Afleveringen
-
Í ágúst árið 2000 hrapaði lítil flugvél í sjóinn í Skerjafirði í Reykjavík með sex manns innanborðs. Fólkið var á leið heim eftir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar vélin hætti við lendingu á síðustu stundu. Flugslysið vakti strax upp stórar spurningar og varð að risastóru fréttamáli þar sem aðstandendur fórnarlambanna tóku rannsóknina í eigin hendur til að komast að sannleikanum. Friðrik Þór Guðmundsson, faðir sautján ára drengs sem lést í slysinu, fer yfir málið og lygileg eftirmál þess í þættinum.
Þátturinn er í boði:
Nettó
Duck & Rose
Sjöstrand - 15% afsláttur með kóðanum EFTIRMAL -
Eitt þekktasta sakamál okkar tíma er Öskjuhlíðarmálið eða GAP málið svokallaða. Fá morðmál hafa vakið meiri óhug meðal þjóðarinnar sem hélt niðri í sér andanum á meðan leit stóð yfir af Einari Erni Birgis, farsælum og vinamörgum viðskipta- og íþróttamanni í blóma lífsins. Eftir nokkurra daga leit játaði viðskiptafélagi hans og vinur að hafa myrt hann og komið líkinu fyrir í gjótu á Reykjanesi, en hann hafði sjálfur tekið þátt í leitinni að Einari. Systkini Einars segja okkur frá þessari lífsreynslu og eftirmálum morðsins í þættinum.
Þátturinn er í boði:
Nettó
Duck & Rose
Sjöstrand - 15% afsláttur með kóðanum EFTIRMAL -
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Jón stóri var á árunum 2009 til 2013 umtalaðasti og umdeildasti maður landsins. Hann lifði og hrærðist í undirheimunum og talaði opnskátt um fíkniefnaneyslu og glæpi á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlaviðtölum þar sem allt var látið flakka. Líf hans einkenndist af glamúr og partýstandi en hann átti líka mjög myrkar hliðar. Í Eftirmálum förum við yfir lífshlaup Jóns stóra og ræðum við fyrrum kærustu hans.
Þátturinn er í boði:
Nettó
Duck & Rose
Sjöstrand - 15% afsláttur með kóðanum EFTIRMAL -
Fjölskylda Söndru Sigrúnar Fenton vinnur nú að því með íslenskum lögmanni að reyna að fá hana framselda til Íslands. Lögmaðurinn hefur rætt við íslensk stjórnvöld og er í sambandi við dómsmálaráðuneytið vegna málsins. Lögmaðurinn og Margrét Fenton, mamma Söndru Sigrúnar, ræða stöðuna í þættinum.
-
Mótmælin í kjölfar efnahagshrunsins 2008 eiga engan sinn líka í sögunni. Allt byrjaði þetta friðsamlega en mótmælin stigmögnuðust samhliða reiði og ólgu í samfélaginu. Á endanum sauð upp úr og upplausnarástand ríkti á Austurvelli, þar sem eldur logaði víðs vegar, mótmælendur köstuðu skyri, eggjum og grjóti í lögreglumenn og reyndu að brjóta sér leið inn í Alþingishúsið. Stefán Eiríksson, sem var lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins á þessum tíma, rifjar í Eftirmálum upp hvernig var að vera staddur í hringiðunni á þessum fordæmalausu atburðum.
Þátturinn er í boði:Nettó
World Class
Sjöstrand - 15% afsláttur með kóðanum EFTIRMÁL
Einn, tveir og elda
-
Nýr veruleiki blasti við í íslensku samfélagi einn sunnudagsmorgun í febrúar 2021 þegar fréttir bárust af kaldrifjuðu morði í Rauðagerði, götu í rólegu fjölskylduhverfi í Reykjavík. Sá myrti var skotinn níu sinnum fyrir utan heimili sitt. Atburðurinn var fordæmalaus, minnti einna helst á aftöku og þótti marka aukna hörku í undirheimum Íslands. Í Eftirmálum förum við yfir atburðarásina í þessu umfangsmikla morðmáli með Birgi Olgeirssyni, fyrrum fréttamanni, sem rannsakaði málið og sat réttarhöldin.
Þátturinn er í boði:Nettó
World Class
Sjöstrand 15% afsláttur með kóðanum EFTIRMÁL
Einn, tveir og elda
-
Líklega óraði engan fyrir því að barátta þolenda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey fyrir upplýsingum um uppreista æru myndi verða til þess að sprengja ríkisstjórn Íslands haustið 2017, en svo fór. Uppreist æru málið hristi hressilega upp í þjóðinni og óvænta stefnu þegar þegar meðmælabréf með dæmdum barnaníðingum voru gerð opinber. Málið skók þjóðina, stjórnmálin og umræðuna en Sigríður Andersen, sem þá var dómsmálaráðherra, ræðir sína hlið af þessum atburðum í Eftirmálum.
Þátturinn er í boði:Nettó
World Class
Sjöstrand
Einn, tveir og elda
-
Innbrot í gagnaver í Reykjanesbæ í lok árs 2017 markaði upphaf Bitcoin-málsins svokallaða, sem oft er talað um sem stærsta þjófnað Íslandssögunnar. Málið tók nýja og ævintýralega stefnu þegar Sindri Þór Stefánsson, einn þeirra sem tók þátt í innbrotinu, trauk úr fangelsinu að Sogni og flaug til útlanda í sömu flugvél og forsætisráðherra. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem rannsakaði málið, ræðir þessa farsakenndu atburðarás í Eftirmálum. Málið er enn óupplýst að hluta en Bitcoin-tölvurnar fundust aldrei, þrátt fyrir umfangsmikla leit.
Þátturinn er í boði:Nettó
World Class
Sjöstrand
Einn, tveir og elda
-
Í sumar eru 30 ár síðan Valgeir Víðisson hvarf sporlaust af heimili sínu á Laugavegi.
Hvarfið er eitt umtalaðasta og dularfyllsta lögreglumál okkar tíma og rannsóknin stóð yfir árum saman. Ótal flökkusögur urðu til og lögeglu bárust fjöldi ábendinga og samsæriskenninga í gegnum árin en allt kom fyrir ekki, hvarf Valgeirs er enn óupplýst. Hörður Jóhannesson fyrrum rannsóknarlögreglumaður rifjar upp rannsóknina í Eftirmálum og fer yfir hvað verður um mál sem lögreglu tekst ekki að upplýsa.
Þátturinn er í boði:
Nettó
World Class
Sjöstrand
Einn, tveir og elda
-
Hanna Birna Kristjánsdóttir sætti líflátshótunum og þurfti lögregluvernd þegar hún var innanríkisráðherra fyrir áratug. Ástæðan er Lekamálið svokallaða, þegar minnisblaði með persónuupplýsingum um hælisleitendur var lekið úr ráðuneyti hennar til fjölmiðla. Í framhaldinu fór af stað fordæmalaus atburðarás og úr varð eitt stærsta fréttamál áratugarins. Lekamálið varð til þess að Hanna Birna hætti alfarið í pólitík en í Eftirmálum gerir hún atburðarásina upp í fyrsta sinn.
Þátturinn er í boði:Nettó
World Class
Sjöstrand
Einn, tveir og elda
-
Catalina Ncogo var umtalaðasta kona landsins árið 2009 og hristi rækilega upp í íslensku samfélagi. Saga Catalinu er lyginni líkust en hún fór frá því að vera húsmóðir í Vestmannaeyjum í að vefja karlmönnum um fingur sér og halda úti umfangsmestu vændisstarfsemi Íslandssögunnar í næsta húsi við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fallið var hátt þegar hún hlaut þungan fangelsisdóm fyrir milligöngu um vændi. Catalina fer yfir atburðarásina og sína hlið málsins í Eftirmálum auk þess að segja frá lífi sínu í dag.
-
Þegar fangi lést með dularfullum hætti og án sýnilegra áverka á Litla-Hrauni árið 2012 fór af stað löng og afdrífarík atburðarás. Tveir alræmdustu handrukkarar landsins voru ákærðir í málinu, en ekki er allt sem sýnist. Annar þeirra, Annþór Karlson, fer yfir þetta óvenjuega mál í þættinum en rannsóknin er ein sú ítarlegasta sem lögregla hefur ráðist í á síðari árum og tók fimm ár fyrir dómstólum. Annþór, sem segist nú hafa snúið blaðinu við, fer einnig yfir uppvöxtinn, undirheimana og margt fleira í Eftirmálum.
-
Umtalaðasti hundur Íslandssögunnar er án efa kínverski smáhundurinn Lúkas sem hvarf á Akureyri sumarið 2007. Út breiddist sú lygasaga að hópur drengja hefði leikið sér að því að drepa varnarlausan hundinn með hrottafengnum hætti. Þjóðin sameinaðist í sorg, haldnar voru minningarathafnir og kommentakerfi netheima loguðu. Þegar Lúkas fannst á lífi nokkrum vikum síðar tók málið aðra stefnu og varð kennslustund í hvernig á ekki að haga sér á internetinu.
-
Ein erfiðasta og umfangsmesta leit sem lögregla og björgunarsveitir hafa farið í hér á landi var þegar lítil flugvél hvarf í byrjun febrúar 2022. Fjórir voru um borð í vélinni, vanur íslenskur flugmaður og þrír erlendir ferðamenn og áhrifavaldar. Dagana fyrir slysið höfðu þeir ferðast um landið íslenskum vini sínum, Jóni Ragnari Jónssyni. Í Eftirmálum lýsir Jón Ragnar frá fyrstu hendi þeirri óhugnanlegu atburðarás sem fór af stað eftir að hann gerði yfirvöldum viðvart um að vélin hefði ekki skilað sér á tilsettum tíma.
Samsetning: Arnar Jónmundsson -
Eitt umtalaðasta fréttamál síðari tíma er Ísafjarðarmálið svokallaða sem setti íslenskt samfélag á hliðina í tvígang. Málið kom upp árið 2006 þegar DV birti forsíðu með fyrirsögn um einhentan kennara sem olli gríðarlegu fjaðrafoki. Málið skaut svo aftur upp kollinum sjö árum síðar en þá komu í ljós aðrar hliðar á því. Andri Ólafsson, blaðamaðurinn sem skrifaði upphaflega um málið, fer yfir atburðarásina í Eftirmálum.
Samsetning: Arnar Jónmundsson -
Sandra Sigrún Fenton var árið 2013 dæmd í 37 ára fangelsi fyrir tvö vopnuð rán í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Margrét Fenton, móðir Söndru, segir sögu dóttur sinnar í þættinum og lýsir aðstæðum og atburðarás sem er lyginni líkust en Sandra hefur nú afplánað níu ár af dómnum í illræmdu öryggisfangelsi í Virginíu.
Samsetning: Arnar Jónmundsson -
Ida Björg Wessman flugmaður missti foreldra sína og yngri bróður í hræðilegu flugslysi við Múlakot í júní 2019. Slysið vakti mikinn óhug, ekki síst í flugsamfélaginu, þar sem faðir Idu var reyndur flugstjóri og bróðir hennar nýútskrifaður flugmaður. Ida hefur ekki tjáð sig um þessa atburði hingað til en segir sögu sína í Eftirmálum.
Samsetning: Adelina Antal -
Einn best skipulagði flótti úr fangelsi hér á landi var þegar Matthíasi Mána Erlingssyni tókst að flýja úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember 2012. Hann var á flótta í tæpa viku og á þeim tíma hafðist hann við í sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu útbúin eins og Rambó, stal fjórhjóli sem hann ferðaðist á um að næturlagi, nýtti tunglsljós til að sjá í myrkri og hugðist veiða sér til matar með haglabyssu. Margrét Frímannsdóttir, fyrrum forstöðumaður á Litla-Hrauni, fer yfir málið í þættinum.
Samsetning: Adelina Antal -
Í mars 2020 lést kona að nafni Björg á heimili sínu í Sandgerði. Hún var móðir þeirra Braga og Ástu sem héldu fyrstu dagana eftir andlátið að Björg hefði verið bráðkvödd og syrgðu hana ásamt föður sínum Ragnari. Jörðin hrundi aftur, fjórum dögum eftir andlátið, þegar lögreglan handtók Ragnar föður systkinanna vegna gruns um að hann hafi myrt eiginkonu sína. Það hafði komið í ljós við krufningu á líkinu. Bragi og Ásta opna sig einlæglega um þessa skelfilegu atburði í lífi sínu í Eftirmálum.
Samsetning: Adelina Antal -
Sími Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur var hleraður í aðdraganda þess að besta vinkona hennar, Ruja Ignatova, hvarf sporlaust frá Búlgaríu í október 2017. Ruja var ein ríkasta kona heims og hafði hagnast gríðarlega á One Coin, rafmynt sem síðar kom í ljós að var byggð á píramídasvindli. Ásdís opnar sig um hvarf vinkonu sinnar í þættinum og lýsir atburðarásinni frá fyrstu hendi.
Samsetning: Adelina Antal - Laat meer zien