta og breyta. Þeir bræður taka svo stöðuna á pólitíkinni með sínu nefi. -
Atriðaorðalisti: Hipp hopp varpið 1.þáttur
Þjóðviljinn
Rokk í Reykjavík
Grace Jones
Bob Marley
Prince, Purple rain
Poppkorn (tónlistarþáttur)
Skonrokk (tónlistarþáttur)
Eric B & Rakim, “Microphone fiend”
Mc Lyte, platan: Lyte as a rock
Eric B & Rakim, “Follow the leader”
Wham, hljómsveit
Duran duran, hljómsveit
Mc Lyte, “Cappucino” - platan: Eyes on this
EPMD, “So what cha sayin”
Duran Duran, “Wild boys”
Sugar hill gang, “Rappers delight”
Spray can art & Subway art, bækur um graffiti
Sesar A, “List ein”
Do the right thing (Breyttu rétt), Spike Lee kvikmynd 1989
Public Enemy, “Fight the power”
Do the right thing (soundtrack), tónlist úr myndinni “Breyttu rétt”
LL cool J, platan: Walking with a panther
Dj Jazzy Jeff & the Fresh Prince, platan: He’s the dj, I’m the rapper
Dj Cash Money, transformer scratch
Ultramagnetic Mc’s, Kool Keith
Dj Kool Herc, afmælisveisla Cindy systur hans
HMT Empire Windrush
Dub tónlist
Reggae tónlist
Rastafari
Soul II Soul, hljómsveit
Trip hop, tónlistarstefna
Acid house, tónlistarstefna
Acid jazz, tónlistarstefna
Ninja tune, plötuútgáfa
Jah Shaka Sound System (London)
Aba Shanti-I Sound System (London)
Ragga twins, hljómsveit
Jungle, tónlistarstefna
James Brown, “Funky drummer”
Drum n’ bass, tónlistarstefna
Sound system, tónlistarsena
Blandspóla (mix tape)
Jazz ballett, danstegund
Curtis Mayfield, tónlistarmaður
Break beat, taktbrots tónlist
Jøden (Jótinn), danskur rappari
Óvinir ríkisins, bók eftir Guðna Th. Jóhannesson
Pinochet, einræðisherra í Chile
Viktor Jara
Violeta Parra
Break machine
Public Enemy, platan: It takes a nation of millions to hold us back
Public Enemy “Don't believe the hype”
House, tónlistarstefna
Mk Asanti (Skáld og fræðimaður USA)
Grandmaster Flash
Dj Melle Mel
Crack epidemic
Sandinstas, Nicaragua Contras, Honduras C.I.A.
Ronald Reagan
Grandmaster Flash and the furious five, “the message”; “the message II”
Ice T
Úlfur Kolka
Source magazine
Ice Cube
Africa Bambaataa Zulu nation
Afro centric
Disco (tónlistarstefna)
Chic “Good times”
Native tongues
A tribe called quest, plöturnar: People instinctive travels…; Low end theory
De la Soul
Jungle brothers
Black Sheep
Queen Latifah
Monie Love
Q-Tip, the Abstract
A tribe called quest “Buggin’ out”
De la soul, plöturnar: 3 feet high and rising; De la soul is dead
Blaz Roca Sesar A, platan: Stormurinn á eftir logninu
-
Laugardagur 5. apríl
Helgi-spjall: Ólöf Arnalds
Ólöf Arnalds, söngvaskáld, kemur í helgi-spjall og segir frá ástinni á tónlistinni og á öllu hinu, ræðir um sönginn, sorgina, gleðina og samruna skynsviðanna. -
Föstudagur 4. apríl
Vikuskammtur: Vika 14
Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og jógi - Maren Freyja Haraldsdóttir, félagsfræðingur - Björgvin Gunnarsson blaðamaður á Mannlífi og Egill Viðarsson, rafbókaframleiðandi og tónlistarmaður koma í vikuskammt til Maríu Lilju í dag. -
Fimmtudagur 27. mars
Sjávarútvegsspjallið - 45. þáttur
Grétar Mar fær til sín þá Arnar Atlason og Rúnar Björgvinsson að þessu sinni en þeir ræða litlar útgerðir, strandveiðar, útflutning og fleira. -
Rauða borðið 3. apríl
Flóttafólk, bridge, fréttagagnrýni, dómsdagsmálmur og loftslagsmál
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Fida Abu Libdeh varaþingmaður Framsóknarflokksins, Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðarbæjarlistans og verkefnisstjóri S78 og Saga Kjartansdóttir sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum ASÍ fóru yfir málefni flóttafólks og kerfislegar hindranir með Maríu Lilju í mjög heitum umræðum við borðið. Björn Þorláks fær góða gesti til sín til að ræða bridge, eitthvað sem Bjössi hyggst bjóða uppá reglulega næstu vikur. Þetta eru þau Matthías Imsland, Sigurpáll Ingibergsson, María Haraldsdóttir Bender, Anna Guðlaug Nielsen og Hallveig Karlsdóttur. Finnur G Olguson, leikmyndasmiður mætir til Oddnýjar með harðorða gagnrýni i garð fréttastofu RÚV í tengslum við þjóðarmorðið á Gaza. Reykjadoom er nýleg tónlistar og menningarhátíð af harðari gerðinni sem fer fram núna um helgina. Hörður Jónsson, einn skipuleggjenda leiðir okkur í allan sannleikann um Doom metal og fara yfir dagskránna með Maríu Lilju. Frosti Sigurjónsson, fyrrum alþingismaður ræðir um efasemdir sínar um loftslagsbreytingar af mannavöldum. -
Miðvikudagur 2. apríl
Sósíalísk stjórnarandstaða - 11. þáttur
Gestir þáttarins eru félagar í Sósíalistaflokknum, þeir Valdimar Andersen Arnþórsson frístundabóndi og Jón Þórir Guðmundsson garðyrkjufræðingur sem eru búsettir á Akranesi. Í þættinum munum við kynnast þeim, félagsstarfi sósíalista á Akranesi og þeirra hugarefnum, kjördæminu, sveitarfélaginu þeirra og væntanlegum sveitarstjórnarkosningum sem fara fram 16. maí 2026. - Laat meer zien