Afleveringen
-
Lokaþáttur ársins í Seinni níu er sannkallaður áramótaþáttur. Í þættinum spilum við brot úr þáttum frá 32 af þeim viðmælendum sem komu í heimsókn til okkar á árinu. Spiluð eru brot úr mörgum af vinsælustu þáttum ársins.
Meðal þeirra brota sem eru spiluð í þættinum:
- Halli Melló segir frá því hvað hann óttast mest
- Þorgerður Katrín fer yfir það sem fer í taugarnar á henni á golfvellinum
- Jakob Bjarnar ræðir um glæpsamlegt golfmót
- Teitur Örlygs henti golfsettinu sínu inn í bílskúr með látum
- Úlfar Jóns sló dauðhræddur með dræver sem atvinnumaður
- Inga Lind féll kylliflöt fyrir golfinu
- Hjörvar Hafliðason er vöðvagolfari
- Áfengið dró Rúnar Freyr í golf
- Freyr Gígja missti sig við Eyfa Kristjáns ágolfvellinum
- Ólafía Þórunn ræddi um pressuna sem fylgir þvíað keppa á bestu mótaröð í heimi
- Margeir Vilhjálms fór yfir stóra málið á Akureyri sem endaði í keppnisbanni
- Fiskikóngurinn fræddi okkur um hvernig það er aðfá bolta í hausinn
- Arnar Gunnlaugsson notar golf sem undirbúningfyrir leiki
- Andri Ólafsson fór yfir það sem byrjendur ígolfi ættu að forðast
- Venni Páer lék á 79 höggum en svo fór allt ískrúfuna
Seinni níu er að ljúka sínu fyrsta starfsári og við hlökkumtil að mæta á nýju ári með nýja og skemmtilega viðmælendur sem hafa gaman af því að tala um golf. Gleðilegt nýtt ár!
---
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofanfasteignasala
🏌️♀️- Golfhöllin
-
Síðasti gestur okkar í Seinni níu á þessu ári er Vernharð Þorleifsson sem flestir þekkja fyrir afrek sín í júdó á sínum tíma. Hann keppti á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996 í júdó en á þeim tíma þótti það mikið afrek að vinna sér inn þátttökurétt á leikunum.
Eftir júdóferilinn skapaðist tómarúm í lífi Venna sem fór meðal annars að gera leikna sjónvarpsþætti sem um einkaþjálfarann Venna Páer. Þeir þættir lifa góðu lífi á Youtube. Sömuleiðis hóf hann að leika golf og hefur árangur hans á golfvellinum verið misjafn. Venni komst best í ca 12 í forgjöf en hefur farið aftur í íþróttinni á síðasta ári. Hann hefur lent í allskyns vandræðum í golfi á síðustu árum en líklega náði það hámarki þegar hann sló út fyrir vallarmörk, henti kylfunni í meðspilara og sló svo boltanum í lærið á honum, allt á sömu golfholu.
Við völdum svo fimm bestu golfjólagjafirnar sem kosta undir15 þúsund krónur.
Frábær þáttur sem ætti ekki að fara framhjá kylfingum og íþróttaáhugafólki.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofanfasteignasala
🏌️♀️- Golfhöllin
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Við fáum góða gesti í þátt vikunnar í Seinni níu. BlikarnirDamir Muminovic og Höskuldur Gunnlaugsson urðu Íslandsmeistarar með liði Breiðabliks í haust. Þeir eru hins vegar báðir forfallnir golfáhugamenn og vilja spila golf eins mikið og kostur er.
Damir byrjaði í golfi fyrir rúmu ári síðan og búinn að ná ótrúlegum tökum á golfíþróttinni. Hann er í dag með um 10 í forgjöf og spilaði ekki nema um 80 hringi í ár. Höskuldur er með um 15 í forgjöf og býr svo vel að vera með golfhermi á skrifstofunni þar sem hann starfar.
Damir og Höskuldur fara á mjög skemmtilegan hátt yfir þaðhvernig golfið hefur hjálpað þeim í fótboltanum á síðastliðnu tímabili og deila einnig skemmtilegum sögum af því hvernig þeim hefur tekist að slasa sig í golf. Báðir eru þeir á því að golfið hafi klárlega hjálpað sér að ná meiri árangri á knattspyrnuvellinum.
Þeir félagar völdu einnig fimm bestu kylfinganna sem leika íBestu-deildinni í knattspyrnu. Frábær þáttur sem ætti ekki að fara framhjá kylfingum og íþróttaáhugafólki.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofanfasteignasala
🏌️♀️- Golfhöllin
-
Gestur okkar þessa vikuna er heimsmeistarinn Elsa Nielsensem er líklega þekktari fyrir afrek sín í badminton en golfi Hún varð heimsmeistari fyrir nokkrum árum í tvíliðaleik og hefur í tvígang keppt á Ólympíuleikunum.
Elsa byrjaði í golfi fyrir nokkrum árum og hefur náðvirkilega góðum tökum íþróttinni. Hún er núna með um 7 í forgjöf, er mikil keppnismanneskja og er varaformaður Nesklúbbsins. Elsa segir okkur aðeins frá golfinu sínu,þeirri uppbyggingu sem er framundan hjá Nesklúbbnum og biðlistanum fræga hjá klúbbnum en sjálf beið hún í sjö ár eftir að komast inn í klúbbinn.
Logi valdi 5 auðveldustu par-3 holur landsins og ríkti ekkibeint mikil samstaða um þann lista.
Seinni Níu er í boði:
PLAY - Unbroken - ECCO - Eagle Golfferðir - XPENG - Lindinbílaþvottastöð - Betri stofan fasteignasala - Golfhöllin
-
Gestur okkar þessa vikuna í Seinni níu er Andri Ólafsson semstarfar sem samskiptastjóri hjá Landspítala Íslands Andri var á árum áður öflugur fjölmiðlamaður og tengist enn fjölmiðlum með því að halda úti þáttum á Stöð 2Sport um NFL. Hann stendur einnig að nýrri sjónvarpsþáttaröð um Kanann.
Andri byrjaði í golfi fyrir nokkrum árum. Hann leggur mikiðupp út því að líta vel út á golfvellinum og að vera snyrtilegur til fara. Það vegur vel upp á móti því að vera með um 20 í forgjöf.
Andri tók sér reyndar frí frá golfi í sumar vegna framkvæmdaen stefnir á að komast niður í 18 í forgjöf á næsta tímabili. Við fáum að heyra magnaða frásögn þegar Andra var slaufað á miðjum golfhring. Svo ræðir Andri aðeins við okkur um komandi Alþingiskosningar.
Frábært spjall þar sem farið er um víðan völl einum lengstaþætti okkar til þessa. Logi var óvænt mættur aftur til Íslands sem gerði spjallið þeim mun skemmtilegra.
Seinni Níu er í boði:
PLAY - Unbroken - ECCO - Eagle Golfferðir - XPENG - Lindin bílaþvottastöð - Betri stofan fasteignasala- Golfhöllin
-
Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, kom íheimsókn til okkar í Seinni níu. Hulda hefur verið í forystu hjá GSÍ undanfarin ár og var komið víða við í skemmtilegu spjalli.
Hulda greindi frá því að nýlega hefði verið samþykkt deiliskipulag um nýjan 27 holu golfvöll í landi Hafnarfjarðar sem verður staðsettur nærri Hvaleyrarvatni.
Við fórum einnig yfir mikla fjölgun kylfinga á Íslandi.Golfhermar og aukin þátttaka yngri kylfinga eiga þar stóran þátt.
Í ljós kom að Hulda hefur ekki farið holu í höggi en erdugleg að spila. Sjálf er hún með um 15 í forgjöf og reynir að leika golf víða um land.
Seinni Níu er í boði:
PLAY - Unbroken - ECCO - Eagle Golfferðir - XPENG - Lindin bílaþvottastöð - Betri stofan fasteignasala - Golfhöllin
-
Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson er gestur okkar þessa vikuna í Seinni níu. Arnar er fínn kylfingur með um 10 í forgjöf en að eigin sögn kemst hann ekki neðar sökum æfingaleysis í stutta spilinu.
Arnar hefur verið mjög sigursæll þjálfari á síðstu árum og í þættinum flökkum við á milli þess að spjalla um golf og fótbolta.
Arnar hefur spilað golf víða um heim og á mörgum heimsþekktum golfvöllum. Í ljós kom að Arnar hefur ekki farið holu í höggi og var velt upp þeim möguleika hvort bölvun ríki á Bergmann-mönnum í þeim efnum.
Einn þáttur í undirbúningi Arnars fyrir leiki hjá Víkingum er að fara á æfingasvæðið og slá nokkra golfbolta.
Í þættinum fengum við félagar líklega sex viðskiptahugmyndir.
Seinni Níu er í boði: - PLAY - Unbroken - ECCO - Eagle Golfferðir - XPENG - Lindin bílaþvottastöð - Betri stofan fasteignasala - Golfhöllin - Auto Park
-
Golfvallarhönnuðurinn Edwin Roald Rögnvaldsson kemur í heimsókn til okkar í Seinni níu. Golfvallahönnun fær sviðið í þessum þætti ásamt skemmtilegri umræðu um golf á mannlegum nótum.
Edwin segir okkur frá því hvernig hann varð að golfvallarhönnuði. Sömuleiðis segir hann okkur ótrúlega sögu af því þegar hann afþakkaði pent golfbolta sem Seve Ballesteros ætlaði að gefa honum.
Jafnframt kom í ljós að Edwin er að hanna golfvöll í Færeyjum. Jafnframt kemur Powerrank með fimm bestu golfsvæðunum sem eru í eigu Donald J. Trump.
Seinni Níu er í boði: - PLAY - Unbroken - ECCO - Eagle Golfferðir - XPENG - Lindin bílaþvottastöð - Betri stofan fasteignasala- Golfhöllin
-
Næsti gestur okkar í Seinni níu er fjölmiðlamaðurinn Tómas Þór Þórðarson sem hefur undanfarin ár verið umsjónamaður enska boltans hjá Símanum.
Hann sagði okkur frá því hvernig það væri að vera frambjóðandi til Alþingis og hvernig hann hefur þróað með sér mikla golfdellu.
Þrátt fyrir stuttan golfferil er Tómas nú kominn með ca 13 í forgjöf og og hefur náð ótrúlegum tökum á íþróttinni á skömmum tíma.
Hann segir okkur einnig frá fjölmiðaferlinum, þyngarmissi, póltíkinni, og aðdáun sinni á Scottie Scheffler.Við fáum einnig glæsilegt Powerrank yfir bestu vellina til að spila í golfhermi.
Seinni Níu er í boði: - PLAY - Unbroken - ECCO - Eagle Golfferðir - XPENG - Lindin bílaþvottastöð - Betri stofan
-
Við fengum frábæran gest núna á dögunum þegar sjálfur Fiskikóngurinn, Kristján Berg Ásgeirsson, kom í heimsókn til okkar í hlaðvarpið Seinni níu.
Kristján segir okkur í þættinum frá sínum frábæru og einstöku auglýsingum sem hafa farið sigurför um íslenskan auglýsingamarkað.
Einnig segir Kristján frá þátttöku sinni í hinu vinsæla Costa Blanca golfmóti sem yfir hundrað Íslendingar tóku þátt í núna í haust.
Kristján segir okkur einnig frá því þegar hann varð fyrir því óláni að fá golfbolta í hausinn í sumar. Ekki missa af sögunni þegar söluferð með heita potta endaði í golfmóti aldarinnar í Bíldudal þar sem öllum kylfingum á sunnanverðum Vestfjörðum var boðið í golf. Ótrúleg saga!
-
Margeir Vilhjálmsson er gestur okkar þessa vikuna í Seinniníu. Hann er frábær kylfingur að eigin sögn með um 1 í forgjöf. Hann segir okkur frá því hvernig hann byrjaði í golfi en í kjölfarið hefur Margeir orðið mjög áberandi karakter í íslensku golfi.
Margeir var um tíma framkvæmdastjóri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og tók virkan þátt í uppbyggingu á Korpúlfsstaðavelli og Básum.
Við fórum yfir atvikið á Akureyri árið 2022 sem varð þess valdandi að Margeir var dæmdur í keppnisbann. Einnig kom í ljós að hann hefur ekki farið holu í höggi þrátt fyrir að hafa spilað golf í 39 ár.
Ýmislegt fleira bar á góma. Margeir segir okkur frá golfkennarastarfinu og sömuleiðis frá Black Sands verkefninu sem því miður varð hruninu að bráð en sá golfvöllur hefði orðið einn glæsilegasti golfvöllur landsins. Powerrank og spurning vikunnar.
Frábær þáttur sem við getum óhikað mælt með.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan
-
Gestur okkar þessa vikuna í Seinni níu er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fyrrverandi atvinnukylfingur.
Ólafía lagði keppniskylfurnar á hilluna fyrir tveimur árum en hún er eini íslenski kylfingurinn til að leika á öllum fimm risamótunum í keppnisgolfi kvenna. Ólafía var valin íþróttamaður ársins árið 2017.
Í þættinum fer Ólafía yfir ferilinn og segir okkur frá því nýju fyrirtæki sem hún er að stofna.
Ólafía kemur með Powerrank yfir fimm bestu kylfinganna sem hún hefur leikið með. Nelly Korda, Charley Hull og Arnold Palmer koma þar við sögu.
Frábær þáttur sem á erindi við alla kylfinga og íþróttáhugafólk.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
-
Þó golfsumarið sé að líða undir lok þá höldum viðótrauðir áfram í hlaðvarpinu Seinni níu. Að þessu sinni kemur til okkar fréttamaðurinn Freyr Gígja Gunnarsson en margir ættu að kannast við röddina í fréttatímum RÚV.
Freyr Gígja leikur aðallega golf á Hvaleyrarvelli og er fínn kylfingur með 9,9 í forgjöf. Freyr er mjög stöðugur kylfingur en þarf að eigin sögn að bæta púttin. Þáttastjórnendur hvöttu Frey til að brjóta bensínstöðvarpútterinn og kaupa nýjan pútter.
Freyr segir frá því þegar hann missti sig við Eurovision-stjörnu á Kiðjabergsvelli.
Seinni Níu er í boði:
✈️ - PLAY
💊 - Unbroken
👟 - ECCO
⛳ - Eagle Golfferðir
🚗 - XPENG
✨ - Lindin bílaþvottastöð
-
Leikarinn Gunnar Hansson mætti til okkar í Seinni níu. Gunnar er mjög öflugur kylfingur og var lægst með um 3,5 í forgjöf. Hann spilaði mikið golf á sínum yngri árum og hefur tvívegis farið holu í höggi.
Jafnframt fórum við aðeins yfir golfáhuga eins þekktasta karakters Gunnars, sem er hann Frímann Gunnarsson. Sá þykir margt bogið við hefðbundnar golfreglur og hefur því tekið upp sínar eigin reglur.
PLAY - XPENG - UNBROKEN - ECCO- LINDIN- EAGLE GOLFFERÐIR
-
Seinni Níu Masterclass er þáttur fyrir kylfinga sem vilja kafa aðeins dýpra. Í þessum þætti fáum við í heimsókn hann Bjarna Má Ólafsson frá Golfstöðinni sem sérhæfir sig í styrktarþjálfun fyrir kylfinga.
Bjarni Már fræðir okkur um kosti þess að stunda styrktarþjálfun samhliða því að spila golf. Styrktarþjálfun getur verið góð leið til að ná í auka lengd af teig og fyrirbyggja meiðsli.
Við fáum að heyra skemmtilegar dæmisögur af kylfingum sem hafa óvænt lengt sig hressilega af teig eftir að hafa byrjað í styrktarþjálfun.
Mjög fróðlegur þáttur sem ætti að vera öllum kylfingum hvatning til að styrkja sig.
✈️- PLAY
🚗- XPENG
💊- UNBROKEN
👟- ECCO
✨- LINDIN
⛳- EAGLE GOLFFERÐIR
-
Nýjasti gestur okkar í Seinni níu er Hermann Guðmundsson sem rekur fyrirtækið Kemi.
Hermann er duglegur kylfingur sem hefur lægst verið með um 10 í forgjöf. Hann spilar mikið golf í Bandaríkjunum og uppáhaldskylfan hans er 60° fleygjárnið.
Logi velur fimm fallegstu par-3 holur landsins.
Seinni Níu er í boði:
✈️ - PLAY
💊 - Unbroken
👟 - ECCO
⛳ - Eagle Golfferðir
🚗 - XPENG
✨ - Lindin bílaþvottastöð
-
Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play, er nýjasti gestur okkar í Seinni níu. Hann er kylfingur með um 15 í forgjöf en náði lítið að spila golf í sumar eftir að hafa tekið við sem forstjóri hjá Play í vor.
Einar Örn hefur mikið spilað erlendis og hefur tvívegis farið holu í höggi á erlendri grundu.
Við erum með Powerrank á fimm bestu golfvöllunum á Alicante svæðinu og hvaða velli á að forðast á þeim slóðum.
Hvar er algengast að kylfingar fari holu í höggi? Við komumst að því í þættinum.
Hlustendur Seinni níu fá 20% afslátt hjá Unbroken með að nota kóðann Seinni9 á unbroken.is
Seinni Níu er í boði:
ECCO - XPENG - Unbroken - Lindin - Bríó - Eagle Golfferðir
-
Tónlistamaðurinn ástsæli Eyjólfur Kristjánsson er næsti gestur okkar í Seinni níu. Eyfi byrjaði í golfi um aldamótin og fékk mikla golfbakteríu. Hann hefur hins vegar sjaldan spilað eins lítið golf og hann hefur gert í ár og eru nokkrar ástæður fyrir því.
Eyfi segir okkur frá því þegar hann fór holu í höggi á Korpúlfstaðavelli, við fáum magnað Powerrank yfir fimm bestu lögin hjá Eyfa, og svo kemur í ljós að uppáhaldskylfingar eru nokkuð óvæntir kappar á PGA-mótaröðinni.
Frábær þáttur í alla staði!
Þátturinn er í boði:
XPENG - ECCO - Unbroken - Eagle Golfferðir - Bríó
-
Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri hjá Golfklúbbnum á Selfossi, kom í heimsókn til okkar í Seinni níu.
Hann fór yfir frábæran keppnisferil í íslensku golfi, sagði okkur frá uppbyggingu golfsins á Selfossi og sagði okkur einnig magnaða sögu af sjálfum sér á djamminu með Íranum Shane Lowry í Tórínó.
Magnaður þáttur!
Þátturinn er í boði:
ECCO - XPENG - Unbroken - Lindin - Eagle Golfferðir
-
Kári Sölmundarson, formaður hjá Golfklúbbnum Oddi, ræðir við okkur í Seinni Níu um stækkun Urriðavallar í 27 holur.
Kári fer yfir stöðu mála hjá Golfklúbbnum Oddi og þar á bæ eru menn stórhuga. Búið er að ráða Robert Trent Jones Jr. í að hanna Urriðavöll sem 27 holu golfsvæði en sá hefur hannað marga af þekktustu golfvöllum í heimi.
Kári segir okkur frá því hvernig hann byrjaði í golfi og hvernig hann varð óvænt formaður í einum af stærstu golfklúbbum landsins.
Logi velur fimm erfiðustu par5 holur landsins. Ótrúleg saga af holu í höggi á Kálfatjarnarvelli um helgina.
ECCO - Lindin - Unbroken - Eagle Golfferðir
- Laat meer zien