Afleveringen

  • Við beinum sjónum okkar nú að sannfærandi "Ég er" staðhæfingum sem dreifðar eru um Jóhannesarguðspjall, sem allar bera með sér tvöfalda frásögn sem fjallar bæði um sjónarmið heiðingja og Gyðinga.

    Íhugið hina kröftugu setningu: "Ég er brauð lífsins" (Jóhannes 6:35), sem ögrar guðdóminum Demeter (Guð provision, Guð sem sér þér fyrir brauði og mat. Grikkir töldu hann brauð lífsins) um leið og hann endurómar nærandi eiginleika Torah.

    Yfirlýsingin "Ég er ljós heimsins" (Jóhannes 8:12) stendur andspænis ríki Apolló (guð ljóssins) en er í takt við þann lýsandi kraft sem Torah er eignaður.

    Þegar Jesús segir: "Ég er dyrnar" (Jóhannes 10:9) ögrar frásögnin Janusi (Guð með tvö höfuð, Guð dyragatsins) og leggur áherslu á hlutverk Torah sem hliðið til lífsins.

    Fullyrðingin "Ég er góði hirðirinn" (Jóhannes 10:11) horfist í augu við áhrif Pans (Tölum meira um hann seinna, hálf geit og hálfur maður guð frjósemi) og og undirstrikar um leið leiðsögn og verndandi eðli Torah.

    "Ég er upprisan og lífið" (Jóhannes 11:25) ögrar Asclepiusi (sonur apollo en honum var gefin kraftur til að lækna) um leið og hann endurómar mikilvægi Torah á eilífa sviðinu.

    "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið" (Jóhannes 14:6) vinnur gegn fullyrðingum Aþenu (var gyðja sannleikans og vegsins) um sannleikann og nær utan um kenningar Torah.

    Að lokum: "Ég er hinn sanni vínviður" (Jóhannes 15:1) skorar Díónýsos (var Guð vínsins og orgíunnar var með flesta áhangendur í grísku róm) á hólm og bendir á Torah sem hina sönnu uppsprettu andlegrar næringar.



    Spurningar

    Hversu magnað er að Jóhannes nái að tala til tveggja hópa?

    Hvað með það sem stendur í Kóraninum Jesus is the word!

    Veljið sögu í Jóhannes og spyrjum hvað heyrir grikkinn og hvað heyrir gyðingur, hvernig hljómar þessi saga frá helenismanum.

    Hjarta spurningar

    Hvað þýðir að Guð opnaði flóðgáttirnar fyrir heiðingjana opnaði þetta fyrir alla?

    Hvernig breyta "ég er" yfirlýsingar Jesú fyrir mig? Hver talar mest til min núna og afhverju?

    Hvernig skora þær á þig og á hvað þú setur þitt traust í stað þess að treysta á hann?

    Farsæld er stór hluti af menningu okkar en hvernig lítur hún út þegar Jesús gefur þér raunverulega farsæld?

    Hvað er kerfislæg fátækt og hvert er okkar hlutverk gagnvart henni?

    Jóhannes vinnur svo hart að því að setja þetta í menningu þess tíma, en hvernig setjum við konungsríkið inn í okkar menningu og skilning?

  • Zijn er afleveringen die ontbreken?

    Klik hier om de feed te vernieuwen.

  • Parashah: Vikulegur Torah hluti lesinn í samkunduhúsinu; fjallar um Torah á einu ári.

    Haftarah: Restin af Tanakh lesin í þriggja ára hringrás ásamt parashah.

    Spurningar:

    Hvað finnst þér mæla með og má móti að kenning Goulders gangi upp.

    Hjarta spurning:
    Hvernig er hjarta Guðs gagnvart gyðingum ef rétt reynist að Lúkas sé skrifaður til að gyðingar geti lesið hann samhliða sínum lestri.

    Hversu mikið vill Guð þá hjálpa Gyðingum að skilja hvernig á að túlka Torah út frá Jesús sem Messías.

  • 1. Praetorian varðmenn safnast saman

    a. Nero: Praetorian varðmenn safnast saman í praetorian

    b. Mark: 15:16 Hermaður safnast saman í Praetorium

    2. Konunglegur klæðnaður og táknmyndir valds

    a. Nero: Nýji keisarinn er klæddur í konungleg föt, gefin krúnuföt (krans) og valdsprota

    b. Mark: 15:17-19 Jesús klæddur í fjólblátt klæði, hæddur með þyrnikórónu og slegin með staf (valdsprota)

    3. Skrautferðin eða ferðin:

    a. Nero: ferð farin um götur oft með altari fyrir reykelsi sem leiðir veginn

    b. Mark:15:20. Jesús leiddur út til krossfestingar látin ganga upp krossinn

    4. Það er fórn sem fylgir Keisaranum

    a. Naut fylgdi keisaranum og keisarinn heldur á drápsvopni til að fella fórnina

    b. Mark: 15:21 Símon frá Kyrene er neyddur til að bera kross Jesús, þar sem jesús er fórnin

    5. Við endastað göngu og höfnun á víni með myrru:

    a. Nero kemur á capitoline hæð (eina af sjö hæðum rómar þýðir í raun höfuð hæð) og er boðið vín með myrru en hafnar því sýnir styrk þannig þarf engan drykk

    i. https://en.wikipedia.org/wiki/Capitoline_Hill 2

    b. Mark 15:22-23 Jesús kemur að golgata ( hauskúpu hæð eða haus hæð) er boðið vín með myrru en hafnar því

    6. Vald yfir dauða og lífi er sýnt

    a. Nero: Drepur fórnina og keisarinn ræður örlög fanga og sýnir þannig að hann hefur vald yfir dauða og lífi

    b. Mark:15:24 Jesús er krossfestur og hermenn kasta hlut uppá klæðin hans sýnir hverjir hafa valdið

    7. Hátt upp hafin með háttsettum embættismönnum

    a. Nero gengur upp stigann með æðstaprest og æðsta foringja hersins

    b. Mark15:27 Jesús er hafin upp á krossi á milli tveggja uppreisnarmanna

    8. Yfirlýstur sem Drottinn og Guð

    a. Nero: Þegar Sesar kemur í efstu tröppu hrópar lýðurinn „Drottinn og Guð“

    b. Mark: 15:29-32: Fólkið og trúarleiðtogarnir hæddust af jesú sögðu honum að bjarga sjálfum sér og minntust á að hann væri Guð

    9. Bið eftir tákn af himnum

    a. Nero: Yfirnáttúrulegir atburðir eins og sólmyrkvi sýnir fram Á GUÐLEGA VELVILD

    b. Mar:15:33 Myrkur hylur landið í þrjá tíma erundarlegur og sértækur atburður

    Spurningar
    Spurningar fyrir hugann
    1. Hvernig endar Markús og er hann skrifaður eftir Matteus eða ekki?
    2. Hvað er sannur sigur? Rómverskur sigur eða Jesú sigur
    Spurningar fyrir hjartað
    1. Glímum við hugmyndafræðina hvað er sigur fyrir okkur persónulega
    2. Hvernig er endirinn ef Markús endar í versi 8?
    3. Hvernig var að vera kona á þessum tíma og upplifa Jesús upprisin og þurfa að flytja þær fréttir. Hvaða hugsanir voru þær að berjast við? Afhverju voru þær hræddar?

  • Hvernig talar matteus Guðspjallið til okkar?

    Viðhorfið sem Matteus hefur kemur frá hans lífi að vera utangarðs?

    Hans ástríða virðist vera fagnaðarerindið þar sem allir eru velkomnir

    Skoðið líf Matteusar hvernig tilfinning var að vera tollheimtumaður?

    Hvernig leit lífið hans út í daglegum hlutum?

    Þekkir þú hvernig það er að vera utangarðs?

    Getur þú tengt þig við þessa tilfinningu í þínu lífi?

    Leitist við að skilja með hjartanu hvernig er að vera utangarðs.

    Er utangarðsfólk í borginni okkar sem engin er að hugsa um?

    Eru einhverjir sem við þurfum að hjálpa að upplifa sig elskaða?

  • VIð förum yfir fagnaðaerindið og sögurnar tvær heimsveldi eða friðarveldi. Saga Guðs og saga mansins.

    Spurningar:
    1. Hvað er fagnaðarerindið
    2. Hvaða sögu segja Guðspjöllin
    3. Hvernig tengjast Guðspjöllin eru þau í samhljóm eða tala þau til mismunandi hópa?
    4. Hugmyndafræðin um nýjan konung og nýtt konungsríki vs að fagnaðaerindið sé bara um dauða og upprisu Krists. Er önnur rétt og hin röng eða eru þetta tvær hliðar á sama tening?

    Munum að vera ekki bara í huganum heldur í hjartanu líka þegar við erum að skoða allar þessar hugmyndir.