Afleveringen
-
Við getum nálgast náttúruvernd frá mörgum hliðum. Siðferðilegum, þar sem skylda okkar er að skila landinu til næstu kynslóðar í ekki verra ástandi en við tókum við því. Tilfinningalegum, með vísan til fegurðar hins villta og ósnortna. Frá hlið lýðheilsu, með áherslu á heilbrigt umhverfi, aðgang að heilnæmu lofti, vatni og matvælum. Eða frá hlið efnahags. Náttúruvernd getur verið arðbær. Nnýting náttúrunnar og vernd hennar fara vel saman eins og Íslendingar hafa sýnt fram á með fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þar tvinnast náttúruvernd og arðbær nýting í eitt. Íslensk ferðaþjónusta á allt sitt undir náttúruvernd. Hreint vatn og heilnæm matvæli verða aldrei að fullu metin til fjár, en eru ein undirstaða góðra lífskjara. Um þetta allt fjöllum við í dag.
-
Við fjöllum um vinsælasta pakkann í dag, þriðja orkupakkann, hvað er í honum og hvað er ekki í honum? Afhverju í ósköpunum erum við að leggja hann fram? Allt þetta og meira til í þessum þætti. Fleiri spurningar og svör má finna hér:
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Íslendingum hefur tekist það sem fáum þjóðum hefur auðnast: Gert sjávarútveg að arðbærri atvinnugrein, sem nýtir auðlindir með sjálfbærum hætti. Hagkvæmni, byggð á skynsamlegu stjórnkerfi fiskveiða – kvótakerfi með framsali. Markviss markaðssókn, aukin gæði og betri nýting hráefnis hefur gert ríkissjóði mögulegt að leggja sérstakar byrðar á sjávarútveginn sem keppir við ríkisstyrkta keppinauta. Fjölmörg fyrirtæki sinna margvíslegri þjónustu við sjávarútveg. Glæsileg fyrirtæki, sem sum hver eru leiðandi á sínu sviði í heiminum, eiga rætur í þjónustu við veiðar og vinnslu. Afrakstur af samstarfi hátæknifyrirtækja og sjávarútvegs hefur skotið fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf, aukið fjölbreytni og skapað þúsundir starfa. Framsækin hátæknifyrirtæki með vel menntuðu starfsfólki hafa orðið til vegna fjárfestinga sjávarútvegsfyrirtækja. Um þetta allt ræðum við að þessu sinni.
-
Hvað er hægristefna? Fyrir hvað standa hægri menn? Þessum og fleiri spurningum um hugmyndafræði hægri stefnunnar svörum við. Um leið færum við rök fyrir því af hverju frelsi til athafna er mikilvægt og hvers vegna þjóðfélögum sem byggja á frelsi einstaklingsins vegnar best.
-
Nýsköpun er undanfari þeirra miklu tæknibreytinga sem við höfum séð og upplifað á síðustu árum. Við ræðum afhverju við leggjum áherslu á að verja fjármunum í nýsköpun og hvernig tækifærin felast í því að hvetja til þess að leggja áherslu á nýsköpun, rannsóknir og þróun. Hvort sem við lítum til einka- eða ríkisrekstursins. Þannig getum við fjölgað störfum, aukið framleiðni, hagsæld, kaupmátt og fjölgað stoðum atvinnulífsins.
-
Við ræðum um kjöt, ferskt og fryst, kampýlóbakter, sýklaónæmi, heilbrigði búfjárstofna, tækifæri íslenskra bænda, frelsi neytenda, forræðishyggju og allt þar á milli
-
Við veltum því fyrir okkur hvort það skipti máli að kaupmáttur launa jókst um 3,7% á síðasta ári og hafi aukist á hverju einasta ári frá 2011, alls um 36%. Er mikilvægt að vita að fjárhagsstaða heimilanna hefur gjörbreyst á síðustu árum og er hvergi betri á Norðurlöndunum? Getum við nýtt upplýsingar um að jöfnuður sé hvergi meiri innan OECD en á Íslandi og fátækt hvergi minni? Hjálpar það okkur við að gera betur að vita að Ísland er fyrirmyndar hagkerfi í úttekt Alþjóða efnahagsráðsins? Á mælikvarða „Inclusive Development Index“, sem mælir ekki aðeins hagvöxt heldur ýmsa félagslega þætti og hvernig ríkjum tekst að láta sem flesta njóta efnahagslegs ávinnings og framfara og tryggja jöfnuð milli kynslóða, er Ísland í öðru sæti á eftir Noregi.
-
Við ræðum um fjölmiðla og mikilvægi þess að til séu öflugir sjálfstæðir fjölmiðlar. Samkeppnisstaðan er ójöfn. Forréttindi Ríkisútvarpsins eru að kæfa einkarekna fjölmiðla, litla og stóra. Það þarf að stokka upp spilin og jafna leikinn. Við vísum leiðina.
-
Í þessum þætti tökum við viðtal við Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur vakið athygli fyrir skörulega framkomu og sterka framtíðarsýn fyrir Reykjavíkurborg. Hún hóf afskipti af stjórnmálum á síðasta ári og við ræddum við hana um málefni borgarinnar.
-
Við fjöllum um stöðu iðn, starfs- og verknáms í menntakerfinu okkar. Meðal annars frumvarp sem Áslaug Arna hefur lagt fram til að gefa þeim nemendum aukin tækifæri til að bæta við sig menntun og afhverju það er mikilvægt að breyta viðhorfi til iðnmenntunar.
-
Íslensk stjornvöld hafa lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó forseta þjóðþings Venesúela. Hann vill lýðræðislegar kosningar í landi sem var eitt sinn eitt það auðugasta í heimi en berst nú við fátækt. Við fjöllum um sögu og stöðu landsins og leitum skýringa á því hvernig sósíalisminn hefur leitt upplausnar í landinu
-
Einkarekstur, einkavæðing, ríkisrekstur. Oft er þessu öllu ruglað saman, höfð eru endaskipti á hlutunum og orð fá nýja og villandi merkingu. Við fjöllum um muninn á einkarekstri og einkavæðingu. Förum yfir hvernig hægt er að samþætta ríkisrekstur og einkarekstur, látið allt vinna saman til að tryggja hagkvæma meðferð skattpeninganna okkar og góða þjónustu. Einkaaðilar sinna mikilvægum verkefnum á sviði heilbrigðisþjónustu og innan menntakerfisins. Við viljum nýta kosti einkaframtaksins en um leið tryggja öllum menntun og heilbrigðisþjónustu óháð fjárhag og búsetu.
-
Við ræðum um húsnæðismálin út frá séreignarstefnunni, hvað er séreignarstefnan, hvernig stuðlar hún að raunverulegu valfrelsi og eykur fjárhagslegt sjálfstæði fólks.