Afleveringen
-
Í framhaldi af hundrað þátta hittingi Söguskoðunarmanna í Norður-Noregi lögðu hlaðvarpsmenn land undir fót og héldu í vettvangsferð á söguslóður í Narvik.
Þann 9. apríl 1940 gerðu Þjóðverjar innrás í Danmörku og Noreg. Danmörk féll strax, en upphófst þá þriggja mánaða barátta um Noreg. Baráttan um Noreg hófst og lauk í Narvik, litlum hafnarbæ í Norður-Noregi þar sem sænskt járn hefur ætíð verið flutt úr landi.
Ástæður innrásarinnar til að byrja með snérust að miklu leiti um aðgang að þessari höfn, og Þjóðverjar lentu með herlið í Narvik strax 9. apríl. Alþjóðlegt lið Norðmanna, Breta, Frakka og Pólverja mætti þar svo talsvert minna liði Þjóðverja í orrustunni um Narvik. Baráttunni um Noreg lauk í Narvik þegar herir bandamanna yfirgáfu bæinn 10. juní 1940 og var landið hernumið í fjögur ár.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Þessi þáttur er aðgengilegur með hljóði og mynd á Youtube.
Í tilefni hundraðasta þáttarins komu Söguskoðunarbræður saman í egin persónu í herstöðvarbænum Setermoen i Norður-Noregi og ræddu um sagnfræði, heimspeki, norðurslóðir, gervigreind, heimsmálin og áfram mætti telja.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögulegan aðdraganda stofnun Ísraelsríkis árið 1948, en stofnun þess ríkis átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og gerir enn.
Síonisminn (eða Zíonisminn) er þjóðernishyggja Gyðinga, sem byggir á þeirri hugmynd að Gyðingar, sem öldum saman bjuggu innan um annað fólk í Evrópu, Asíu og í Afríku, ættu sér sögulegt heimaland í Palestínu og ættu að stofna þar til þjóðríkis.
Í þessum síðari hluta ræðum við atburðina frá endalokum fyrri heimsstyrjaldar þegar Bretar fengu umboð til að stjórna Palestínu og þangað til Ísraelsríki var stofnað í kjölfar þess að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun um skiptingu landsins árið 1947.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögulegan aðdraganda stofnun Ísraelsríkis árið 1948, en stofnun þess ríkis átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og gerir enn.
Síonisminn (eða Zíonisminn) er þjóðernishyggja Gyðinga, sem byggir á þeirri hugmynd að Gyðingar, sem öldum saman bjuggu innan um annað fólk í Evrópu, Asíu og í Afríku, ættu sér sögulegt heimaland í Palestínu og ættu að stofna þar til þjóðríkis.
Í þessum fyrri hluta ræða Söguskoðunarmenn um Gyðinga frá fornöld og fram á 19. öld. Þá skaut klassískur síonismi rótum á meðal evrópskra Gyðinga og hugmyndin um stofnun ríkis í Palestínu varð skyndilega raunhæf með hruni Ottómanríkisins.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Varúð! Þessi þáttur er helgaður mannaúrgangi.
Ólafur og Andri halda áfram að velta fyrir sér mýtunni um hinar "myrku miðaldir" og að þessu sinni um ímynd okkar um að Evrópubúar miðalda hafi lifað í eintómum óhreinindum og sjúkdómum.
Voru vatsveitur, skólp, almenningssalerni og baðhús Rómverja af betri gæðum enn hjá miðaldamönnum? Var almennt hreinlæti á miðöldum verra en fyrri og seinni tímabilum eins og fólki er tamt að sjá fyrir sér? Hvernig var mannaúrgangur meðhöndlaður á miðöldum?Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Í tilefni hrekkjavökunnar komu Söguskoðunarmenn saman til að draga fram óhugnað úr fortíðinni.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Í þættinum í dag komu Ólafur og Andri saman til að tala hið forna samfélag Föníkumanna við botn Miðjarðarhafs, en gullöld þeirra var á tímabilinu 1000-800 f.kr.
Föníkumenn voru fólk sem bjó á því svæði sem í dag er Líbanon. Deilt er um hvort kalla megi Föníka "þjóð" og samheldið menningarsamfélag, eða samansafn borgríkja. Mjög fáar skriflegar heimildir eru til um Föníka, og mest er til í frásögnum nágranna þeirra, en það voru einmitt grískir sagnaritarar sem gáfu okkur nafnið Fönikía eða Föníka, Föníkar og Fönikíumenn.
Föníkar voru ein mesta verslunarþjóð fornaldarinnar. Þeir sigldu um Miðjarðarhafið og stofnuðu nýlendur á Spáni, Grikklandi, Ítalíu og í Norður-Afríku. Afsprengi Föníku var nýlendan Karþagó sem átti eftir að stofna egið nýlendu- og verslunarveldi á Miðjarðarhafinu. Menning þeirra var æfaförn, og nær aftur til bronsaldar, en hún leið undir lok undir Rómarveldi á síðustu öldum fyrir kristburð.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur keltneska kristni, eða írsku miðaldakirkjuna og hugmyndir manna um möguleg áhrif hennar á Íslandi á landnámsöld.
Oft hefur því verið haldið fram að keltnesk kristni hafi verið sérstök og frábrugðin öðrum hlutum kristindómsins á ármiðöldum. Írska kirkjan er kölluð klausturkirkja, þar sem ábótar höfðu meiri völd á kostnað biskupa og þar með kaþólsku kirkjunnar í Róm. Írska kirkjan er sögð sjálfstæð og frumleg og má sjá einkenni hennar t.d. í stórum hluta einsetumanna sem koma við sögu í upprunasögu Íslands.
Sumir vilja sjá líkindi í írsku kirkjunni og íslensku kirkjunni eftir landnám enda komu margir kristnir menn til Íslands frá Bretlandseyjum. En var írska kirkjan frábrugðin öðrum? Hvað er keltnesk kristni?Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Hlaðvarpsmenn komu saman í dag til að ræða áfallastreituröskun (PTSD) og hugmyndasögulegan bakgrunn þess fyrirbæris í tengslum við hernað, og önnur tengd málefni.
Í heimildum koma fyrir frásagnir af hegðun í tenglsum við hernað sem fræðimenn vilja stundum tengja við áfallastreituröskun og aðra nútímakvilla. Einnig má nefna heimþrá, nostalgíu, dansveiki, tunglsýki og suð-austur-asískar púkaofsóknir sem dæmi um einkenni sem kunna að hafa verið andlegir sjúkdómar samkvæmt okkar daga skilgreiningu.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur um íslensku kommúnistahreyfinguna á millistríðsárunum og Kommúnistaflokk Íslands.
Eftir að hreyfing sósíalista á heimsvísu klofnaði í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar og rússnesku byltingarinnar störfuðu sovéthollir byltingarsinnar á Íslandi innan Alþýðuflokksins á 3. áratugnum. Árið 1930 var Kommúnistaflokkurinn stofnaður, en hann var deild i Alþjóðasambandi kommúnista sem hafði miðstöð sína í Moskvu.
Kommúnistaflokkurinn sameinaðist klofningsbroti úr Alþýðuflokknum aftur árið 1938 og varð að Sameiningarflokki Alþýðu - Sósíalistaflokknum. Sá flokkur varð fastur hluti hins hversdagslega fjórflokks á Íslandi eftir stríð.
Saga íslenska vinstrisins er frábrugðin sögu þess á hinum Norðurlöndunum að því leyti að á Íslandi urðu vinstri sósíalistar talsvert öflugri en sósíaldemókratar þegar fram liðu stundir. Samt stóðu miklar deilur um kommúnsta á millistríðsárunum, og óhætt að segja að þeir hafi boðað afar herskáa stefnu.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Þátturinn byrjar á 53. mínútu.
Söguskoðunarmenn snúa aftur eftir sumarið til að taka gott spjall um nýlendur Englendinga og Frakka í Norður-Ameríku á síðari hluta 18. aldar.
Englendingar komu á fót nýlendum sínum þrettán meðfram austurströnd Norður-Ameríku á 17. öld. Frakkar settu á stofn gríðarstóra nýlendu meðfram Mississippifljóti frá Louisiana í suðri, og í norðri á því svæði sem í dag er Quebec.
Árin 1754-1763 var háð mikið nýlendustríð á milli Frakka og Englendinga, sem varð til þess að Frakkar misstu nær allt sitt land í Norður-Ameríku. Bretar réðu nú yfir nær hálfu meginlandi Norður-Ameríku, öllu austan við Missisippi frá Flórída til Kanada. Rúmum áratug síðar risu nýlendurnar þrettán upp gegn Bretum og urðu að Bandaríkjum Norður-Ameríku.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Í síðasta þætti hlaðvarpsins fyrir sumarfrí ræðum við um sagnfræði, herinn, hlaðvörp, bækur og fleira og fleira.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Andri og Ólafur komu saman til að ræða um Júgóslavíu sem sögulegt fyrirbrigði, stofnun hennar og fyrstu áratugi þess ríkis 1918-1941.
Júgóslavía (Konungsríki Serba, Króata og Slóvena) varð til 1. desember 1918 við samruna Serbíu, Svartfjallalands, og suður-slavnesku landsvæðanna sem áður höfðu tilheyrt Austurríki-Ungverjalandi, Króatíu, Slóveníu og Bosníu. Ríkið var afleiðing Friðarráðstefnunnar í París, og Serbía var eitt af sigurvegararíkjum fyrri heimsstyrjaldar.
Júgóslavismi sem þjóðernishyggja Suður-Slava á rætur að rekja til 19. aldar. Króatar og Serbar lögðu ólíkan skilning í framkvæmd hennar vegna mismunandi sögu og reynslu þjóðanna. Segja má að sambúðin hafi verið strembin frá upphafi, en Júgóslavía flosnaði upp árið 1941 í kjölfar innrásar Öxulveldanna í síðari heimsstyrjöld.
Þessi þáttur er fyrri hluti umræðna um Júgóslavíu. Í síðari hluta verður rætt um sósíalísku Júgóslavíu eftir stríð, sem flosnaði aftur upp á 10. áratugnum.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um síðustu ár Austurríkis-Ungverjalands og þáttöku þess í fyrri heimsstyrjöld.
Austurríki-Ungverjaland var eitt þeirra gömlu keisaradæma sem féll eftir stríðið mikla 1914-1918, og tvístraðist í hin ýmsu þjóðríki. Fyrri heimsstyrjöld hófst þegar Austurríki-Ungverjaland lýsti yfir stríði gegn Serbíu eftir morðið á austurríska ríkiserfingjanum Franz Ferdinand í Sarajevo í júní 1914. Austurríki leið gríðarlega ósigra á vígstöðvunum í Galisíu gegn Rússum veturinn 1914-1915 og urðu þeir til þess að austurrísk-ungverski herinn var hreinlega þurrkaður út.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um J. Robert Oppenheimer og fæðingu kjarnorskusprengjunnar
Ólafur las bókina American Prometheus: The Triumph and Tragedy of J. Robert Oppenheimer eftir Kai Bird and Martin J. Sherwin en eftir henni var gerð kvikmynd um vísindamanninn með sínar ýmsu hliðar sem fékk mikla athygli á síðasta ári.
Kjarnorkusprengjan var afrakstur rannsókna vísindamanna frá mörgum löndum og í stríðinu voru öll helstu stórveldin með einhverskonar kjarnorkuverkefni í gangi. Það voru Bandaríkjamenn sem kláruðu verkefnið og urðu til þess að beita þessu gereyðingarvopni í fyrsta og eina sinn árið 1945, og má segja að Sprengjan hafi haldið heiminum í heljargreipum allar götur síðan fram á þennan dag.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn rómarkeisarann Konstantínus I, sem er einn þeirra sem fengið hafa nafnbótina hinn mikli.
Konstantínus ruddist til valda í Rómaveldi árið 306 eftir talsvert valdabrölt innan fjórveldisins sem Díókletíanus kom á laggirnar eftir þriðju aldar kreppuna. Hann varð einvaldur árið 324 og ríkti sem slíkur í 19 ár. Var hann þaulsetnasti rómarkeisarinn á eftir Ágústusi.
Konstantínus hélt áfram umbótum Díokletíanusar og kom á stöðuleika í nokkur ár. Umgjörð síðrómverska ríkisins og síðar austrómverska ríkisins er arfleifð hans en hann stofnaði nýja höfuðborg Rómaveldis í Nýju Róm, Konstantínópel, sem átti eftir að vera miðpunktur nýs Rómaveldis í meira en þúsund ár. Þar fyrir utan var Konstantínus fyrsti kristni rómarkeisarinn og vann hann ötullega að því að koma kirkjunni á koppinn, en fyrir hans daga voru kristnir menn reglulega ofsóttir í Rómaveldi.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögu Rómverska keisaradæmisins á 3. öld e. kr. en þá geisaði hin svonefnda þriðju aldar kreppa, sem varð ríkinu næstum að falli.
Rómaveldi þanndist talsvert út á öldunum í kringum kristsburð. Fyrstu tvær aldir keisaradæmisins eru stundum talin gullöld ríkisins, en á 3. öldinni virtist allt ætla að fara á versta veg fyrir Rómverja. Á "tímabili herkeisaranna" var veldið þjakað af innbyrðis deilum, mjög svo óstöðugum valdaskiptum, klofningi ríkisins, innrásum Persa og Germana og stanslausum hernaði.
Á þriðju öldinni má sjá þróun þeirra þátta sem áttu eftir að einkenna síðrómverska ríkið, m.a. varanlega skiptingu þess í vestur- og austurhluta. Vesturrómverska ríkið féll endanlega á 5. öld.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Í framhaldi af umræðum okkar um Al-Andalus ræðum við í þættinum í dag um "endurheimtina", eða reconquista, þegar kristnu ríkin á Íberíuskaga endurheimtu land Vísigota úr höndum múslíma.
Reconquista var ekki eitt stríð, heldur aldalöng hægfara barátta - af og á - á milli hinna ýmsu ríkja múslíma og kristnu konungsríkjanna, Astúrías, Navarra, Kastillíu, Aragon, León og Portúgals. Endurheimtin var oft vettvangur krossferða, einn fárra staða þar sem slíkur hernaður hafði varanlegan ávinning, auk þess sem hún var suðupotturinn sem nútímaríkin Spánn og Portúgal urðu til úr.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur veldi múslima á Spáni 711-1492.
Á 7. og 8. öld breiddist íslam leiftursnökkt út frá Arabíu í allar áttir. Árið 711 féll ríki Vísigota á Íberíuskaga fyrir Aröbum og Berbum frá Norður-Afríku, og á nokkrum árum lögðu múslimar nánast allan skagann undir sig.
Ríki múslima á Spáni var kallað Al-Andalús. Það var hluti av heimsveldi Umayyada, um tíma sjálfstætt emírdæmi og kalífadæmi. Höfuðborgin Cordoba var blómleg heimsborg, sem iðaði af verslun og menningu, en Al-Andalús var einnig þjakað af stanslausum hernaði við kristnu ríkin í norðri. Frá 11. öld þrýstu kristnu ríkin múslímum hægt og rólega sunnar og sunnar. Síðasta vígi múslima á Spáni féll árið 1492 eftir nær 800 ára yfirráð.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. -
Þátturinn byrjar á 7. mínútu.
Í framhaldi af umræðum okkar um Rauða krossinn ræða Söguskoðunarmenn í dag um málefni tengd Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðareglum sem gilda í stríði.
Menn hafa frá örófi alda reynt að hafa einhverjar hömlur á framgangi hernaðar. Í Evrópu á fornöld og á miðöldum þróaðist kenningin um réttlátt stríð, en á 19. og 20. öld urðu til umfangsmiklar alþjóðareglur um stríð og frið, um mannréttindi, og um viðurlög stríðsglæpa.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla. - Laat meer zien