![Lélega Fantasy Podcastið](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts125/v4/17/d7/3f/17d73fff-6147-870a-dcb7-f2f50e66bfd7/mza_936586864533631656.jpg/250x250bb.jpg)
Þrír vinir hafa gríðarlega ástríðu fyrir Fantasy Premier League en eru samt ekkert sérstaklega góðir í leiknum. Þeir láta þó ekki vankunnáttu stoppa sig og bjóða þér að hlusta á léleg ráð og lélegar pælingar um FPL í hverri viku.
Guðmundur Einar, Guðmundur Felixson og Pálmi Freyr Hauksson eru spunaleikarar sem hafa kennt og sýnt spuna með Improv Ísland frá upphafi. Þeir eru einnig höfundar og leikarar í sketsahópnum Kanarí.
Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við Útvarp 101.