Afgespeeld
-
Þegar við vitum ekki hvað er framundan & við hverju má búast - Förum við í survivor mode & heilinn reynir að koma okkur í öryggi. EN þar sem hann veit ekki hvað er í gangi & getur þessvegna ekki komið okkur á stað sem við þekkjum, endum við oft í kvíðakasti eða í einhverju sen er oft kallað "kvíða-lömun" kannast þú við þetta? I SURE DO!Fylgdu mér á instagram!INGIBJÖRG INSTAGRAM
-
Velkomin í fyrsta þátt af Ingibjörg Podcast!
Í þessum þáttum mun ég fara yfir þau skref sem ég hef tekið og er að taka í áttina að því að ná stjórn á eigin lífi.
Ofhugsa, fresta, kvíða, óttast, þóknast öðrum ... Þetta eru allt hlutir sem halda aftur að hamingju okkar. Saman skulum við komast að því hvernig við getum unnið með þessa hluti og hætt að láta þá stjórna lífi okkar. Ég er ekki sálfræðingur eða ráðgjafi. Ég er bara manneskja sem hefur brennandi áhuga á því hvernig heilinn virkar, elska að tala og ég er orðin þreytt á því að láta ofan talda hluti stjórna mér. Ég vil þessvegna deila áhugaverðum hlutum sem ég hef komist að, virka fyrir mig og þeim sem ég er að vinna í hverju sinni - og vonandi, er það hvatning fyrir aðra að gera slíkt hið sama, læra og eða, njóta félagsskapsins sem hver þáttur hefur uppá að bjóða.Fylgdu hlaðvarpinu á instagram: #ingakristjansd