Afleveringen
-
Lilja Snyrtipenninn kíkti til okkar í heimsókn og sagði hún okkur frá sögunni sinni.
Mjög skemmtilegt spjall ásamt því að minna okkur á að rækta kvennorkuna okkar og okkur sjálf.
-
Við förum yfir nokkrar skemmtilegar jólagjafahugmyndir bæði.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Þegar maður ferðast er gaman að skoða hvað það land hefur upp á að bjóða bæði í snyrtivörum og snyrtimeðferðum. Mörg lönd hafa eitthvað áhugavert upp á að bjóða. Halldóra var að ferðast og kynntist náttúrulegum snyrtivörum og segir okkur frá hennar upplifun.
-
Við tölum um áhefbundnar snyrtimeðferðir og hvað okkur finnst um þær. Ásamt því að tala létt um spa staði á íslandi og hvað er í boði þar.
-
Létt spjall um self care áskorunar, nýja og spennandi möguleikan á noona appinu og hvernig er hægt að staðfesta að snyrtifræðingurinn þinn er löglegur. Ásamt skemmtilegu spjalli hjá okkur.
-
Förum yfir hvernig á að geyma helstu snyrtivörurnar. Ásamt því að skoða hvort þau trend sem hafa verið varðand geymslu snyrtivara séu raunhæfar geymsluaðferðir.
-
Förum yfir nokkrar heimameðferðir og hvað skal hafa í huga þegar það er verið að gera þær. Ásamt því hvað skal forðast við sumar meðferðirnar
-
Förum yfir hvað eru snyrtivörur á gráum markaði og af hverju við ættum að forðast þær.
Þessi umfjöllun hefur verið aðeins í gangi á fréttaveitum og langaði okkur aðeins að tala um það hér til að hjálpa til við að fræða hlustendur okkar meira um gráa markað snyrtivara.
-
Stutt og laggott við segjum frá vörunum sem eru til vinnings ásamt því að tilkynna vinningshafan <3
-
Segjum frá gjafaleiknum:
Hvaða vörur verða í leiknum og frá okkar yndislegum samstarfsaðilum í þessu.
Svo auðvitað segjum við hvernig á að taka þátt <3
-
Við erum komnar til baka eftir sumarfrí og tölum við aðeins um hvað að það sé gott að komast aftur í rútínu.
Einnig hvað er gott að gera núna til að undirbúa húðinna fyrir veturinn, ásamt því að minna á að hugsa um húðinna hjálpar til við andlega heilsu.
Svo má ekki gleyma að það eru spennandir tímar framundan hjá okkur
-
Létt spjall um innihaldsefni og hvað bera að hafa í huga ef það eru styrkjarmörk við notkun á þeim.
-
Við tókum létt spjall um hvernig er gott að undirbúa bæði húðina fyrir sólarfríið, hvenær væri þá best að fara í vax og aðrar meðferðir áður en maður fer út.
Ásamt því að tala um hvernig vörur er gott að taka með og hvað er gott að gera eftir að maður kemur heim.
-
Við höfum fengið nokkrar spurningar undanfarnar vikur og í þessum þætti munum við svara þeim. Vonandi hjálpar þetta ykkur sem spurðu og endilega sendiði á okkur fleiri skemmtilegar spurningar.
-
Við ræðum um hvernig týpur af sólvörnum eru til og hvað þarf að hafa í huga við val á þeim. Ásamt því að ræða hvernig þær virka og hvernig á að lesa á umbúðirnar.
-
Förum yfir hvernig á að undirbúa sig fyrir vissar meðferðir á stofu eins og vax, litun og plokkun, andlitsbað og fleira. Einnig förum við aðeins yfir hvað má og má ekki gera eftir meðferðir ásamt því að gefa nokkur tips fyrir meðferðirnar.
-
Í þættinum ræðum við um nokkur tiktoktrend eins og dermaplaning, dry shaving og brow lamination. Ásamt því að svara nokkrum spurningum sem við höfum fengið á samfélagsmiðlum.
-
Förum í gegnum hvernig húðgreining fer fram og hvað er verið að skoða í henni. Því næst förum við yfir hvernig grunnhúðrútína er að okkar mati og af hverju.
-
Við fengum hana Rebekku Einars til okkar í gott spjall og ræddum við um hennar starf sem snyrtifræðingur og hvaða meðferðir eru algengastar hjá henni. Ásamt því hvernig hún náði að vekja upp ást sína aftur á augabrúnum og allt það nýjasta í aðferðum til að gera fullkomnar brúnir.
-
Meiri lýsing á okkar ferli frá því við byrjuðum í námi sem snyrtifræðingar og til dagsins í dag. Einnig farið yfir snyrtifræðinámið og hvað skólinn hefur upp á að bjóða og létt spjall í kringum það.
- Laat meer zien