Afleveringen
-
Heiðar Guðjónsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir ræða um það sem hefur helst borið á góma hjá nýrri ríkisstjórn, hvort að líklegt sé að hagræðingartillögum verði fylgt eftir, hvort að rétt sé að leggja áherslu á umsókn að Evrópusambandinu, snúna stöðu stjórnarflokkanna vegna strandveiða og fleira. Þá er rætt um líkurnar á lægri vöxtum á árinu, leyfisveitingar í atvinnulífinu, hvaða áhrif áhugi Trump á Grænlandi hefur í för með sér fyrir Ísland, hver sé líklegastur til að verða formaður Sjálfstæðisflokksins og margt fleira.
-
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður ræðir um félagafrelsið og rétt starfsmanna veitingastaða til að gera kjarasamning við stéttarfélagið Virðingu, þrátt fyrir mótmæli Eflingar. Þá er rætt um stöðu fjölmiðla, aðgerðir stjórnvalda til að setja hindranir í veg fyrir einstaklinga og fyrirtæki, slaufunarmenningu og loks réttarríkið og það hvernig því var vikið til hliðar við rannsóknir og dómaframkvæmd í hinum svokölluðu hrunmálum.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Hörður Ægisson og Þórður Gunnarsson leiða okkur inn í helgina. Við ræðum um væntanlega formannakjör í Sjálfstæðisflokknum, hvað Dagur B. ætti að gera við ofurlaunin sín, ummæli Katrínar Ólafdóttur hagfræðings um aukna skattheimtu á sjávarútveginn, rándýra auglýsingarherferð Isavia, stöðuna á hlutabréfamarkaði, af hverju það er ekki búið að skipa nýjan varaseðlabankastjóra og margt fleira.
-
Björn Bjarnason, fv. ráðherra, ræðir þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar að sækjast ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, formannstíð Bjarna, stöðu flokksins og almennt yfir stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Þá er einnig rætt um stöðuna í alþjóðastjórnmálum, valdatöku Trump síðar í þessum mánuði, veikleika ESB-ríkjanna, stöðuna í Úkraínu og margt fleira.
-
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson taka stöðuna í upphafi nýs árs. Við ræðum vel heppnaða Áramótasprengju Þjóðmála sem haldin var í Borgarleikhúsinu, förum yfir nýliðið ár og þá atburðarrás sem hófst strax í upphafi ársins og leiddi af sér tvennar kosningar, hvernig ný ríkisstjórn fer af stað, val á aðstoðarmönnum, áskoranirnar á nýju ári, mögulegt uppgjör í Sjálfstæðisflokknum, stöðu alþjóðamála og margt fleira.
-
Óli Björn Kárason fer yfir stöðu mála í stjórnmálunum í lok árs, nýja ríkisstjórn, stöðu Sjálfstæðisflokksins, hugmyndafræðina og margt fleira.
-
Andrés Magnússon og Þórður Gunnarsson rýna í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, helstu áherslur hennar, ráðherraskipan, hlutverk aukaleikara í ríkisstjórnarsamstarfinu, stöðu verðandi stjórnarandstöðu og margt fleira.
-
Guðmundur Hafsteinsson, Gummi, fjallar um nýútkoma bók sína þar sem sagt er frá störfum hans hjá Google, Apple og öðrum fyrirtækjum í tækniheiminum. Rætt er um ástæður fyrir velgengni eða falli stórra fyrirtækja, vandanum sem skapast þegar frumkvöðlar flækjast fyrir í vexti sinna eigin fyrirtækja, um tækninýjungar sem hafa eða munu breyta lífum okkar, hvort við ættum að óttast gervigreindina eða nýta hana til frekari framfara og margt fleira. Einnig er rætt um störf Guðmundar sem stjórnarformanns Icelandair og hvernig það var að koma að flugrekstri eftir að hafa starfað í tækniheiminum nær alla hans starfsævi.
-
Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða um þær ólíku aðstæður sem annars vegar opinberir starfsmenn og hins vegar starfsmenn á einkamarkaði búa við, nýlega úttekt Viðskiptaráðs um sama mál og viðbrögðin við þeirri úttekt, styrki til stjórnmálaflokka, yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður, rekstur fyrirtækja á leikskólum, skipulagsslys í Reykjavík og margt fleira.
-
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna á markaði, yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður, hvort að staða ríkissjóðs sé í raun verri en áður var haldið, mikla hækkun á gengi Amaroq MInerals, erlendar fjárfestingar á Íslandi og margt fleira. Í þættinum eru jafnframt flutt tíðindi um Áramótasprengju Þjóðmála, þar sem árið verður gert upp í Borgarleikhúsinu mánudaginn 30. desember nk. Miðasala á viðburðinn hefst strax eftir helgi.
-
Snorri Másson, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins, ræðir um nýafstaðnar kosningar og kosningabaráttuna, það hvernig pólitísk umræða fer fram, hvernig pólitískir andstæðingar tala um hvorn annan, hvernig stjórnmálin gætu þróast næstu ár og margt fleira.
-
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson fara yfir allt sem skiptir raunverulega máli fyrir kosningarnar á laugardaginn. Við förum yfir kosningabaráttuna, hvernig næstu tveir sólarhringar gætu litið út, tíðindi af vettvangi stjórnmálann sem okkur bárust á meðan upptöku stóð, skróp nokkurra flokka á kosningafundi á Suðurlandi og margt margt fleira.
-
Björn Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fara yfir stöðuna þegar fjórir dagar eru í kosningar. Rætt er um það sem helst skiptir máli, það sem ekki hefur verið fjallað um í aðdraganda kosninga, hvort eitthvað hafi komið á óvart, skoðanakannanir og fleira. Við tökum einnig snúning á kosningaprófi Viðskiptaráðs sem yfir 10.000 manns hafa tekið þátt í, hvaða málefni brenna helst á fólki og hver ekki. Þá er tilkynnt um kosningazone Þjóðmála, en Þjóðmál mun ásamt öðrum vera í beinni útsendingu á kosninganótt og flytja landsmönnum helstu tíðindi þegar talið er upp úr kössunum.
-
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson mæta glaðir í bragði eftir Hátíðarkvöld Þjóðmála. Við ræðum um þau verðlaun sem Þjóðmál veitti aðilum úr atvinnulífinu og helstu rökum á bakvið þau. Þá er einnig fjallað um stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni, stöðuna í aðdraganda kosninga, umræðuna um evrópusambandsaðild og margt fleira.
-
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson frá Morgunblaðinu fara yfir stöðuna í aðdraganda kosninga, hvernig næstu tvær vikur kunna að líta út, helstu málefnin sem fjallað er um í kosningabaráttunni, fjölmiðlaumfjöllun um kosningarnar, hvaða áhrif komandi vaxtaákvörðun kann að hafa og margt fleira sem vert er að fjalla um þegar tæpar tvær vikur eru í kosningar.
-
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Hörður Ægisson ræða um það hvaða áhrif séríslenskar reglur og háir skattar hafa á fjármálakerfið – og að lokum viðskiptavini bankanna. Þá er einnig rætt um líkurnar á stýrivaxtalækkun í næstu viku, gagnrýni Benedikts og annarra á vaxtastefnu Seðlabankans, stöðu heimila og fyrirtækja út frá sjónarhorni bankanna, horfurnar í hagkerfinu, stöðuna á hlutabréfamarkaði og margt fleira.
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson tekur kaffispjall í Þjóðmálastofunni. Við förum yfir úrslit kosninganna í Bandaríkjunum og það hvað kann að skýra niðurstöður þeirra, tökum stöðuna hér heima, ræðum um óhamingjusama vinstri menn og hægri menn sem eru seinþreyttir til vandræða, um þjóðarstolt og alþjóðahyggju og margt fleira.
-
Við heimsækjum Guðmund Fertram Sigurjónsson, stofnanda og forstjóra Kerecis, á Ísafjörð í aðdraganda fundar sem haldinn er á vegum Innviðafélags Vestfjarða. Rætt er um stöðuna á Kerecis eftir söluna í fyrra, verðmætasköpun á landsbyggðinni, mikilvægi þess að treysta samgöngur og aðra innviði og margt fleira.
Myndina á forsíðu þáttarins tók Eyþór Árnason fyrir Viðskiptablaðið.
- Laat meer zien