![Sandkorn](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts126/v4/43/1c/60/431c6064-70be-3d02-ef47-e1c427b6149d/mza_5027789743647529460.jpg/250x250bb.jpg)
Eitthvað grasserar á Glerársöndum og margir búast við svörum. Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður og Tómas Valgeirsson bíófíkill grandskoða sjónvarpsþættina Svörtu sanda frá ólíkum hliðum. Vangaveltur neytandans koma ferskar að skaparanum, en Tómas kemur með getspár, kenningar og fyrirspurnir á meðan þeir í sameiningu varpa ljósi á framvindu sögunnar, persónurnar, þemu og myndlíkingar. Þá er líka stutt í sturlaðar staðreyndir á bakvið gerð seríunnar og um kvikmyndagerð eins og hún leggur sig. Þá má líka búast við fleiri vinklum og gestum í þessari djúsí djúpgreiningu.
Hefst þá stúderingin.