Afleveringen
-
Magnús Scheving er frumkvöðull. Hann var evrópumeistari í þolfimi árið 94' & 95' og var kosinn íþróttamaður ársins árið 1994. Latibær kom svo í kjölfarinu. Hvað næst ?
-
Kjartan Þórsson útskrifast í vor um úr læknisfræði við Háskóla Íslands. Við ræðum brjósklos, heilsubúðir og lykilinn að langlífi.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Hulda Hjálmarsdóttir er framkvæmdarstýra Krafts! Við ræðum um krabbamein, óstundvísi, hugrekki og margt fleira. Hulda er hetja sem hefur hjálpað mörgum og algjört ljós í þessu lífi.
-
Áslaug Arna er ritari sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar. Við tölum um þingið, hvernig það er að vera óhrædd, jafnvægi í leik og starfi o.fl.
-
Guðni Ágústsson er fv ráðherra. Hann er fyrsti gestur minn í þáttunum Ungur Nemur Gamall Temur (U.N.G.T.).
-
Hilmar Guðjónsson er leikari við Borgarleikhúsið, við tölum um leiklistina, burn-out, listina að lifa, að eiga föður sem smið, forvitnina og margt fleira. Einlægt og skemmtilega spjall og hlakka ég mikið til að fá hann aftur.
-
Elísabet Margeirsdóttir er náttúruhlaupari sem er nýbúin að hlaupa 400km í Kína en hún kláraði fyrst kvenna. Hún er einnig með Mastersgráðu í næringarfræði. Við förum yfir hlaupið, svefnleysið, morgunrútinuna sem og fleira. Fyrsti þáttur eftir sumarfrí!
-
Kristinn Guðmundsson er þekktastur fyrir matreiðsluþættina sína Soð sem er nú aðgengilegir í sjónvarpi Símans.
-
Júlíus Steinar er flugstjóri hjá WOW Air. Hann hefur flogið útum allan heim og ætlar að sigla skipinu í höfn með því að loka þessari 1.seríu af flugsögunni. Það er óhætt að segja að Július er ævintýramaður í orðsins fyllstu merkingu og Það var heiður að fá hann í spjall.
-
Karen Björg er frá Grenivík. Hún er uppistandarari ásamt því að vera að læra sálfræði. Hún skrifar pistla á NUDE magazine og hatar kóríander. Karen Björg er fyndin manneskja og mun koma á 17. þátta fresti.
-
jæja, þá er komið að fjórða þætti flugsögunnar og það er algjört legend, ég vissi ekki fulla merkingu á því að vera kúl áður en ég hitti hann. Hann myndi uppfylla kröfur ungu kynslóðarinnar um að vera með swag. Maður hittir nefnilega um ævina örfáa einstaklinga sem virðast hreinlega vera bara meira töff en allir aðrir. Ég kynni fyrir ykkur Dagfinn Stefánsson.
-
Leifur Hallgrímsson er gestur minn í þessum þætti. Hann er höfðingi heim að sækja og því var vel við hæfa að taka upp þetta viðtal fyrir norðan. Leifur og fjölskylda hafa starfrækt Mýflug í um 35 ár og er bæði með sjúkraflug sem starfrækt er út frá Akureyri sem og útsýnisflug sem er gert út frá Reykjahlíðarflugvelli.
-
Hallgrímur Jónsson, betur þekktur sem Moni er gestur minn í þessum öðrum þætti flugsögunnar. Moni er fyrrum yfirflugstjóri hjá Icelandair ásamt því að vera stór hluti af grasrótarmenningu flugsins á Íslandi. Í dag starfar Moni á King Air túrbopropp. Það er heiður að deila háloftunum með þessum herramanni og þakka ég honum kærlega fyrir alla þá kennslu og allan þann fróðleik sem hann hefur kennt mér og þem ótal mörgum flugmönnum í gegnum ferilinn. #KingMoni
-
Flugsagan er 6.þátta sería þar sem ég fæ til mín fólk úr flugbransanum. í þessum fyrsta þætti eru gestir mínir þeir Einar Dagbjartsson og Dagbjartur Einarsson. Það var heiður að spjalla við þá feðga og vona ég að þið hafið jafn gaman að þeim og ég.
-
Simmi er eigandi Fagmats sem sér um ástandsskoðun fasteigna. Hann er einnig fjalla & Jökla leiðsögumaður, lögreglumaður, húsgagna & húsasmiður, er með B.A. í jarðfræði. Kann að prjóna lopapeysur og er frábær vinur. Þið getið fylgst með honum á snapchat @simmismidur.
-
Lárus Blöndal, a.k.a. Lalli töframaður byrjaði að skemmta ungur að aldri og túraði m.a. með Bylgjulestinni 15 ára gamall. Hann starfar í Borgarleikhúsinu við að búa til allskonar töfra. Hann er einnig meðlimur í Reykjavík Kabarett. "Leikari er ekki töframaður" - Lalli
-
Halli Hansen er gestur minn í þessum þætti. Halli er með ótrúlega mikla og stóra og góða nærveru.
Hann er um tveir metrar, í toppformi með sítt hár og mikið skegg. Fjallmyndarlegt eintak. Hann vann lengi af í kvikmyndaiðnaðinum og hefur unnið víða bæði hér á landi sem og erlendis í þeim geira og til að reyna að útskýra hvernig Halli er þá vann hann t.d. við Bjólfskviðu með leikaranum Gerald Butler … stuttu seinnar voru þeir farnir tveir í 6 vikna ferðalag um Indland saman, bara þeir tveir saman.
Hann er fjallaleiðsögumaður í dag á sínum forsendum, þar sem hann á að vera Halli Hansen í vinnunni en ekki bara eitthver hver annar leiðsögumaður.Hann er náttúrulegur leiðtogi og holdgervingur kærleikans. Mér þótti ótrúlega vænt um að hlusta á hann enda talar hann með miklum sannfæringakrafti og eldmóð um listina að lifa í hversdagsleikanum.
-
Craig is an exceptional human being. I'm proud to call him a friend. He's motivational and inspirational. We talk about roasting coffee, what motivates us, living an active lifestyle, boosting our hormones and much more.
-
Óttar Sveinsson rithöfundur er hvað frægastur fyrir ÚTKALL bækurnar sem telja nú í tugum. Hann hefur heimildað ótal hamfarir og segjir frá því á svo ótrúlega spennandi hátt að erfitt er að leggja bókina frá sér fyrr en hún er búin. Ný bók kemur núna út í Nóvember og fjallar um Belgískan togara sem strandar við Vestmannaeyjar
-
Unnar Gísli er gestur minn í þessum þætti. Hann gengur einnig undir listamannanafninu Június Meyvant.
Hann er meðal fremstu tónlistarmanna landsins og er að vinna að nýrri plötu sem áætlað að komi út á næsta ári.
Eins og svo oft áður tölum við um allt og ekkert. Unnar er mikill húmoristi og góður sögumaður. Við tölum meðal annarsUm að alast upp í fíladelfíu-söfnuðinum í Vestmannaeyjum sem og tónlistina, life on the road sem og það að meika það
Sem tónlistarmaður eftir þrítugt og hvernig þú átt að þagga niður í tónlistargesti sem er með bögg.
Unnar Gísli er það nálægasta sem ég hef fyrir að eiga rokkstjörnu sem vin. Unnar gjöriði svo vel. - Laat meer zien