Afleveringen
-
Í fjórða þætti um morðin á Illugastöðum er sagt frá dómunum yfir þeim Agnesi, Friðriki og Sigríði. Við fylgjum Agnesi og Friðriki á aftökustaðinn og heyrum samtímafrásögn af því hvernig fullnustu dómanna var háttað. Þá höldum við áfram að reyna að komast til botns í af hverju þremenningarnir ákváðu að myrða Natan. Í lokin er sagt frá hvernig bein Agnesar og Friðriks fundust fyrir tilstilli miðils.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þriðja þætti um morðin á Illugastöðum er greint frá atburðum næturinnar 14. mars árið 1828 þegar Agnes, Friðrik og Sigríður létu til skarar skríða og myrtu Natan Ketilsson og Fjárdráps-Pétur. Einnig heyrum við um álit fólks fyrr og nú á sýslumanninum Birni Blöndal og veltum fyrir okkur ásetningi þremenninganna auk þess að kynnast þeim nánar og þeim aðstæðum sem þeir bjuggu við.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Í 2. þætti er haldið áfram að rekja aðdragandann að morðunum, velt fyrir rannsókn Björns Blöndals sýslumanns, rætt um ástand og lífsviðurværi fólks í byrjun 19. aldar og sagt frá Vatnsenda-Rósu. Þá er haldið áfram að segja frá samfélaginu í byrjun 19. aldar og af ráðagjörðum þremenninganna Agnesar, Friðriks og Sigríðar. Einnig er sagt frá Vatnsenda-Rósu, spáð í persónuleika Natans, rætt um dómskerfið í byrjun 19. aldar og velt fyrir sér afhverju ásakanir Agnesar og Sigríðar um ofbeldi af hálfu Natans var ekkert rannsakað.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í fyrsta þætti er rekinn aðdraganda málsins, rætt um vistarbandið, sagt frá greinum sem skrifaðar hafa verið nýlega um morðin, svipast um á vettvangi og fleira.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.