Afleveringen
-
Tekinn upp 8. feb. Einn á rólegu nótunum er Frikki og Siggi mættu í stúdíó og ræddu eitthvað af því helsta sem var uppá teningunum í golfinu í fyrra, Rollback, Merger og fleira.
-
Loksins kemur út seinni hluti viðtalsins við Árna Frey. Hann er flestum golfurum kunnugur í dag og kom til okkar og sagði okkur söguna á bakvið Eagle golf og hvað hann er með í pípunum þessa stundina. Við ræðum svo allt milli himins og jarðar, aðallega 7 tré. Logi er hress á sínum stað í Gestastjórastólnum og segir nokkra hræðilega brandara.
-
Árni Freyr er flestum gofurum kunnugur í dag og kom til okkar og sagði okkur söguna á bakvið Eagle golf og hvað hann er með í pípunum þessa stundina. VIð ræðum svo allt milli himins og jarðar, aðallega Golf. Logi er hress á sínum stað í Gestastjórastólnum.
-
Seinni hluti af heimsókn þeiira Magga og Loga. Ræðum stöðu golfstarfs á Íslandi og golfkennslu og margt fleira.
-
Gesturinn þáttarins er öðlingurinn Magnús Máni Kjærnested klúbbmeistari Nesklúbbsins. Logi er einnig með okkur svo það er gleði og gaman. Maggi segir frá Meistaramótinu og fleiru, stuttar hraðaspurningar, ræðum LIV og stöðu golfsins og allskonar. Seinni hluti í næsta þætti.
-
Gott Green fær í stúdíó til sín frábærann gest: Ríkjandi Íslandsmeistara karla Loga Sigurðsson. Mikið hlegið og sungið í persónulegu og skemmtilegu viðtali við þennan frábæra kylfing og mikla gleðigjafa.
Eagle Golf 🦅⛳
-
Það haustar á kylfinga landsins og Sigurður og Friðrik setjast niður og ræða nýju golfdeildina TGL og fleira.
-
Í þessum þriðja þætti okkar af Gott Green förum við yfir það helsta úr 44. Rydernum sem fram fór í Róm nú á dögunum.
-
Í öðrum þætti okkar af Gott Green höldum við áfram að hita upp fyrir Ryder og í þetta sinn förum við vel yfir lið Bandaríkjanna. U.S.A!
-
Í þessum fyrsta þætti af Gott Green er hitað upp fyrir Ryder Cup og fara þáttarstjórnendurnir Friðrik Bjartur og Sigurður Waage vel yfir lið Evrópu.