Afleveringen
-
Þessi þáttur fjallar um Abraham Lincoln, drauma hans og fyrirsjá eigin dauða, auk tilviljana sem fylgdu syni hans ævilangt. Carl Jung, samstarfsmaður Sigmunds Freud til langs tíma, talaði um Zeitgeist sem fyrirbæri sem gerði það að verkum að einstaklingar sama samfélags fengi svipaðar hugmyndir á svipuðum tíma. Svo vill til að annar íslenskur miðill fjallaði nýlega um son Lincolns en okkar þáttur var tekinn upp fyrir nokkru síðan og kafar dýpra í allar þessar merkilegu tilviljanir.
-
Einstakar lífverur geta haft hræðilegar eða dásamlegar afleiðingar fyrir jörðina. Þá eigum við ekki við tegund heldur einstaklinga innan þeirrar tegundar. Í þessum þætti fjöllum við um tvær lífverur af sömu tegund sem höfðu hvað mest afgerandi áhrif á lífkerfi jarðar. Hvaða tegund ætli það sé og hvað gerðu þessar tvær lífverur sem skildu þær svo mjög að?
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Í þessum þætti höldum við áfram að fjalla um fóbíur eða ofsahræðslur. Í þetta sinn einblínum við á hjátrú sem tengist tölum. Flestir kannast við hjátrú kringum töluna þrettán, en það er bara toppurinn á ísjakanum. Um allan heim og á öllum menningarsvæðum hafa ákveðnar tölur neikvæða skírskotun af ýmsum ástæðum. En hverjar eru þessar tölur og hvað skýrir þetta allt saman?
-
Flestir eru með einhverjar fóbíur en þær eru misalgengar og misfurðulegar. Í þessum þætti segjum við meðal annars frá ofsahræðslu sem hrjáði tæknifrömuðinn Steve Jobs og skýrir bæði hvernig snjallsímar virka í dag og hvers vegna hann var alltaf í rúllukragapeysu. Svo ræðum við söguna að baki trúðahræðslu, ótta við sjóinn og margt fleira. Blöðrur koma líka við sögu!
-
Fidel Castro, fyrrverandi leiðtogi Kúbu, er bæði frægur og alræmdur fyrir að gegna lykil hlutverki í kalda stríðinu. Það sem færri vita er að hann átti sér mörg áhugamál sem passa ekki beint við þá ímynd sem hann hafði útávið. Fyrir utan að vera mjög fær í bæði körfubolta og hafnabolta, sem hann spilaði gjarnan í fullum herklæðum, var hann með kýr og mjólkurvörur á heilanum. Við förum yfir hvernig hann beitti kröftum sínum sem einræðisherra í þetta óvenjulega áhugamál.
-
Þá er komið að seinni hluta sögunnar um konuna sem hlaut nafnið Ima Hogg en lét það ekki aftra sér frá því að setja mark sitt á söguna, bjarga fjölda mannslífa og var mörgum áratugum á undan sinni samtíð. Það má segja að seinni hlutinn sé “kjötið” í sögunni, hér segjum við frá því hvernig hún breytti tíðarandanum og notaði óvæntan auð til að hjálpa öðrum. Sérstaklega hópi fólks sem hafði verið hunsaður af almenningi til þessa. Hennar er enn minnst fyrir góðverk sín og framlag til samfélagsins. Því má bæta við að nokkrum árum fyrir andlát hennar lét þáverandi ríkisstjóri Texas þessi orð falla:Some persons create history.Some record it.Others restore and conserve it.She has done all three.
-
Konan sem við fjöllum um í dag fæddist í Texas á ofanverðri 19. öld og hlaut nafn sem átti eftir að vera henni til trafala lengi. Hún lét slíkt mótlæti ekki á sig fá og fór sínar eigin leiðir á tíma þegar konum voru fáir vegir færir.
Þetta er fyrsti þáttur af tveimur um þessa merkilegu konu sem sorglega fáir utan Texas muna eftir í dag. Hún var mikill frumkvöðull, mörgum áratugum á undan sínum samtíma, og varði langri ævi í að láta gott af sér leiða og hjálpa hópi fólks sem hingað til hafði verið hunsaður af samfélaginu.
Í fyrsta þætti fjöllum við um óvenjulega byrjun lífs hennar, en í seinna hlutanum fjöllum við um byltingarkennt starf hennar sem hefur orðið ótal fólks til góða allt fram til dagsins í dag. Engar áhyggjur, seinni hlutinn er tilbúinn og dettur inn um leið og hljóðvinnslu er lokið, svo fylgja fljótlega myndir og fleira á Facebook síðu okkar!
-
Sérvitringar hafa lengi verið vinsælt umræðumefni meðal Íslendinga og varla er til bæjarfélag þar sem ekki eru til sögur af furðufuglum fortíðar. Bretar hafa sömu hefð en fáir hafa ritað nafn sitt á spjöld sögunnar með jafn einkennilegum hætti og breska stríðhetjan óða sem gekk undir nafninu "Mad Jack Churchill". Hann barðist vægast með óhefðbundnum hætti en náði undraverðum árangur þó að yfirmenn hersins hefðu tíðar áhyggjur af geðheilsu hans og aðferðum.
-
Í dag er hart eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna,ekki síst á Ólympíuleikum. Svo var þó ekki í árdaga nútímaólympíuleikanna sem voru endurvaktir á ný árið 1896 eftir alda langt hlé. Átta árum seinna voru leikarnir haldnir í Bandaríkjunum en þá voru læknisvísindin líka skammt á veg komin og útkoman ekki beint til fyrirmyndar.
-
Í þessum þætti segir frá frá íþróttamanni sem keppti fyrstur manna fyrir heimaland sitt á Ólympíuleikum en getur þó seint talist afreksmaður á því sviði. Saga hans endaði þó betur en nokkurn grunaði og hann setti að lokum Ólympíumet sem sennilega verður aldrei slegið.
-
Grískur heimspekingur og leikskáld, stundum kallaður faðir harmleiksins, varð sjálfur fyrir miklu óhappi meira en fjögur hundruð árum fyrir Krist.