Afleveringen
-
Í sjöunda þætti hlaðvarps Lestrarklefans fengum við góðan gest, rithöfundinn og bóndann Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Hún starfar einnig sem þýðandi og hefur meðal annars þýtt bækur Emily Henry og leikritið Rómeó og Júlíu eftir sjálfan Shakespeare.
Þáttarstjórnendur: Rebekka Sif Stefánsdóttir, ritstjóri Lestrarklefans, og Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, aðstoðarritstjóri Lestrarklefans.
-
Í hlaðvarpi Lestrarklefans í dag ræðum við um flóru hinsegin bókmennta. Til okkar kom góður gestur, Bergrún Andradóttir skrifstofustýra og aðstoðarframkvæmdarstjóri Samtakanna ´78. Bækur sem voru meðal annars ræddar, Eldri konur, You Exist Too Much, Drottningarnar í garðinum, DJ Bambi, Ungfrú Ísland, Herbergi Giovanni ásamt fleirum.
Þáttastjórnendur: Rebekka Sif Stefánsdóttir, ritstjóri Lestrarklefans, og Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, aðstoðarritstjóri Lestrarklefans.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Rebekka, Díana og Sjöfn ræða lestrarmarkmið, lestrarsnallforrit og furðulegar lestrarvenjur.
-
Í jólabókaflóðsþætti Lestrarklefans fengum við góðan gest, leikarann og grínistann Vilhelm Neto. Rætt var um nýútkomnar bækur, hvað við erum að lesa og mikilvægi þess að bera út boðskap bóklesturs á TikTok!
Umsjónarmenn: Rebekka Sif Stefánsdóttir og Sjöfn Asare.
-
Í þriðja þætti fjalla Rebekka Sif og Díana Sjöfn um jólalegar bækur eða svokallaðar jólabækur. Bæði fyrir fullorðna og börn. Inn í það blandast jólahefðir, notalegheitin við lestur yfir hátíðarnar og að lokum örstutt umræða um jólabókaflóðið.
-
Í öðrum þætti ræðum við sjálfsútgefið rusl, Mikilvægt rusl og hvernig rithöfundurinn Halldór Armand yrði flokkaður ef hann væri rusl. Fáðu þér endilega sæti í Lestrarklefann.
Umsjónarmenn: Rebekka Sif Stefánsdóttir, Díana Sjöfn Jóhannsdóttir og Sjöfn Asare.
-
Í fyrsta þætti hlaðvarps Lestrarklefans ræða Rebekka, Díana og Sjöfn um tilgang menningargagnrýni. Einnig er farið yfir sögu Lestrarklefans og þáttastjórnendur kynntir til leiks.