Afleveringen
-
Send us a text
„Heilbrigð sál í hraustum líkama – Heildræn nálgun að vellíðan“
Í þessum þætti förum við yfir hvernig þú getur nálgast líkamlega og andlega heilsu á markvissan hátt, sett raunhæf markmið fyrir nýtt ár, og fundið leiðir til að styrkja sambönd þín. Við deilum okkar persónulegu vegferð að vellíðan og gefum hagnýt ráð sem hjálpa þér að gera 2024 að besta árinu þínu.
Við fjöllum einnig um hvernig hægt er að takast á við áskoranir tengdar tengdafjölskyldum, byggja upp heilbrigð mörk og eiga árangursríkar samræður við maka. Lærðu að styrkja sambandið þitt og skapa jafnvægi í lífi þínu með litlum, en áhrifaríkum skrefum.
Við minnum einnig á Stefnumót mánaðarins!
•Njóttu 20% afsláttar af matseðli á Grazie og upplifðu ítalska stemningu í hjarta borgarinnar. Tilboð gildir mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.
•Eða slakaðu á með makanum í Laugar Spa, þar sem þú færð tvo fyrir einn í aðgang alla daga í janúar.
#HeilbrigðSál #HrausturLíkami #Tengdafjölskyldur #Sambandsráð #2024Markmið #StefnumótMánaðarins
-
Send us a text
Þáttur 2: "Að finna merkingu og lækningu á jólunum"
Í þessum þætti skoðum við leiðir til að finna huggun og merkingu á hátíðinni. Við fjöllum um:
Að takast á við missi:
Aðferðir til að heiðra minningu ástvina og finna huggun í minningum.
Fimm stig sorgar
Mikilvægi samfélagsstuðnings og að forðast einangrun
Hlutverk samskipta:
Ráð fyrir opin og heiðarleg samskipti um jólaplön og væntingar
Áhersla á þakklæti og árangursrík samskipti til að styrkja tengsl
Sjálfsumönnun á jólunum:
Hagnýt ráð fyrir líkamlega og andlega heilsu
Mikilvægi sjálf-góðvildar og núvitundar
Að finna merkingu í hátíðinni:
Andlegir og tilfinningalegir þættir jólanna
Ávinningur af góðverkum og hvernig þau auka vellíðan og félagsleg tengsl
Fyrstu jólin eftir skilnað:
Tilfinningalegar áskoranir og nýjar hefðir
Mikilvægi sterkra stuðningskerfa fyrir seiglu og vöxt
Vertu með okkur þar sem við deilum persónulegum sögum og innsýn til að hjálpa þér að sigla um þessa hátíð með von og lækningu.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Send us a text
Í þessum þætti könnum við gleðina af jólasiðum og hvernig þeir móta sjálfsmynd okkar og styrkja fjölskyldutengsl. Við skoðum alþjóðlega jólasiði til að fá innblástur að skapa nýjar hefðir sem endurspegla nútíma fjölskyldudýnamík og gildi. Við ræðum mikilvægi hefða í að veita fyrirsjáanleika og öryggi, sérstaklega fyrir börn, og deilum persónulegum sögum um kærar fjölskylduhefðir.
Við fjöllum einnig um þrýsting fjölmiðla um "fullkomin" jól og leggjum áherslu á að forgangsraða tengslum og persónulegum vexti fram yfir efnisleg gildi. Lærðu hagnýt ráð til að stjórna væntingum, eins og fjölskyldufundi og þakklætislista, til að auka jólánægju.
Að halda utan um fjölskyldutengsl getur verið áskorun á jólunum. Við ræðum hugtakið fjölskyldukerfi og "þríhyrninga" samskipti sem valda spennu.
Að finna jafnvægi á tíma er lykilatriði fyrir ánægjulega jólahátíð. Við leggjum áherslu á gildi gæðatíma með ástvinum og sjálfsumönnun, og veitum hagnýt ráð fyrir að skapa jafnvægi í jólaskipulagningu.
Að lokum hvetjum við til að skapa nýjar minningar skemmtilega minningar með þínu fólki. Taktu þátt í athöfnum sem stuðla að vellíðan og fangaðu gleði hátíðarinnar.
-
Send us a text
Útdráttur:
Í þessum skemmtilega þætti kíkjum við aðeins á aðferðarfræði Gottmanns til að auka stöðugleika og hamingju í parsambandinu, hvað ber að forðast og hvernig við getum gert betur. VIð kíkjum á reiðmennina fjóra, gagnrýni, fyrirlitningu, varnarhátt og steinvegginn. Þessar aðferðir eru allar fyrirboði um hvernig við gröfum undan parsambandinu.
Við leggjum einnig áherslu á að rækta þessi daglegu samskipti, sem byggja grunn traust og stöðug tengsl.Að skilja innri heim maka þíns og bregðast á jákvæðan hátt við beiðnum hans um athygli sem fær okkur til að upplifa að við séum séð og heyrð.
Við ræðum einnig hvernig við getum snúið riddurunum við, þ.e. byrja á blíðu upphafi í samræðum í stað gagnræyni, byggja menningu þakklætis frekar en fyrirlitningu, taka ábyrgð í stað þess að fara í vörn og æfa sig í að tjá sig í stað þess að lokast af.
Að lokum ræðum við námskeiðið sem verður næsta haust þ.e. í október 2025 - sem er spennandi nýjung sem Baldur og Barbara bjóða uppá. Við hvetjum ykkur til að hlusta á þáttinn, megið endilega deila honum og gefa okkur endurgjöf á hann.
Kíkið á Instagram síðuna okkar: Von ráðgjöf
Meira um green cola:
https://us.greencola.com/ -
Send us a text
Von Ráðgjöf: Skilningur á framhjáhaldi – mismunandi birtingarmyndir þess í samböndum
Í þessum þætti ræða Barbara og Baldur, stjórnendur hlaðvarpsins Von ráðgjöf um fjölbreyttar tegundir framhjáhalds í parsamböndum sbr., líkamlegt, tilfinningalegt og andlegt framhjáhald. Hvernig getum við greint þessi form framhjáhalds, og hvaða áhrif hafa þau á parsambandið? Hlustendur fá innsýn í hvernig tilfinningalegt framhjáhald, sem oft byrjar sem saklaus vinátta, getur vaxið í eitthvað miklu dýpra. Sérstaklega áhugavert er hvernig klámnotkun getur skapað tilfinningalega fjarlægð og orðið form af tilfinningalegu og andlegu framhjáhaldi, í þættinum skoða B&B líka hvernig andlegt framhjáhald – þegar einhver verður hugfangin af hugsunum/fantasíum sínum – getur valdið sundrungu í samböndum.
Í þættinum verður einnig rýnt í hvernig sambönd geta náð bata eftir framhjáhald og hvernig pör geta unnið saman að því að endurheimta traust og tengsl. Hlustið á þáttinn og fáið innsýn inn í hvort og þá hvernig meðferð getur hjálpað pörum að takast á við þessa erfiðu reynslu.
Lykilorð:
• Framhjáhald í samböndum
• Líkamlegt framhjáhald
• Tilfinningalegt framhjáhald
• Klám og svik
• Andlegt framhjáhald
• Traust og nánd
• Sambandsráðgjöf -
Send us a text
Hér förum við yfir hvernig við getum styrkt parsambandið með uppbyggilegum hætti þrátt fyrir átök.
Við lærum að takast á við ágeining – um leið og hann kemur upp
Við lærum að meta aðstæður, er þetta eitthvað sem er vert að ræða og leysa?
Við lærum að hvað það þýðir að vera vistaddur á meðan á ágreiningi stendur
Við lærum að setja grunnreglur í samskiptum á meðan á ágreiningi stendur
Við lærum aðferð/ir til að ná okkur niður í hita leiksins og róa okkur niðurVið lærum inn á árangursríka samskiptahæfni – t.d. að nota ég staðhæfingar
Við lærum einnig „viðgerð eftir átök“ – „do you wan´t to be right or do you wan´t to be happy?
Munið að við erum komin á youtube -
Send us a text
í þessum þætti förum við yfir Gildi Vonarinnar. Fjöllum um mikilvægi þess að eiga von, Vonina sem er vogaraflið milli þess mögulega og ómögulega.
Við leitumst líka við að svara spurningu sem kom inn frá einum hlustanda.
Eigið góða daga framundan. -
Send us a text
I þessum þætti ætlum við að ræða um tengsl og ávinning þess að eiga í góðum tengslum við fólk sem að marga ef ekki að allra mati er lífsnauðsynlegur þáttur til að öðlast hamingju.
Endilega deilið þessu fyrir okkur!
Hérna er meira um píramýda Maslow
https://www.simplypsychology.org/maslow.html -
Send us a text
Í þessum þætti tölum við um gildi Sjálfsmyndar. Hversu mikilvægt það er að eiga heilbrigða og sterka sjálfsmynd og ávinninginn af því að stuðla að heilbrigðri sjálfsmynd.
Við vonum að þið njótið vel og þökkum kærlega fyrir hlustunina. -
Send us a text
í þessum þætti tölum við aðeins um að hafa stjórn á orðum okkar.
Það sem við segjum getur haft ótrúlega sterk og mikil áhrif á fólk í kringum okkur. Annað hvort slæm eða góð.
Taumhald er þjálfun sem fæst með stöðugri og samviskulegri ástudnun. Við höfum getuna til að skapa góðar jafnt sem slæmar aðstæður með mættinum sem liggur í orðum okkar. Gættu þess því hvaða orð líða af vörum þínum: Framtíð þín veltur á því! -
Send us a text
Í þessum þætti förum við yfir gildið að hlusta og áhrif þess á okkur sem einstaklinga og pör. Getur það haft áhrif á raunveruleika okkar sem og samskipti að læra að hlusta á aðra? Endilega deilið þættinum fyrir okkur og við þökkum ykkur kærlega fyrir að gefa ykkur tíma til að hlusta á okkur.
-
Send us a text
Í þessum þætti förum við yfir gildi þess að skilja fólk. Við munum ræða um tengslamiðuð samskipti í þessari nýju þáttaröð.
-
Send us a text
Jæja það hlaut að koma að því að við færum yfir upphafið. Hérna kemur það.
Við viljum bjóða hlustendum okkar að versla bókina á
https://baldurfreyr.is
Notist við afsláttarkóðan von og fáið 10% afslátt og auk þess fáið þið fría heimsendingu. Veljið bara að sækja bókina og sendið okkur póst á [email protected]
Njótið og deilið :) -
Send us a text
Vá hvað við erum búin að sakna ykkar!
-
Send us a text
Við tölum aðeins um hvað það þýðir að hafa virði, erum við öll jöfn?
Hvað hefur áhrif á það hjá mér?
Hvernig hafa áföll áhrif á mig og hvað er til ráða :)
Njótið -
Send us a text
Þessi reiðmenn eru ferlegir!
Reiðhestur no 1
Gagnrýni,
Reiðhestur no 2
Vörn
Reiðhestur no 3
Fyrirlitning
Reiðhestur no 4:
Steinveggur -
Send us a text
“Áður en leiðir skilja og 6 sek kossinn”Áður en leiðir skilja á morgnanna, verjið 2 mín í að spjalla við maka ykkar til að uppgötva allavega einn áhugaverðan viðburð sem mun eiga sér stað um daginn hjá honum/henni. Munið svo að kveðja hvert annað með kossi sem endist allavega í 6 sekúndur (þekktur sem 6 sek. kossinn). Þetta gerið þið svo alla virka daga.
“Aðdáun/ástúð og þakklæti/þakklátssemi”Til að viðhalda innilegu parsambandi þurfum við að gera og tjá ákv. þætti/hluti.
Það er ekki nóg að hafa góðar, þekklátar hugsanir um makann, það er mjög mikilvægt að orða þær upphátt og láta hann/hana vita. Regluleg tjáning aðdáun og þakklæti gagnvart maka hjálpar okkur að byggja upp ástargrunn. Hér eru nokkrar aðferðir til þess:
· Deildu einhverju karaktereinkenni maka og ákv. atvik þar sem þetta karaktereinkenni kemur sterkt fram:
Dæmi: Ég dáist að því hvað þú ert (umhyggjusöm, nærgætin, góð, kröftug, blíð, ljúf og skilningsrík) sérstaklega áðan þegar þú varst að leika við barnið okkar.
· Gríptu maka þinn að því að gera eitthvað “rétt” og þakkaðu fyrir það
· Sendu tölvupóst/sms eða hringdu yfir daginn og láttu maka þinn vita að þú sért að hugsa til hans/hennar
· Stingdu skrifaðri ástarkveðju í bílinn/veskið hennar/hans
Heilsaðu maka þínum með kossi þegar þið hittist. Finnið svo tíma þar sem þið getið átt samræður sem losa um streitu í líkamanum
Árangur ykkar til að halda utan um streitu skiptir sköpum fyrir parsambandið. Rannsóknir hafa sýnt að pör sem hafa náð að halda utanaðkomandi streitu frá parsambandinu sínu eins og hægt er gátu viðhaldið jákvæðum breytingum í sambandinu til lengri tíma. -
Send us a text
Makinn hlustar ekkert á mig. Við heyrum þessa setningu svo oft og er hun grunnurinn að tengslaleysi.
Í þessum þætti skoðum við hvernig ég get orðið góður hlustandi!
Æfið ykkur endilega á þessu1
Spurningar sem þú getur spurt á meðan þú hlustar:1. Hvað ertu að upplifa?
2. Hvað annað ertu að upplifa?
3. Hverjar eru grunnþarfir þínar hérna?
4. Hvers óskar þú þér helst?
5. Hvernig þróaðist þetta allt?
6. Hverjir eru aðal karakterarnir í þessum grunn tilfinningum sem þú ert að tala um?
7. Hvað viltu raunverulega segja hérna? Og við hvern?
8. Hvaða tilfinningar eru hér sem þú óttast að tala um?
9. Eru einhverjar blandaðar tifinningar hér? Hverjar eru þær?
10. Hverjir eru valmöguleikar þínir eins og þú sérð þá?
11. Hverjir eru + og - við valmöguleika þína?
12. Upplifir þú að þetta hafi haft áhrif á samband þitt (eða önnur sambönd) ef svo, hvernig?
13. Er einhver möguleiki á að þú hafir viljað gera hlutina öðruvísi? Ef svo, hvernig?
14. Hverjar eru skyldur þínar hér?
15. Áttu einhverja möguleika?
16. Hvers væntir þú af mér?
17. Hvað segja gildi þín þér hérna?
18. Hugsaðu um einhver sem þú lítur upp til, hvað myndi hann eða hún gera og hvernig myndi viðkomandi sjá þessar aðstæður?
Tjá skilning og samkennd á meðan þú hlustar:
1. Ég get sett mig í þín spor
2. Þú hlýtur að upplifa þessar aðstæður erfiðar/vonlausar
3. Þú ert í erfiðum aðstæðum hérna
4. Ég get fundið sársauka þinn
5. Ég vildi óska að þú þyrftir ekki að upplifa þetta
6. Þetta hljómar virkilega illa og hlýtur að taka á
7. Þú hlýtur að upplifa þig hjálparlausa/n
8. Ég er algjörlega sammála þér
9. Þú hljómar virkilega sannfærandi
10. Ég skil mjög vel að þú sért í uppnámi
11. Ég held þú hafir rétt fyrir þér hérna
12. Ég skil, leyfðu mér að draga þetta saman, það sem þú ert að upplifa hér er...
Hlustunar æfing:
Skiptist á að spyrja hvert annað þessara spurninga:
Notaðu þá listann á undanförnum bls. til að hjálpa þér að verða góður hlustandi
Segðu mér hvað í heiminum fær þig til að upplifa þessar tilfinningar:
Reiði
sorg
hrædd/ur/áhyggjufull/ur
vonglaða/nHamingjusama/n
Bjartsýn/n
Örvængingarfull/ur
Streitufulla/n
-
Send us a text
Dagleg samskipti okkar við makan stuðla að því að við lærum að tengjast! Þessi samskiptauppskrift heldur okkur frá ágreiningi
-
Send us a text
Það eru margar leiðir til að læra af átökum sem við eigum í við ástvini okkar.
Þessi þáttur fer í að útskýra nokkrar aðferðir - Laat meer zien