Afleveringen

  • Í þessum þætti ræðum við um lífsferil íþróttafólks (athlete lifespan) frá því hvernig börn geta kynnst íþróttum á jákvæðan hátt, yfir í hvað einkennir góða hæfileikamótun, hvað þarf til að ná árangri, og að lokum hvaða áskoranir blasa við í lok ferils. Paul Wylleman er klínískur sálfræðingur og prófessor við Vrije háskólann í Brussel. Hann er meðal fremstu fræðimanna í heimi hvað varðar rannsóknir á lífsferli íþróttafólks og heildrænni nálgun í þjálfun og uppeldi þess. Dr. Wylleman hefur birt fræðigreinar um sálfræðilega færni, andlega heilsu og vellíðan, og þverfaglegan stuðning við afreksíþróttafólk og ólymlíufara. Hann hefur starfað sem sérfræðingur fyrir hollensku og belgísku ólympíusamböndin, meðal annars sem leiðandi íþróttasálfræðingur á ólympíuleikum og veitt ótal öðrum þjóðum ráðgjöf um hvernig eigi að byggja upp stuðningsnet fyrir ólympíuhópa. Paul er fyrrum forseti samtaka evrópskra íþróttasálfræðinga og hefur unnið að ýmsum rannsóknum fyrir alþjóða ólympíunefndina. Viðtalið við Paul var tekið upp þegar hann kom og flutti erindi á málþingi Fimleikasambands Íslands um verndun og velferð barna, unglinga og afreksmanna í íþróttum. Það fer fram á ensku.

    UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
    Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

    UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
    Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).

  • Íþróttafræðideild býður upp á tvíþætta meistaragráður í íþróttavísindum og stjórnun í samvinnu við Háskólann í Molde í Noregi. Kristján Halldórsson átti samtal við Fannar Helga Rúnarssson sem tók tvö ár í íþróttastjórnun í Molde og starfar núna í KSÍ, og Hafþór Hauk Steinþórsson sem er að klára sitt fyrsta ár í Molde í vor og tekur seinna árið hér heima á Fróni.

    Þeir ræða um námið og hvernig er að búa í Molde sem er mikill íþróttabær.

    UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
    Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

    UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
    Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).

  • Zijn er afleveringen die ontbreken?

    Klik hier om de feed te vernieuwen.

  • Katrín Ýr Friðgeirsdóttir er doktorsnemi í íþróttavísindum og svefn, þar sem hún er að skoða áhrif hreyfingar á kæfisvefn. hún hef starfað sem styrktarþjálfari í meistaraflokk og undir 15 ára liði Íslands í knattspyrnu. Hefur mikinn áhuga á þjálfun kvenna með tilliti til tíðarhringsins, áhrif tíðarhringsins á frammistöðu, svefn, endurheimt, meiðslahættu og líðan kvenna í íþróttum.

    UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
    Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

    UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
    Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).

  • Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, Prófessor, er forseti íþróttafræðideildar. Rannsóknir hennar hafa meðal annars fjallað um geðheilsu íþróttafólks, sálfræðilega færni og andlegan styrk í íþróttum ásamt afleiðingum höfuðhögga.Hafrún hefur unnið mikið með öflugasta íþróttafólki landsins en hún var sálfræðingur íslenska keppnisliðsins á Ólympíuleikunum í London 2012, í Ríó 2016 og í Tokyo 2021. Við settums niður með Hafrúnu og ræddum um íþróttafræðideildina og rannsóknarverkefni sem hún er að vinna að.

    UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
    Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

    UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
    Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).

  • Í Verkfræðvarpinu ræddu Helgi Þór og Þórður Víkingur við Einar Stefánsson umhverfis- og byggingaverkfræðing hjá VSÓ. Einar hefur komið að fjöldamörgum verkefnum frá því hann lauk námi í umhverfisverkfræði í Kaupmannahöfn. Einar er mikill fjallagarpur og var meðal annars með tveimur félögum sínum fyrstur Íslendinga á toppi Everest þann 21. maí 1997. Í þættinum var rætt um þá ferð og aðrar álíka ferðir sem Einar hefur ráðist í með félögum sínum. En í störfum sínum sem verkfræðingur hefur Einar leitt umfangsmikil og mikilvæg verkefni og nýjasta dæmið er uppbygging skíðasvæðanna í Bláfjöllum. Verkefnin í reynslubanka Einars eru því ólík en sumt er þó sameiginlegt, og hrein og bein samskipti og heiðarleiki eru forsenda árangurs í öllum verkefnum.

    UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
    Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).

  • Netárásir á fyrirtæki og stofnanir eru vaxandi vandamál. Er þá skemmst að minnast alvarlegrar árásar sem HR varð fyrir frá rússneskum tölvuþrjótum sem olli miklum vandræðum. Magni Reynir Sigurðsson tölvunarfræðingur og fagstjóri hjá CERT-IS er allra manna fróðastur um netöryggismál. Í mjög fróðlegu og ítarlegu spjalli við Þórð Víking og Helga Þór fer Magni yfir sögu tölvuárása frá árdögum netsins til okkar daga. Þá er fjallað um hvað býr að baki og hvað skal til bragðs taka. HR árásinni eru gerð sérstök skil í þættinum. Loks deildi Magni framtíðarsýn sinni en ný tækni eins og gervigreind felur bæði í sér áskoranir og tækifæri.

    UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
    Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).

  • Í Verkfræðivarpinu að þessu sinni tekur Þórður Víkingur tali ungan verkfræðing, Sveinbjörn Jónsson. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sveinbjörn aflað sér mikillar reynslu sem verkefnastjóri víða um lönd og starfað að fjölbreyttum verkefnum. Það er einkar áhugavert að heyra Sveinbjörn segja frá þeim miklu fjárfestingaverkefnum sem ISAVIA tekst á hendur þessi árin á Keflavíkurflugvelli og því stjórnskipulagi sem hann hefur tekið þátt í að móta. Ekki síst er samspil ISAVIA og erlenda ráðgjafafyrirtækisins MACE athygli vert. Í samtalinu er farið um víðan völl og Sveinbjörn er einkar áhugaverður viðmælandi.

    UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
    Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).

  • Ian Jeffreys er nýr prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Ian er þekktur á heimsvísu í sínu fagi en hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín sem þjálfari, kennari og höfundur.

    Ian er fyrrum atvinnumaður í rúgbí og alþjóðlegur þjálfari en hann er meðal fremstu vísindamann á heimsvísu er kemur að hraða og snerpu þjálfun í hópíþróttum en svokallað Gamespeed kerfi og RAMP upphitunarkerfi? sem hann hannaði hefur orðið til þess að auka gæði æfinga meðal íþróttafólks til muna.

    Ian er prófessor Emiritus í styrk og þrekþjálfun? og hefur verið gesta prófesor við fjölda alþjóðlegra háskóla ásamt því að halda námskeið á vegum fyrirtækis síns All-Pro Performance. Árið 2021 hlaut hann viðurkenningu fyrir störf sín frá Strength and Conditioning Society. Jeffreys hefur skrifað og komið að útgáfu 11 bóka, yfir 25 bókakafla og yfir 90 ritrýndra greina á sínu fræðasviði.Jeffrey hefur verið meðlimur NSCA­­­ –Alþjóðleg samtök þjálfara í styrk- og þrek þjálfun síðan árið 1989 og sat í stjórn á árunum 2016 til 2019 auk þess að vera varaforseti samtakanna á árunum 2018-2019. Frá og með sumrinu 2024 verður hann forseti samtakana. Jeffrey er eftirsóttur gestur á ráðstefnum víða um heim og hefur haldið erindi og námskeið í yfir 20 löndum.

    Peter settist niður með Ian og ræddi við hann um starf hans sem fræðimaður og þjálfari.



    UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
    Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

    UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
    Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).

  • IMaR 2024 ráðstefnan – “Projectification in the VUCA world”

    Í Verkfræðivarpinu fóru Þórður Víkingur og Helgi Þór yfir efni IMaR 2024 ráðstefnunnar sem haldin er 18-19. apríl næstkomandi í tengslum við Dag Verkfæðinnar á Hotel Hilton Nordica. Aðalfyrirlesarar á IMaR 2024 eru heimsþekktir að þessu sinni, þ.e. þeir Dan Gardner og Gilbert Silvius. Dan Gardner er höfundur metsölubókarinnar “How Big Things Get Done” sem var tilnefnd sem “Business Book of the Year” bæði hjá Financial Times og The Economist auk þess að vera “Business Book of the Year” hjá CEO magazine. Bók Dan Gardners og Bent Flyvbjerg “How Big Things Get Done” ætti að vera skyldulesning fyrir þau sem taka ákvarðanir um stór fjárfestingarverkefni. Hinn aðalfyrirlesarinn er Dr. Gilbert Silvius sem er einn þekktasti frumkvöðull Evrópu á sviði sjálfbærrar verkefnastjórnunar. Verk og hugmyndir Dr. Silvius hafa aldrei skipt meira máli en einmitt nú.

    Þess utan flytja fleiri en 20 innlendir og erlendir fræðimenn, frumkvöðlar og sérfræðingar fyrirlestra. Má þar nefna Sjólaugu Árnadóttur, Andreas Wald, Per Svejvik, Hjálmar Gíslason, Ellu Stengler, Markus Heider, Hlyn Stefánsson, Eyjólf Inga Ásgeirsson, Hauk Inga Jónasson, Pál Einarsson svo einhverjir séu nefndir.

    UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
    Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).

  • Í verkfræðivarpi dagsins er fjallað um þróun á nýjum jeppa sem nefnist Grendadier og er hugarfóstur breska viðskiptajöfursins sir Jim Ratcliffe. Hann hefur sem kunnugt er töluverð umsvif hér á landi og tveir íslendingar hafa tekið virkan þátt í þróun jeppans. Þetta eru þeir Gísli Ásgeirsson og Einar Sverrir Sigurðarson. Þeir mættu í verkfræðivarpið og sögðu frá þróunarferlinu, sem er sérstakt á margan hátt – ekki síst vegna þess að eigandi verkefnisins hafði frá upphafi mjög skýra sýn á útkomuna og þurfti að takast á við margvíslega mótstöðu – meðal annars frá verkfræðingum – til að sjá hana verða að veruleika. Einnig var komið inn á eiginleika bílsins, sem kominn er í fjöldaframleiðslu og hægt er að sjá í götuumferðinni á Íslandi.


    UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
    Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).

  • Í verkfræðivarpinu að þessu sinni er fjallað um þrívíddarprentun málma. Viðmælandinn er Dagur Ingi Ólafsson vélaverkfræðingur sem starfar hjá Tæknisetri. Haustið 2022 kom til landsins tæki sem getur prentað hluti úr málmum, til dæmis áli eða ryðfríu stál. Dagur Ingi stýrir þessu verkefni og hann útskýrir hvernig hægt er að prenta málmhluti, hvers vegna þetta tæki var keypt til landsins og hvaða möguleika það opnar – til dæmis í tengslum við nýsköpun og vöruþróun. Einnig segir Dagur Ingi frá því af hverju hann ákvað að fara til Finnlands í framhaldsnám og vinna meistaraverkefni í vélaverkfræði við virtan háskóla þar í landi.

    UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
    Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.

  • Í Verkfræðivarpinu að þessu sinni ræða Þórður Víkingur og Haukur Ingi við Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóra GRID. Hjálmar er frábær fyrirmynd fyrir unga metnaðarfulla verkfræðinga sem vilja finna kröftum sínum viðnám með því að stofna fyrirtæki. Hjálmar hefur yfir 20 ára reynslu sem frumkvöðull og þekkir manna best hvað þarf til svo að árangur náist. Þá segir hann frá nýjasta verkefninu sínu, fyrirtækinu GRID, en viðskiptahugmynd þess byggir á töflureikni sem gerir meira en almennt þekkist. Loks er sérstaklega áhugavert að heyra Hjálmar segja frá hvernig gervigreind mun hafa áhrif á viðskipti og daglegt líf. Fáir setja betur fram á mannamáli flókin og umdeild viðfangsefni en Hjálmar Gíslason.

    UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
    Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.

  • Í Verkfræðivarpinu að þessu sinni ræða Þórður Víkingur og Haukur Ingi við Jón Ásgeirsson verkfræðing. Jón er framkvæmdastjóri hjá HS Orku og Auðlindagarðsins á Reykjanesi. Í mjög áhugaverðu spjalli rekur Jón sögu Auðlindagarðsins sem spannar 40 ár þegar allt er með talið. Auðlindagarðurinn nýtir jarðvarma til margvíslegrar nýsköpunar sem að stórum hluta byggir á sjálfbærni og endurnýjanlegri orku. Auðlindagarðurinn raðar saman fyrirtækjum sem geta stutt hvert annað í einskonar risavöxnu grænu deilihagkerfi. Nú starfa 12 áhugaverð fyrirtæki innan garðsins sem veitir um 2000 manns atvinnu en ævintýrið er rétt að byrja. HS Orka og Jón Ásgeirsson eru að fást við verkefni sem eru frábær fyrirmynd til framtíðar.

    UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
    Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.

  • Gestur Íþróttarabbsins að þessu sinni er Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði við Háskólann í Agder í Noregi. Aron Gauti er með doktorsgráðu í skólaíþróttum frá Háskólanum í Stavanger og höfundur greinarinnar Til umhugsunar um framtíð skólaíþrótta. Aron Gauti hefur sinnt viðamiklum rannsóknum á skólaíþróttum í Noregi og var við kennslu við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík nú í desember. Þá hélt hann einnig opinn fyrirlestur um miðjan mánuðinn sem bar yfirskriftina Það á líka að fara fram nám í skólaíþróttum.

    UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
    Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

    UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
    Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.

  • Endurnýjanleg orka, eða græn orka, er eitt áhugaverðasta viðfangsefni verkfræðinnar. Ísland á mikla möguleika á framleiðslu orku með vindafli því óvíða eru landkostir betri. Ketill Sigurjónsson er frumkvöðull á þessu sviði og kallar sjálfan sig “lögfræðinginn með verkfræðingsblætið”. Þórður Víkingur tók Ketil tali og úr því varð fróðlegt spjall um möguleika Íslands en einnig þær hindranir sem frumkvöðlar á þessi sviði glíma við. Fyrirtækið sem Ketill stýrir heitir Zephyr og, ásamt fleiri spennandi nýsköpunarfyrirtækjum á þessu sviði, vinnur að mjög áhugaverðum verkefnum til “grænnar orkuvinnslu” í krefjandi starfsumhverfi.

    UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
    Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.

  • Í þættinum ræðir Haukur Ingi Jónasson við Dr. Jón Guðnason dósent við verkfræðideild Háskólann í Reykjavík. Jón leggur stund á rannsóknir í talmerkjafræði og máltækni og það aðallega að því að þróa aðferðir við að greina heilbrigði og hugrænt álag í rödd. Jón hefur látið að sér kveða þróun máltækni fyrir íslensku og hefur skýrt þróun íslensks talgreinis sem hægt er að nota til að breyta íslensku talmáli í ritmál.

    Jón lauk MSc-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og doktorsnámi í talmerkjafræði frá Imperial Collage í London árið 2007. Hann hefur einnig verið gestafræðimaður við Columbia-háskóla í New York.

    UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
    Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.

  • Fólkið í HR er þáttasyrpa þar sem við spjöllum við starfsfólk Háskólans í Reykjavík, skyggnumst bak við tjöldin, kynnumst fagi þess, hinni hliðinni á viðkomandi og fáum að heyra skemmtilegar sögur tengdar lífi og starfi. Í þessum þætti er talað við Paolu Cardenas sem nú í sumar lauk doktorsprófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Doktorsritgerð hennar ber heitið "Börn og ungir hælisleitendur á Íslandi. Fólksflutningar, sálfræðilegir þættir og geðheilsa".

    Paola vissi frá unga aldri að hana langaði að verða sálfræðingur en ákvað síðar meir að helga sig sálfræðistarfi fyrir börn. Hún hefur meðal annars starfað í Barnahúsi og á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) auk þess að gefa út sjálfshjálparbækur fyrir börn. Hún er í dag stundakennari við sálfræðideild HR og formaður innflytjendaráðs. Það er María Ólafsdóttir hjá samskiptateymi HR sem ræðir við Paolu.

    ALÞJÓÐLEGUR VINNUSTAÐUR
    Akademískar deildir HR eru sjö og skiptast í iðn- og tæknifræði, íþróttafræði, lögfræði, sálfræði, verkfræði, viðskiptafræði og tölvunarfræði. Kennsla og rannsóknir við HR mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Háskólinn er alþjóðlegur vinnustaður vísindafólks á heimsmælikvarða. Nemendur eru um 4.000 og fast starfsfólk HR er um 300 talsins. Að auki starfa um 300 stundakennarar við háskólann.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.

  • Haukur Ingi og Þórður Víkingur ræddu við Dr. Mörtu K. Lárusdóttir prófessor við tölvunarfræðideild HR. Marta er einn helsti sérfræðingur landsins í Agile verkefnastjórnun sem hefur víða rutt sér rúms í atvinnulífinu á síðustu árum. Marta er brautryðjandi við að rannsaka samband manns og hugbúnaðar og segir á lifandi og skemmtilegan hátt frá því hvernig þetta áhugaverða samband hefur þróast innan hugmyndaheims verkefnastjórnunar.

    UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
    Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.

  • Dr. Ronald Hanson, prófessor við QuTech-rannsóknastofnun Delft University of Technology í Hollandi, hélt fyrir skemmstu fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík á vegum verkfræðideildar í tilefni af 25 ára afmæli háskólans árið 2023. Af þessu tilefni ræðir dr. Sigurður I. Erlingsson, prófessor við verkfræðideild HR, við Ronald um rannsóknir hans á undirstöðum skammtafræðinnar og hagnýtingar á henni.

    UM RONALD HANSON
    Dr. Ronald Hanson er mjög virtur og afkastamikill vísindamaður á sínu sviði og niðurstöður rannsókna hans birtast reglulega í Nature and Science. Hann hefur til dæmis hlotið tvo ERC-styrki og Spinosa-verðlaunin, sem þykja virtustu vísindaverðlaun Hollands. Ronald var jafnframt yngstur vísindamanna til að hljóta John Stewart Bell-verðlaunin, svo eitthvað sé nefnt.

    UM SIGURÐ INGA
    Dr. Sigurður Ingi hefur stundað grunnrannsóknir í eðlisfræði og kennt eðlisfræði og stærðfræði við tækni- og verkfræðideild HR frá árinu 2008 og verið þar prófessor síðan 2017. Áður en hann hóf störf hjá HR, þá starfaði hann meðal annars við Háskólann í Basel. Sigurður Ingi lauk doktorsprófi í eðlisfræði frá Delft University of Technology, þaðan sem Ronald einmitt kemur, árið 2003.

    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]). Framleiðendi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.

  • Gervigreind á mannamáli er hlaðvarpssyrpa þar sem við spjöllum við starfsfólk Háskólans í Reykjavík um gervigreind út frá ýmsum hliðum. Við veltum fyrir okkur kostum og mögulegum göllum gervigreindar og hagnýtingu hennar í daglegu lífi. Í þessum þætti ræðir María Ólafsdóttir hjá samskiptateymi HR við Stefán Ólafsson, lektor við tölvunarfræðideild og rannsakanda við gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík. Sérsvið Stefáns er máltækni en hann er með doktorsgráðu í heilbrigðisupplýsingatækni, meistaragráðu í máltækni og BA-gráðu í enskum og kínverskum fræðum.

    Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Kennarar eru í fararbroddi á sínu fræðasviði og nemendur taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir og fyrirtæki. Námsbrautir í grunn- og meistaranámi við tölvunarfræðideild HR hafa hlotið evrópsku gæðavottunina EQANIE eða European Quality Assurance Network for Informatics Education, til fimm ára.


    UM HR HLAÐVARPIÐ
    HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]). Framleiðandi hlaðvarpsins er Vilhjálmur Siggeirsson.