Afleveringen
-
Gunnlaugur og Ármann ræða Carmen eftir franska tónskáldið Bizet og í leiðinni óhjákvæmilega 19. aldar rithöfundinn Prosper Mérimée og söngkonuna Mariu Callas. Gunnlaugur segir hræðilegan brandara um Bach og Offenbach og eftir það getur þátturinn ekki annað en batnað. Sögunni víkur að tækniblæti Frakka, hollenska sjálfræðinu, barnabókum með smyglurum og sígaunum, covidtímanum sællar minningar og muninum á matador og picador. En getur verið að þeir séu sammála um ágæti Carmen? Eru 17 àra vopnaðir hermenn traustvekjandi? Er Don José incel, „rannsaka“ listamenn eitthvað og muna hlustendur eftir Bláskjá?
-
Gunnlaugur og Ármann ræða óperettu sem Ármann hefur raunar séð á sviði, Kátu ekkjuna eftir Franz Lehar sem var meistari léttleikans og gleðinnar fyrir utan að hefja þrítugu konuna til vegs og virðingar í óperettuheiminum og semja mörg „Tauberlied“. Árið 1905, staðurinn er keisaraveldið Austurríki-Ungverjaland og meðal þess sem ber á góma eru latir tenórar, Parísarbragurinn, fullorðinsaldur hobbita, íhaldssemi 16 ára unglinga, samúðarleysi Ármanns með barnastjörnum, smáríkjakomplexinn, Framsóknarkassinn, Romy Schneider, áramótaskaupið 1986, söngrödd Trumps og tónlistarsmekkur Hitlers. En var Lehar of frjálslyndur þegar kom að framhjáhaldi og vændi? Eru pabbabrandarar bestir? Var Geddan geitin? Eru þýskar gamanmyndir og gamanmyndir Ingmars Bergman þær bestu? Var Björn M. Ólsen virkilega spaugari og sprellari? Er Gunnlaugur ekki snobb? Drakk Jussi Björling jafn mikið og Richard Burton eða bílstjóri Díönu prinsessu? Hvað á Káta ekkjan sameiginlegt með Litlu hryllingsbúðinni? Hvernig kemur ABBA inn í málin? Mun Flimtan og fáryrði taka upp símatíma? Og lærir Gunnlaugur loksins að kveðja hlustendur í lok þáttarins?
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Nú beina Gunnlaugur og Ármann sjónum að sjálfum Richard Wagner og tveimur af þekktustu óperum hans, Rínargullinu og Valkyrjunni. Gunnlaugur rekur raunir sínar úr alþjóðlegum Wagner-hópum og síðan berst talið að jafnvel enn verri aðdáendum hans sem höfðu listamannsmetnað sjálfir. Eins ræða þeir Gesamtkunstwerk og „willing suspension of disbelief“, framburðarslekju, „verkamannaklassík“ og hið mikla dúettatímabil, ofstuðlun Wagners, áhrif hans á John Williams og JRR Tolkien, ægishjálma og grimmdarónæmi, lepp Óðins og Moshe Dayan, hundingja og brjóstumkennanlega dverga, háa f-ið og drengi í mútum, breytta endurtekningu og frjálslegar goðsagnatúlkanir. En er helsta einkenni sérfræðinga að ekkert skilst sem þeir segja? Var Mahler „Gloomy Gus“ og Freddy Mercury „grænseoverskridende“? Er klæmið að draga augað í pung? Ættu allir fundir Miðflokksins að hefjast á aríu Sigmundar? Þýðir hojotoho eitthvað? Líkar fasistabullum illa við nútímalist? Var pappadrekinn Katla ógnvekjandi á sínum tíma? Er skynsamlegt að taka af sér ósýnileikahring fyrir framan mannætukóngulær? Hversu lengi getur maður verið að draga sverð úr tré? Og hvernig tókst Lady Mondegreen að troða sér inn í þennan þátt?
-
Ármann og Gunnlaugur eru ekki sérfróðir um óperur eins og þeir hamra á en hafa báðir horft á Ævintýri Hoffmanns (1881) eftir Frakkann Jacques Offenbach, samtíðarmann Verdi og Wagners. Þar með hafa þeir hætt sér inn í fúafenjasvæði gamanóperunnar og umræðuna um hvort grín þýðist yfirleitt. Fram kemur að Ármann þekkir tónlistina mjög vel en hafði ekki hugmynd um efni óperunnar eða að hún sé um E.T.A. Hoffmann (1776-1822). Eins ræða þeir vélmenni, hugtakið „impresario“, karaktertenóra, buxnahlutverk, nálægð dauðans, orðið „bölmóð“, þjóðsagnasannleik, tvífaraminnið, fótboltalagið frá HM 1982 og smásögu Þórarins Eldjárns „Síðasta rannsóknaræfingin“ þar sem áhrif Hoffmanns á Galdraveiði Jónasar. En hvort er Offenbach líkari bandarískum melludólg frá 8. áratugum eða íslenskum stjörnulögfræðingi? Hver er fremstur af tenórunum þremur? Er það ævistarf að vera stúdent? Er gott að vera höfuðstór? Er Ögmundur Eyþjófsbani með í þessari óperu? En hvað kemur Charli XCX málinu við? Eða orðið „dagskrárvald“? Og getur Ármann troðið Freud inn í umfjöllun um þessa frönsku gamanóperu?
-
Nú fer hlaðvarpið rækilega út fyrir þægindarammann, yfirgefur Íslendingasögur í bili og beinir sjónum að óperum í staðinn. Í fyrsta þætti er rætt um Ótello (1887) eftir græningjann Giuseppe Verdi og vin hans Boito. Enginn man eftir Busseto en Gunnlaugur og Ármann ræða sameiningu Ítalíu, nýlendustefnuna, Odd lögmann, hugtakið FOMO, Ivan heitinn Rebroff, eldri skilgreiningar á offitu, Nietzsche og sjálfsvorkunn, Karate Kid endi, hinn stórkostlega Paul Robeson og fyrstu óskarstilnefningu Maggie Smith. En hvert er hið félagslega samhengi sögunnar um márann frá Feneyjum? Skiptir sakleysi Desdemónu máli? Var Iago níhilisti? Eru ástríðuglæpir réttlætanlegir? Verða óperusöngvarar fyrir miklum fitufordómum? Og hvað með hljómburðinn?
-
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bolla og Ítalíuferð Katrínar með Njálu í farangrinum. Meðal annars sem ber á góma er hvort tekist sé á um Íslendingasögurnar á ríkisstjórnarfundum, dálæti Katrínar á bókaflokknum Landið þitt Ísland, rútuferðir íslenskunema á öldinni sem leið, Hallgerðargata í Reykjavík, Italo Calvino, tvíburar í fornsögum, hið horfna flugfélag Arnarflug og glæpasögur Ólafs við Faxafen. En hver er uppáhaldspersóna Katrínar í Íslendingasögunum? Er Laxdæla saga einföld? Eru þeir yngri lítilfjörlegri? Voru allir vitnandi í Þórólf Kveld-Úlfsson á alþingi árið 1939? Er Gísla saga Súrssonar glæpasaga? Hver heldur með West Bromwich Albion? Hvern drap Eyjólfur í bankanum og hvernig var kvikmyndin The Room fjármögnuð?
-
Gunnlaugur og Ármann ræða hina gömlu lummu um sannleiksgildi Íslendingasagna og fornrita yfirleitt sem almenningur (einkum eldra fólk) hefur mikinn áhuga á. Talið berst einnig að Landnámu og landamerkjadeilum, Kristínu Geirsdóttur og trú aldamótakynslóðarinnar á að Íslendingasögur séu sannar, yfirheyrslum lögreglu sem skemmtiefni, óvinsældum Sveinbjarnar Rafnssonar, fegurð sannleikans, hvort Kristur frelsaði mannkynið með fórnardauða sínum, morðinu á Kitty Genovese, hinni hundrað ára gömlu Erlendsínu, sögulegu mikilvægi fölsku tannanna og uppþvottar og í þessum þætti fá áheyrendur að njóta eftirhermu Gunnlaugs eftir Jóni Helgasyni. En er hægt að taka galdur úr galdrasögu og úr verður sönn saga? Eru Svíar krítískari en annað fólk? Hversu mikilvægar eru þjóðargoðsögur? Hvað með tilkall Ísraelsmanna til landa? Og um hvað eru íslensk fornrit heimild annað en hverju fólk trúði á 13. og 14. öld?
-
Gunnlaugur og Ármann ræða Fóstbræðrasögu og þá glannalegu hugmynd Ármanns að Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrúnarskáld séu dæmi um tvífaraminnið sem síðar komst í tísku og tákngervingar tvöfeldninnar í mannssálinni. Þetta tengist umræðunni um raunsæi, tilfinningalega dýpt, sögusamúð, táknsæi og hugmyndaheimi vísindabyltingarinnar. Þeir ræða líka Gerplu og hugmyndir Helgu Kress um að Fóstbræðra saga sé paródía. Talið berst einnig að stöðu skáldsins í menningunni, ungum vandræðagemsum, framandgervingu, fyndnum upplestrum, bókmenntalegum bíltúrum, gagnrýni á stórmenni, bókmenntaverðlaunum Nóbels, Doris Lessing og siðlausum frönskum eiginmönnum skálda. En er sýkópatahugtakið ofnotað? Er karlmannlegt að hokra ekki að konum? Voru skytturnar þrjár tvíburar? Er Hildibrandur gott nafn? Og er Flimtan og fáryrði frábært kennsluefni? Svarið við seinustu spurningunni er augljóslega: Já!
-
Gunnlaugur og Ármann ræða bókmenntagrein sem varðveittist í öðrum textum, dróttkvæði í Íslendingasögum og konungasögum. En eru þau eftir skáldin sem þau eru kennd? Hvort eru flokkar eða drápur betri? Var Gísli súrrealisti? Hvers vegna er engin vísa eftir Sviðu-Njál í sögu hans? Hverjir fara helst í hungurverkfall og hver var sælkeri mikill og matvandur mjög? Talið berst líka að þriggja manna hjónaböndum, Lata-Geir á Lækjarbakka, Tolkien og Gvendi bónda á Svínafelli, Elton John og Þormóði kolbrúnarskáldi, dálæti Einars Ólafs Sveinssonar á orðinu „anakrónt“, gyðjublæti Gísla Súrssonar, hinum íslenska Mozart og þerapíukveðskap. En hvers vegna eru Gunnlaugur og Ármann að fjalla um efnið sem mátti sleppa þegar Íslendingasögur voru lesnar í skólum?
-
Gunnlaugur og Ármann fá Vigdísi Hafliðadóttur sem eitt sinn var fyndnasti háskólaneminn í heimsókn og þau ræða orðskviði og almennan fróðleik í Grettis sögu og Hávamálum. Vigdís reynir að stela titlinum „rödd almennings“ frá Gunnlaugi þó að hún sé með BA-próf í heimspeki og síðan ræða þau þriggjadísabækling, Mjallhvíti og Lenín, kviksetningu, bitlinga Hallgerðar, kómíska talgalla, sundvenjur og hvaða Davíð keypti ölið. En er hægt að treysta einlægni? Er fólki um þrítugt óhætt að sækja endurmenntunarnámskeið? Er gott að jórtra á hefndinni? Getur grín höfðað til allra? Er hægt að vera vinur þrælsins síns? Hvað varð um hinn heilbrigða milliveg í bólusetningarefa? Hvenær lýkur heimboði? Má gefa annarra manna börnum að borða? Væri Grettir skólaskotmaður ef hann væri ungur Bandaríkjamaður? Er Gunnlaugur persóna í Ævisögu séra Árna Þórarinssonar? Er Matthías fyndið nafn? Og hvað með allt vesalings fólkið sem drepur fólk en enginn þekkir?
-
Hlustendur völdu Ölkofra sögu sem umföllunarefni 45. þáttar og Ármann og Gunnlaugur ræða hann en um leið 119. og 120. kafla Njáls sögu þegar Skarphéðinn auðmýkir alla helstu höfðingja Íslands með orðkynngi sinni. Talið berst líka að Jane Austen og Charlotte Brontë, tákngildi mjólkur sem lekur um „litlaskarð“ karlmanna, mansöngsdrápum lögsögumanns sem stundum kallaði sig Burstakoll, mökum skordýra, Gardemoen-flugvellinum og Gunnlaugur segir óborganlegan brandara um SS- og Goðapylsur. En er sagan um Ölkofra dæmisaga sem Marx og Engels hefðu getað nýtt til að sýna fram á hrikalegar stéttaandstæður samfélagsins? Eru Norðmenn sveigjanleg þjóð? Er sniðugt að brenna kol í skógi? Er Skegg-Broddi Bjarnason Jackie Aprile Jr. íslenskra miðalda? Hvernig sá Ármann Skapta Þóroddsson fyrir sér á 9. ári og hefði hann orðið miðaldafræðingur ef orðið „rass“ hefði ekki komið fyrir í 120. kafla Njálssögu?
-
Gunnlaugur og Ármann ræða hina lítt þekktu Bárðar sögu Snæfellsáss sem hefur öll helstu einkenni sagnfræðirita en er misskilin í nútímanum vegna fjölda annarsheimsvætta og vegna þess að nútímafræðimenn meta stundum miðaldarit vegna þess hversu vel þau falla að heimsmynd nútímans. Eins kemur fram að Bárðarsöguhöfundur einn skilur muninn á risa og trölli. Þá er rætt um náttúrunafnakenninguna, vinsældir hlaðvarpsins í heiminum, hinn ástsæla Kim Il Sung, söngvarann Erling Ágústsson, ferð Ármanns á Dofrafjöll og kramið sem getur verið erfitt að falla í. En er Bárðar saga Ghost 14. aldar? Eru eplakvöldin ennþá til? Eru Gunnlaugur og Ármann dvergar á herðum risa og hvor er þá Gimli? Hvers vegna í ósköpunum tók Bárður tvö tröll með sér til Íslands? Hvað gerði hann í Dritvík? Er hann góður faðir? Er raunsæislegt á miðöldum ekki bara það sama og vel skrifað? Eru falskar orðsifjar og stafabrengl ekki hin ágætustu vísindi? Hver var kallaður rex perpetuus Norvegiae og hvað er Rauðgrani að gera í þessari sögu? Mynduð þið nefna börnin ykkar Dumb eða Flaumgerði?
-
Fyrir áskrifendur okkar á Patreon les Gunnlaugur upp vel valdar Íslendingasögur og þætti. Hérna birtist brot úr fyrstu sögunni, Króka-Refs sögu, en þar sem hér er komið sögunni segir frá því hvernig Refur fór með óvini sína þá Gunnar og Bárð.
Ef þú vilt hlusta á söguna í heild sinni þá geturðu gerst áskrifandi að Patreon síðunni okkar: https://bit.ly/44EZknZ -
Gunnlaugur og Ármann ræða Snorra Sturluson sagnaritara og bróðurson hans Sturlu Þórðarson en Sturla er helsta heimildin um víg Snorra í september 1241 og segir ólíkt frá því í Hákonar sögu og Íslendinga sögu í Sturlungusafninu. Talið berst einnig að hlýjum mánuðum, orðheldni jarla, Ólafi krónprins, ríkum ekkjum, mildi aldraðs fólks, ráðstefnudólgum og merkingu orðanna út og utan. En hver voru hinstu orð Snorra Sturlusonar? Hvað stóð í bréfum Hákonar konungs? Hvað voru Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi að ræða á Kili? Var arfur Klængs Bjarnarsonar ástæðan fyrir vígi Snorra? Hversu beiskur var Árni? Er hægt að byggja á vitnisburði manns sem heitir Arnfinnur Þjófsson? Voru Eyvindur brattur og Árni óreiða alvöru menn og var fallega gert að nefna son sinn Órækju?
-
Í þessum þætti berst talið að fornaldarsögum Norðurlanda og einkum Hrólfs sögu kraka en líka að skrítnum smekk 15. aldar manna, sifjaspellum í fornsögum, Indiana Jones, Prins Valíant og Andrew prins. Gunnlaugur og Ármann ræða Rafn ofursta og Skuld drottningu, andsetna gelti og þýskar prinsessur sem eru eins og mý á mykjuskán, þættar sögur, hinn heilaga gral, fégræðgi Svía, galdra og hamskipti, valdabaráttu Dana og Svía á 17. öld, stigveldi fornsagna og sælustundir í Nýja-Garði. En er Svíþjóð hið horfna Atlantis? Er gull í Hrunamannahreppi? Hvað gerist þegar menn giftast dætrum sínum? Er eftirsjá að hrunmenningunni og er gott að mæta á stefnumót við álfkonur? Hvort heitir kappinn Böðvar eða Bjarki og hvað finnst Ármanni um Weibull-bræður?
-
Loki kemur við sögu í Snorra-Eddu og eddukvæðum. Hann er guð og ekki guð, karl og kona, jötunn en þó ekki, stundum í hryssulíki og getur breytt sér í flugu og lax. Margt á Loki sameiginlegt með Óðni – en var hann heimsendaguð eða kannski skólafélagi Gunnlaugs? Og í hvaða höfuðátt búa jötnarnir? Eru Loki og Útgarða-Loki sama veran? Skrópaði tröllkonan Þökk í lýðveldiskosningunum 1944? Er letin kannski mjög jákvæð? Um hvað eru íslenskar bókmenntir fyrri alda heimildir, er sögnin „hrauna“ ofnotuð, hefði Snorri Sturluson þurft ritstjóra og hvað finnst Ármanni um Marvel-myndirnar? Talið berst líka að keðjubréfum, mótþróa unglinga, Hárbarðsljóðum, Þrymskviðu, Erich von Däniken, fullorðinsmáli og barnamáli, covidárunum, utanlandsferðum Ármanns og fólki sem kemur til hans með „glænýjar“ kenningar frá 18. öld um bókmenntir fyrri alda.
-
Gunnlaugur og Ármann ræða eddukvæðið Vafþrúðnismál, visku og háan aldur jötna, hvernig guðirnir svindla alltaf, fjölþætta merkingu ergihugtaksins á miðöldum, merkingarkjarna og merkingarauka en víkja einnig að hómóerótískum málverkum af Kain og Abel, fornu íslensku sjónvarpsefni, spennumyndinni Red Eye og bandarísku stafsetningarkeppninni. En myndi Ármann ekki fara með sigur í samsvarandi íslenskri stakyrðakeppni? Mun Gunnlaugur stofna sérstakt hlaðvarp um hollenska menningu? Hvers konar gyðjur eru sagðar argar og illar? Hver eru líkindin með jötnum og foreldrum okkar? Hvernig tekst Ármanni að troða Freud inn í þáttinn? Af hverju minna nöfn í eddukvæðum á Andrés önd? Og hvað er lúður að gera í eddukvæðum?
-
Íslenzk fornrit eru virðulegasta útgáfa fornsagna og hafa komið út í rúm 90 ár. Í þessum þætti ræða Gunnlaugur og Ármann þennan þjóðrækna bókaflokk sem þátt í viðleitni sinn til að endurvekja bókablæti á Íslandi. Á dularfullan hátt leiðir þetta þá í að ræða söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Einnig berst talið að tilraunum Ármanns til að búa til nýja Íslendingasögu og því hvernig Gunnlaugur varð poppakademíker. En hvað eru Íslenzk fornrit og getur talist heilbrigt fyrir tvítug ungmenni að kaupa þær allar? Er það galli á fræðimönnum að vera yfirlætislegir? Hvað varð um Mími 36? Mun Gunnlaugur ná sér í Wide Sargasso Sea? Hvers virði er góð neðanmálsgrein og hvað í fjáranum er rauðavíkingur?
-
Gunnlaugur og Ármann ræða Gunnlaugs sögu en óminnishegrinn sveimar yfir þeim þannig að úr verður kátlegt minnisleysingjaleikrit. Meðal annars berst talið að fjárfestingarstefnu Gunnlaugs ormstungu, óhefðbundnum lækningaraðferðum hans, Gunløgsgade í Kaupmannahöfn, hvort Gunnlaugur og Hrafn hafi verið rapparar síns tíma eða hvort óskynsamlegt sé að færa særðum andstæðingi vatn. En afsannaði Jón Sigurðsson fornsögurnar? Er verra að þola ekki Þorstein Egilsson en vera búinn að steingleyma honum?
---
Kæri hlustandi. Þetta er bara sýnishorn en þátturinn í fullri lengd er einöngu opinn áskrifendum á Patreon síða Flimtans og fáryrða, https://tinyurl.com/uyte74dv -
Gunnlaugur og Ármann ræða helstu fanta og fúlmenni fornsagnanna, m.a. í ljósi skrifa Einars Ólafs Sveinssonar, Åsfrid Svensen og Carol Clover. Í ljós kemur að Gunnlaugur hefur steingleymt miðjunni á Njálu og feluleikjasnilld Þráins Sigfússonar. Einnig ræða þeir sjónarhorn í frásögnum, vísu Þóris jökuls, hnyttin tilsvör unglingsdrengja, íslenskan Sherlock Holmes á 10. öld, f-orðið, norsku gamansemina, Richard Nixon, „miles gloriosus“ manngerðina, Bíólagið og hvort illmennin hafi verið Baader-menn síns tíma.
- Laat meer zien