Afleveringen
-
Í þessum einlæga og opinskáa þætti af Sjókasti ræðir Aríel við Svandísi Svavarsdóttur, fyrrverandi matvælaráðherra með meiru. Hún segir okkur frá sínu lífshlaupi – allt frá uppvexti og mótandi æskuárum til baráttu við persónuleg áföll og álagsmikil ár í pólitík.
Við ræðum pólitíska ólgusjóinn, ákvarðanir sem kosta og reynsluna af því að vera í eldlínunni. Sjávarútvegurinn, umhverfismál, heilbrigðiskerfið og gildin sem drífa hana áfram fá einnig sitt pláss í þessu áhrifaríka viðtali.
Svandís opnar sig um sársauka og styrk, sorg og von – og sýnir okkur að baki stjórnmálakonunni býr kona með hjarta, húmor og óbilandi eldmóð.
Framleiðsla, klipping, hljóð og ljós: Arnar Steinn Einarsson -
Í þessum þætti af Sjókasti ræðir Aríel við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., um ævi hans og störf, hvalveiðar, togstreitu við stjórnvöld og fjölmiðla, framtíð sjávarútvegsins og hvað knýr hann áfram eftir áratugi í eldlínunni. Hver er maðurinn á bak við fyrirsagnirnar?
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?