Afleveringen

  • Til þess að finna jafnvægi í lífinu þarf að huga að næringu, bæði frumnæringu og því sem við setjum á diskinn. Frumnæring er allt það sem nærir okkur annað en matur og felst í okkar daglegu athöfnum. Það er okkur lífsnauðsynlegt að staldra við og endurskoða samskipti, atvinnu, hreyfingu, andlegt jafnvægi og fleira.

    Við vanmetum oft þessa þætti, teljum ekki til næringar og veitum því sjaldnast athygli hvernig okkur líður. Ef við viljum bæta heilsuna þurfum við að skoða alla þætti sem hafa áhrif á hana og meta hvar við erum í ójafnvægi. Það er nefnilega oftast þannig að ef við erum í ójafnvægi á einu ,,sviði” smitar það yfir á annað og okkur líður ekki nóg vel andlega og líkamlega. Það er t.d. þekkt af ef þú ert í sambandi sem gengur á afturfótunum eða óánægð/ur í vinnunni er líklegra að þú huggir þig með óhollum mat. Með því að vinna í þeim þáttum sem eru raunverulega að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar finnum við smám saman jafnvægi á öllum vígstöðvum.

    Þó svo að frumnæringin sé mikilvægust þá er að sjálfsögðu líka mikilvægt að velja góða næringu á diskinn. Hér eru nokkrir punktar sem geta auðveldað þér að borða betur. Farið er yfir hvern og einn í Heilsumolanum (hlaðvarpsþættinum).

    Borðum til að nærast velVeljum fjölbreutta fæðuM&M- meira grænmeti og minni sykurBorðum mat- ekki matarlíkiVeljum hreina fæðu sem oftastSkoðum innihaldslýsingar90/10 reglan (eða 80/20)Forðumst öfgaEngin boð og bönnDrekkum vatn

    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Í þættinum ræðir Erla við Dr. Sigurbjörn Árna Arngrímsson um lífið og tilveruna, sveitalífið, hlutverk íþrótta, starfið sem kennari og skólameistari, baráttu hans við krabbamein og mikilvægi þess að vera með húmorinn að vopni.

    Sigurbjörn Árni eða Bjössi eins og hann er oftast nefndur er skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum og er einnig einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar. Ég efast um að nokkur geti lýst frjálsum íþróttum með slíkri innlifun. Bjössi gæti gert það spennandi að horfa á málningu þorna.

    Bjössi er fæddur árið 1973 og alinn upp í Mývatnssveit. Hann lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Laugum árið 1993, kláraði B.S.Ed.-gráðu í heilsu- og íþróttafræði frá Háskólanum í Georgíu í Aþenu í Bandaríkjunum árið 1996 og lauk svo meistara- og doktorsprófum frá sama skóla árin 1998 og 2001 í íþróttafræði með sérhæfingu í þjálfunarlífeðlisfræði. Hann starfaði við Háskóla Íslands (og Kennaraháskóla Íslands fyrir sameiningu) frá árinu 2001 sem lektor, dósent og prófessor og hefur verið skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum frá árinu 2015.

    Bjössi ætlaði alltaf að verða íþróttakennari og bóndi og rekur nú bú með kindum og hestum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir sauðfjárræktina næra vísindamanninn í sér og segir ekkert gera eins mikið fyrir geðheilsuna og það að fá lambaknús!

    Bjössi hefur ávallt verið góður námsmaður en segir að íþróttirnar hafi gefið sér mest og séu stór hluti af hans sjálfsmynd. Ef hann hefði geta valið um að fá Nóbelsverðlaun eða Ólympíugull þá segist hann alltaf hafa valið gulllið þar sem að hann hafði miklu meira fyrir íþróttunum og langaði miklu meira að vera góður í íþróttum.

    Bjössi hefur verið að glíma við krabbamein síðustu ár og skrifar reglulega pistla um það á FB síðu sinni. Hann fékk líftæknilyf árið 2021 sem virkuðu í smá tíma og hætti alveg á lyfjunum í apríl 2022. Hann er enn með mein víða um líkamann en veit ekki hvort að þau séu virk og vill ekki ,,pota" í sofandi risa til að komast að því.

    Bjössi er frekar léttur að eðlisfari og sér kómísku hliðarnar á hlutunum. Hann er vinnusamur og samviskusamur og vill alltaf gera hlutina vel. Ekkert hálfkák, en hann segist samt alveg kunna að slaka á.

    Heilsa fyrir Bjössa er að hafa þennan möguleika að gera það sem þig langar til að gera. ,,Maður ætti kannski að hægja á sér, staldra við og njóta lífins meira og litlu hlutanna en ég hef held ég aldrei haft meira að gera en þennan veturinn", segir Bjössi.

    ,,Lífið er núna er stundum að mínu mati afsökun fyrir hömluleysi. Lífið er vissulega núna en stundum verður lífið betra á morgun eða eftir viku ef þú lætur eitthvað á móti þér núna. Það er hollt fyrir alla að bíða stundum." segir hann að lokum.

    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Zijn er afleveringen die ontbreken?

    Klik hier om de feed te vernieuwen.

  • Í þættinum ræðir Erla við Bjarna Fritzson rithöfund, íþróttamann og eiganda sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann um jákvæða sjálfsmynd, núvitund, samskipti, sjálfsrækt, sjálfstraust, gildi og hvernig við hjálpum börnum okkar að byggja upp góða sjálfsmynd með því að aðstoða þau við að finna sína styrkleika.

    Sjálfur segist Bjarni fyrst og fremst vera fjölskyldufaðir úr Breiðholtinu og íþróttanörd sem elskar að efla fólk og hjálpa því að blómstra. Hann heldur meðal annars námskeiðin Öflugir strákar, Vertu óstöðvandi fyrir ungt íþróttafólk og foreldranámskeiðið Efldu barnið þitt. Hann hefur gefið út fjölda bóka um Orra óstöðvandi og Sölku ofl.

    Bjarni er með B.S gráðu í sálfræði og hefur sótt framhaldsmenntun á meistarastigi í félags-vinnusálfræði og jákvæðri sálfræði. Hann er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og meistaraflokks karla hjá ÍR.

    Bjarni segist ekki vilja vera fastur í einhverju formi og lætur svolítið vaða á allt. Hann reynir stöðugt að ögra sér og halda áfram að vaxa. Hann er með brennandi ástríðu að vopni í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

    Bjarni notar mikið núvitund í sinni kennslu og þjálfun. Núvitund er að núllstilla sig. Í grunninn erum við að þjálfa skynfærin í að fókusa á það sem við erum að gera og það sem skiptir mál. Skilja eftir það sem er búið og það sem er að fara að gerast og allar hugsanir og detta bara inn í viðburðinn sem við erum í.

    Heilsa er það mikilvægasta í mínu lífi segir Bjarni. Heilsa er eitthvað sem maður tekur sem sjálfsögðu þegar maður er ungur og fattar að skiptir öllu máli þegar maður eldist.
    Þetta snýst um lífsgæði og að vera í jafnvægi, þ.e. heilsa er að mér líði vel og ég geti gert það sem ég vil gera. Auk þess er mikilvægt að rækta félagsleg tengsl, þau skila 30% af hamingjunni þinni en peningar aðeins 1%

    Bjarni bendir á að íþróttir, tómstundir og áhugamál eru mikilvæg fyrir alla og hjálpa einstaklingum að þróa með sér leiðtogahæfileika, góð samskipti og fleira sem er góð þjálfun fyrir lífið sjálft.

    Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um námskeið og fyrirlestra Bjarna hér.

    Samstarfsaðilar þáttarins eru Nettó og Spíran.

    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Í þessum stutta heilsumola tel ég upp tíu atriði sem þú getur tileinkað þér til þess að hafa góð áhrif á eigin heilsu.

    Ég tel heildræna nálgun bestu leiðina til að njóta góðrar heilsu. Hér eru nokkur atriði sem þú getur gert strax í dag til þess að bæta heilsuna.

    Skipulegðu vikunaHreyfðu þig daglegaFarðu að sofa á ákveðnum tíma á hverju kvöldi (rútína) Borðaðu meira grænmetiMinnkaðu sykurneysluDrekktu meira vatnBurstaðu tennurnar fljótlega eftir kvöldmatGerðu vikumatseðilRæktaðu samband þitt við vini og fjölskylduStundaðu þakklæti

    Þessi samantekt er tekin af Instagram síðu minni HeilsuErla.
    Hvaða atriði þarft þú að bæta?

    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Í þættinum ræðir Erla við Elvu Björk Sigurðardóttur tannlækni um tannheilsu, tannlæknanámið, rétta umhirðu tanna, tæknina við að bursta tennurnar, tannhvíttun og þætti sem hafa áhrif á tannheilsu okkar eins og sýrustig drykkja, munnþurrk, bakflæði, neföndun, að naga neglur og fleira auk þess að ræða aðeins um það hvernig tannheilsa getur haft áhrif á almenna heilsu okkar.

    Auk þess að vera tannlæknir er Elva Björk Kópavogsbúi, móðir og sjálfstæð kona sem finnst gaman að vera innan um fólk. Hún hefur starfað sem tannlæknir siðan 1998 og segir mikið hafa breyst síðan hún byrjaði að starfa við tannlækningar.

    Elva er dugleg að kynna sér nýjungar og halda sér ,,up to date" í þessum fræðum. Hún rekur tannlæknastofuna Tannbjörg og á Instagram síðu þeirra má finna ýmsan fróðleik um tannheilsu.

    Hún segir tannheilsu vera það að tennurnar, slímhúðin, munnvatnið, tannholdið og flóran almennt sé allt í góðu jafnvægi. Auk þess að við séum ekki með skemmdar, munnþurrk, slíðmhúðarsjúkdóma og fleira.

    Við þurfum að hugsa vel um tennurnar eins og skrokkinn okkar. Bursta tennur kvölds og morgna, nota flúoirtannkrem, nota tannþráð eða millitannaburta og fara reglulega í skoðun og hreinsa og grípa inn í ef þarf.


    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Í þættinum ræðir Erla við Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og eiginmann hennar Björn Skúlason um mikilvægi þess að huga vel að heilsu okkar, bæði andlegri og líkamlegri, hugrekki til að hafa áhrif, gildi og áttavita, mikilvægi þess að vera í tengslum við okkur sjálf, hvernig það er að hugsa um heilsuna í annasömu starfi, hvernig forsetaembættið getur beitt sér fyrir bættri lýðheilsu þjóðarinnar og margt fleira.

    Þessi dásamlegu hjón sem hafa verið saman í 25 ár og gift í 20 ár eru svo miklar fyrirmyndir á mörgum sviðum og ræða hér á einlægum nótum um það hvernig þau hugsa um hjónaheilsuna sína. Þau eru samstíga, eru góðir vinir og leyfa hvort öðru að vaxa og blómstra.

    Björn er að eigin sögn strákur úr Grindavík. Hann er heilsukokkur og mikill íþróttamaður. Hann sinnir líkamlegu heilsu sinni einstaklega vel, hreyfir sig mikið og hefur prófað sig áfram með hvaða mataræði hentar sér best. Hann uppgötvaði á eigin skinni að kollagen gerði kraftaverk fyrir gömlu íþróttaeymslin og stofnaði í kjölfarið fyrirtækið Just Björn. Heilsa fyrir Björn er jafnvægi og hann trúir því að þetta byrji allt í eldhúsinu.

    Halla er frumkvöðull og rekstrarhagfræðingur með meistaragráðu og hóf starfsferil sinn í Bandaríkjunum hjá fyrirtækjunum Mars og Pepsi Cola. Hún segist hafa vaknað einn daginn við þörfina að finna ríkari tilgang í lífinu þegar hún fann að heilsa viðskiptalífsins og efnahagslífsins var ekki eins og best væri á kosið. Mögulega höfum við verið að stunda viðskipti og reka efnahagslífið á kostnað hvers sem er, t.d. á kostnað heilsu okkar, bæði andlegrar og líkamlegrar, kostnað náttúrunnar, kostnað samfélagssáttmálans ofl.

    Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík þar sem hún stofnaði og leiddi meðal annars Opna háskólann og verkefnið Auður í krafti kvenna. Hún hefur síðastliðin sex ár verið forstjóri B Team þar sem hún starfar á heimsvísu að sjálfbærni, jafnrétti og ábyrgð í forystu

    Leiðarljós Höllu hefur ávallt verið að reyna að gera gagn og láta gott af sér leiða í samfélaginu. Hún uppgötvaði ekki fyrr en hún var orðin aðeins eldri að það þurfti að byrja innra með sér. Hennar tilgangur er að virkja eigið hugrekki og innri leiðtoga sinn og annarra til þess að gera gagn og ganga til góðs í sínu samfélagi þar sem kostur er.

    Sem frumkvöðull, sem foreldri og forsetaframbjóðandi þá hefur Halla verið að reyna að stækka skilgreininguna á árangri, þannig að hún feli í sér vellíðan og hamingju fyrir fólk og umhverfi og við leyfum ekki bara hlutunum að þróast áfram á grunni hagnaðar eða hagvaxtar eingöngu.

    Heilsa fyrir Höllu er að líða vel í eigin skinni, leyfa öðrum að heyra sína rödd og sjá sig. Hún segir að heilsan sé hinn sanni auður og að allt sem skiptir okkur máli komi miklu meira úr hjartanu en höfðinu.

    Fylgið Just Björn og Höllu á Instagram

    _________________________________________________________________
    Til þess að hlaðvarp eins og Með lífið í lúkunum geti vaxið og dafnað er nauðsynlegt að vera með góða stuðningsaðila á kantinum. Þessi þáttu er gerður í samstarfi við Nettó og Spíruna.

    Nettó er einn af samstarfsaðilum hlaðvarpsins og ég get ekki lýst því hvað það er þægilegt að versla í appinu þeirra og fá sent heim að dyrum. Ég mæli með því fyrir önnum kafið fólk.

    Spíran er án efa uppáhalds veitingastaðurinn minn. Maturinn er dásamlega góður, allur eldaður frá grunni og af mikilli ást. Ég mæli með að þú kíkir á Spíruna næst þegar þú vilt gera vel við líka

    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Í þættinum spjallar Erla við Mörtu Dröfn Björnsdóttur um heilsumissi, áföll, jóga, öndun, sjóböð, KAP, þakklæti, drauma, tilgang lífisins og það hvernig henni tókst að endurrræsa taugakerfi sitt.

    Marta er lærður kvikmyndaförðunarmeistari og starfaði við það í 13 ár áður en hún hóf sitt andlega ferðalag árið 2017. Hún er einnig barnabókahöfundur og gaf út bókina Amma með biluðu augun árið 2013 og nú er önnur bók á leiðinni, Lukkudýrið ég, en það er bók til að aðstoða börn við að byggja upp sjálfstraust.

    Marta vinnur nú við það að aðstoða fólk að vinna úr ,,trauma" sem situr fast í líkamanum en slíkt veldur oftar en ekki verkjum og heilsuleysi með tímum sínum í Yoga Shala.

    Fyrir 10 árum missti Marta Dröfn heilsuna eftir röð áfalla. Það var mikið sjokk fyrir hana því að hún var áður mjög aktív, alltaf uppi á fjöllum, hlaupandi maraþon, með rosalegan lífsneista, þrautsegju og afar orkumikil. Það sem fyllti mælinn var þegar hún varð heimilislaus með 3 mánaða son sinn.

    Í kjölfar síns heilsumissis árið 2015 glímdi hún við stanslausa verki og hafði enga orku til þess að sinna sér eða heilsu sinni í langan tíma. Hún reyndi allt til þess að ná heilsu. Í ágúst 2017 fékk hún nóg og ákvað að taka málin í eigin hendur. Hún fór að leita annarra lausna og kynntist þá jóga, öndunaræfingum, kuldaþjálfun og svo loks KAP (Kundalini Activation Process).

    Í dag er Marta Dröfn sjúk í heilsu og segist vera lifandi sönnun þess að það sé hægt að ná bata. KAP breytti lífi hennar, það var eins og að taugakerfi hennar hefði straujast eða endurræstst. Hún fann ró innra með sér sem hún hafði þráð allt sitt líf. Kundalini orkan hjálpaði henni að losa um erfiðar og þungar tilfinningar og hún fann hvernig kærleikurinn tók yfir og kvíðinn fór.

    Hún er nú loks kominn á þann stað í lífinu að geta uppfyllt drauma sína. Hana langaði alltaf að ferðast en heilsan var að stoppa hana en ekki peningar eða tími. En núna eru hún á leið til Amazon í júní að búa með indjánum í mánuð en það var aðeins fjarlægur draumur.


    Fylgið Mörtu Dröfn á innerflow.is og Instagram

    !!!Hlaðvarpið Með lífið í lúkunum er unnið í samstarfi við Nettó. Ekki gleyma að fylgja þeim á Instagram @netto.is

    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Í þættinum ræðir Erla við Sigríði Ingibjörgu Jónsdóttur um erfiða æsku, skömm, meðvirkni, baráttu við fíkniefni, innri kraft, mikilvægi hreyfingar og hvernig hún snéri við blaðinu eftir að hún komst að því að hún væri ólétt af dóttur sinni. Þær stöllur ræða einnig um tilgang lífsins, þakklæti, mikilvægi þess að þekkja sig vel, hvað heilsa er dýrmæt og að ekki megi taka henni ekki sem gefnu.

    Inga eins og hún er alltaf kölluð er nú að ljúka námi í Íþrótta- og heilsufræði við HÍ, stundar jóga og kraftlyftingar og leggur mikinn metnað í að verða besta útgáfan af sjálfri sér til þess að geta gefið eins mikinn kærleika út í umheiminn og til fólksins í kringum sig eins og hægt er.

    Inga byrjaði að mynda reiði og gremju gagnvart lífinu þegar hún áttaði sig á því að það væri ekki allt með feldu heima hjá sér og að þetta væru ekki eðlilegar aðstæður sem hún var að alast upp í. Hún byrjaði að fikta við reykingar í 7.bekk og byrjaði að drekka stuttu síðar. Í menntaskóla leiddist hún svo út í harðari efni og var í dagneyslu í 10 ár eða þangað til hún varð ófrísk af Ölfu Líf.

    Sjokkið við það að komast að því að hún ætti von á barni var það mikið að hún réði ekki við það, gekk út af Vogi og datt í það. Hún var þá gengin 12 vikur, fór í sónar og á sónarmyndinni vinkar Alfa eins og hún sé að segja: Hæ mamma ég er að koma og þú þarft að fara að gera eitthvað í þínum málum.

    Inga fór á fíknigeðdeild viku eftir að hún gekk út af Vogi og lærði loks að þiggja hjálp því að hún gerði sér grein fyrir því að hún væri ekki í neinni stöðu til að díla við þetta sjálf. Hún nýtti sér alla þá aðstoð sem hún gat fengið og var í meðferð og að vinna í sjálfri sér alla meðgönguna. Hún er búin að vera edrú síðan. Inga segir að þetta litla kraftaverk, dóttir hennar, hafi setti alla fjölskylduna á annað level og að hún hafi svo sannarlega bjargað sér.

    Inga veit hvernig uppeldi hún vill veita dóttur sinni eftir að hafa alist upp við alkóhólisma beggja foreldra, vanrækslu og þurft að sjá mikið um sig sjálf. Hún segist þó aldrei hafa verið reið við foreldra sína og uppeldi því að hún veit að þetta sé sjúkdómur. Foreldrar hennar voru alltaf kærleiksrík og sýndu Ingu og systrum hennar skilyrðislausa ást sem Inga telur eiga stóran þátt í því hversu heil hún kom út úr þessum aðstæðum. Jólin voru til dæmis heilagur tími hjá hennar fjölskyldu. Það var eini tíminn þar sem hún og systur hennar gátu gengið að því vísu að foreldrar þeirra væru edrú.

    Inga er ekki hrædd við fíknina og eins og þið munið heyra á þessu einlæga spjalli er hún með einstakt hugarfar og sér tilgang lífsins í nýju ljósi. Hún segir að það sé alltaf hægt að snúa við blaðinu, hversu vonlaus sem staðan virðist vera. Það er ekki auðvelt en það er hægt.

    Heilsa fyrir Ingu er jafnvægi á milli allra boltanna sem þú ert með á lofti í lífinu og hún segir það besta sem hún geti gert fyrir eigin heilsu sé að þekkja sín mörk, hvar þau liggja, hlusta á þau og fylgja því eftir. Einnig að þora að tjá sig og þora að vera hún sjálf.


    !!!Hlaðvarpið Með lífið í lúkunum er unnið í samstarfi við Nettó. Ekki gleyma að fylgja þeim á Instagram @netto.is




    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Þátturinn er gerður í samstarfi við Nettó.

    Í þættinum ræðir Erla við Matthías Arnarson (Matta kíró) um kírópraktík, stoðkerfið, taugakerfið, réttan skóbúnað, börn, streitu, mikilvægi góðrar líkamsbeitingar, afhverju það er ekki æskilegt að sofa á maganum, hvernig kírópraktík getur bætt heilsu okkar og hvernig við getum gert betur án þess að setja of mikla pressu á okkur sjálf.

    Matti er einn af eigendum Kírópraktorstofu Íslands sem staðsett er í Sporthúsinu í Kópavogi. Hann hefur fjölbreytta reynslu af greiningu stoðkerfisverkja og vinnur þverfaglegt starf með öðrum heilbrigðisstéttum til að bæta lífsgæði og heilsu þeirra sem til hans leita.

    Matti ólst upp við víðtæk meðferðarúrræði föður síns sem er sjúkranuddari og sérfræðingur í kínverskum nálastungum. Í dag stundar Matthías snjóbretti, brimbretti, fjallahjólreiðar, crossfit, hlaup, útivist ásamt fleiru.

    Með þessarri breiðu reynslu hefur Matti öðlast djúpan skilning á virkni mannslíkamans, kírópraktískri greiningu og meðhöndlun með hagsmuni skjólstæðinga sinna að leiðarljósi og leiðbeinir þeim í átt að heilbrigðari lífsstíl.

    Matti telur að fólk þurfi að hreyfa sig betur og læra á sinn eiginn líkama. Fólk á það til að fara fram úr sér og þannig verða meiðslin til.

    Heilsa fyrir Matta er frelsi og vellíðan og það að vera fljótur að,,jafna sig“ á náttúrulegan hátt þ.e. að líkaminn sé sterkur að ,,komast yfir“ hluti og virki þó að við lendum í einhverju hnjaski.

    Áhugasamir geta fræðst meira um kírópraktík á Instagram síðu Kírópraktorstofu Íslands.

    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • 5 mínútna slökunaræfing sem er tilvalin til þess að ná smá hugrænni hvíld í amstri dagsins. Það er svo ótal margt í umhverfi okkar sem stelur athygli okkar og því er nauðsynlegt að taka sér hlé nokkrum sinnum yfir daginn til þess að líta inn á við og gefa heilanum smá hvíld frá nýjum upplýsingum.

    Þá getur verið gott að nýta sér slökunaræfingar, öndunaræfingar, hugleiðslur eða núvitundaræfingar.

    Í þessari stuttu og einföldu slökunaræfingu spennum við og slökum á líkamshlutum til skiptis, tökum eftir því hvernig okkur líður og erum í núvitund. Þannig náum við að hægja á öndun og róa taugakerfið.

    Njótið vel!
    Kveðja Erla

    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Þátturinn er gerður í samstarfi við Nettó. Nýtið ykkur 25% appslátt af öllum vörum frá Änglamark til 10.mars þegar þið verslið í appinu.

    Í þættinum ræðir Erla við Laufeyju Haraldsdóttur um markþjálfun, hvernig við kveikjum í eldinum innra með okkur, hvernig við tengjumst okkur sjálfum betur, sjálfsvirðingu, innsæi og hvernig við hættum að heyra og byrjum að hlusta.

    Laufey er stofnandi og framkvæmdarstjóri Virkja og er með PCC gæða vottun frá ICF í markþjálfun. Hún elskar að kenna markþjálfun og brennur fyrir að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að vaxa og þróast og elskar að virkja töfrana hjá öðrum og sjá þá birtast í líðan þeirra. Gildi Virkja eru fagmenska, alúð og dýpt

    Laufey er með afar fallega sýn á lífið. Faðir hennar lést 67 ára, þegar hann ætlaði loksins að fara að njóta lífsins. Þetta var henni erfitt en leiddi þó til jákvæðra breytinga því að Laufey leit á það sem gjöf að fá þessa áminningu. Hún ákvað að byrja sína vegferð að hlusta á innsæið og hjartað.

    Laufey bendir á það að við þurfum að líta inn á við og tengjast okkur sjálfum betur og velja okkar eigin framtíð. Markþjálfun er tól til þess að komast þaðan sem við erum, þangað sem okkur langar að komast. Hlutverk markþjálfa er að astoða fólk við að vita hvað þau vilja og tengjast svörunum sínum.

    Laufey mælir með að þú spyrjir þig reglulega spurninga eins og hvernig líður mér? og langar mér að líða svona?

    Áhugasamir geta fylgt Laufeyju og Virkja á Instagram


    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Áhugaverður þáttur fyrir þá sem ferðast mikið eða þau sem starfa í háloftunum.
    ATH. Ég biðst velvirðingar á smá hljóðtruflunum í upphafi þáttar.

    Í þættinum ræðir Erla við Jónu Björgu Jónsdóttur hjúkrunarfæðing, flugfreyju og verkefnastjóra heilbrigðismála hjá Icelandair um hvað farþegar þurfa að hafa í huga varðandi ferðalög og hvernig áhafnarmeðlimir, þ.e. flugfreyjur, flugþjónar og flugmenn geta hugsað sem best um heilsu sína í þessu krefjandi starfi með óreglulegum vinnutíma.

    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Þátturinn er gerður í samstarfi við Bandvefslosun. Bandvefslosun býður upp á lokuð námskeið, kennaranámskeið, einkatíma og dásamlega nuddbolta í mörgum stærðum og gerðum. Fylgið Bandvefslosun á Instagram fyrir hvatningu og frekari upplýsingar.

    Í þættinum ræðir Erla við Ólínu G. Viðarsdóttur, sálfærðing, doktor í líf- og læknavísindum og fyrrverandi atvinnukonu í knattspyrnu um heilaheilsu, höfuðhögg og heilahristing, hugrænt þrot, hvernig hægt er að bæta hugræna og vitræna ferla með þjálfun og hvernig við gefum heilanum tækifæri til að hvílast og byggjast upp.

    Ólína er stofnandi og framkvæmdastjóri Heilaheilsu. Ólína sinnir sérhæfðu mati og meðferð við einkennum heilahristings og hugræns vanda.

    Heilinn er stjórnstöð líkamans og tilgangur hans er að samhæfa hormónakerfið, hjarta- og æðakerfið, taugakefið, sjónkerfið og passa að öll þessi kerfi tali vel saman. Þegar stjórnstöðin verður fyrir áverka eins og heilahristing þá kemur oft truflun í önnur kerfi, t.d. ofurnæmt taugakerfi, krónísk bólgumyndun, truflun á sjón ofl.

    Í miðju doktorsnámi sínu fékk Ólína sjálf nokkra heilahristinga. Hún upplifði þá á eigin skinni hvernig það er að missa niður hugarstarfið. Hún fór í veikindaleyfi frá vinnu og í endurhæfingu. Hún fann að það var lítið í boði fyrir fólk í þessari stöðu og fann þörf fyrir því að mæta þessum hópi. Þá stofnaði hún fyrirtækið Heilaheilsu.

    En hvað er heilaheilsa? Heilaheilsa er það að viðhalda góðu hugarstarfi og hugsa vel um þetta öfluga líffæri og gera það sem við getum til þess að hafa það sem sterkast út lífið. Heilaheilsa er lífstíðarverkefni, alveg eins og líkamleg heilsa. Það er ekki þannig að við komum okkur einu sinni í gott form og erum svo bara þannig bendir Ólína réttilega á.

    Hreyfing hefur góð áhrif á heilaheilsu og það er mikilvægt að halda áfram að skora á heilann alla ævi. Til þess að auka líkur á góðri heilaheilsu mælir Ólína með því að hreyfa þig reglulega, draga úr skaðlegum bólguvöldum, vera í góðum tengslum við fólkið þitt, hafa tilgang og skora á heilann en ekki ,,overloada".

    Streita og það að við erum alltaf að gera marga hlut í einu er það sem er að koma okkur í hugrænt þrot. Við fáum ekki almennilega ,,heilahvíld”, þ.e. tíma þar sem heilinn er ekki að taka inn nýjar upplýsingar, þá getur verið gott að t.d. að leggja kapal, púsla, horfa út um gluggann, leyfa huganum að reika, hugleiða og svo framvegis.

    Ef þig langar að fræðast meira um heilaheilsu þá mælir Ólína með þessum bókum:

    Keep Sharp eftir Sanjay Gupta7 and a half lessons about the brain eftir Lisa Feldman BarrettSuper brain eftir Rudolph E. Tanzi
    Áhugasamir geta fylgst með Heilaheilsa á Instagram




    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Í þættinum ræðir Erla við Bjargeyju Ingólfsdóttur um ofurkonuhlutverkið, sjúkdóminn offitu, efnaskiptaaðgerðir, valdeflingu kvenna, cranio, heilsumissi, lífsorku og fleira.

    Bjargey heldur úti hlaðvarpinu Ofurkona í orlofi og hefur óbilandi áhuga á heilsu. Hún missti sjálf heilsuna fyrir mörgum árum og þurfti að finna leiðir til þess að fá hana til baka. Hún byrjaði að hugleiða og hefur það hjálpað henni að minnka verki og tengjast sjálfri sér betur. Útfrá hugleiðslunni leiddist hún svo inn á þær brautir sem hún er á í dag, að stunda jóga og halda sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur með það að markmiði að valdefla þær.

    Hún komst að því að það er nauðsynlegt að elska sjálfa sig og að tala á vigtinni skiptir engu máli. Ef þú finnur raunverulega að þér þyki vænt um þig þá fyrst kemur virðing og þú hugsar vel um þig segir Bjargey. Hún vill geta hreyft sig, unnið og elt draumana sína en það gæti hún ekki ef hún væri enn 50 kg of þung.

    Það er þessi andlega vellíðan og þessi sátt sem skiptir máli, að líða vel í eigin skinni. Ég vel að næra mig vel af því að mér þykir vænt um líkama minn og ég vil hugsa vel um hann segir Bjargey. En við erum oft föst í því að við megum ekki elska okkur of mikið, þá finnst okkur við vera sjálfselsk.

    Í lok þáttarins ræðum við um ofþyngd, offitu og efnaskiptaaðgerðir og hvað sé heilbrigð leið til þess að léttast.

    Offita er flókið sjúkdómsástand og hún fékk sjálf greininguna hjá lækni á sjúkdómnum offitu árið 2015. Þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér sjúkdóminn geta lesið klínískar leiðbeiningar um meðferð.

    Bjargey segir að enginn ætti að fara í efnaskiptaaðgerð nema að vera búin að hugsa það alveg í þaula og að það sé eitthvað sem virkilega muni gefa heilsunni meira gildi og vægi. Efnaskiptaaðgerðir hafa bjargað lífi margra en henni finnst ekki í lagi að allir geti gengið inn af götunni og keypt sér efnaskiptaaðgerð. Það þarf að vinna heildrænt með heilsuna og undirbúa sig vel því að þetta er risastórt inngrip sem breytir efnaskiptunum og lífinu til frambúðar.

    Að lokum ræðum við um hvað það er í raun og veru að vera ofurkona.

    Áhugasamir geta fylgt Bjargeyju á Instagram: Bjargey og co og Ofurkona í orlofi


    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Langar þig að bæta heilsuna en veist ekki alveg hvar þú átt að byrja eða vantar þig bara smá spark í rassinn til þess að komast af stað í átt að betri heilsu? Þá er heilsumarkþjálfun eitthvað fyrir þig.

    HeilsuErla býður upp á einkatíma, fyrirlestra&ráðgjöf á vinnustöðum og skemmtilega vinnustofu.

    Heilsumarkþjálfun- einkatími
    Markmiðasetning- heilsan í fyrsta sæti. 60 mínútna tími þar sem við setjum í sameiningu heilsutengd markmið, bæði skammtíma og langtíma markmið. Ég býð upp á Heilsumarkþjálfun í Sjúkraþjálfuninni í Sporthúsinu á miðvikudögum. Hægt er að bóka tíma með því að hringja í 564-4067 eða senda tölvupóst á [email protected].

    Fyrirlestrar- Með lífið í lúkunum
    Í boði eru fyrirlestrar um ýmis heilsutengd málefni á borð við svefn, hreyfingu, næringu, öndun, streitu, markmiðasetningu og margt fleira. Hægt er að óska eftir fyrirlestrum um ákveðið efni eða allan pakkann.

    Ráðgjöf- Leggðu daglega inn í heilsubankann. Hægt er að óska eftir hópráðgjöf um heildræna heilsu, hvernig auka má lífsgæði með breyttum lífsstílsvenjum og hvernig á að setja sér raunhæf markmið að langvarandi árangri og bættri heilsu.

    Vinnustofur- Heilsutengd markmiðasetning
    Skemmtilegur valkostur. Fræðsla, verkefni og umræður. Stuttur fyrirlestur og verkefnavinna þar sem gerð eru heilsutengd verkefni sem miða að því kenna þátttakendum hagnýta færni og hugmyndir til þess að bera ábyrgð á og bæta eigin heilsu. Góð byrjun á þínu heilsuferðalagi.

    ATH! næsta vinnustofa verður 22.febrúar. Nánari upplýsingar og skráning hér: https://forms.gle/ftd87EbnjRvui5cLA


    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Í þessum skemmtilega þætti ræðir Erla við hjónin Björgvin Franz og Berglindi um vinnubrjálæði, orkustjórnun, áföll, innri vinnu, hjónabandsráðgjöf, þriðju vaktina, hugvíkkandi efni og hvernig ,,tól" eins og núvitund, hugleiðsla, húmor, tónheilun og jóga ,,groundar” okkur og hjálpar okkur að finna jafnvægi.

    VARÚÐ! Mikil hlátrasköll inn á milli. ;) Viðtalið er blanda að gleði og alvarleika eins og lífið sjálft. Mikið hlegið og grínast en einnig kafað ofan í líðan, tilfinningar, samskipti hjóna, forgangsröðun og hvernig við getum hlaðið batteríin.

    Berglind starfar sem fjölskyldufræðingur og er með Master of marriages and family therapy og elska vinnuna sína. Hún hefur unnið sem þerapisti í 10 ár og hefur mikinn áhuga á heilsu. Hún er einnig tónheilari og aðstoðarkona í Kap og elskar að vera í flæði. Hún segir heilsu vera það að vera í jafnvægi og vita hvernig við ætlum að ná því án öfga. Hún er búin að prófa alls konar öfga en segist loksins hafa fundið jafnvægi 47 ára gömul. Berglind hefur nýverið lokið námi í tengslum við hugvíkkandi efni, en tekur fram að þrátt fyrir gagnsemi þá er það ekki fyrir alla og þarf að gera undir handleiðslu fagaðila. Berglid segir að rannsóknir sýni að hugvíkkandi efni geta haft jákvæð áhrif á þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og fíknir.

    Björgvin Franz segist vera leitandi maður og sé enn að skilgreina það hver hann er. Hann hefur farið í gegnum áföll og fíknir og þannig neyðst til þess að vinna með sjálfan sig en nú er það orðið að áhugamáli. Hann var vinnubrjálæðingur og trúði því að með því að eyða nógu mörgum klukkutímum í eitthvað þá hlyti að koma eitthvað stórkostlegt út úr því. Hann fór að eigin sögn úr 300% vinnu yfir í það að vera heimavinnandi faðir þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna. Hann skyldi ekki afhverju hann var svona dapur þegar hann hafði fjölskyldu, vini, sól og sundlaug og það var ekki fyrr en hann krassaði að hann sá hvað þyrfti að breytast. Björgvin umturnaði vinnubrjálæði sinni í minni vinnu og meiri samveru með fjölskyldu og vinum. Hann segist vera bæði betri starfskraftur og faðir fyrir vikið. Áður taldi hann jóga bara vera fyrir skrýtnar grænmetisætur í gammósíum en stundar það nú sjálfur af kappi eftir að hafa uppgötvað kosti þess fyrir heilsu sína.

    Hjónin ræða á einlægan hátt um hjónabandið og hvernig það er vinna að sinna því vel. Þau segjast finna saman leiðir til þess að sinna hjónabandinu og fjölskyldunni með samvinnu, skipulagi og samkomulagi. Það sé þægilegra fyrir alla að hafa skýrt skipulag því þá sé engin frústrasjón og enginn með samviskubit.

    Áhugasamir geta fylgt Björgvini á Instagram.

    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Í þættinum ræðir Erla við Kristínu Bertu Sigurðardóttur heilsunuddara um þakklæti, félagslega heilsu, streitu, þreytu, kvíða, krabbamein, áhrif áfalla á ónæmiskerfið og áhrif veikinda á andlegu hliðina.

    Í miðjum covid faraldri greindist Kristín Berta með brjóstakrabbamein og þurfti að hægja verulega á eftir að hafa verið á hamstrahjólinu í áratugi, eins og hún orðar það. Hún tók þó fljótlega ákvörðun um að láta þetta ekki buga sig og gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að komast heil í gegnum þessi veikindi.

    Kristín Berta snéri við blaðinu eftir 20 ár í bankageiranum, söðlaði um og lærði til heilsunuddara. Hún brennur nú fyrir það að aðstoða fólk að bæta heilsu sína og vinnur mjög heildrænt. Hún segir að það sé fátt jafn heilandi eins og einlæg snerting með heiðarlegum og fallegum ásetningi. Kristín Berta segir einnig að hún sé betri meðhöndlari vegna krefjandi lífsreynslu og þeirrar visku, þroska og dýptar hún hefur öðlast í gegnum lífið.

    Heilræði frá Kristínu Bertu: Gefðu þér andrými til þess að tékka inn á við, raunverulega athuga hvernig þér líður. Hvað þarf ég, hvað nærir mig, hvað langar mig? Það gerir þetta enginn fyrir þig. Maður verður að bjarga sér sjálfur en maður getur hins vegar fengið stuðning. Hver og einn þarf að bera ábyrgð á eigin heilsu. Gríptu þig núna, áður en þú þarft að fara að vinna þig til baka. Það tekur kannski mörg ár. Við erum með lífið í lúkunum alla daga.


    Áhugasamir geta fylgst með Kristínu Bertu á Birta heilsa

    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

  • Í þættinum ræðir Erla við Kristínu Lindu Kaldal, heilsumarkþjálfa og viðskiptafræðing um þarmaflóruna, hormónaraskandi efni, gervimat, sætuefni, heilbrigða lifnaðarhætti, sjálfsást og fleira.

    Fyrir 16 árum stóð Kristín uppi atvinnulaus, allt of þung og heilsulítil. Hún segist hafa verið manneskjan sem reykti, drakk pepsí max, borðaði Gordon Bleu og var bara ekkert að spá í þetta en klessti svo á sinn vegg og þá allt í einu kom einhver vakning. Kristín fór til læknis sem ætlaði að skrifa upp á gigtarlyf og þunglyndislyf en hún vildi finna rót vandans og axla ábyrgð á eigin heilsu.

    Þar með hófst hennar heilsuvegferð sem stendur enn. Á leiðinni fann hún köllun sína í diplomanámi í þarmaflórunni og hefur sérhæft sig í henni og því sem hefur raskandi áhrif á þarmaflóruna eins og ilmefni, gervimatur, rotvarnarefni, bragðaukandi efni, litarefni, plast og fleira.

    Kristín segir mikilvægt að þora að segja nei við börnin okkar einmitt vegna þess að okkur þykir vænt um þau. Þessi skaðlegu efni hafa nefnilega enn meiri áhrif á litla kroppa.

    Þær stöllur ræða einnig um hvað það er mikilvægt að þykja vænt um sig og Kristín telur að þú getur ekki lagað öfgar í mataræði nema þú lagir fyrst sársaukan innra með þér. Þegar hún hætti að hafna sér fór hún að heilast.

    Kristín Linda vonar að hlustendur upplifi þetta ekki allt saman of yfirþyrmandi og hvetur fólk til þess að breyta bara einu atriði í einu.

    Fylgið Kristínu Lindu á Instagram

    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram