Afleveringen
-
Gesturinn að þessu sinni er bæjarfulltrúinn og stjórnmálakonan Brynja Dan Gunnarsdóttir sem deilir með okkur sögu sinni, en áður en við heyrum í henni förum við vestur til Tálknafjarðar á æskuslóðir Gunnars. Við höldum áfram þar sem frá var horfið um fjölskylduna í græna húsinu og heyrum viðtal við Eydísi, systur Gunnars, og fara þau systkinin yfir örlagaríka daginn er móðir þeirra lést.
Vantar þig parket? Heyrðu í vinum okkar í PARKA, þau vilja hjálpa og svo styrktu þeir gerð þessa þátta.
-
Laugardagurinn 23. janúar 1999 og þorrablótsgestir hlæja, drekka og skemmta sér óviðbúnir þeim skelfilegu tíðindum sem senn munu berast… Við förum aftur í tímann með Gunnari og Aroni Mola er þeir fara yfir þau áföll sem mótuðu þá.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?