Afleveringen
-
6. þáttur. Leiðir til úrbóta.
Einstök mál fari aldrei á þrjú dómsstig. Fækka beri dómurum í Hæstarétti og e.t.v. líka í Landsrétti. Gagnsæi er lausnarorðið. Alþingi yfirheyri dómaraefni í heyranda hljóði. Einstakir dómarar í fjölskipuðum dómum skrifi atkvæði sín sjálfir.
-
5. þáttur. Ýmis þekkt dómsmál.
Farið er yfir ýmis þekkt dómsmál, þar sem Jón Steinar hefur verið málflytjandi. T.d. mál vegna brottvikningar forseta Hæstaréttar úr embætti og frelsi til tjáningar um þann dóm. Í því samhengi er vikið að kærleiksævintýri Jóns við Sigurð Líndal lagaprófessor sem hafði verið einn af stofnendum Málfrelsissjóðs nokkrum árum áður. Þá er rætt um sérkennilega atburði í tengslum við breytingar á lagareglum um bætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Vikið er að svonefndu prófessorsmáli og eftirmálum þess og loks að máli þar sem Hæstiréttur braut gegn málsmeðferðarreglum í því skyni að sýkna íslenska ríkið af bótakröfum barns vegna mistaka við fæðingu þess. Loks er talað um sönnunarfærslu í erfiðum sakamálum, svo sem málum vegna kynferðisbrota.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
4. þáttur. Vanhæfir dæmdu þeir.
Hér er m.a. sagt frá því að fimm dómarar í Hæstarétti svöruðu ekki í maí 2010 spurningum frá fréttamönnum um fjármálatengsl sín við bankana fyrir hrun. Tekið var fram að spurt væri til að unnt væri að meta hæfi dómaranna til að dæma í málunum. Þeir settust svo í dóma í refsimálum gegn forsvarsmönnum bankanna og héldu þá að enginn vissi um þessi tengsl. Síðar var svo upplýst um þau. Kom þá í ljós að sumir þeirra höfðu vanhæfir dæmt.
Þá er vikið að því hvort yngstu dómararnir í réttinum nú séu líklegir til að beita hinum framsæknu lögskýringum á sama hátt og fyrirrennarar þeirra gerðu. Talað er um klíkuveldið sem ræður m.a. vali á nýjum dómurum í réttinn. Dæmi verða nefnd um misnotkun dómsvaldsins: Blöndun verður bruggun. Hæstiréttur breytir dómskerfinu en það átti undir Alþingi að annast það. Frelsi til að standa utan félaga. Samningar dómara um niðurstöður gera forsendur oft óskýrar.
-
3. Þáttur - Deilt á dómarana
Jón Steinar talar um bók sína „Deilt á dómarana“ sem kom út á árinu 1987. Hugleiðingar um það hvort útkoma bókarinnar hafi haft áhrif á lagaframkvæmd í landinu. Vikið er að kenningum sem m.a. hafa verið kenndar við lagadeild HÍ um að dómstólar hafi vald til að setja nýjar lagareglur. Svo svarar hann spurningum um persónuleg kynni sín af tveimur heimsþekktum bandarískum lögfræðingum.
-
2. Þáttur - Hagsmunatengsl
Hæstiréttur reynir að gera almenningi til geðs. Jón Steinar víkur að málssókn núverandi forseta Hæstaréttar á hendur sér vegna ummæla í bók sem Jón hafði skrifað. Svo fjallar hann um fleiri mál sem sama marki eru brennd. Símhleranir og sönnun í sakamálum vegna kynferðisbrota koma við sögu. Vikið er að hagsmunatengslum dómara við banka sem enginn vissi um þegar þeir kváðu upp dóma í sakamálum gegn bankamönnum sem voru sakaðir um að hafa valið þeim fjártjóni. Hvað er til úrbóta?
-
1. Þáttur - Í þágu vinsælda
Hér er það útskýrt hvers vegna dómstólar fara ekki með vald til að setja nýjar lagareglur. Talað er um að viðleitni til að komast að samkomulagi um dómsniðurstöður í fjölskipuðum dómum og hvernig sú viðleitni hamlar því að niðurstöður ráðist af beitingu réttarheimilda, eins og skylt er. Hann kynnir gátlista um meðferð sakamála sem hann sendi öllum dómurum landsins. Hann víkur einnig að dómsmálum í kjölfar bankahrunsins, þar sem Hæstiréttur virðist hafa reynt að afla sér vinsælda fremur en að dæma eftir lögum.