Afleveringen
-
Gestur þáttarins að þessu sinni kemur að norðan, hann heitir Eiður Stefánsson og er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Skömmu áður en Eiður hóf afskipti af verkalýðsmálum um aldamótin taldi hann stéttarfélög óþörf og að þau ætti að leggja niður.
-
Jakob Tryggvason er formaður Félags tæknifólks en innan Rafiðnaðarsambandsins eru átta félög og er Félag tæknifólks eitt þeirra. Jakob hefur verið formaður félagsins síðan 2007 en félagsmenn í dag erum um 1700 talsins.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður Afls-starfsgreinafélags á Austurlandi hefur verið formaður frá stofnun félagsins 2007 en áður var hún formaður tveggja verkalýðsfélaga frá 1993. Hjördís Þóra er gestur þáttarins í dag.
-
Alþýðusamband Íslands hefur sett fram áherslupunkta í aðdraganda alþingiskosninga 2021. Af því tilefni kynnir ASÍ röð þátta í hlaðvarpi þar sem starfsmenn samtakanna ræða málin við einstaklinga með innsýn í málefnin og stöðuna í stjórnmálunum.
Í þessum þætti ræðir Róbert Farestveit hagfræðingur hjá ASÍ við Arnar G. Hjaltalín formann Drífanda, stéttafélags í Vestmannaeyjum um atvinnu, afkomu og byggðir. -
Alþýðusamband Íslands hefur sett fram áherslupunkta í aðdraganda alþingiskosninga 2021. Af því tilefni kynnir ASÍ röð þátta í hlaðvarpi þar sem starfsmenn samtakanna ræða málin við einstaklinga með innsýn í málefnin og stöðuna í stjórnmálunum.
Í þessum þætti ræðir Eyrún Björk Valsdóttir, sviðsstjóri hjá ASÍ, við Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um menntamál. -
Alþýðusamband Íslands hefur sett fram áherslupunkta í aðdraganda alþingiskosninga 2021. Af því tilefni kynnir ASÍ röð þátta í hlaðvarpi þar sem starfsmenn samtakanna ræða málin við einstaklinga með innsýn í málefnin og stöðuna í stjórnmálunum.
Í þessum þætti ræðir Drífa Snædal, forseti ASÍ, við Ögmund Jónasson, fyrrverandi ráðherra, um heilbrigðismál. -
Alþýðusamband Íslands hefur sett fram áherslupunkta í aðdraganda alþingiskosninga 2021.
Af því tilefni kynnir ASÍ röð þátta í hlaðvarpi þar sem starfsmenn samtakanna ræða málin við einstaklinga með innsýn í málefnin og stöðuna í stjórnmálunum.
Í þessum þætti ræðir Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur hjá ASÍ við Stefán Ólafsson sérfræðing hjá Eflingu um ójöfnuð. -
Alþýðusamband Íslands hefur sett fram áherslupunkta í aðdraganda alþingiskosninga 2021.
Af því tilefni kynnir ASÍ röð hlaðvarpa þar sem starfsmenn samtakanna ræða málin við einstaklinga með innsýn í málefnin og stöðuna í stjórnmálunum.
Í þessu hlaðvarpi ræðir Magnús M. Norðdahl lögfræðingur og sviðsstjóri hjá ASÍ við Eygló Harðardóttur fyrrverandi félagsmálaráðherra. -
Arnar Hjaltalín er aðfluttur Vestamannaeyingur sem hefur verið formaður stéttarfélagsins Drífanda síðan í lok síðustu aldar. Hér er rætt við Arnar um formennskuna, Vestmannaeyjar og margt fleira.
-
Umræða um svokölluð gul stéttarfélög hefur verið áberandi að undanförnu og þá einkum í tengslum við Flugfélagið Play en Íslenska flugstéttarfélagið, sem Play hefur samið við, virðist bera öll merki þess að vera „gult stéttarfélag“. Slík félög standa alla jafna utan heildarsamtaka launafólks, eins og ASÍ, og ganga jafnvel erinda atvinnurekenda og gegn hagsmunum launamanna.
Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, þekkir vel sögu verkalýðshreyfingarinnar en hann hefur sérstaklega kynnt sér svokölluð gul stéttarfélög. Í þessu viðtali segir hann frá slíkum félögum í nútíð og fortíð. -
Finnbogi Sveinbjörnsson er Vestfirðingur í húð og hár en hann er formaður mánaðarins í hlaðvarpi ASÍ í maí 2021. Finnbogi hefur staðið í stafni hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga frá árinu 2007 auk þess að hafa stýrt nokkrum undangengnum þingum ASÍ af mikilli röggsemi.
-
Georg Páll Skúlason formaður Grafíu, sem áður hét Félag bókagerðarmanna, er gestur þáttarins í dag en hann er búinn að vera formaður þessara félaga í 15 ár og starfað fyrir bókagerðamenn í 31 ár.
-
Hlaðvarpsviðtal við Þorstein Sveinsson, starfsmann VR, og Finnborgu Elsu Guðbjörnsdóttur, starfsmann Verkalýðsfélags Suðurlands. Þau ræða um félögin sín, störfin sín, félagsmennina og erindi verkalýðshreyfingarinnar.
-
Hlaðvarpsviðtal við Hjalta Tómasson, starfsmann vinnueftirlits Bárunnar á Selfossi
-
Guðmundur Helgi Þórarinsson var kjörinn formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna árið 2018 eftir að hafa verið stjórnarmaður í sínu stéttarfélagi í 25 ár. Guðmundur Helgi er formaður mánaðarins í marsmánuði 2021.
-
Jóhann Rúnar Sigurðsson varð formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri árið 2012 og hefur því leitt félagið undanfarin 9 ár. Jóhann Rúnar er formaður febrúarmánaðar í hlaðvarpi ASÍ.
-
Þann 9. febrúar 2021 kynnti Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sína fyrstu afurð - stórmerkilega skoðanakönnun á stöðu launafólks í Covid faraldri. Kristín Heba Gísladóttir er framkvæmdastjóri Vörðu og hún segir hér frá þessu jómfrúarverkefni rannsóknarstofnunarinnar.
-
Lilja Sæmundsdóttir hefur verið formaður Félags hársnyrtisveina í 9 ár. Hún var uppreisnagjörn sem unglingur og neitaði að fara hefðbundnar leiðir. Rétt rúmlega tvítug fór hún að skipta sér af verkalýðsmálum og hefur verið að síðan. Lilja er fyrsti formaður mánaðarins í Hlaðvarpi ASÍ árið 2021.
-
Árið 2020 hefur verið allt annað en hefðbundið og fer í sögubækurnar fyrir heimsfaraldur sem er sá versti í rúma öld og heimskreppu sem er sú dýpsta í 90 ár. Í þessum ólgusjó hefur Drífa Snædal staðið í stafni hjá ASÍ. Í þessu viðtali fer hún yfir árið 2020 og þær áskoranir sem það bauð upp á.
-
Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík og hefur verið það í 26 ár. Aðalsteinn er síðasti formaður mánaðrins í Hlaðvarpi ASÍ árið 2020.
- Laat meer zien