Afleveringen
-
Í þessum þætti beini ég sjónum okkar að þjálfun hugbúnaðarteyma og fæ til mín sérfræðing í þeim efnum, Daða Ingólfsson, sem starfar sem teymisþjálfari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Hann hefur gríðarlega reynslu í þessum efnum og á stóran þátt í útbreiðslu á þekkingu og nýtingu á Agile hugmyndafræðinni hér á landi ásamt Pétri Orra Sæmundsen og fleirum, ekki síst í gegnum ráðstefnuna Agile Ísland sem var árlegur viðburður um alllangt skeið.
-
Í þessum þætti ræði ég við Gest Pálmason sem starfar sem teymisþjálfari og stjórnendamarkþjálfi hjá fyrirtækinu Complete Coherence. Hann vinnur að stórum hluta erlendis og hefur frá ýmsu fróðlegu að segja, bæði er varðar teymisþjálfun en einnig frá reynslu sinni áður en teymisþjálfunin fór á fullt skrið.
-
Í þessum fyrsta þætti ræði ég við Kristrúnu Önnu Konráðsdóttur sem er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari. Hún hefur heldur betur verið að viða að sér þekkingu og reynslu undanfarin misseri og er á fleygiferð í faginu. Það er því sannarlega gleðiefni að fá hana í þáttinn að deila sögu sinni, reynslu og hugmyndum um teymi og teymisþjálfun, og af hverju hún er í þessu fagi í dag.