Afleveringen
-
Í þessum þætti höldum við áfram ferðalaginu inn í innra landslag kvenna.
Við skoðum PMMD – alvarlega, en oft vangreinda hormónatengda röskun sem getur haft djúp áhrif á andlega heilsu, tengsl og sjálfsmynd.
En við stoppum ekki þar.
Við tengjum punktana milli líkama okkar og náttúrunnar – hvernig tíðahringurinn speglar árstíðirnar, fasa tunglsins, og hvernig við getum lært að mæta okkur sjálfum með mýkt og skilningi – frekar en að berjast gegn okkur sjálfum.
Þetta er þáttur fyrir þig sem hefur einhvern tíma velt fyrir þér af hverju þú virðist breytast í aðra manneskju mánaðarlega – og fyrir þig sem vilt skilja líkama þinn betur og tengjast honum á ný.
-
Í þessum þætti tölum við um það sem oft er hunsað, ruglað saman við „bara PMS“ og læðist aftan að mörgum án þess að fá nafn: PMDD. Við förum yfir hvernig tíðahringurinn hefur áhrif á andlega heilsu, sjálfsmynd og daglegt líf – og hvernig það er ekki ímyndun, væl eða eitthvað sem á að ,,þola bara”. Þetta er þáttur fyrir konur, fyrir þá sem elska konur, og fyrir alla sem vilja skilja betur hvað í ósköpunum er að gerast í líkamanum og hausnum þegar hormónin halda partý án okkar leyfis.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Í þessum þætti skoðum við Rejection Sensitive Dysphoria – hvernig höfnun og gagnrýni getur haft djúp áhrif á sjálfsmynd, líkama og líðan. Við tölum um hvernig RSD tengist ADHD, hver líkamlegu viðbrögðin geta verið, og hvernig hægt er að byggja upp bjargráð og þrautseigju gagnvart þessum ósýnilegu en raunverulegu sársauka. Ef þú hefur einhvern tíma tekið hluti „of nærri þér“ – þá gæti þessi þáttur verið fyrir þig.
-
Í þessum þætti ræðum við áfallavinnu, EMDR-meðferð og hvernig áföll geta laumað sér inn í daglegt líf án þess að við áttum okkur á því. Við veltum fyrir okkur muninum á PTSD og C-PTSD, af hverju ,,aðeins stress" getur verið eitthvað allt annað, og hvers vegna maður getur fundið fyrir skömm þó maður hafi gert sitt besta. Þetta er einlæg og örlítið óþægilega heiðarleg umræða - en líka full af hlýju, húmor og von.
-
Átt þú líka erfitt með að losa þig við hluti? Tengir þú við hluti á ótrúlegan hátt og finnur jafnvel fyrir skömm þegar heimilið fyllist af dóti?Í þessum þætti köfum við ofan í söfnunaráráttu, óreiðu og tilfinningarnar sem fylgja því að eiga of mikið af hlutum. Af hverju er svona erfitt að sleppa takinu, og hvað getur maður gert til að ná betri stjórn?Þetta og fleira í Örlítið í ólagi.
-
Velkomin í 2.þátt af ,,Örlítið í ólagi", hlaðvarpið þar sem ,,chaos" er okkar strúktúr og allir fá að vera eins og þeir eru.Í þessum þætti fáum við að kynnast Lindu Sæberg örlítið, heyrum að Hrafndís heldur rosalega mikið upp á orðið ,,já" og förum létt yfir ástartungumálin 5 og hvað þau þýða. Dýfum tánum rétt aðeins í hvað er kink og hvernig er hægt að tengja þau við ástartungumálið okkar.Upprunalega planið var að hafa þátt 1 sinni í viku en við sáum strax að það er alls ekki nóg svo hér er annar þáttur tveimur dögum eftir fyrsta þáttinn.
-
Velkomin í mest ´chaos´ fyrsta þátt í nýja podcastinu ,,Örlítið í ólagi." Lífið er óskipulagt... eins og þetta podcast, þar sem uppáhaldsorðin mín eru ,,uummm, ooooogggg, já & podcast!"
Hér spyrjum við spurninganna sem enginn bað um svör við, förum djúpt í hlutina og pælum örlítið of mikið í öllu - með húmor, speki og smá tilvistarkreppu á kantinum.
Þetta er algerlega, ótrúlega, stórkostlega út fyrir mitt þægindarsvið en það hefur lengið verið draumur hjá mér að byrja með svona spjall þar sem við ræðum allt milli himins og jarðar.
Hér er verið að hugsa upphátt og vonað að einhver skilji mig.
Takk fyrir að hlusta, takk fyrir að gefa mér tækifæri og ég vona að þessi þáttur skili einhverju þó ekki nema smá hlátri inn í daginn!
- Hrafndís Og já p.s. ég er 38 ára! (ef einhver var ekki búinn að ná því eftir að hafa hlustað á þáttinn)