Afleveringen
-
Þáttur 24!!! Muwhahaha! - Í dag kæru hlustendur segir Jonni ykkur frá einum þeim alræmdasta prinsi allra tíma, Vlad Tsepesh, Drakúla Greifa. Við mælum ekki með að ung eyru hlusti á þennan þar sem partar úr frásögninni eru mjög ógeðfelldir.
Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 23! Oh me oh my! Elísa heldur áfram í dag með söguna hennar Margrétar Prinsessu og dramað og skandalana sem einkenndu hennar sögu.
Vonum að þið njótið!
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Þáttur 22! Indeed! Í dag segir hún Elísa okkur frá Princess Margret, hennar ævi og hennar skandala í tveimur pörtum.
Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 21! Shiver me Timbers! Í dag segir Jonni ykkur varúðarsögu, sagan hans Stede Bonnets ætti að vera öllum til umhugsunar áður en Grái Fiðringurinn tekur fyllilega völd.
Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 20!!! Mio Dio! Tuttugasti þátturinn og við gerðum hann með stæl!
Það er tveir fyrir einn í dag þar sem bæði Elísa og Jonni eru með mál.
Elísa byrjar á að segja okkur frá eldgosinu sjálfu og Jonni tekur svo við og segir frá Pompeii sem var.
Þetta er langur þáttur og því byrjar frásögn Jonna 45:51 ef þið viljið skipta þessu í tvennt. Svo er 1:20:24 tímasetnigin fyrir foreldra sem vilja skipta á næsta hluta frásagnarinnar.
Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 19 - úffff.
Þessi þáttur er vonandi biðarinnar virði en í dag ætlar Elísa að segja ykkur frá Ku Klux Klan eða Hvíthettum á íslensku. Hún fer yfir upphafið og starfsemina í gengnum árin.
Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 18 - so nice!
!!TW!! Í þessum þætti er talað um sjálfsvíg og því mun innihald þessa þáttar ekki vera fyrir alla - við skiljum það mjög vel og berum virðingu fyrir því.
Í dag ætlar Jonni að segja ykkur frá henni Messalínu sem hefur fengið titilinn versta kona sögunnar - hvort hún standi undir þeim titli er annað mál.
Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 17! Ra! ra! Í þættinum í dag segir Elísa okkur frá Russia's greatest love machine og hvernig áhrif hann hafði í Rússlandi á tímum mikillar óvissu.
Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 16! Oh baby a double! Þetta er fyrsti aukaþáttur Sögukastsins, ákveðinn sögulegur áfangi. En í dag heldur Jonni áfram með sögu Ólympíuleikana.
Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 15! *sound of a whistle*. Í dag segir Jonni okkur frá upphafi upprunalegu Ólympíuleikunum og hvernig þeir þróuðust.
Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 14! Dearie me! - Í þætti dagsins segir Elísa okkur frá Reykþokunni sem lamaði London og tók með sér nokkur mannslíf. Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 13! Mon Dieu! Í þætti dagsins segir Jonni okkur frá hinni stórfenglegu og mögnuðu konu sem var Joséphine Baker. Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 12! Guuurl! Elísa segir okkur frá honum magnaða RuPaul, Mama Ru, í dag og þeirri ótrúlegu ævi sem hann hefur lifað. Við vonum að þið njótið!
-
Þáttur 11! Blimey! Jonni segir frá vafasömu sögu ginsins sem fer á ótrúlegustu staði. Vonum að þið njótið
-
Þáttur 10!!! Aw mate! Í dag segir Elísa okkur frá furðulegu stríði sem átti sér stað í Ástralíu og seinheppnu hermenn þess. Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 9 - Golly! Jonni segir okkur frá The Great Fire of London og þeirri ringulreið sem því fylgdi. Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 8 - Við viljum vara alla sem eru flughræddir við efni þessa þáttar. Hann er mjög átakanlegur og því alls ekki allra. En Elísa mun fjalla um flugslys sem átti sér stað í Andes fjöllunum og saga þeirra sem lifðu af.
Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 7 - Þessi reyndi á allar taugar Elísu en hlustendur munu fá hljóðlægan og sögulegan rússíbana um elstu brandara í heimi sem byrjar í forn Súmeríu. Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 6 - ó lowdí, Elísa segir okkur frá henni Coco Chanel og hennar samskipti við Nasistana í París.
Vonum að þið njótið!
-
Þáttur 5 - fyrsti þátturinn í "línulegri" dagskrá.
Í þessum þætti ætlar Jonni að segja okkur frá ráninu á Píusi VII páfa.
Vonum að þið njótið!
- Laat meer zien