Afleveringen
-
Atli Þór Fanndal er framkvæmdarstjóri Transparency International sem eru alþjóðasamtök sem berjast gegn spillingu.
Í þessum þætti er fjallað um spillingu á Íslandi, fjölmiðla, stjórnmálamenningu og margt fleira.
Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir við Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, kynjafræðikennara við Borgarholtsskóla þar sem tekin er staðan á KSÍ-málinu svokallaða og árangur þeirrar baráttu sem hófst árið 2021. Einnig er rætt um mál Frosta Logasonar og Eddu Falak, þriðju vaktina, kulnun kvenna, valdaójafnvægi milli kennara og foreldra, ástarsorg og aumingja.
Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling -
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Þórarinn ræðir í þriðja sinn við Heiðar Guðjónsson, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra Sýnar.
Í þessum þætti er rætt um:
- Umhverfismál
- Sorpu
- Rétttrúnað
- Hvort að Heiðar gæti séð fyrir sér að gerast formaður Sjálfstæðisflokksins
- Fjölmiðlastéttina
- Skattamál
- Akademíuna
- Deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna
Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling -
Hlynur Guðmundsson lýsir reynslu sinni af því að vera samkynhneigður maður sem kemur seint út úr skápnum í litlu bæjarfélagi. Hann fluttist til Reykjavíkur í von um að kynnast fleira fólki á keimlíkum stað og hann var sjálfur þegar hann sótti nám en þar mætti honum andstaða vegna þess að hann er hægrisinnaður í stjórnmálum.
Í heild sinni á www.pardus.is/einpaeling -
Brynjar Níelsson kemur enn eina ferðina og í þetta sinn býður hann upp á uppeldis- og hjónabandsráðgjöf.
Farið er um víðan völl og meðal annars þessum spurningum svarað:
Hvað á að skattleggja sjávarútveginn mikið?
Er Kristrún Frostadóttir í rauninni vinstri manneskja?
Viltu bjóða Þorsteini V. heim til þín?
Hver sinnir þriðju vaktinni heima hjá Brynjari?
Er ríkisstjórnarsambandið að grafa undan ímynd Sjálfstæðisflokksins?
Hver er munurinn á Heimildinni og Mogganum?
Afhverju fer ungt fólk í kulnun?
Hvernig mun Samfylkingin takast á við útlendingamálin?
Er Brynjar sár yfir að hafa ekki verið valinn ofar í síðasta prófkjöri?
Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir við Má Wolfgang Mixa um stöðu húsnæðismála. Rætt er um leigjendur, stýrivaxtahækkanir og lækkanir, stjórnmálin, hvata og fleira.
Hlaðvarpið í heild: www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir við Þórð Pálsson um allt á milli himins og jarðar. Meðal annars menntamál, orkumál, woke-hugmyndafræðina, stríðið í Ísrael og Palestínu, heimspeki, íslensk stjórnmál, og kjarasamninga.
Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir við Þórð Gunnarsson um framtíðarhorfur í efnahagsmálum. Rætt er um orkumál, alþjóðamál, matvælaöryggi, lánamál og stöðu Íslands í öllum þessum málum.
Til þess að styrkja hlaðvarpið má fara inn á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir öðru sinni við Lenyu Rún Taha Karim.
Að þessu sinni er rætt um hatursorðræðu, deilu Ísrael og Palestínu, íslensk stjórnmál og orkumál.
Hlaðvarpið í heild: www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir við viðskiptablaðamanninn Magdalenu Torfadóttur um ýmis mál.
Rætt er um efnahagsmál, stjórnmálin, áherslur í menntastefnu háskóla á Íslandi, snjóhengju lána og verðbólguna.
Þáttinn í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir við Birgi Ármannsson um ríkisstjórnarsambandið, Lindarhvolsmálið, heilbrigðiskerfið og hvort að þessi ríkisstjórn geti starfað saman.
Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling. -
Þórarinn ræðir við Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, um stöðu ríkisstjórnarinnar. Rætt er um stöðuna í víðu samhengi, stöðu stjórnarandstöðunnar, stöðu Bjarna Benediktssonar, fráfarandi fjármálaráðherra, stöðu Samfylkingarinnar og margt fleira.
Í heild á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn ræðir við Sigmar Guðmundsson um ríkisstjórnarsambandið, stjórnmálin, flóttamannamál og fleira.
-
Þórarinn og Þorsteinn Siglaugsson ræða um gervigreind, ákvörðunartöku, hagfræði, bók Þorsteins sem nefnist From Symptoms to Causes: Applying the Logical Thinking Process to an Everyday Problem og margt fleira.
-
Þórarinn ræðir við Eyjólf Ármannsson um stemninguna á þinginu, stjórnmálin, málefni öryrkja, húsnæðis- og flóttamannamál.
-
Er seðlbankastjóri á villigötum? Er verðtryggingin svikamylla? Hvað getur ríkisstjórnin gert? Geta lífeyrissjóðirnir bjargað málunum og ættu þeir að gera það? Um hvað fjallar bók Ólafs Margeirssonar?
Öllum þessum spurningum er svarað í þessum þætti og mörgum fleirum.
Áskrift: www.pardus.is/einpaeling
Bók Ólafs: https://www.amazon.com/-/es/%C3%93lafur-Margeirsson-ebook/dp/B0CCNZQQMM -
Hvað ætlar Samfylkingin að gera ef hún kemst í ríkisstjórn? Er Samfylkingin tilbúin að vinna með Sjálfstæðisflokknum? Mun Samfylkingin fjarlægjast Twitter-herinn?
Öllum þessum spurningum og mörgum öðrum er svarað í þessu hlaðvarpi.
Hlaðvarpið má sjá í heild sinni á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn Hjartarson talar við Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri um málefni Úkraínu, Kína og breytinga valdhafa í alþjóðamálum.
-
www.pardus.is/einpaeling
Í þessum þætti er fjallað um BDSM-hneigð, málefni kynseginfræðslu og kynfræðslu, transmál, hinseginbörn, stjórnmálin, Þorstein V. Einarsson, réttindabaráttur undanfarinna ára og margt fleira. -
Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer hörðum orðum um sinn eigin flokk og segist vera tilbúinn að beita sér fyrir útrýmingu flokksins kjósi flokkurinn ekki að breyta um stefnu í málefnum lagaumgjörðar Evrópusambandsins og bókun 35 sem veldur forgangi laga Evrópusambandsins gagnvart lögum sem Alþingi setur.
Í þessum þætti er rætt um þau fjölmörgu mál sem að þessu snúa, heimspeki, frelsi og fleira. - Laat meer zien